Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 15 síðar í þessari grein, kom fyrrver- andi heilbrigðisráðherra á fót svo- kölluðu samstarfsráði heilsugæslu- stöðva með setningu reglugerðar. Þannig tókst honum að sjá til þess að flokksbræður hans í Framsókn- arflokknum hefðu tögl og hagldir í stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík. Fulltrúum Reykvíkinga var haldið utan við samstarfsráðið og þannig gert erfitt um vik, að fylgjast með áætlunum og athöfnum ráðsins. Starfshættir samstarfsráðsins eru tortryggilegir og benda til þess, að það ætli sér að koma á heilsu- gæslukerfi, eins og áður er lýst, þar sem ekkert tillit er tekið til þeirrar starfsemi, sem fýrir er. Samstarfs- ráðið hefur starfað í anda þess ein- strengingslega lagafrumvarps, sem lagt var fyrir Alþingi haustið 1989. I meðförum Alþingis voru margir stærstu gallarnir sniðnir af frum- varpinu, en það var til lítils, ef ákvæði um valfrelsi í frumheilbrigð- isþjónustunni eru ekki virt í raun. Þessa dagana er samstarfsráð heilsugæslustöðva að skila tillögum til heilbrigðisráðherra og aldrei þessu vant hafa þær verið kynntar í stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og í stjórnum heilsu- gæsluumdæmanna. Meðal sér- stakra forgangsverkefna í tillögum samstarfsráðsisn er útvegun nýs húsnæðis fyrir heilsugæslustöð Hlíðasvæðis hið fyrsta. Aðeins 5 ár eru síðan þessi heilsugæslustöð var opnuð og er fyrri stofnkostnað- ur farinn fyrir lítið, ef starfsaðstað- an úreldist á svo skömmum tíma. Það er betra að flýta sér hægt og taka yfirvegaðar ákvarðanir um framtíð þessarar heilsugæslustöðv- ar, ef það mætti verða til þess að spara skattgreiðendum endurnýjað- an stofnkostnað á nokkurra ára fresti. Hér þarf að huga að því, að eng- inn skortur er á læknis- eða heilsu: verndarþjónustu á þessu svæði. í jaðrinum á „upptökusvæði” heilsu- gæslustöðvar Hlíðahverfis í Drápu- hlíð er Heilsuverndarstöð Reykja- víkur starfrækt í rúmgóðu húsnæði með þrautþjálfuðu starfsfólki í heilsuvernd og heimahjúkrun. í Domus Medica starfa 10 heimilis- læknar og auk þess starfar einn heimilislæknir á Laugavegi 42 og annar á Háteigsvegi 1. Fjárfesting í nýju húsnæði á þessu svæði er í anda þess laga- frumvarps, sem getið var um hér að framan og er fremur í ætt við þröngsýna hugmyndafræði en heil- brigða skynsemi. Ofangreindar hugmyndir eru móðgun við þá íbúa Reykjavíkur, sem hafa enga heil- brigðisþjónustu í hverfum sínum og þær eru í andstöðu við boðaðar aðhaldsaðgerðir í þjóðfélaginu. Leggjum samstarfsráðið niður Samkvæmt gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu er Reykjavík skipt í 5 heilsugæsluumdæmi. Að- eins 4 þeirra eru þó talin til heilsu- gæsluumdæma Reykjavíkur, því 5. umdæmið er talið til heilsugæslu- umdæmis Seltjarnarness og nær yfir allt svæðið sunnan Hringbraut- ar og vestan flugvallar. I hvetju heilsugæsluumdæmanna í Reykjavík er 5 manna stjórn. For- maður stjórnar er skipaður af ráð- herra án tilnefningar, en Reykjavík- urborg tilnefnir 3 fulltrúa og starfs- fólk heilsugæslustöðva 1. í heilbrigðisþjónustulögunum, sem afgreidd voru frá Alþingi 4. maí 1990, eryfirlætislítil en afdrifa- rík setning, þar