Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 18
SIGURBROS Hvað er það sem gerir menn að heimsmeisturum? Gunnar Einarsson íþróttakennari tók þátt í að undirbúa landsliðið í brids fyrir heimsmeistaramótið og segir frá nokkrum atriðum sem hann álítur mikilvœg fyrir þá sem stefna á sigur í keppni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur BRIDSBROSIÐ fræga sem heimsmeistararnir nýbökuðu settu upp þegar á móti blés I Yokohama var bros sigur- vegarans. Hins vegar var ekkert sælubros á þeim þeg- ar Gunnar Einarsson íþróttakennari lét þá „hlaupa sig upp í háls" nokkrum mánuðum áður, eða þegar undirbún- ingur fyrir heimsmeistaramátió hófst. Þaó var Björn Ey- steinsson fyrirliði landsliósins í brids sem fékk þá skínandi hugmynd aó láta reyndan íþróttaþjálfara miðla visku sinni og reynslu og bæta líkmalegt þrek spilaranna. Morgunblaðið/Árni Sæberg / •• framlag mitt var aðeins örlítið gramm og vegur lítið á móti því sem spilararnir, fyrirliðinn og Bridssam- bandið lögðu af mörkum,” segir Gunnar Einarsson, er ég hitti hann að máli í íþróttamiðstöð Garðabæj- ar þar sem hann starfar sem íþrótta- ogtómstundafulltrúi bæjar- ins; íslenska landsliðið í brids, Björn Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, Örn Arnþórsson; Þorlák- ur Jónsson og Guðlaugur R. Jó- hannsson urðu heimsmeistarar í brids þann ellefta þessa mánaðar. Lesendur sem þekkja lítið til íþrótt- arinnar eiga að eflaust erfitt með að skilja hinn eiginlega undirbúning spilamennskunnar og það tungumál sem þar er talað eins og til dæmis að „svína fyrir drottinguna í suður, fárveikar opnunarsagnir fæla frá geimum, ná að dobla hann í hjarta, Gunnar Einarsson: Ef leikmaður er góður þarf hann ekki að vera með blekkingar. Á efri mynd: Heimsmeistarar í brids leggja upplitsdjarfir af stað í fyrsta skokkið í lok apríl sl. og hann passaði út eitt grand og redoblaði,” og svo framvegis. Um þennan þátt sá Björn Eysteinsson fyrirliði, er skipulagði æfingar liðs- ins og undirbúning sem liðsmenn telja að hafi haft mest að segja um glæsilegan árangur þeirra á heims- meistaramótinu í Japan. En til að þjálfa liðsmenn líkamlega og byggja upp sigurvilja þeirra fékk hann í lið með sér Gunnar Einarsson, sem alvanur er að undirbúa handbolta- menn fyrir stórmót. H ér á landi er það ekki algengt að bridsspilarar séu þjálfað- ir á þennan hátt fyrir stór- mót og segir Gunnar að Björn hafi komið fram með nýjung þarna hvað snertir þjálfun á bridsspilurum. Ég spurði Gunn- ar . um tildrög þess að hann tók þetta að sér og á hvað hann hefði helst lagt áherslu? „Við Björn hittumst á herra- kvöldi hjá Stjörn- únni,” segir Gunnar, „og fórum þá að spjalla um þjálfun íþróttamanna og það hvernig best væri að skapa liðs- heild. Það varð úr að ég tæki að mér líkamsþjálfun bridsliðsins, og miðlaði jafnframt af reynslu minni hvað varðar andlega uppbyggingu íþróttamanna. Björn hringdi í mig nokkrum dögum seinna og þá var að standa við stóru orðin. Þetta var í lok apríl sl., og um sömu mundir var ég að undirbúa unglingalandsliðið fyrir heimsmeistaramótið í Grikklandi. Ég einsetti mér að þjálfa bridsliðið eins og um atvinnumenn væri að ræða og hef sennilega brotið allar reglur íþróttalega séð. En þeir kynntust grimmd og hörku sem ef til vill þarf til að ná árangri sem þessum. Auk þess að láta þá hlaupa og gera þrekæfingar, lagði ég mikla áherslu á að þeir lykju hveiju verk- efni sem þeir byijuðu á. Að ljúka hlaupinu þótt erfitt væri, var afar mikilvægt.” Ég spyr Gunnar hvort hann geti lýst líkamlegu ástandi kappanna þegar hann tók við þeim? Gunnar kímir og segir að þeir hafi verið ansi slappir, svona eins og títt er um kyrrsetumenn. „Ég gerði þau mistök að hafa fýrsta hringinn sem þeir hlupu of langan, mig minnir að ég hafi látið þá hlaupa héðan frá íþrótt- amiðstöðinni í Garðabæ og út á Arnarnes. Ég var í því að hirða þá upp á leiðinni. En ég gekk nú með þeim og hvatti þá, og tók eftir því að fyrirliðinn vildi alltaf vera með fremstu mönnum!” Bridsliðið hljóp ákveðna vega- lengd tvisvar í viku með Gunnari og jók stöðugt við lengdina, en þess utan æfðu liðsmenn sjálfir. Einnig stunduðu þeir lyftingar, styrkjandi æfingar og boltaæfingar. „Aðal- Fyrsti hringur- inn varoflang- ur, ég var íþví að hirða þá upp. ■W1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.