Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 a H2 JHovgtmfybifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hvers vegna dregst byggðin saman? Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varp- aði fram þeirri spurningu í ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í fyrradag, hvers vegna byggð dregst saman t.d. á Vestfjörðum, þrátt fyrir gott atvinnuástand og háar tekjur. Um þetta sagði Davíð Oddsson m.a.: „Svo langt sem skýrslur sýna kemur fram, að atvinnu- ástand hefur verið betra þar en annars staðar á landinu. Og nýjustu tölur Þjóðhagsstofnunar sýna, að meðaltekjur þar eru hvað hæstar. Það er ekki nóg með, að atvinnuleysi sé ekkert á Vestfjörðum, heldur eru þar fleiri hundruð erlendra manna í vinnu ... Þrátt fyrir þessa stöðu hefur byggð dregizt víða saman á Vestfjörðum og íbúum ekki íjölgað. Óhjákvæmilegt er að fara nákvæmlega ofan í þessa þætti og skoða hvað er að ge- rast. Skoða hvort það geti verið að víða um landið sé launum manna og þjónustu á vissum stöðum haldið niðri vegna þess, að fyrirtækin eru óhagkvæm og byggðin of smá.” Þetta eru athyglisverðar hug- leiðingar og eiga fullan rétt á sér. Spyija má hins vegar, hvort svarið sé ekki einfaldlega: ein- angrun. Samgöngur á Vest- fjörðum eru afar erfiðar megin- hluta ársins, bæði innan byggð- arlagsins og við aðra landshluta. Flug er stopult frá hausti og fram eftir öllum vetri. Það getur komið fyrir, að einstakar byggð- .ir Vestfjarða séu einangraðar vikum saman og að þaðan eða þangað sé ekki hægt að komast nema sjóleiðina og stundum varla þá leið heldur. í hvaða átt, sem farið er, þarf að fara yfir fjallvegi. Að vetri til eru þessar ferðir erfiðar og stundum hættulegar Þessum erfiðu samgöngum fylgir mikil einangrun. Fólk get- ur hvorki tekið þátt í félags- og menningarstarfi milli byggða eða notið fjölbreyttara menning- arlífs á höfuðborgarsvæðinu jafnvel vikum saman, að ekki sé talað um þann kostnað, sem því er samfara. í sumum tilvik- um getur skólaganga orðið erf- ið. Þessar aðstæður eru erfiðari á Vestfjörðum en í nokkurri annarri byggð á Islandi. Er þetta ekki helzta skýringin á því, að þrátt fyrir næga at- vinnu og tiltölulega háar tekjur unir fólk hag sínum ekki betur en svo á Vestfjörðum, að alla vega er ekki um fjölgun að ræða? Það er ekki að ástæðu- lausu, að Vestfirðingar leggja svq ríka áherzlu á samgöngu- bætur. í þeim efnum hefur mik- ið áunnizt á aldarfjórðungi. Það var rhikil samgöngubót, þegar Djúpvegurinn var fullgerður. Það eru ekki nema u.þ.b. tveir áratugir síðan byggðirnar við Djúp voru sumar hveijar ekki í vegasambandi við ísaijörð og sums staðar voru alls engir veg- ir! Eins og að er vikið í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins í dag er hægt að líta á samgöngubæt- ur á Vestfjörðum sem fjárfest- ingu þjóðarinnar í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Vestfirðir eru svo mikilvæg verstöð og liggja svo vel við fiskimiðum, að verulegu máli skiptir, að þar haldist blóm- leg byggð og eflist fremur en að hún dragist saman. Sam- göngubætur eru það, sem máli skiptir fyrir Vestfirði og sam- göngubætur munu stuðla að því, að aðrar atvinnugreinar blómstri. Vestfirðir eru ónumið land fyrir ferðamenn en ferða- starfsemi á áreiðanlega eftir að stóraukast þar á næstu árum og áratugum. Auðvitað eru aðstæður mis- munandi eftir landshlutum og í einstökum byggðum. Vel má vera, að nauðsynlegt sé í sumum tilvikum að auðvelda fólki að komast á brott, eins og Davíð Oddsson nefndi á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins, en annars staðar getur beinlínis verið dýrara fyrir þjóðfélagið að standa að slíkri lausn en að bæta samgöngur í því