Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 19 steinn Jörgensen fór í bakinu eftir fyrsta hlaupið og ég sá hann ekki á næstu æfingum,” segir Gunnar. „En síðan kom hann aftur og heimt- aði að fá að ganga hringinn þótt kvalinn væri.” „Ansi ertu harður af þér,” sagði ég. Nú hvað á maður að gera? sagði hann þá með sínu lagi. „Þeir tóku síðan þátt í skemmti- skokki í sumar, sjö kílómetra löngu, og luku við það. Það var Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir sem und- irbjó þá fyrir hlaupið. Nú og svo að ekki sé minnst á allar fjallaferð- irnar sem Björn fyrirliði fór með þá í. Ég veit ekki hversu mikið líkam- legt ástand þeirra batnaði í raun og veru, en sú trú þeirra sjálfra að þeir væru í betra formi en áður gaf þeim vissulega sjálfstraust.” - Hvernig er það, reyktu þeir ekki flestir? „Jú fjórir af sjö held ég,” segir hann. „Við borðuðum eitt sinn sam- an og þá sá ég varla í þá fyrir reyk- mekki! Ég hafði nú samt ekki orð á því.” Jafnhliða líkamlegri þjálfun lagði Gunnar áherslu á hinn sálræna þátt. „Ég bað þá um að sjá myndrænt fyrir sér allt mótið. Upp- lifa mótið í huganum, sjá sjálfa sig spila á móti hverri þjóðinni af ann- arri, upplifa jákvæð samskipti sín á milli og góðan liðsanda, sjá sig leysa hvert einast vandamál sem kæmi upp. Þeir þyrftu síðan ekkert að hugsa um það frekar, undirmeð- vitundin ynni úr því meðan þeir svæfu. Þriðja atriðið sem ég held að hafi skipt máli er það hvernig við ræddum saman. Ég talaði beint frá hjartanu, sagði þeim í fyllstu ein- lægni frá reynslu minni og hvað ég áliti vænlegast ti! sigurs.” Gunnar fór síðan til Grikklands í september með unglingalandsliðið, sem lenti í fimmta sæti í heims- meistarakeppninni þar, og eftir þá ferð átti hann fund með bridsliðinu þar sem hann lagði fram fjórtán punkta sem honum þótti vert að athuga fyrir keppni. Við Gunnar ræðum um þessa punkta og fyrsta atriðið sem áhersla er lögð á er það, að keppendur fari í gegnum allt undirbúningstímabilið með fullri meðvitund, tengi allt sem þeir gera lokaverkefninu. Annað atriði sem er mjög athyglisvert fyr- ir íslendinga og sem þeir hafa kannski ekki áttað sig á er það, að gera sér grein fyrir því að einstakl- ingur frá Bandaríkjunum er ekki sterkari en einstaklingur frá ís- landi. „Þetta ættum við smáþjóðin að hafa í huga,” segir Gunnar. „Við getum hvorki haft minnimáttar- kennd vegna þess að við erum smá- þjóð og við getum ekki heldur reynt að afsaka okkur með því. Það er h'ka mikilvægt að skilja það, að hvert smáatriði telur í lokin, líta verður á hvern leik eins og um loka- stríð væri að ræða. Algengt er að menn reyni að flýja frá verkefninu þegar illa gengur og leiti að afsökunum. Ég þekki þetta úr handboltanum þar sem allt er öðmm að kenna, dómarinn ómögulegur, lýsingin slæm og mat- urinn vondur. En auðvitað er þetta ekkert annað en flótti. Eitt atriðið er að trúa á og þroska með sér handafl atvinnumannsins. Við getum tekið dæmi. Guðmundur Páll sagðist ætíð spila best þegar hann spilaði af hreinni gleði. En þá var það spurningin, hvað ætlaði hann að gera ef gleðin yrði ekki fyrir hendi? Það er svo margt sem hefur áhrif á menn og veldur því að þeir eru ekki vei upplagðir. Þá er um að gera að geta snúið upp viljanum, geta sagt við sjálfan sig, ég er atvinnumaður og get spilað hvar og hvenær sem er.” Talað er um að hafa fastar venj- ur, eitthvað til að halda í, hjá- trú, takmark. Ég