Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 Kolbrún Amunda dóttir - Minning Fædd 7. apríl 1956 Dáin 13. október 1991 Kolla er dáin. Þessi frétt kom eins og reiðarslag mitt í gráum hversdagsleikanum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, hvernig hann ákveður líf og dauða manna sem á þessari jörð búa. Kolbrún fæddist á Blönduósi og eru foreldrar hennar þau Sigríður Rögnvaldsdóttir og Ámundi Rögn- valdsson en þau slitu samvistir um það leyti er Kolbrún fæddist. Kol- brún eignaðist tvö börn, Helgu Vald- ísi Jensdóttur, fædd 7. desember 1975, og Aðalheiði írisi Jónsdóttur, fædd 5. ágúst 1982, en likt og rós sem vaknar að vori og deyr að hausti dó íris aðeins þriggja ára og var mikil eftirsjá móður sinni. Fyrir þremur árum veiktist Kol- brún og átti lengi í þeim veikindum og náði sér aldrei að fullu þó ekki bæri hún það með sér. Slíkur var lífskraftur og lífsþorsti hennar. Frá okkar fyrstu kynnum þar til yfir lauk féll aldrei skuggi á vináttu okkar. Aldrei kom ég svo í heimsókn á heimili hennar að ekki kæmi hún sem sólargeisli á móti mér. Allt virt- ist svo gott og fallegt í návist henn- ar. Það stafaði frá henni innri Ijómi og gleði sem maður komst ekki hjá að smitast af. Ekkert aumt mátti hún sjá, hvorki menn né málleys- ingja og áttu dýrin öruggt skjól þar sem hún var. Holskefla reið yfir og nam á brott fagran gimstein, eftir stöndum við í þögn dapurleikans en djúpt í dapur- leikanum lýsir ljós, ljós trúarinnar og vissunnar um betri heim handan landamæranna miklu. Ég veit að þegar leiðir okkar liggja saman á ný handan móðunnar miklu verða móttökurnar eins og þær voru hér. Ég bið góðan Guð að styrkja móður hennar, dóttur, ömmu, systk- ini og alla ástvini í sorgum sínum. E.S. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Fyrir sex árum hélt ég í hönd Kolbrúnar, systur minnar, þegar hún lagði þriggja ára dóttur sína til hinstu hvíldar. Litli sólargeislinn hennar var allur og söknuðurinn risti djúpt. Nú hafa þær mæðgur fundið hvor aðra á ný. Kolla systir er dáin. Svo ung er hún skyndilega horfin okkur sem þekktum hana og elskuð- um hana og mestur er missir Helgu Valdísar, elstu dóttur hennar, sem tæpra sextán ára hefur mátt sjá á bak systur og móður í faðm Guðs. Sú reynsla er erfið ungri sál. Mér þótti svo undur vænt um hana systur mína. Hún var þremur árum yngri, við vorum elstu börn mömmu og eignuðumst seinna tvo hálfbræður. Þegar við vorum litlar hnátur bjuggum við á vetrum hjá mömmu og stjúpföður okkar í inn- bænum á Akureyri og sumrunum eyddum við hjá afa og ömmu á Blönduósi. Afi átti kindur og hross og hestarnir áttu viðkvæmt hjarta Kollu. Við vorum báðar einkar hændar að afa og bjástruðum með honum í heyskap og réttum. Afi dó fáum dögum á undan írisi, dóttur Kollu, og það var henni huggun harmi gegn að afí vekti yfir litlu stúlkunni þar sem þeim var nú stað- ur búinn. Þegar við eltumst flutti ég suður HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 681240, FAX 679640 ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 30 almennar kaupleiguíbúðir. íbúðir þessar eru í ný- byggingu við Veghús og Klapparstíg. Um úthlutun fbúðanna gilda eftirfarandi reglur: 1. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. 2. Sýna fram á greiðslugetu til kaupa á kaupleiguíbúð. 3. Eiga lögheimili í Reykjavík, a.m.k. frá 1. des. 1990. 4. Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisaðstæðna umsækjenda. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og verða þar veitt- ar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 17. nóv. nk. ORÐSENDING FRÁ HÚSNÆÐISNEFND Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaði) um mánaðamótin nóv.