skyni að gera fólki kleift að halda áfram óbreyttri búsetu og halda eign- um sínum. Það er t.d. einfalt reikningsdæmi, að það verður ekki kostnaðarmeira fyrir þjóð- arheildina að gera jarðgöng til Suðureyrar við Súgandaijörð en að auðvelda öllum Súgfirðingum að flytja á brott. Það er hins vegar gagnlegt að horfa á byggðamálin frá nýju sjónarhorni, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að gera. Umræður um málefni lands- byggðarinnar hafa alltof lengi verið í þröngum og fordómafull- um farvegi á báða bóga. Kjarni málsins er sá, að íslendingar verða aldrei sáttir við sjálfa sig nema landið allt verði byggt. Bratislava. I Tími endurreisnarinnar er hafinn. HELGI spjall fuglamál, við sem lifum í riddarasögum líðandi stundar. Sis-mi-ja. III Stillansana hefur dagað uppi utaná húðsjúkum skellóttum húsum blómin visnuð í götukerunum en fólkið með endurbyggingar- svip í marghertum andlitum útbrunninna ára. II Börnin tala saman og það kliðar í tijánum við ána. Þeir sem áður skildu eftir gaddavírinn og minnismerkin og varðturnana festu upp friðardúfnaskilti í blárri umgjörð á ljósastaurana í Bratislava, þeir sem stjómuðu innrásinni og fögnuðu Rauða hernum, þeir eru nú allra manna kátastir og kunna sér ekki læti því pólitísk andlitslyfting er í tízku. Sis-mi-ja, kvaka börnin og nú loksins, loksins skiljum við Ó, þið sem þurfið alltaf og endilega að vera í tízku(!) IV Tómar búðir einsog kenningin einsog pyngjan. Samt stendur húsið þar sem Mozart lék. V Fólkið situr við fljótið hvílir augun, óhlekkjaðir hverfa fuglar til ha.fs. VI Stendur svarthærður maður við fljótið og kastar hringlaga neti í skolpgrátt vatnið, De-de, segir lítil stúlka í hvítum kjól. Netið er fisklaust. Og stúlkan leiðir móður sína gegnum sístækkandi möskva annars nets. M. (meira næsta sunnudag.) MORGUNBLAÐIÐ .SUnSudAGUR: 20' OKTÖBER 1991 , Ibók sinni, sem út kom fyrir þrem- ur árum minnist Bryndís Schram þeirra tíma, er hún var einn helzti listdansari Þjóðleik- hússins m.a. með þessum orð- um: „Það var veturinn 1958 og eitt af siðustu verkefnum Bidsteds, áður en hann kvaddi landið, sem fastráðinn ballettmeistari. Við dönsuðum við tónlist Tsjækovskís og Sin- fóníuhljómsveit íslands lék undir. Mér verður oft hugsað til þess núna, hvað við áttum gott, miðað við íslenzka dansflokk- inn, sem verður að notast við tónlist af segulbandi. Samt stóðum við þeim langt að baki og komumst ekki með tærnar þar sem Islenzki dansflokkurinn hefur hælana, tæknilega séð. Hluti af þessari umræddu sýningu voru stuttir eindansar og gerðust í brúðubúð. Einn af dönsurunum var Helgi Tómasson, sem þá var að stíga sín fyrstu spor á leik- sviðinu. Fínlegur drengur og greinilega öllum kostum búinn, sem góður dansari. Enda fór það ekki fram hjá Bidsted. Hann tók Helga með sér til Kaupmannahafnar og lagði grunninn að glæstri framtíð hans.” Við höfum nýlega verið minnt á, hve glæst sú framtíð hefur orðið. Þegar Helgi Tómasson lauk dansferli sínum í New York fyrir nokkrum árum lýsti Anna Kiss- elgoff, ballettgagnrýnandi New York Tim- es, þeirri skoðun sinni, að Helgi hefði ver- ið einn af fimm fremstu karldönsurum í heimi. Þessi dómur var þeim mun athyglis- verðari, þar sem Anna Kisselgoff hefur skrifað ballettgagnrýni í New York Times um langt árabil, fylgzt reglulega með ferli Helga Tómassonar og fjallað um hann og hefur líklega meiri yfirsýn yfir danslist en flestir aðrir, sem um hana íjalla. Eftir að Helgi Tómasson hóf nýjan fer- il, sem stjórnandi ballettflokksins í San Fransisco, hefur Anna Kisselgoff haldið áfram að skrifa um störf hans. Þegar San Fransisco-ballettinn hélt í fyrsta sinn sýn- ingar í New York fyrir skömmu enduiltók þessi merki