Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Hreggviður Jónsson fyrrverandi alþingismaður: Alþingi viðurkenni sjálf- stæði Slóveníu og Króatíu HREGGVIÐUR Jónsson fyrrverandi alþingismaður hefur ritað Ey- jólfi Konráð Jónssyni, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, bréf um sjálfstæði Slóveníu og Krótatíu. Skorar hann á utanríkismála- nefnd að leggja fyrir Alþingi þingsályktun um að viðurkenna strax sjálfstæði þjóðanna. Bréf Hreggviðs fer hér á eftir: „Allt frá því að Slóvenía og Kró- atía lýstu yfir sjálfstæði sínu hafa Serbar farið með vaxandi hernaði á hendur þessara þjóða. Fyrst í Slóveníu, þá í Króatíu. Þær hern- aðaraðgerðir, sem Serbar halda uppi, eru í raun skipulögð fjölda- morð og eyðilegging á heimkynnum saklausra borgara. Þessum stríðs- glæpum er einvörðungu stjórnað af gömlu kommaklíkunni í Belgrad, sem hefur tögl og hagldir í júgó- slavneska hernum. Um hernaðaryf- irburði Serba þarf ekki að ræða, en þeir hafa undir höndum megnið af stórvirkustu vígvélum hins gamla sambandshers. Þeir hafa og ekki almennan stuðning fólks í Serbíu, en hafa í skjóli vopnavalds neytt ijölda manna til þátttöku í þessum illvígu bræðravígum. Menning, tunga og vilji fólksins kalla á skipt- ingu Júgóslavíu í mörg þjóðlönd. Þjóðþing Slóveníu og Króatíu hafa þegar lýst yfir sjálfstæði ríkjanna og réttkjörnir fulltrúar þeirra ósk- uðu eftir að ísland viðurkenndi sjálfstæði þeirra. Viðurkenning ís- lands á Eystrasaltsríkjunum hafði mikil áhrif, en hún var gerð í kjölf- ar þingsályktunar, sem við er þá áttum sæti á Alþingi samþykktum. Nú ríður á að Alþingi íslendinga hafi þann kjark og drengskap til að bera að styðja frelsisbaráttu Slóvena og Króata með þeim einum hætti, sem við getum, með því að viðurkenna bæði þessi ríki strax. Líf margra manna geta verið í húfi og óbætanleg menningarverðmæti geta verið í háska, svo sem í hinni undurfögru borg Dubrovnik, sem kölluð hefur verið perla Adríahafs- ins. Eg skora á yður, hr. formaður utanríkisnefndar, að kveða utanrík- isnefnd Alþingis saman nú þegar, til að samþykkja að leggja þegar í stað fyrir Alþingi íslendinga þings- ályktun um að viðurkenna sjálf- stæði Slóveníu og Krótaíu strax.” Frá aðalfundi SSH Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagsheimili Seltjarnarness sl. laugardag. Aðalfundur SSH: Sextánda þing Verkamannasambands íslands sett í kvöld: Reyna á að viðhalda mark- miðum febrúarsamninga - segir meðal annars í drögum að kjaramálaályktun Endurgreiðsla vsk. af aðkeyptri þjónustu SÚ TILLAGA var samþykkt á aðalfundi SSH sem haldinn var á laug- ardag að beina þeim tilmælum til sljórnvalda að samtök sveitarfé- laga verði heimilt að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af aðkeyptri sérfræðiþjónustu, eins og sveitarfélög og aðrar stofnanir þeirra gera. SEXTÁNDA þing Verkamannasambands íslands verður sett í kvöld, en þingið er stærst landssambanda ASÍ með 27.500 félagsmenn í 58 verkalýðsfélögum. Þingið er haldið undir kjörorðunum „Stækkum þjóð- arkökuna - jöfnum og treystum lífskjörin” og í drögum að kjaramálaá- lyktun þingsins kemur fram að þau markmið sem sett voru í febrúar- samningunum hafi náðst í meginatriðum og að reyna eigi til þrautar að viðhalda þeim markmiðum, sem voru þáttur í því að varða leið til aukins kaupmáttar með raunhæfum hætti. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður verkamannafélagsins Dags- brúnar og formaður VMSÍ síðastliðin 16 ár, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í formannskjöri, en hefur sagt að hann muni áfram sitja í fram- kvæmdastjórn verði þess eindregið óskað. Formaður VMSÍ hefur allt frá stofnun sambandsins 1964 komið úr röðum Dagsbrúnarmanna. Karl Steinar Guðnasoh, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og varaformaður VMSI, hefur einnig ákveðið að hætta svó og Ragna Berg- mann, formaður verkvennafélagsins Framsóknar og ritari VMSÍ. Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Homafirði og núverandi gjaldkeri VMSI, hefur einn gefið kost á sér í formannskjöri. „Ég hef sagt þegar ég hef verið spurður að ef Guðmund- ur J. ætlaði að hætta sem formaður VMSÍ væri ég tilbúinn ef mál æxluð- ust þannig en auðvitað er það þingið sem kveður upp endanlegan úrskurð. Ég tel að það sé skylda okkar sem erum í þessu að takast á við þau verkefni sem eru sjónarmið uppi um að við eigum að taka að okkur og það er það serrí ræður úrslitum varð- andi mína ákvörðun, sagði Björn Grétar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur óformlegt samkomu- lag verið gert milli Alþýðuflokks- manna, Alþýðubandalagsmanna og Framsóknarmanna á þingi VMSÍ að hvor A-flokkanna um sig fái 4 fuil- trúa í níu manna framkvæmdastjórn sambandsins og Framsóknarflokkur- inn einn fuiltrúa. Formaðurinn verð- ur Alþýðubandalagsmaður og vara- formaðurinn frá Alþýðuflokknum. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að Björn Grétar verði formaður og Jón Karlsson, formaður verkamannafé- lagsins Fram á Sauðárkrók, vara- formaður. Óánægja er ríkjandi meðal sjálfstæðismanna vegna þessa sam- komulags og Alþýðuflokksmenn eru ekki á einu máli um ágæti þess. Aðalfundir þriggja deilda sam- bandsins verða haldnir í dag áður en þing verður sett og þar verða formenn þeirra kjörnir en þeir eiga sjálfakrafa sæti í framkvæmda- stjóminni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að Sigurður Ingvarsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski- fírði, verði kjörinn formaður fisk- vinnsludeildar í stað Snæs Karlsson- ar, sem . hefur gerst starfsmaður VMSÍ. Þá hefur Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, ekki hug á að sækjast eftir endurkjöri sem formaður deildar verkafólks við byggingar og mannvirkjagerð og er gert ráð fyrir að Guðmundur Finns- son, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur verði formaður í hans stað. Þetta eru hug- myndir sem voru uppi í gær en þær geta breyst með skömmum fyrirvara. Búist er við að Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar á Akureyri, verði áfram formaður deildar verka- fólks hjá ríkis og sveitarfélögum. í drögum kjaramálaályktunar kemur fram að jöfnun tekna eigi til dæmis að ná fram með því að hækka skattleysismörk, tekjutengja bama- og húsnæðisbætur, koma á fleiri skattþrepum, skattleggja fjár- magnstekjur, afnema skattívilnun vegna hlutaflárkaupa, hækka lægstu laun, leiðrétta sérkjarasamninga og endurskoða fiskveiðistefnuna. Ennfremur eru lögð fyrir þingið drög að ályktunum um lífeyris- og húsnæðismál. í lífeyrismálum er þess meðal annars krafist að lögfest verði fyrirliggjandi frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða, grunnlífeyrir Almanna- trygginga verði stórhækkaður og tekjutrygging lækkuð að sama skapi og afnumin verði sú vísköttun sem felist í því að að iðgjöld og lífeyris- greiðslur séu hvorar tveggja taldar til skattskyldra tekna. Þá er á það minnt að í árslok falla að óbreyttu úr giidi lög um eftirlaun aldraðra. í samþykktinni segir að fundur- inn telji eðlilegt að sömu reglur gildi um samtök sveitarfélaga og - sveitarfélög og aðrar stofnanir á vegum þeirra. I 42. gr. laga um virðisaukaskatt er heimilt að endurgreiða sveitarfé- lögum og stofnunum þeirra útlagð- an virðisaukaskatt af aðkeyptri sér- fræðiþjónustu. í bréfí fjármálaráðu- neytis frá 14. maí 1990 vegna fyrri fyrirspurnar SSH um málið segir að umrædd reglugerð _nái ekki til samtaka sveitarfélaga. í samþykkt- inni segir að samtök sveitarfélaga hljóti eðli málsins samkvæmt að teljast vera stofnun sveitarfélaga. Þar segir ennfremur að ekki sé um háar upphæðir að ræða en þetta sé grundvallaratriði þegar kemur tii samvinnu sveitarfélaga. „Samtök sveitarfélaga eru samkvæmt orð- anna hljóðan ekki stofnun sveitarfé- laga. Hins vegar eru þau í raunveru- leikanum ekkert annað en stofnun sveitarfélaga. Því er því beint til ríkisvaldsins að það breyti þessari túlkun á orðalagi og samtökum sveitarfélaga verði gert kleift að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðkeyptri sérfræðiþjónustu,” segir í samþykktinni. Aðalfundur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Fjórir af 29 alþingis- mönnum sátu fundinn FJÓRIR af 29 þingmönnum Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma sátu aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þar sem lýst er yfir vonbrigðum með áhuga- leysi