Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1991 39 SM ALAMENN SKA Mag'nús fór í sína 30. eftirleit Einn er sá maður sem fór í haust í sína 30. eftirleit á Hrunamannaafrétt, eða sam- fellt frá haustinu 1962. Maður- inn er Magnús Gunnlaugsson bóndi á Miðfelli. Það getur verið harla kaldsamt og reynt á þrek og þor manna í misvið- rum haustsins að leita að sauðfé í eftirlejtum á afréttum á miðhálendi íslands. En það getur jafn framt verið hrífandi í fögru og stilltu veðri að virða fyrir sér hin stórbrotnu öræfi í litadýrð haustsins og „hlusta” á þögnina. Slíkt hefur Magnús að leiðarljósi og því fer hann ár eftir ár og missir aldrei úr eftirleitir. í tilefni af þessum áfanga Magnúsar kom hópur manna saman í leitarmannaskálanum í Svínárnesi föstudagskvöldið 11. október síðast liðinn. Þeir komu til að samfagna með Magnúsi, færðu honum gjafir og fluttu minni í óbundnu og bundnu máli. Morgunblaðið spurði Magn- ús hvað væri minnistæðast úr eftirleitunum eftir öll þessi ár og hann svaraði að oft hefðu ferðirnar verið ánægjulegar, en jafn framt erfiðar. Tvívegis hefðu eftirleitarmenn, sem yf- irleitt voru fjórir saman í ellefu daga áður fyrr, lent í honum kröppum. í annað skiptið árið 1963 voru þeir tepptir í Kerl- ingaríjöllum vegna vatnavaxta í Asgarðsá og hitt skiptið hefðu þeir sundriðið Hvítá til að sækja tvö lömb sem sást til í Bláfelli á Biskupstungnaaf- rétti. Þá hefði fyrrum farangur allur verið reiddur á hestum og sofið í þröngum torfkofum með hrossin innandyra. Hin síðari ár hefði fimmti eftirleit- armaðurinn bæst við og færi hann á dráttarvél með allan farangur og hefði hann að auki farsíma. Þá væru komin þessi fínu hús, þannig að breyt- ingin til batnaðar væri mikil. Flestar urðu kindurnar 42 sem þeir félagarnir fundu í eftirleit- um. .......... ... Magnús í góðra vina hópi, Eir Sæmundsdóttir situr framar í bátnum, en félagi hennar er sænsk og heitir Sara Kroon. AFREK Islensk stúlka vann gull í sænskri róðr- arkeppni Róðraíþróttin er mjög vinsæl víða í Evrópu þótt ekki hafi húnnáð neinni fótfestu hér á landi sem má raunar teljast athyglisvert. Svíar eru engin undantekning, þar er sportið vinsælt og mikil og hörð keppni um titla. Málmeyjarklúbbur- inn Malmös Rödraklubb, eða MRK eins og hann er skammstafaður hafði ekki unnið til gullverðlauna í neinum flokki í 107 ára sögu félags- ins, allt þar til fyrir skömmu, að tvær stúlkur færðu klúbbnum gull í tvímenningi í unglingaflokki. Þetta væri vart i frásögur færandi nema vegna þess að önnur stúlknanna er alls ekki Svíi, heldur íslendingur í húð og hár þó hún hafi búið í Sví- þjóð síðustu tíu árin. Stúlkan heitir Eir Sæmundsdóttir og er dóttir Sæmundar Guðmundssonar og Sigrúnar Sigurdórsdóttur sem bú- sett eru í Málmey. Talsvert er ritað á íþróttasíður um afdrek stúlknanna, enda er MRK með stærri félögum í Svíþjóð. í dagblaðinu „Sydsvenskans” er afrekinu til dæmis slegið upp n»eð fimm dálka fyrirsögn. HEFST 28. OKTÓBER • Fitumæling og vigtun. • Matarlistar og ráögjöf. • Fyrirlestrar um megrun og mataræði. • Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku. • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins með skráðum árangri. Sú sem missir flest kíló fær frítt mánaðarkort hjá Jónínu og Ágústu. Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkamsþyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Við hjálpum þér að brenna fitu og kennum hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og allt. Okkar metnaður er þinn árangur. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX SIMI 68 98 68 TAKMARKAÐUR FJÖLDI KEMSTAÐ 4 bmm STIFT FITUBRENNSLU- SEM SKILAR ÁRANGRI NÍNU & ÁGÚSTU Skedan 7,108Reykjavik, S. 689868 SEM STENDUR ÚT MÁNUÐINN Á KÆLI/FRYSTISKÁPUM 1. Gerð Z-619/4, 190/40 Itr. HxBxD = 141 x52x55 sm. Stgr. hausttilboð kr. 44.570,- 2. Gerð Z-618/8, 180/80 Itr. HxBxD = 140 x 55 x 60 sm. Stgr. hausttilboð kr. 49.980,- Á UPPÞVOTTAVÉLUM 1. Gerð ZW 106, borðbúnað f. 12. 4 valkerfi, 56 dD(A) hljóðmæling. HxBxD = 82 x59,5x57 sm Stgr. hausttilboð kr. 58.686,- 2. Gerð id 5020 til innb., borðbúnað f. 12. 7 valkerfi, 52 dD(A) hljóðmæling. HxBxB = 82 x 59,5 x 57 sm. Stgr. hausttilboð kr. 60.922,- Á ÞVOTTAVÉLUM 1. Gerð ZF 700XG, 700 snú/mín. vinduhraði. 14 valkerfi, 'h vél, sparnaðarrofi. Hx B x D = 85x60x57,pm, Stgr. hausttilboð kr. 50.888,- 2. Gerð ZF 802C, 800 snú/mín. vinduhraði. 16 valkerfi, sér hitastillir. H x B x D = 85 x 60 x 57 sm. Stgr. hausttilboð kr. 55.300,- .3. Gerð ZF 840, 800 snú/mín. vinduhraði. 16 valkerfi, 'h vél, sparnaðarrofi. H x B x D = 85 x 60 x 57 sm. Stgr. hausttilboð kr. 55.516,- Á ÞURRKURUM 1. Gerð ZD 100 C 120 mín klukkurofi, tvö hitastig. H x B x D = 85 x 60 x 57 sm. Stgr. hausttilboð kr. 29.167,- Á ELDAVÉLUM 1. Gerð EH 540 WN, 50 sm breið. 4 hellur og góður ofn m/grilli. Stgr. hausttilboð kr. 37.365,- 2. Gerð EH 640 WN, 60 sm breið, 4 hellur og góður ofn m/grilli. Stgr. hausttilboð kr. 42.616,- 3. Gerð Rafha A 40 B, 60 sm breið. 4 hellur og góður ofn, grill aukalega. Fylgihl.: Ofnskúffa, 2 bökunarplötur, rist. H x B x D = 85-91 x 60 x 60 sm. 2ja ára ábyrgð. T Stgr. hausttilboð kr. 46.664,- Á VIFTUM 3. Gerð DW 62s, 60 sm breið. HxBxD = 16x60x45 sm. Stgr. hausttilboð án/síu kr. 8.878,- Stgr. hausttilboð með/síu kr. 10.502,- Verö er miðað við staðgreiðslu. Okkar frábæru greiðslukjör. Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.00. Laugardaga til kl. 13.00. ZR-a4t-h-a* VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI, SI'MI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUNIN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.