Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKT.ÓBER 1991 11 Erna Guðmundsdóttir Sigriður Jónsdóttir Jónas Ingimundarson Tvísöngur ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Fyrstu ljóðatónleikamir í Gerðubergi á haustdögum 1991 voru haldnir si. laugardag og voru flytjendur Erna Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir en þeim til samstarfs var Jónas Ingimundar- son. Á efnisskránni vom verk eft- ir Dvorák, Purcell, Saint-Saéns, Rossini, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjömson. Fyrsta samsöngsverkefnið var lagaflokk- urinn Klánge aus Máhren (Hljóm- ar frá Mæri) eftir Dvorák. Text- amir við þennan 13 laga flokk, eru alþýðukveðskapur og auk þess að fjalla um ástina er ort um náttúmna, sveitastörf og jafnvel veiðar. Lögin eru falleg og vom vel flutt en þó helst nokkuð án þess að reynt væri að draga fram andstæður. Bestu lögin vom nr. 6, um dúfuna á valbjörkinni, nr. 8, Hæverska stúlkan, nr. 11, Hin fangna og nr. 12, Huggunin. Tvö lög úr Mask-leikjum, eftir Purcell, vom næst á efnisskránni og ágætlega flutt, sérstaklega það seinna, Two Daughters of this Aged Stream, úr maskleiknum Artúr konungur. Sigríður Jónsdóttir söng átta lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Barnagælur, við texta úr safnbók þeirri sem Jóhannes í Kötlum tók saman og nefnist Litlu skólaljóðin. Lögin eru einföld, falla sérlega vel að textunum en um þau ofín smellinn og sérlega skemmtilegur píanóundirleikur. Sigríður söng lögin af þokka og einkar vel það fallega lag Atla við Sofa urtubörn. Erna Guðmundsdóttir söng 6 lög eftir Þorkel Sigurbjömsson, er hann nefnir Lög handa litlu fólki, við texta eftir Þorstein Valdimarsson, Það er töluverð gamansemi í þessum litlu lögum, sem hefði mátt mála sterkari lit- um. Ekki reyndi mikið á raddgetu söngkvennanna í lögum Atla og Þorkels og þar var ekki fyrr en í „Hjarðljóði” eftir Saint-Saéns og tveimur næturljóðum eftir Ross- ini, þar sem þær stöllur gátu látið heyra virkilega í sér. Undirleikar- inn, Jónas Ingimundarson, studdi vel við sönginn og var sérstaklega góður i lögum Atla. Erna og Sigríður eru efnilegar söngkonur, músikalskar og vel menntaðar en það sem skortir á söng beggja er raddstyrkur, þ.e. líkamshljómgun, er gæfí röddum þeirra meiri fyllingu á öllu tón- sviðinu. Það tekur tíma að vinna slíkt upp og útheimtir stöðuga þjálfun í átökum við margvísleg viðfangsefni. LOKSINS NÝ SENDING! t> r » SMIÐJUVEGUR11.SIMI 641005-06 py\**SKEMMrUty^ □ Dægurlagaperlur áranna 1950-1980 □ Nokkrir af okkar bestu dægurlagasöngvurum. □ Þrír sérstakir gestasöngvarar. □ Dægurlagakombó Jóns Olafssonar. □ Sigurður Pétur Harðarson, útvarpsmaður. ZHZ73: HQTEL ^LMD **>“** *<* Staðurmeð stíl Upplýsingar og borðapantanir í síma 687111 2£T fílSATÆKIA AÐEINSKfí. 111*00!! Við bjóðum nú takmarkað magn afþessum gæðatækjum frá TOSHIBA á einstöku verði. • Textavarpsmóttaka MEÐ ÍSLENSKUM STÖFUM. • NICAM STEREO móttaka (Stereoútsendingar hefjast um áramót). • Flatur, kantaður skjár með fínni upplausn (625 línum). • Tölvustýrð litgreining (CAI), skarpari skil milli lita. • Fullkomin fjarstýring, allar aðgerðir birtast á skjánum, en hverfa að 5 sek. líðnum. • SUPER VHS og SCART tengi fyrir myndbandstæki, hljómtæki, tölvurog gen/ihnattamóttöku. Þetta er tímamótatæki á einstöku verði, búið öllu því nýjasta! TOSHIBAÍ Einar Farestveit & Co hf. Borgartuni 28-S 622901 og 622900 • Stodgreiisluverd Atbomunarverd erkr. 119.900 iiiiTWiTiiiimTifTiiTiiiffirrmr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.