þingmanna á málefnum kjördæmanna. Eftirfarandi ályktun var borin upp á fundinum og samþykkt sam- hljóða: „Aðeins fjórir af 29 þing- mönnum sáu sér fært að mæta á fundinn, þrátt fyrir boð þar að lút- andi, og þar af voru tveir einnig sem sveitarstjórnarmenn á fundin- um. Aðeins einn þingmaður til- kynnti forföll og færði fundinum kveðjur. Hinir 24 létu fundinn sig engu skipta.” Guðmundur J. Guðmundsson hættir formennsku í Verkamannasambandi íslands: * F ormaður VMSI á að vera heima- maður á sem flestum stöðum „Eg var eiginlega löngu búin að ákveða að hætta sem formaður verka- mannasambandsins og ætlaði nú reyndar að vera hættur fyrr. Að vera formaður Dagsbrúnar er fullt starf og ég er á móti því að menn séu að halda í störf von úr viti ef aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Ég er búinn að vera í þessu í 16 ár og þar af 10 ár formaður Dagsbrún- ar. Menn gera ekki mikið annað ef þeir ætla að sinna því sem skyldi. Ég er orðinn 64 ára, verð 65 ára á næsta ári, og ætla að einhenda mér í störf fyrir Dagsbrún og skila henni sterkari,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands og verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, aðspurður um þá ákvörðun sína að hætta sem formaður VMSI. Guðmundur J. Hann sagðist fyrir löngu hafa verið búinn að taka ákvörðun um að hætta og hefði verið búin að láta það uppi í vinahópi, auk þess sem hann hefði látið hafa það eftir sér opinberlega. Þessi ákvörðun væri ekki tilkomin vegna þrýstings eða andstöðu við hann. Aðspurður hvort það væri ekki varasamt að margir úr forystusveitinni hyrfu af vett- vangi í einu sagði Guðmundur að samvinna hans og Karls Steinars Guðnasonar, sem hefur ákveðið að hætta sem varaformaður VMSÍ, hefði alltaf gengið með afbrigðum vel. „Við höfum ekki verið sammála í pólitík þó við séum býsna sammála um marga hluti, en okkur hefur gengið undravel að vinna saman og verið hreinskiptnir hvor við annan. Karl hefur verið ákaflega' dijúgur samstarfsmaður og náið og einlægt samstarf á milli okkar. Við höfum oft gleymt því að við værum í sitt- hvorum flokknum, þó ég hafi ekki verið í neinum flokk hin síðari ár. Karl Steinar er alþingismaður og formaður fjárlaganefndar auk þess að vera formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. Hann vill draga úr þessum trúnaðarstörfum en vonandi heldur hann áfram í VSFK því hann hefur gjörbreytt því og gert það að einu öflugasta verkalýðsfélagi landsins,” sagði Guðmundur. Hann sagði að þó hann hafi ekki hugsað sér „að anda ofan í flibb- ann hjá eftirfar- andi formanni” þá hefði Dagsbrún eftir sem áður sín áhrif innan verkamannasambands- ins og ef þess væri eindregið óskað myndi hann taka sæti í fram- kvæmdastjórninni. I öllu falli myndi hann reyna að leggja eftirmanni sín- um allt það lið sem hann gæti, hver sem í hlut ætti. Verkamannasambandið var stofn- að 1964. Eðvarð Sigurðsson, fyrr- verandi formaður Dagsbrúnar, var formaður VMSÍ til 1975 er Guð- mundur tók við og hefur verið það síðan. „Sextán ár eru alveg nægileg- ur tími. Hins vegar sakna ég þess mikið að hafa ekki haft rýmri tíma til að ferðast um landið. Ég álít að formaður verkamannasambandsins eigi að vera tíður gestur á vinnustöð- um um allt land og vera heimamað- ur á sem flestum stöðum. Ég hef ekki komist nema fáar slíkar ferðir en það er eiginlega skilyrði til þess að fylgjast vel með og það er gert of lítið úr hvaða gildi það hefur,” sagði Guðmundur. Aðspurður hvort það sé ekki nauð- synlegt að formaður VMSÍ komi frá stóru verkalýðsfélögunum á suðvest- urhorninu, sagði Guðmundur að það væri út af fyrir sig að fá formann utan af landi, en viðkomandi þyrfti að vera mikið í Reykjavík. Um Bjöm Grétar Sveinsson, formann verka- lýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Horna- firði, sem hefur gefið kost á sér í formannskjörinu á þingi VMSÍ sem hefst á þriðjudag, sagði hann að Björn Grétar hefði verið gjaldkeri í framkvæmdastjórninni í fjögur ár og staðið sig mjög vel. Hann hefði einnig drifið verkalýðsfélagið á Hornafirði upp og rækt það vel og að sínu mati hefði hann aila mögu- leika til að standa sig vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.