sem segir: „Ráðherra setur reglugerð í sam- ráði við héraðslækni um fyrirkomu- lag á samvinnu heilsugæslustöðva innan Reykjavíkurlæknishéraðs.” Á þessari setningu í lögum um heilbrigðisþjónustu byggði fyrrver- andi ráðherra reglugerð, sem gefin var út 4. september 1990. Þar var kveðið á um stofnun „samstarfsráðs heilsugæslustöðva” og að í þessu ráði skyldu sitja 4 formenn stjórna heilsugæsluumdæmanna, sem að sjálfsögðu voru allir flokksbræður ráðherrans úr framsóknarflokkn- um. Auk þess skyldi héraðslæknir- inn í Reykjavíkurlæknishéraði sitja í ráðinu og til bráðabirgða formaður stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Samstarfsráð heilsugæslustöðva hefur að verulegu leyti sniðgengið stjórnir heilsugæsluumdæmanna og stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Af því hef ég reynslu, sem fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og í stjórn heilsugæsluumdæmis Vesturbæjar. Samstarfsráð heilsugæslustöðva á sér hæpna stoð í lögum um heil- brigðisþjónustu, eins og valdsvið þess og umfang er skilgreint í reglu- gerð um samvinnu heilsugæslu- stöðva. Samstarfsráðið hefur tekið sér það vald, að vera yfirstjórn stjórna heilsugæsluumdæmanna og- stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Að mínu mati hefur samstarfsráðið fremur stuðlað að stjórnunarlegri óvissu og sundr- ungu en samræmingu og ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, að nafngift þess sé löngu orðin að öfugmæli. Ég legg því til, að sam- starfsráð heilsugæslustöðva verði lagt niður og að framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva og héraðslæknir- inn í Reykjavík sjái um samræm- ingu á starfi heilsugæslustöðvanna í samráði við stjórnir heilsugæslu- umdæmanna og heilbrigðisráð- herra. Þetta er viðunandi bráða- birgðalausn, en breytir ekki þeirri staðreynd, að ný ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks þarf að breyta heilbrigðisþjónustulögun- um í átt til aukinnar valddreifingar og sjálfstæðis heilbrigðisstofnana, eins og stjórnarsáttmáii flokkanna gefur fyrirheit um. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykja vík. Hann á sæti í stjórn Heilsu verndarstöðvar Reykjavíkur og heilsugæsluumdæmis Vesturbæjar. [ 6 0 * ^ VEUUM ÍSLENSKT 4> Verslunareigendur — innkaupastjórar §|pv Okkar stolt eru íslensk kort eftir íslenskt listafólk ■ Málverkakort eftir meistara Kjarval — 12 teg. fl klippimyndir eftir Sigrúnu Eldjárn —15 teg. ■ Vetrarljósmyndir eftir Rafn Hafnfjörð — 55 teg. fl Einnig 70 teg.af hefðbundnum kortum VÖNDUM VALIÐ — VELJUM ÍSLENSKT cW ■■■ LSTRM kf PRENTSMIÐJA B»8 1 Dl\f1 ni KORTAUTGAFA ■■■ Símar 22930 - 22865, fax 622935. Listasmíð RÍngO hurðirnar eru þýsk meistarasmíö sem sameinar stílfegurð og notagildi. Þær eru fallegar og hlýlegar, úr völdum efniviði og í framleiðsiu þeirra ráða umhverfissjónarmið ferðinni. RÍngO hurðirnar hafa opnað nýjar víddir með óvenjulegri fjölbreytni í litum og gerð, miklum styrk, hljóðeinangrun og ótrúlega einfaldri uppsetningu. HIIRfllR ÁRMÚLA 10 • S í M I 812888 Líttu inn e&a hringdu eftir glæsilegum íslenskum Ringo bæklingi me& fjölda hugmynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.