Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 14
14 / MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 Kjarnorkuvarnir, sam- staða og jijððartiagsnninir Af deilum íslenskra stjórnmálaleiðtoga um afvopnun í höfunum eftir Ásgeir Sverrisson BER íslendingum, ekki síst með tilliti til yfirgnæfandi þjóðarhags- muna, að hafa frumkvæði að því innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) að hafnar verði viðræður við Sovétríkin um afvopnun í höf- unum eða er slíkur málflutningur aðeins til þess fallinn að grafa undan samstöðu aðildarrikjanna, sem tryggt hefur þann árangur er náðst hefur í samskiptum aust- urs og vesturs? Hveijar eru póli- tiskar og herfræðilegar forsendur þess að unnt verði að hefja samn- ingaviðræður um traustvekjandi aðgerðir og fækkun vopna í skip- um og kafbátum? Vega tillögur í þá veru að sjálfum rótum Atlants- hafsbandalagsins eða eru þær eðlilegt framhald af samningum um fækkun vígtóla og liðsafla á landi? Þessar spurningar hafa verið í brennidepli þeirrar um- ræðu sem fram hefur farið hér á landi á undanförnum árum um réttmæti og ágæti þess að íslend- ingar beiti sér fyrir því að NATO- ríkin gangi til viðræðna við Sovét- menn um fækkun vopna í höfun- um. Hú hafa leiðtogar risaveld- anna þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi boðað rót- tækar umbreytingar á þessu sviði sem m.a. fela í sér gífurlega fækkun kjarnorkuvopna í skipum og kafbát- um. Fækkun þessi verður fram- kvæmd með einhliða aðgerðum, í nafni gagnkvæms trausts, en ekki á þann veg sem íslendingar hafa bar- ist fyrir þ.e.a.s á grundvelli form- legra samninga. Efnislega má hins vegar segja að boðskapur leiðtog- anna fari nærri nokkram þeirra atr- iða sem íslenskir ráðamenn hafa á undanförnum árum einkum lagt áherslu á, við litlar undirtektir innan Atlantshafsbandalagsins. Raunar er það svo að hart hefur verið deilt hér á landi um þennan málflutning nú- verandi og fyrrverandi ráðamanna þjóðarinnar. Má t.a.rh. skilja nýlegar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra sem svo að ágreiningur þessi sé enn við lýði. Frumkvæði og þjóðarhagsmunir Talsmönnum þess að hafnar verði viðræður um afvopnun á og í höfun- um hefur einkum orðið tíðrætt um sérhagsmuni íslendinga. Þráfaldlega hafa menn bent á umhverfisþáttinn og hversu óskaplegar afleiðingar það gæti haft í för með sér ef kjamorku- slys yrði í nágrenni við ísland. Slíkt gæti augsýnilega kippt fótunum und- an helstu útflutningsgrein íslendinga og raunar hefur einnig verið á það bent að grunsemdirnar einar um að geislavirk efni væru á sveimi á ís- lenskum fiskimiðum gæti orðið til þess að þjóðarbúið yrði fyrir alvarleg- um skakkaföllum. Vegna yfirgnæf- andi hagsmuna íslendinga sé því við hæfi þeir hafi frumkvæði á þessu sviði. Eðlilegt sé að innan Atlants- hafsbandalagsins verði þess freistað að tryggja öryggi á siglingaleiðum yfir Atlantshafið, sem er lykilatriði í varnarstefnu bandaiagsins, með minni vopnabúnaði en hingað til. Með slíkum málflutningi sé engan veginn verið að grafa undan Atlants- hafsbandalaginu, þvert á móti hafi aðildarríkin ávallt fylgt ákveðinni afvopnunarstefnu líkt og t.a.m. deil- an við Sovétríkin um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu sýni. Þá hefur það sjónarmið og heyst að sjálfsagt sé að íslendingar hafi frumkvæði á vettvangi afvopnunarmála, eðlilegt sé að friðsöm og vopnlaus smáþjóð hvetji til þess að vígtólum verði fækk- að. Samstaða og vígvæðing Sovétmanna Rökin gegn því að hafnar verði viðræður um afvopnun á höfunum og efsemdir um gagnsemi slíkra við- ræðna hafa í senn verið pólitísk og herfræðileg. Sovétmenn hafa þrá- faldlega lagt til að sh'kar viðræður verði hafnar og hafa hagsmunir þeirra í þessu efni þótt augljósir þar eð þeir hafa ævinlega lagt megin- áherslu á öflugan kjarnorkuherafla á landi. Andstæðingar þessarar hug- myndar hafa aukinheldur vísað til þess Iykilatriðis í varnarstefnu Atl- antshafsbandalagsins að unnt verði að flytja liðsafla og hergögn til Evr- ópu sjóleiðina yfir Atlantshafið á óvissu- eða átakatímum. Hafa þau sjónarmið heyrst að tillöguflutningur í þessa veru á vettvangi NATO sé til þess eins fallinn að þjóna hags- munum Sovétríkjanna. Með tilvísun til þessa hafa efasemdarmenn lagt á það áherslu að engin samstaða sé ríkjandi innan NATO um að helja beri slíkar viðræður og að einhliða frumkvæði íslendinga á vettvangi vígbúnaðar á höfunum verði einung- is til þess að reka fleyg í samstöðu NATO-ríkjanna. Gríðarleg og hams- laus vígvæðing Sovétmanna í ná- grenni Islands, á Kóla-skaga og efl- ing Norðurflotans hefur einnig verið mönnum ofarlega í huga. Þá hafa herfræðilegar röksemdir