Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Kostir einkaframtaks, markaðskerfis og fijálsra alþjóðlegra viðskipta Hér fer á eftir í heild erindi Jónasar Haralz, fyrrv. bank- astjóra Landsbanka íslands, á 50 ára afmæli viðskipta- deildar Háskóla íslands, 18. október 1991 Drög sem mestu ráða um framtíðina Þegar flogið er frá Finnlandi til austurstrandar Bandaríkjanna ligg- ur leiðin rétt fyrir norðan ísland. Landið séð úr fjarska. Um miðjan vetUr, þegar snjór og ís ráða ríkjum í Finnlandi, sér ekki á hvítan díl á allri norðurströndinni. í ljósaskipt- unum rís landið dökkt yfir glamp- andi sjóinn. Útlínur skýrar og skarpar. Grímsey á sínum stað, Homstrendur teygja sig út fyrir Jökulfirðina og Hornbjarg greinist á legunni. Fyrr en varir er landið að baki og jökulbreiður Grænlands framundan. Að horfa á land úr fjarska hefur þá kosti, að yfirsýn er góð og höfuð- einkenni koma skýrt í ljós. Ásar og lautir sjást ekki, en drættir fjalla og dala, fjarða og skaga birtast í samhengi, sem návistin dylur. Ég, sem hér stend, hefí á þremur skeiðum ævinnar dvalið erlendis Um lengri tíma og horft á ísland úr fjarska. Ég hefi þess á milli, og raunar miklu lengur, átt hér heima og þekki því ásana og lautirnar, og meira að segja þúfumar. Ég hefí þó einnig á þeim skeiðum ævinnar fundið ríka þörf til yfirsýnar, til að líta framhjá næsta umhverfi og skynja útlínur og sköpulag. Það, sem fyrir mér vakir á þessari stundu, er að biðja ykkur, sem á mál mitt hlýðið, að líta með mér á ísland úr fjarska, skoða þau drög, sem mestu hafa skipt og mestu munu ráða um framtíðina, og líta á þau í samhengi við það, sem gerst hefur og er að gerast í öðrum iönd- um. Innri og ytri áhrif Það vekur furðu þeirra, sem heimsækja ísland í fyrsta skipti, hversu almenna velmegun þjóðin býr við, og hversu ríku menningar- lífí hún lifir norður við heimskauts- baug, langt frá öðrum þjóðum. Lífs- kjör í landinu hafa nú áratugum saman verið á við það sem einna best gerist í heiminum, heiisufar og almenn menntun eins og allra best gerist. Menning hefur staðið í blóma, þar sem skýr sérkenni hafa farið saman við nána hlutdeild í erlendum menningarstraumum. Landið hefur komið tengslum sínum við önnur ríki, viðskiptum og örygg- ismálum, í farsælt horf, í náinni samvinnu við nágranna í austri og vestri. Það nýtur virðingar og viður- kenningar á erlendum vettvangi, eitt Norðurlanda, frjálsra lýðræðis- ríkja, þar sem mannúð er í hávegum höfð, og sem koma fram af hóg- værð samfara staðfestu. Skýringa á því, að svo vel hefur tekist til er ekki langt að leita. Gjöf- ul náttúra, grasið, sem sprettur langa vordaga, fiskimiðin og orkan í fallvötnum og iðrum jarðar. Þetta er grundvöllur þeirrar velmegunar, sem við búum við. Annað og meira þurfti þó að koma til, menningararf- ur þjóðarinnar og tengsl við ná- granna á háu þróunarstigi. Enn- fremur, og ekki síst, sú viturlega stefna, sem fylgt var í lok síðustu aldar og í upphafí þeirrar tuttug- ustu, þegar landsmenn tóku í áföngum að sér stjórn eigin mála og áhersla var lögð á að efla al- menna menntun og verkmenningu, útrýma skæðum sjúkdómum og bæta samgöngur, jafnframt því sem framtak og samtök einstaklinga fengu að njóta sín á grundvelli fijálsra viðskipta innanlands sem utan. Sú þróun, sem skilað hefur þess- um árangri á rúmlega hundrað árum, hefur þó ekki gengið skrykkjalaust. Það háfa skipst á skin og skúrir á einstökum árum og heilum tímabilum. Á eftir framf- araskeiðum