gagnrýnandi þá skoðun sína, að hann hefði verið einn af fremstu ballett- dönsurum í heimi á sinni tíð og komst jafnframt að þeirri niðurstöðu, að hann hefði unnið það einstaka afrek á nokkrum árum að gera San Fransisco-balletinn að einum þriggja beztu ballettflokka í Banda- ríkjunum. Hún var ekki ein um þessa skoð- un, aðrir gagnrýnendur New York-borgar tóku í sama streng. Það fer ekki á milli mála, að nokkrum árum eftir að glæstum dansferli lauk hefur Helgi Tómasson skip- að sér í röð fremstu Iistdansstjóra. Þessi mikli listamaður hefur alltaf sýnt ættjörð sinni ræktarsemi. Hann hefur haldið tengslum við ísland og við og við á síðustu þremur áratugum höfum við átt þess kost að sjá hann dansa hér. Það var stórkostleg upplifun að sjá Helga Tómas- son dansa á sviði Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, sem listdansari. Og ekki er langt síðan hann kom hingað með hóp dansara úr San Fransisco-flokknum. Slíka ræktarsemi kunnum við vel að meta. Enginn íslenzkur listamaður, sem fram hefur komið á sviði Þjóðleikhússins, hefur náð slíkum árangri, sem Helgi Tómasson. Er nú ekki kominn tími til, að sú stofnun, sem fóstraði hann í æsku og þar sem hann tók sín fyrstu dansspor sýni listferii hans verðskuldaða virðingu? Vel væri við hæfi, að í einhveijum salarkynnum Þjóðleikhúss- ins yrði til frambúðar brugðið upp mynd af ferli Helga Tómassonar frá æskudögum í leikhúsinu sjálfu, í Kaupmannahöfn og í Bandaríkjunum, bæði í New York og San Fransisco, með ljósmyndum, tilvitnunum í umfjöllun um list hans og sýningu á mynd- böndum, en sjálfsagt er til töluvert mynd- efni, sem tekið hefur verið upp á sýningum hans. Slíkt framtak gæti orðið vísir að safni um feril Helga Tómassonar, sem sjálfsagt er að koma upp, þegar fram líða stundir. Þá er heldur ekki úr vegi, að íslenzka þjóðin sýni í verki, hversu mikils hún met- ur þennan frábæra en hógværa listamann REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. október með því að sýna nokkra rausn í uppbygg- ingu íslenzka dansflokksins. Sá flokkur er sprottinn upp úr því starfi, sem varð kveikjan að ferli Helga Tómassonar. Árangur hans sýnir, að jafnvel við svo fábrotnar aðstæður, sem listdans hefur búið við hér, er hægt að leggja grunn að mikilli list. Við íslendingar eigum að sýna virðingu okkar og þakklæti með því að hlú að því starfi, sem gæti auðveldað fleiri ungum íslendingum að fylgja í fótspor í umræðum um offjárfestingu í sjávarútvegi á und- anfömum áratug- um og peninga- streymi í misjafn- lega arðbærar framkvæmdir á landsbyggðinni er oft spurt af hálfu sjávar- útvegsmanna og landsbyggðarfólks: Hvers vegna er aldrei fjallað um offjárfestingu í verzlunar- og atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu? Svarið við spurningunni er tvíþætt, annars vegar að afkoma þjóðar- innar byggist í svo ríkum mæli á sjávarút- vegi, að offjárfesting þar snertir hag hvers einstaklings meir en þótt hana sé að finna annars staðar og hins vegar að fjárstreymi til landsbyggðarinnar sé að verulegu leyti úr opinberum sjóðum, sem fjármagnaðir era með skattpeningum og þess vegna viðkvæmara, hvernig þeim er ráðstafað. í spurningunni felst hins vegar ákveðin staðreynd. A nokkru árabili hefur óumdeil- anlega verið um að ræða verulega offjár- festingu í verzlunar- og atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Sú var tíðin, að stein- steypa var talin gulls ígildi og bezta vörn- in gegn verðbólgu. Því er ekki lengur til að dreifa. Á nokkrum undanförnum árum hefur orðið umframframboð af atvinnu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem var óþekkt fyrirbrigði hér áður fyrr. Hvarvetna má sjá ónotað húsnæði, sem hvorki tekst