Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 19 að síður myndar þessi löggjöf hag- kvæmari grundvöll en þekkist víð- asthvar í öðrum löndum. Þróun sjávarútvegsins ætti því að geta stefnt í átt til færri en stærri fyrir- tækja, sem gætu komið rekstri sín- um haganlega fyrir og tekist á við ný verkefni. Samfara þessu gæti starfsgrundvöllur verið fyrir lítil fyrirtæki, sem sérhæfðu sig í ákveðnum greinum og brytu upp á nýjungum. Ýmislegt bendir til þess að þróunin stefni nú einmitt í slíka átt. Þessi þróun sjávarútvegsins felur það einnig í sér, að þeir yfirburðir hans í samkeppni um vinnuafl og fjármagn, sem hafa reynst öðrum atvinnugreinum afdrifaríkir hér á landi, eru ekki lengur fyrir hendi. Takmörkun á aðgangi að fiskimið- um og það verð, sem greitt er fyrir þann aðgang við kaup1 á kvótum, jafnar starfsskilyrðin. Andvirði þeirra kvóta, sem seldir eru, svarar hins vegar til umbunar þeirra, sem hætta störfum í greininni. Þá fyrst þegar rekstur sjávarútvegsins er kominn á nýjan og traustan grund- völl, ætti hóflegt afgjald af veiði- leyfum, er veitt væru til langs tíma, að koma til álita. Framtíðarsýn - Samræming hagvaxtar og velferðar Horfur um þróun efnahagsmála í heiminum eru ekki bjartar um þessar mundir. Bandaríkin eru í efnahagslægð eftir langt vaxtar- skeið, sem skilið hefur eftir óleystan vanda í fjármálum og velferðarmál- um. Ríki Efnahagsbandalagsins eru önnum kafin við efnahagslega sam- einingu, en halda jafnframt fast við þrönga sérhagsmunastefnu í land- búnaði og sjávarútvegi. Frændþjóð- ir okkar á Norðurlöndum glíma við kreppu velferðarríkisins, en hafa enn ekki látið það hafa áhrif á ríf- lega aðstoð sína við þróunarlönd. Ríki Mið- og Austur-Evrópu fást, ásamt Þýskalandi, við djúptæka umbreytingu þjóðfélags og efna- hags sem standa mun árum og jafn- vel áratugum saman. Sovétríkin eru að búa sig undir að feta sömu leið. Þróunarlöndin urðu flest fyrir einu áfallinu enn vegna atburðanna við Persaflóa á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir þetta er ástæða til bjartsýni um hagvöxt, þegar nokk- uð lengra er horft fram í tímann. Vitnisburðurinn um kosti einka- framtaks, markaðskerfis og fijálsra alþjóðlegra viðskipta, er eindregn- ari en svo, að afturhvarfs í þeim efnum sé að vænta í bráð. Endalok kalda stríðsins hafa þegar leitt til minnkunar vígbúnaðar, sem vonast má til að haldi áfram og nái til æ fleiri landa. Framfarir í vísindum og útbreiðsla þekkingar eru stór- stígari en nokkru sinni áður. Ljóst er, að bætt umhverfi og góður hag- vöxtur samræmast betur en menn um skeið gerðu sér í hugarlund. Vitneskja um þær aðferðir, sem best reynast í stjórn efnahagsmála, er almennari en áður var. Margt er þó jafnframt að varast. Verkefnin eru mörg og örðugt að gera upp á milli þeirra. Fjármagns- þörf er mikil, en sparnaðarvilji víða veikur. Miklu skiptir, að vel sé hug- að að þeirri almennu .umgerð laga og reglna, sem efnahagsstafsemin býr við. Samræming hagvaxtar og velferðar verður sem fyrr ærið við- fangsefni. Almennt lýðfrelsi, sam- fara þróuðu markaðskerfi, mun krefjast mikils skilnings og þroska af stjórnmálamönnum, af forustu- mönnum hagsmunasamtaka og, þá ekki siður, af öllum almenningi. Hver er staða íslands í þessum efnum? Ég sé ekki betur en ytri aðstæður muni verða landinu hag- stæðar svo fremi sú þróun verði ofan á, sem vonir standa til. Hvern- ig til tekst er þá undir íslendingum sjálfum komið, skilningi þeirra, ein- hug og festu. Hér er mikið verk að vinna, verk, sem Háskóli ís- lands, og þá ekki síst sú deild hans, sem við heiðrum á þessum degi, hlýtur að eiga veigamikinn þátt í. Það sumar, sem nú er nýlega lið- ið, mun vera eitt hið hlýjasta og bjartasta, sem menn minnast hér á landi. Ég var önnum kafinn við að ljúka þeim verkefnum á erlendri grund, sem ég hefi fengist við und- anfarin ár, og átti þess ekki kost að njóta sumarblíðunnar. Þegar ég kom hingað heim um miðjan sept- ember, _var veður þó enn hið feg- ursta. A sunnudegi ók ég alkunnar slóðir hér í nágrenninu í boði vina minna. Seinni hluta dags'komum við frá Þingvöllum, og þegar við ókum niður Mosfellsdalinn fannst mér ég aldrei hafa séð landið feg- urra, grænt sem um hásumar væri, fjöllin gróin allt upp í klettarætur, og mér komu í hug Ijóðlínur Step- hans G. Stephanssonar: „Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr, aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr.” (Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins.) Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel. Námskeið sem gefur þér meira fyrir minna. Höfum kennt á Excel frá árinu 1986. .Q Tölvu- og verkfræðiþjónustan -w Verkfræðistota Haildórs Kristjánssonar Cy® Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J) LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SlMI: 62 84 50 ■ MEÐLIMIR Ananda Marga á íslandi minnast þess að eitt ár er liðið frá andláti stofnanda og and- legs leiðbeinanda Ananda Marga, Shrii Anandamurti. 21. til 26. októ- ber verður hópsamkoma, andlegur söngur, dans og hugleiðsla frá kl. 16 til 21 á Þorragötu 1. Milljónir manna í um 150 löndum heims að- hyllast lífspeki Anandamurtis. Hann lagði mikla áherslu á þjónustu við hið hrjáða mannkyn, þjónustu á lík- amlegu, huglegu og andlegu sviði. A.M. hefur komið á forskóla, heim- ili fyrir munaðarlaus börn, blind börn, hugræktarskóla, heilsugæslu- miðstöðvar, elliheimili. Sérstök deild innan Ananda Marga fæst við hjálp- arstarf. Sú deild nefnist AMURT (Ananda Marga Universal Relief Team) hjálparstofnun Ananda Marga. AMURT hefur aðstoðað í þróunarlöndum en einnig við náttúruhamfarir og nú síðast börn í írak sem eru fórnarlömb Persaflóa- stríðsins. HÁÞRÝSTI-VÖKVAKERFI Kadial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER % 10 STK i POKA stkIpw* 1°STK í pqi ME1R05ES moroses -IBHOsrsi T>KI GREY ItjV MIIKOSLS MOltó TEA. NATURALLEMON TEA 25,50og í PAKKA' StAUJ> S^Al Lb ENGLISH BREAKFAST TE/ - Indversk og Ceylon teblanda, eins og Bretar kjósa. EARL GREY TEA -Kínversktte, blandað olíu af Bergamot, sem gefur hið sanna Earl grey bragð. NATURAL LEMON TEA - Te blandað sítrónuolíu sem gefur ferskt bragð. W Ó.Johnson Kaaberhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.