Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 20
20 MÓRGUNBLÁÐIÖ stlNNUDAGUR 20. OKTÓBÉR 1991 eftir Guðmund Löve Á VESTFJÖRÐUM hefur nú verið hafist handa við jarð- gangagerð er tengja mun saman Önundarfjörð, Súg- andafjörð og Skutulsfjörð. Göng þessi undir Breiða- dals- og Botnsheiði, hin svo- nefndu BB-göng, verða mik- il samgöngubót er þeim lýk- ur í árslok 1995 því á svæð- inu búa alls um 6.000 manns auk þess sem vetur eru oft harðir á þessum slóðum og færð eftir því. Samgöngumál hafa löngum verið ofarlega í huga íslend- inga, og segja má að brotið hafi verið blað í sögu sam- gangna á íslandi þegar 30 metra löng göng voru gerð í gegnum Amardalshamar, milli ísafjarðar og Súðavíkur, árið 1948. Strákagöng miili Siglufjarðar og Fljóta voru opnuð árið 1967 og á eftir fylgdu göngin um Oddsskarð, sem komust í gagnið 1977. Síðan þá hafa veggangaframkvæmdir að mestu legið niðri þar til ráðist var í gerð ganganna um Ólafsfjarðar- múla, sem opnuð voru í desember í fyrra. Hin nýju jarðgöng verða alls um níu kílómetrar að lengd í þremur „örmum“ er tengja munu saman Breiðadal í Önundarfirði, Botnsdal í Súgandafirði og Tungudal í Skut- ulsfirði. Heildampphæð útboðsins er 2,4 milljarðar króna og er það hálfum til einum milljarði undir kostnaðaráætlun. Tilboðið tekur til sjálfra ganganna með vegskálum auk nauðsynlegrar vegagerðar til að tengja göngin þjóðvegakerfinu. Einnig verður lagður vegur yfir botn Skutulsfjarðar til að stytta leiðina milli Isafjarðarkaupstaðar og flugvallarins. Þessirtiltölulega stuttu fjallvega- kaflar sem jarðgöngin leysa af hólmi hafa verið valdir að miklum erfiðleikum í vetrarsamgöngum. Á ámnum 1981-89 var Breiðadais- heiði að meðaltali lokuð í 70 daga á ári og Botnsheiði í 63 daga, auk þess sem mokað hefur verið álíka oft til að halda vegunum opnum. Með jarðgöngunum mun því sparast fé til snjómoksturs auk þess sem að miklu leyti tekst að komast hjá lokunum samgönguleiða á landi. Meðalumferð yfir Breiðadaisheiði BOLUNGARVIK Vegskáli Teikning af jarðgangaborvél þeirri sem nota á við gerð ganganna um Breiðadals- og Botnsheiðar á Vestfjörðum. OríH fíteel fength Unnið við jarðgangagerð í Ólafs- fjarðarmúla í nóvember 1988. Framkvæmdum fyrir vestan mun svipa mjög til Múlaganga hvað flest varðar. er 90-100 bílar á dag meðan 70-80 bílar fara um Botnsheiði. Öllu meiri umferð er yfir sumartímann en minni á vetuma, eins og gefur að skilja. Til samanburðar má geta að umferð um Hvalfjarðarbotn er um 1.250 bílar á dag að meðaltali yfir árið, en um 2.300 á sumrin. Rúm- lega fimm kílómetra löng undir Hvalfjörð við Hnausasker, sem talið er að mundu auka bílaumferð upp í 2-3.000 á dag eru því að margra mati fýsilegur kostur, og er kostn- aður við þau áætlaður um 4-5 millj- arðar króna. Undirbúningsvinnan Áætlað er að ljúka framkvæmd- um við göngin um Breiðadals- og Botnsheiðar á fjórum og hálfu ári og byijað verður frá Tungudal inn af Skutulsfirði í haust. Þar verða einnig aðai vinnubúðirnar staðsett- ar. Verkið á sér nokkurn aðdrag- anda því undirbúningsvinna hefur staðið yfir allt frá árinu 1983 er jarðfræðirannsóknir hófust. Skýrsla Jarðganganefndar lá fyrir 1987, en næstu tvö árin var unnið að jarð- fræðikortlagningu og tilraunabor- unum. í fyrra var svo opnað frá munnum eftir að Alþingi ákvað að flýta framkvæmdum af hagkvæmn- isástæðum. Við gröft jarðganga skiptir miklu máli að vita nokkurn veginn hvern- ig jarðlög menn koma til með að vinna sig í gegnum. Fyrir vestan eru blágrýtislög (basalt) aðaluppi- staðan, eins og var í Ólafsfjarðar- múla og við Blönduvirkjun. Á milli blágrýtislaganna eru setlög úr sandsteini sem er miklu lausari í sér og þar þarf að styrkja göngin verulega. Bergið í Ólafsfjarðarmúla var eilítið betra en gmnur leikur á að það sé fyrir vestan, en skárra en við Blönduvirkjun. Jarðlög hérlendis eru almennt fremur laus í sér ef miðað er við lönd eins og til dæmis Noreg, og hefur það í för með sér meiri vinnu við bindingar og frá- gang en ella til að öðlast sama ör- yggi og styrk. Ef til vill hefur þetta átt sinn þátt í að jarðgangagerð á íslandi er jafn stutt komin og raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.