-des. nk. TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki TUDOR mm TUDOR4 HeavyOutyi Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt Bíldshöfða 12 - sími 680010 til Reykjavíkur en Kolla varð eftir fyrir norðan. Þó rofnaði aldrei taug- in milli okkar. Hún kom oft suður og bjó þá á heimili okkar hjóna og sonum okkar var hún „besta frænk- an” eins og hún sagði jafnan sjálf í glettni. Hún var búsett á Akureyri og Sauðárkróki og eignaðist dætur sinar tvær þar nyrðra. Eftir missi yngri dótturinnar bjó hún meira og minna hér í Reykjavík og samband okkar varð sterkara. Við hlógum saman þegar við vorum glaðar, við grétum saman þegar sorgin sótti að, við skömmuðum hvor aðra þegar þess þurfti með og við vorum hvor annarri stoð þegar eitthvað bjátaði á. Kolla fékk sinn skammt af lífsins mótlæti þó ævin .yrði ekki löng en áföllin buguðu hana aldrei. Hún. reis gegn þeim, sterkari en fýrr og ætíð tók hún gleði sína á ný. Hún gekk ekki allt- af heil til skógar og henni stóð stuggur af dauðanum sem hafði höggvið henni svo nærri, en hún þekkti sinn Guð og treysti á al- mætti hans. Það traust auðveldaði henni að standa af sér stormana og skapgerð hennar einkenndist ávallt af lífsgleði, bjartsýni og hláturmildi. Hún var jafnan snögg upp á lagið og stefnan stundum tekin meira af fljótfærni en forsjálni. Kolla leitaðist við að njóta lífsins fremur en safna í sjóði, ef til vill af innri vissu um að tími hennar yrði ekki langur. Kolla er farin og kemur ekki aft- ur. Haustið er napurlegt og eldhús- krókurinn minn auður. Hláturinn hennar ómar ekki lengur, en minn- ingin um góða stúlku og trausta sál lifir. Ég veit ég þarf ekki að óttast um afdrif hennar, því afi og litla íris fylgja henni sporin. Það er von mín að hún óttist heldur ekki um afdrif Helgu sinnar Valdísar þar sem hún er því stóra stúlkan hennar Kollu mun ávallt eiga öruggt skjól hjá mér og ömmu sinni. Mig langar til að þakka elstu syst- ur minni fyrir árin okkar öll. „Veit henni, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa Ijós lýsa henni.” Helga Amundadóttir Lirsms kynngi kallar. Kolbítarnir nsa upp úr öskustó. Opnast gáttir allar, óskastjörnur lýsa leið um lönd og sjó. Suma skortir veijur og vopn að hæfí, þótt veganestið móðurhjartað gæfí. Hverf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín fylgir mér alla ævi. . (0. Amarson) Ég vil biðja Guð að geyma góðu mömmu mína sem ég á svo margt að þakka. Helga Valdís Mér verður yfirleitt ekki orða vant en þó var svo er ég frétti af andláti Kollu. Hún var mín hægri hönd í daglegum rekstri míns fyrirtækis, og gerði heldur meira en minna, þá alveg óbeðin. Kom það manni oft þægilega á óvart þegar Kolla var búin að taka til hendinni. Við bakar- arnir, sem vorum að vinna um helg- ar vildum helst að Kolla væri að vinna því að það var sama hvað kom uppá, Kolla kláraði það. Stundvísi og tillitssemi var hennar aðals- merki. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Kollu sem skemmtilegs og þægilegs starfsfélaga. Elsku Helga Valdís og aðrir að- standendur, ég færi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur, megi guð blessa ykkur og styrkja um alla framtíð. Einnig vil ég færa innilegar samúðarkveðjur frá eiginkonu minni og meðeigendum, þeim Ásgeiri, Ing- unni og Þorkeli, sem stödd voru er- lendis er þau fengu þessi válegu tíð- indi. Maggi bakari MIKAEL-NÁMSKEIÐ á íslensku Leiöbeinandi Helga Ágústsdóttir Byrjendanámskeið helgina 26. okt. og 27. okt. Framhaldsnámskeið helgina 30. nóv. og 1. des. Allar nánari upplýsingarfást hjá Nýaldarsamtökunum. NÝALDARSAMTÖKIN, LAUGAVEGI 66 - SÍMI 627700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.