að leigja né selja. Söluverð atvinnuhús- næðis er í sumum tilvikum margfallt lægra en byggingarverð. Dæmi eru um, að hús- eigendur hafí lækkað leigu til þess að halda Ieigutökum í húsnæði. Auðvitað er gífurlegur kostnaður samfara því að svo mikið af húsnæði stendur ónotað. Þetta er hins vegar ekki séríslenzkt fyr- irbæri. Sums staðar í Bandaríkjunum hef- ur orðið verðhrun á fasteignamarkaði eftir mikla uppsveiflu og mikið byggingaræði á síðasta áratug. Helztu fasteignakóngar þar í landi hafa riðað á barmi gjaldþrots. En verðhrunið hefur ekki einungis komið niður á byggjendum og skráðum eigendum fasteignanna, heldur og ekki síður á þeim lánastofnunum, sem hafa íjármagnað byggingar og fasteignakaup. Ýmsir öflug- ustu bankar Bandaríkjanna eiga við mikil vandamál að stríða vegna fasteignalána, sem veitt voru á uppgangstímum. Eignirn- ar hafa síðan fallið í verði og standa ekki lengur undir lánunum. í þeirra hópi er Citibank, sem fyrir nokkrum árum var talinn einn öflugasti banki í heimi en á nú við sívaxandi vandamál að etja, m.a. vegna fasteignalána, og tilkynnti nú fyrir nokkrum dögum stórtap á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs og stöðvun á arðgreiðslum. I fréttum að undanförnu hefur hvað eftir annað komið fram, að bankar á Norð- urlöndum eiga við veruleg vandamál að stríða, raunar svo mjög, að opinberir aðil- ar hafa orðið að koma þeim til hjálpar. Ýmsar ástæður liggja hér að baki en í Noregi a.m.k. er ein þeirra sú, að verðfall hefur orðið á fasteignamarkaði og eignirn- ar standa ekki lengur undir þeim lánum, sem til þeirra voru veitt, með sama hætti og gerðist í Bandaríkjunum. Svipuð vanda- mál hafa komið upp víðar á Vesturlöndum. Offjárfesting í atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu er að mestu fjármögnuð af byggjendum sjálfum, viðskiptavinum þeirra og viðskiptabönkum og sjálfsagt að einhveiju leyti af stofnlánasjóðum í eigu atvinnuveganna. í fæstum tilvikum er þessi fjárfesting fjármögnuð með pening- um úr opinberum sjóðum. Hingað til a.m.k. hefur ekkert komið fram, sem bendir til t Helga Tómassonar. Offjárfest- ing á höfuð- borgar- svæðinu Morgunblaðið/KGA þess, að verðfall á atvinnuhúsnæði eða erfiðleikar á nýtingu þess hafí valdið lána- stofnunum alvarlegum erfiðleikum. Að vísu hafa tveir bankanna orðið eigendur að hótelum, sem þeir hafa ekki getað selt aftur, og vafalaust hvílir ónotað og óselt atvinnuhúsnæði þungt á einhveijum pen- ingastofnunum en ekki í þeim mæli, sem orðið hefur í öðrum löndum. Þegar um opinbera sjóði er að ræða geta stjórnvöld haft bein áhrif á fjár- streymi úr þeim en þegar um offjárfest- ingu er að ræða í atvinnuhúsnæði, sem fjármagnað er af einkaaðilum, er augljóst, að hvorki ríkisstjórn né önnur stjórnvöld geta ráðið nokkru um það. I þeim tilvikum verður að gera ráð fyrir, að markaðurinn ráði ferðinni og sjái til þess, að ekki sé haldið áfram að byggja atvinnuhúsnæði, sem engin þörf er fyrir. Lítil frétt, sem enga athygli vakti en birt var eftir fund forráðamanna Landsbankans fyrr í haust, er vísbending um, að lánastofnanir hyggi á einhveijar breytingar á útlánum til bygg- inga. Þar kom fram, að á vegum bankans væri unnið að því að setja reglur þess efn- is, að framvegis yrði veðhæfni fasteigna byggð á sjálfstæðu mati bankans á sölu- verði þeirra en ekki brunabótamati eins og hingað til. Þetta getur auðvitað haft verulega þýðingu, þegar söluverð fasteigna er jafnvel ekki nema helmingur af bruna- bótamati eða rúmlega það. Vonandi eigum við ekki eftir að komast í kynni við sams konar vandamál og upp hafa komið erlendis vegna verðhruns á fasteignum. En sú ábending sjávarútvegs- manna og landsbyggðarfólks er