hafa komið löng tíma- bil stöðnunar og jafnvel afturfara, sem orðið hafa þrisvar sinnum á öldinni, á árunum á milli 1930 og 1940, frá því skömmu eftir að síð- ari heimsstyrjöld lauk fram til 1960 og nú enn á síðustu árum, í raun allt frá því fyrir 1980. Áberandi einkenni íslenskrar þróunar eru mikil átök á vinnumarkaði, harðar sviptingar um stefnu í efnahags- málum og viðvarandi verðbólga umfram það, sem verið hefur í ná- lægum löndum. Ekkert þessara ein- kenna hefur að sjálfsögðu getað stuðlað að framförum og hagvexti, sem varla hefði getað orðið við þess- ar aðstæður nema vegna sterkra áhrifa nýrrar tækni, útfærslu físk- veiðilögsögu og hagstæðra erlendra markaða. Sú stöðnun, sem nú stendur, er orðin býsna löng og litl- ar horfur á bata nema sérstök at- vik komi til. Það er eðlilegt, að menn hafí fyrst og fremst litið til utanaðkom- andi áhrifa til skýringar á stöðnun og hægum vexti. Á kreppuárunum eftir 1930 var allur þorri Islendinga sannfærður um, að heimskreppunni og lokun markaða, sem henni fylgdu, væri um að kenna. Að styij- öldinni lokinni kom ásókn erlendra veiðiskipa til sögunnar ásamt hruni og lokun markaða. Nú á síðustu árum er orsaka leitað í þeirri tak- mörkum fískveiða, sem orðið hefur að framkvæma, og í beinum afla- bresti. Ég vil ekki gera lítið úr utanað- komandi áhrifum. Þau hljóta að skipta miklu máli í litlu landi, sem byggir atvinnulíf sitt á fáum auð- lindum og er háð erlendum mörkuð- um í ríkum mæli. Ég er þó þeirrar skoðunar, að meira hafi verið gert úr þessum ytri áhrifum en efni standa til og að orsakir erfiðleik- anna liggi að miklu leyti í íslenskum aðstæðum og íslenskum viðbrögð- um við utanaðkomandi áföllum. Tvenns konar hugmyndir - stefnan í efnahagsmálum Það eru umfram allt tvenns kon- ar hugmyndir, innbyrðis nátengdar, sem mér virðast hafa mótað hugs- unarhátt hér á landi og ráðið mestu um stefnu í efnahagsmálum og við- brögð við ytri atburðum, a.m.k. eft- ir 1930. Onnur þessara hugmynda er um sérstöðu landsins, hin er um gildi pólitískrar íhlutunar. Báðar eru þessar hugmyndir sprottnar af rótum íslenskra staðhátta og reynslu en eiga sér jafnframt skýr- ar erlendar hliðstæður og fyrir- myndir. Umfjöllun þeirra skiptir að mínum dómi höfuðmáli til skilnings þeirrar stöðu, sem landið er nú í, og til mats á þeim úrræðum, sem framundan geta verið. Fyrri hugmyndin ereinföld í snið- um. ísland er fámenn eyja, fjarlæg öðrum löndum, samfélagið einstakt í sinni röð. Þau lögmál, sem gilda í efnahagslífi fjölmennra landa, gilda hér ekki, þær reglur, sem í þeim löndum er fylgt, eiga ekki við. Um markaði er tómt mál að tala. En ef ekki er við slík lögmál og reglur að styðjast, verður annað að koma til sögunnar. Þá kemur síðari hugmyndin í góðar þarfír. Vandann verður að leysa á vett- vangi stjórnmála. Þau verða sá lyk- ill, sem öllum dyrum upp lýkur. Lög í stað lögmála, tilskipanir í stað markaða. Báðar eiga þessar hugmyndir sér erlendar hliðstæður og fyrirmyndir eins og ég hef áður vikið að. Þá fyrri er að fínna í öllum fámennum löndum, hvort sem þau eru eyjar, strandríki eða landlukt, og smáþjóð- ir, sem hlotið hafa sjálfstæði, eru nú orðið býsna margar. Athuganir, sem gerðar hafa verið á efnahags- þróun slíkra landa, benda þó ekki til þeirrar sérstöðu, sem hugmyndin felur í sér. Þessar þjóðir eru ekki fátækari en aðrar þjóðir, og hag- vöxtur þeirra er ekki minni en geng- ur og gerist. í hópi þeirra eru fátæk- ar og bláfátækar þjóðir, þjóðir