Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓbER 1991 21 Palma Guðmunds- dóttir - Minning A morgun, mánudaginn 20. októ- ber, er til moldar borin frá Foss- vogskapellu elskuleg amma okkar, Pálína Guðmundsdóttir, að Löngu- hlíð\3, Reykjavík. Okkur barst sú sorgarfrétt að hún amma hefði lát- ist á heimili sínu að morgni 12. október. Við viljum kveðja ömmu hinstu kveðju með þessum fáu orðum. Amma var ákveðin en góð kona og oft veitti hún okkur góð ráð og skjól á okkar yngri árum. Það varð ömmu mikið áfall, er hún missti Leif afa fyrir 20 árum og son sinn, föður okkar Gústafs, fyrir tæpu ári. Við vitum öll að amma er nú loks komin þar sem hún vildi vera, við hlið þeirra, og þar verða fagnað- arfundir. I þeirri von og trú að þau séu nú sameinuð á ný. Hvíli elskuleg amma í friði. Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H.A.) Ágúst og Olla. fomhjolp Samhjálparsamkoma verður í Wbúðum í dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburðum. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Söngtríóið „Beiskar jurtir” syngur. Ræðumaður Göte Edelbring frá Svíþjóð. Stjórnandi: Kristinn Olason. Allir velkomnir. Samhjálp. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn iátna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Réttu megin við stríkið með Reglubundnum spamaði Reglubundinn sparnaður - RS - er einfalt og sveigjanlegt sparnaðarkerfi byggtá nýjum og gömlum þjónustuþáttum Landsbankans. RS hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja grunn að þægilegri fjármögnun Við inngöngu í RS húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna þér lánsrétt og tryggja þér örugga afburða ávöxtun færðu þægilega hvort sem þú vilt spara í lengri eða skemmri tíma? fjárhagsáætlunar- þátt í Reglubundnum sparnaði Lands- jÉjfjf LðDClStDdnkÍ möpi.u fyrir heimilið þg^gpg Qg verjjur rettu megjn vjð strikið. Mk íslands og fjolskylduna. JBBLJsk Banki allra landsmanna IW Rcglubundiini /•spamaður Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.