spyr Gunnar hvort hjátrú sé virkilega mikilvæg íþróttamönnum? „Með þessu á ég við, að gott sé að gera ætíð sama hlutinn áður en tekist er á við erfið verkefni. Fara til dæmis í gönguferð á hveiju kvöldi fyrir keppni eða setja alltaf eins ofan í töskuna sína, þannig að athöfnin verður hluti af sjálfum þér. Verður eins og vinur þinn.” - Einn punkturinn hjóðar þannig, að menn verði að vera búnir að spila mótið í huganum áður en þeir fara. Hvernig er það hægt, ekki vita þeir upp á hveiju andstæðing- urinn getur fundið? „Að sjálfsögðu er það ekki hægt tæknilega. En menn geta séð sjálfa sig við spilaborðið hressa og vel vakandi, séð gott samband við fé- laga sína, séð sig undirbúa daginn við morgunverðarborðið, séð sig fagna á verðlaunapallinum. Ef eitt- hvað setur þá út af laginu, segja þeir við sjálfa sig: Rólegur, ég var búinn að leysa þetta atriði. Því í raun er undirmeðvitundin búin að forrita fyrir þig þennan þátt.” - Verða menn nú ekki að vera nokkuð skarpir til að geta notfært sér þetta? „Eða geggjaðir,” segir Gunnar og hlær. „Þetta krefst þjálfunar og menn verða að hafa töluverðan þroska til að geta notað þessar aðferðir. Það var alveg einstaklega gaman að ræða þessa hluti við bridsliðið. Þeir tóku við öllu, settu í tölvuna sína það sem þeir gátu notað og fleygðu hinu. Þeir spurðu í einlægni, hlustuðu, og drukku í sig reynslu annarra. Það er óhætt að segja að það hafi verið aðeins öðruvísi að miðla reynslu sinni til þeirra, en til tvítugra stráka sem oftast þykjast nú vita allt.” „Menn verða einnig að gera ráð fyrir að tapa og undirbúa sig undir það, því það er ekki endirinn, og þjálfarinn má aldrei slaka á föstum vinnureglum sínum.” „Hann verður líka að gæta þess að þreyta ekki leikmenn með miklu magni af upp- lýsingum og stöðugu jarmi. Hann verður að gera ráð fyrir því að ein- staklingurinn geti eitthvað sjálfur. Ef menn tala of lengi þá hætta leik- menn að hlusta. Einnig er mikil- vægt að keppendur finni að styrk stjórn standi að baki þeim, þ.e. far- arstjórnin, og að þeir fái strax allar upplýsingar. Þá þurfa þeir ekki að eyða orku sinni í að skammast út af ómögulegri fararstjórn.” ú talar um yfirbragð hóps, hvað er þá átt við? „Það er lykilatriði að ná yfirbragði þess sem sigrar,” segir Gunnar. „Sigurvegari er jákvæður, heiðarlegur og fer eftir settum regl- um. Birni tókst að skapa þetta yfir- bragð hjá hópnum. Spilararnir sjálf- ir voru að sjálfsögðu afburða góðir, en persónuleiki Björns átti líka stór- an þátt í sigrinum.” - Brosið fræga hafði auðvitað sitt að segja? „Sú hugmynd fæddist á síðasta fundi fyrir úrslitaleikinn gegn Pól- veijum, að best væri að mæta fýlu- svip þeirra með brosi. Það var Guð- mundur Páll sem átti þá hugmynd.” „Tímamismunur getur valdið pirringi og andleysi og var sá þátt- ur tekinn fyrir.” „Þeir voru búnir að snúa sólarhringnum við hér heima áður en þeir fóru. Við fórum til dæmis í fótbolta klukkan þijú að nóttu og spiluðum í tvo tíma. Var það hluti af undirbúninginum og fannst mér gaman að fylgjast með því úr fjarlægð hvernig undir- búningur síðustu daga skilaði sér. Þeir fóru síðan beint út á flug- völl og sváfu í vélinni frá Kaup- mannahöfn til Japans. Þegar þeir komu þangað gátu þeir strax sam- lagast staðartíma, og höfðu síðan fjóra daga úti til að aðlaga sig að- stæðum áður en keppnin hófst.” Islendingarnir voru því vel undir- búnir er þeir mættu til leiks og var það fyrsti