með meðaltekjur og velmegandi iðnaðar- þjóðir. Efnahagur fer eftir auðlind-' um, hnattstöðu, menningu og sögu rétt eins og gerist í öðrum löndum. Traustur eignarréttur, einkafram- tak og virkir markaðir eru sömu stoðir atvinnulífs og annars staðar. Mikil og fijáls viðskipti við aðrar þjóðir skipta meginmáli. Síðast en ekki sist virðist sú efnahagsstefna, sem skilað hefur bestum árangri í öðrum löndum, einnig eiga við hjá þessum þjóðum, a.m.k. í öllum aðal- atriðum. Föst umgerð laga og rétt- ar, traust stjórn peningamála og opinberra fjármála, hófleg skatt- heimta, svo það helsta né nefnt, að því viðbættu hversu miklu varð- ar að vel sé annast um menntun, heilbrigðisþjónustu og almanna- tryggingar, eftir því sem efni standa til. Með þessu er þó ekki sagt, að þessi lönd hafí enga sérstöðu. Ástæða er oft til að þau komi stjórn peninga- og gengismála í annað horf en hentar stærri löndum og að þau leysi varnarmál og sam- göngumál í samvinnu við önnur ríki. Fjallhress í hlýrri og þægilegri angóruull Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. , sími 666006 Fæst i öllum helstu apótekum og heilsubúðum um land allt. Jónas Haralz vMér virðist sem staða Islands nú, samanborið við önnur lönd, sé í meginatriðum áþekk því sem var í upphafi viðreisnar. Landið hef- ur í veigamiklum atrið- um haldið fast við fyrri stjórnarhætti. Það hef- ur leitast við að varð- veita atvinnuvegi og atvinnuhætti í lítt breyttu horfi og þar með torveldað aðlögun að breyttum aðstæðum og eðlilega framþróun. A meðan svo er, er ekki von til þess að komist verði upp úr öldudaln- um.” Grundvallaratriðin eru eigi að síður þau sömu. Síðari hugmyndin, um gildi póli- tískrar íhlutunar, á sér beinar og litríkar erlendar fyrirmyndir. Hún hefur verið önnur af tveimur megin- skoðunum í stjórnmálum heimsins í meira en eitthundrað ár, alls ráð- andi í heilum heimshlutum um langa tíma, áhrifamikil í flestum þróunarlöndum, mismunandi að vægi í iðnaðarlöndum á ýmsum skeiðum. Meginatriði þessarar skoðunar er, að sjálfþróað atvinnu- líf innan almennrar skipulagsum- gerðar nægi ekki til að tryggja festu, framfarir og réttlæti. Bein pólitísk íhlutun þurfi að koma til, skerðing eignarréttar, tilskipanir um hvers konar viðskipti. Að öðrum kosti liggi leiðin til glundroða, brestandi hagvaxtar og síaukinnar misskiptingar auðs og tekna. Þessi skoðun liggur að baki margvíslegra tilrauna, sem gerðar hafa verið í efnahagsmálum á þessári öld, til- rauna, sem nú hafa víðast hvar leitt til harkalegs fráhvarfs frá þessum sjónarmiðum. Áþekk staða og var við 4 upphaf viðreisnar Það er upp úr 1930, sem þær tvær hugmyndir sem ég hefí hér gert að umræðuefni, ná djúpstæð- um tökum á íslandi. Utanaðkom- andi áföllum var þá ekki mætt með eðlilegum viðbrögðum í stjórn pen- ingamála, fjármála og gengismála. f stað þess var gripið til gjaldeyris- og innflutningshafta, opinbers rekstrar og víðtækrar skipulagning- ar í helstu atvinnugreinum. Með þessu var hvers konar atvinnurekst- ur orðinn háður pólitískum ákvörð- unum. Jafnhliða var komið í veg fyrir eðlilega aðlögun atvinnuveg- anna að nýjum aðstæðum. Á þessari stefnu var nokkuð slak- að við myndum þjóðstjórnarinnar 1939. Þá var hins vegar styijöldin á næsta leyti og þar með þær skipu- lagsaðgerðir, sem henni fyigdu, svo sem ströng verðlagshöft. Fljótlega ^.eftir styijöldina færðist haftastefn- an enn í aukana og'íItöðT l-áúninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.