óneitan- lega réttmæt, að ofijárfestmg er víðar í þessu þjóðfélagþ en í sjávarútvegi og á landsbyggðinni. Í umræðum á næstu mán- uðum um færar leiðir út úr kreppunni, sem að okkur steðjar er nauðsynlegt að hafa þennan þátt málsins í huga ekki síður en aðra. Hafnir og jarðgöng Annars getur verið varasamt að fara út í of mikinn sam- anburð á fjárfest- ingum og hvar sé of langt gengið í þeim efnum. Þannig fer ekki á milli mála, að á suðvesturhorni landsins sjá margir ofsjónum yfir því, að veija eigi fjórum milljörðum króna í jarð- göng á Vestfjörðum og jafnvel verið um það rætt að draga eitthvað úr þeim fram- kvæmdum. Þessi jarðgöng munu gera ísa- íjörð, Súðavík, Hnífsdal, Suðureyri og Flateyri að einu atvinnusvæði. Þau eiga eftir að stórauka samgang á milli þessara byggðarlaga og efla sjávarútveg í þeim öllum með margvíslegum hætti. Hugsan- Iega eiga þau eftir að efla sérhæfingu í útgerð og fiskvinnslu á sumum þessara staða. Á hinn bóginn er ljóst, að kostnaður við jarðgöngin verður greiddur úr opinberum sjóðum, þ.e. af fé skattborgaranna. Hvers vegna eiga Reykvíkingar að greiða kostn- að við jarðgöng á Vestfjörðum kunna ein- hveijir að spyija. í samtali, sem viðskiptablað Morgun- blaðsins átti við Birgi Rafn Jónsson, for- mann Félags ísl. stórkaupmanna, sl. fimmtudag kom fram, að tvö skipafélög, Eimskip og Samskip, hafa í raun einkaaf- not af hafnarbökkum í Reykjavík, sem byggðir hafa verið af Reykjavíkurhöfn, sem er fyrirtæki í eigu borgarbúa allra. Önnur skipafélög geta ekki nýtt sér þá hafnarbakka, sem þessi skipafélög hafa afnot af. Auðvitað greiða þau þóknun fýr- ir þessi afnot og auðvitað fylgir þeim mik- il atvinnustarfsemi í höfuðborginni og miklar tekjur í borgarsjóð. En þama hefur sveitarfélagið eða fýrirtæki í þess eigu lagt út í mikla fjárfestingu til þess að greiða fyrir ákveðinni atvinnustarfsemi. Sú fjárfesting hefur áreiðanlega skilað sér með margvíslegum hætti. Með sama hætti skiptir það þjóðfélagið allt miklu máli að efla sjávarútveg í land- inu. Vestfírðir eru ein bezta verstöð lands- ins. Sá landshluti liggur vel við gjöfulum fiskimiðum. Það skiptir máli fyrir afkomu þjóðarinnar, að öflugur sjávarútvegur og fiskvinnsla sé á Vestfjörðum. Er þá nokk- uð óeðlilegt, að þjóðfélagið í heild ýti und- ir eflingu sjávarútvegs í þeim landshluta með því að leggja í ákveðna fjárfestingu eins og jarðgangagerð? Er einhver eðlis- munur á því, að þjóðin fjárfesti í jarð- göngum á Vestfjörðum til þess að ýta undir og efla sjávarútveg og fískvinnslu eða að Reykjavíkurborg fjárfesti í hafnar- bökkum til þess að ýta undir athafnasemi skipafélaga í sveitarfélaginu? Hitt er svo annað mál, að auðvitað er hægt að ræða um einkavæðingu á hafnar- bökkum og jarðgöngum eins og hveiju öðru. Það getur verið hagkvæmt fyrir Reykjavíkurborg að selja Samskip og Eim- skip hafnarbakkana, sem þessi skipafélög liafa hvort sem er einkaafnot af með sama hætti, og það getur verið hagkvæmt fyrir ríkið á einhveiju stigi að selja sjávarút- vegsfyrirtækjum og sveitarfélögum eða öðrum aðilum jarðgöng á Vestfjörðum. Einkaaðilar eiga hlut að máli við undirbún- ing að gerð jarðganga undir Hvalfjörð og geta auðvitað átt þátt í slíkum fram- kvæmdum annars staðar. „Vel væri við hæfi, að í ein- hverjum salar- kynnum Þjóðleik- hússins yrði til frambúðar brugð- ið upp mynd af ferli Helga Tómassonar frá æskudögum í leik- húsinu sjálfu, í Kaupmannahöfn o g í Bandaríkjun- um, bæði í New York og San Fransisco, með yósmyndum, til- vitnunum í um- fjöllun um list hans og sýningu á myndböndum, en sjálfsagt er til töluvert mynd- efni, sem tekið hefur verið upp á sýningum hans.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.