Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 t M - segir Raísa,Gorbatsjov-um leiðtogafundinn í Reykjavík í nýrri bók sinni „Ég vona", sem væntanleg er á markað á íslandi „BÓK MÍN, er ekki endurminningabók eða ævisaga, þar sem ítrustu nákvæmni er gætt hvað varðar tímaröð og smáatriði. Enn síður er í bókinni að finna kerfisbundna framsetn- ingu á skoðunum mínum og viðhorfum, þótt þeirra gæti í henni. I bókinni er talað af hreinskilni, eflaust er hún sundurlaus. Þetta er sagan af sjálfri mér fyrr og nú, af atburð- um og hughrifum sem ég hef orðið fyrir á staðnum. I henni birtast persónuleg viðbrögð mín við því sem hefur verið að gerast um- hverfis mig, við þeim miklu átökum, áföllum og ekki síður árangri sem náðst hefur í opin- beru Iífi í landi mínu.” - Þannig kemst Raísa Gorbatsjov meðal annars að orði í ávarpi sínu til erlendra lesenda í bók sinni, „Ég vona”, sem væntanleg er á íslenskan bóka- inarkað á næstunni, en það er bókaforlagið Iðunn sem gefur bókina úf. Raísa kemur víða við í bók sinni eins og nærri má geta og hér grípum við niður í einn kafla hennar, þar sem hún minnist meðal annars á leiðtoga- fundinn í Reykjavlk í október 1986. / Ihvert sinn sem maður kemur fram sem fulltrúi lands síns þarf að taka tillit til sérkenna í dag- legu lífi, hefða og venja þjóðar- innar og landsins. Það skiptir máli að sýna öllu^ jafnt smáu sem stóru, athygli. Eg minnist þess til dæmis með þakklæti hve frú Bush og starfslið Wellesley College sýndu mér mikinn skilning þegar ég baðst undan því að þurfa að klæðast akademískum búningi, höf- uðfati og kufli við skólasetninguna, því slíkt var ekki vaninn í landi mínu. Ég hefði farið hjá mér og mér hefði liðið mjög illa í þeim búningi. Þegar Míkhaíl Sergejevítsj fór síðast í heimsókn til Bretlands stakk breska ríkisstjórnin upp á því að hann héldi ræðu sína í Guildhall sem er ákaflega fræg bygging í Lundún- um, í miðju fjármálahverfinu, City. Það er heiður sem erlendum gestum er sjaldan sýndur og er sérstakt virðingarmerki. En samkvæmt fornum hefðum er gert ráð fyrir tilteknum klæðnaði við'athafnir í Guildhall; kona verður að vera með hatt og hanska og karlmaður á að vera í kjólfötum, síðjakka eða ein- kennisbúningi hermanns. Undantekning var gerð þar á hvað okkur varðaði. Frú Thateher virti óskir okkar og ólíkt öilum Hefð- um ákvað hún að hún yrði heldur ekki með hatt eða hanska. í þess- ari sömu heimsókn fórum við Míkh- aíl Sergejevítsj til Windsor og hitt- um drottninguna. í Englandi er áheyrn hjá drottningunni hinn æðsti diplómatíski heiður. Ég vissi að uppáhaldslitur Elísabetar drottn- ingar var blár — konungsblátt — og hún notar hann venjulega ein- hvers staðar í búningi sínum. Mér skildist líka að meðlimir konungs- fjölskyldunnar og gestir drottningar reyndu að nota ekki þann lit er þeir væru í návist hennar. Ég reyndi líka að halda þeirri hefð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.