sigurinn. Sem þjálfari hefur Gunnar stundum velt því fyr- ir sér hvað það sé sem geri menn að heimsmeisturum. Fyrir þremur árum gerði hann uppdrátt fyrir sjálfan sig þar sem hann færði inn þá þætti sem mestu máli skipta fyrir keppendur ef árangur á að nást. „Flestir geta náð 90 prósent árangri ef leikmenn eru góðir, ef styrk stjórn og peningar-eru fyrir hendi, og svo auðvitað með þjálfun, æfingum og leikjum. Þetta eru allt þættir sem menn þekkja og ættu að geta haft í lagi. En síðan eru það þessi 10 prósent sem í raun gera það að verkum að sumir eru betri en aðrir, verða heimsmeistarar. Ég geri ráð fyrir að þarna séu nokkrir þættir sem skipta mestu máli. Má þá til að mynda nefna hugmyndafræði þá sem keppandi hefur, listsköpun, trú, yfirbragð, mannkosti og það að hafa rétt við í leik.” Við tölum um listsköpun í íþrótt- um og Gunnar segist oft sjá dæmi um það atriði í handboltanum. „Það eru menn sem gera allt rétt og það eru aðrir menn sem gera sömu hlut- ina líka rétt, en bara á listrænan hátt. Það er mikilvægt að fara eftir settum reglum og ef leikmaður er góður, þarf hann ekki að vera með neinar blekkingar. Við getum tekið píanóleikara sem dæmi, hann getur ekki blekkt neinn með leik sinum en popparinn getur það aftur á móti með lítilli leiksýningu um leið og hann spilar. Það gildir hið sama um íþróttir. Pele, knattspyrnumaðurinn frægi er einmitt boðberi þess að hafa ætíð rétt við í leik, og hann spilaði einnig af mikilli list. Það er þessi tæri tónn sem svo erfitt er að ná.” / g spyr Gunnar hvort menn geti notað þessa hugmyndafræði, og einnig þá sem falda er í punktunum fjórtán, í daglegu lífi sínu, og hann segir að vel megi nota hana þegar menn þurfa að halda ræðu eða er'u að fara í próf. Þó mæli hann heldur með aðferð- inni fyrir afmörkuð erfið verkefni. „En menn geta ætíð bætt sig og það er eilífur skóli. Sú heimspeki að vera hógvær og miskunnsamur er sennilega erfiðust.” - Hvar lærðir þú svo þessa speki? „Þetta er fróðleikur úr öllum átt- um. Sautján ára gamall var ég leik- maður á Norðurlandamóti og þijá- tíu og sjö ára var ég þjálfari á heimsmeistaramóti. Þetta er búið að vera tuttugu ára íþróttabasl. Ég lærði íþróttasálarfræði og heilsufræði á sínum tíma og hef mikinn áhuga á þeim greinum. Ég hef líka lesið mér til og er ætíð með augu og eyru opin fyrir hveiju gullkorni.” Af bridskunnáttu Gunnars fara hins vegar fáar sögur. „Eitt sinn sat ég með snillingunum í heita pottinum eftir hlaup og horfði bara í vestur þegar spilaumræður hóf- ust,” segir hann. „Þama var rætt um heilu æfíngarnar á máli sem ég skildi ekki. Stundum sagði ég jahá, þegar ég vildi vera mjög greindarlegur.” Tíu prósentin A ^ Hug- Lj Hafaréttvið Árangur •*% ™ “r i f\r\ .. 9 % u n n n " nmn tæri tónn sem ' erfitter að öðlast Þættir sem auð- > velt er að hafa ílagi V/ L i V l j l . L i N ou ([) bU S1 s bar tjórn Þjá am- æfir idsins le fun. P( T * :n- Le jar m« ik- Ven mn hu9™ uleg ynda- eði Tíu prósentin.Tafla sem Gunnar teiknaði upp fyrir sjálfan sig, þegar hann var að velta því fyrir sér hvað þeir bestu þyrftu að hafa til að bera. Skýringar í texta. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 689212 Tegund Verona Verð kr. 9.590,- Litir svart MC/ BOOTS Kamel Tegund Virginia Verð kr. 10.950,- Litir Natur brúnt Fyrir hiná vandlátu Tegund Bojar Verð kr. 10.900,- Litir vínrautt/svart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.