lengi legið fyrir á þessu sviði. Hafa þær í mjög einfölduðu máli m.a. snú- ist um óhjákvæmilega skerðingu fælingarmáttar kjarnorkuvopna í kafbátum, nauðsyn siglingafrelsis og efasemdir um að unnt sé að halda uppi fullnægjandi eftirliti með slíku samkomulagi. Þessi andstæðu sjónarmið hafa mjög sett mark sitt á umræðuna um afvopnun á höfunum hér á landi. Margir hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi en segja má að mismunandi sjónarmið í þessu efni hafi komið einna best fram í skrifum þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og Hreins Lofts- sonar, formanns utanríkisnefndar Sj álf stæðisflokksins. Það hefur einkum komið í hlut Jón Baldvins Hannibalssonar að halda hugmyndinni um viðræður um af- vopnun á höfunum á lofti bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. Hann vakti máls á þessu í ræðu er hann flutti sem formaður Alþýðu- flokksins á fundi formanna norrænna jafnaðarmanna í janúarmánuði 1988 og hann hvatti til þess í þingræðu 26. febrúar sama ár að íslendingar leituðu eftir samvinnu m.a innan Atlantshafsbandalagsins um að teknar yrðu upp samningaviðræður um afvopnun á höfunum. Hefur Jón Baldvin verið talsmaður þessara hug- mynda allt frá því hann varð utanrík- isráðherra haustið 1988. Vinnubrögð utanríkisráðherra gagnrýnd Hreinn Loftsson, formaður utan- ríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um afstöðu utanríkis- ráðherra til afvopnunar á höfunum í greinum er hann ritaði í Morgun- blaðið í desember 1989 og I upphafi síðasta árs. Raunar hafði Hreinn Loftsson þegar í marsmánuði 1989 séð ástæðu til að gera athugasemdir við vinnubrögð utanríkisráðherra í grein er bar yfirskriftina: „Hver ræð- ur ferðinni í öryggis-_og varnarmál- um?” í grein sem birtist í Morgunblaðinu 12.12. 1989 segir Hreinn Loftsson að komið hafi á daginn að utanríkis- ráðherra hafí snúist á sveif með Al- þýðubandalaginu í máli sem lúti að undirstöðu vestrænnar samvinnu um öryggis- og varnarmál. Höfundur víkur sérstaklega að yfirlýsingum Steingríms Hermannssonar, þáver- andi forsætisráðherra, á fundi leið- toga NATO sem haldinn var í Bruss- el 4. desember, eftir Möltufund leið- toga risaveldanna, þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Lýsti Steingrímur því yfir á fundinum að það ylli íslendingum vonbrigðum að Bush hefði vísað á bug hugmyndum um vopnatakmarkanir á höfunum. I grein Hreins Loftssonar þann 12. 12. 1989 segir um málflutning þennan: „Með yfirlýsingum utanríkisráðherra í ijölmiðlum að undanförnu og þá ekki síður framferði Steingríms Her- mannssonar á fundi leiðtoga Atlants- hafsbandalagsins eftir Möltufundinn eru íslendingar að reka fleyg í sam- stöðu Atlantshafsríkjanna í máli er snertir undirstöðuatriði í öryggis- og varnarsamvinnu vestrænna ríkja og skaða þannig það verkfæri sem best hefur dugað til að ná árangri á sviði afvopnunar.” Segir og í greininni að „frumkvæði” utanríkisráðherra geti orðið til þess að telja Sovétmönnum trú um að þeir séu að ná árangri í þeirri stefnu sinni að kljúfa samstöðu vestrænna ríkja. „Forystumenn ríkis- stjórnarinnar hreykja sér af því að hafa stillt sér upp við hlið Sovét- manna gegn samstarfsþjóðunum í Atlantshafsbandalaginu.” Eðlilegt framhald afvopnunarviðræðna Utanríkisráðherra hefur einnig margoft gert grein fyrir afstöðu sinni í greinum í Morgunblaðinu. I grein er birtist 30. janúar 1990 segir að sjónarmið Islendinga sé það að eðli- legt sé að hefja viðræður um afvopn- un á höfnum í framhaldi af samn- ingaviðræðum um niðurskurð hefð- bundinna vopna í Evrópu. Þær við- ræður gengu í fyrstu undir heitinu MBFR-viðræðurnar en þeim var slit- ið og upp voru teknar viðræður sam- kvæmt nýju erindisbréfi sem lyktaði í París haustið 1990 með undirritun CFE-sáttmálans svonefnda um nið- urskurð í heijum og fækkun hefð- bundinna vígtóla frá Atlantshafi til Úralijalla. Er það í fyrsta skipti sem íslendingar eiga beina aðild að sátt- mála um afvopnun. í grein sinni 30. 1. 1990 gerir utanríkisráðherra grein fyrir því hvernig nálgast beri þetta mál að hans mati. Fyrsta skrefið telur Jón Baldvin Hannibalsson að felast eigi í traustvekjandi aðgerðum á höfun- um. Nefnir hann einkum tilkynninga- skyldu fyrir æfingar, eftirlit, upplýs- ingaskyldu og málþing um þessi málefni. Með þessu móti megi skapa forsendur fyrir næsta skrefi sem-fel- ist í takmörkun og niðurskurði víg- búnaðar. Greinilega sé ástæða til að leggja áherslu á tvennt: takmörkun eða bann við svonefndum taktískum kjarnorkuvopnum (skammdrægum vopnum; kjarnasprengjum um borð í þyrlum og flugvélum, kjarnorkut- undurskeytum og stýriflaugum um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.