Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Mannskæður jarð- skjálfti í Indlandi ^ Lucknow í Indlandi. Reuter. ÖFLUGUR landskjálfti reið yfir Indland á sunnudag og í gær höfðu 375 lík fundist en óttast var að mun fleiri hefðu látist og heilu byggðirnar jafnvel þurrkast út. Flest fórnarlambanna, sem fundist höfðu í gær, voru í bænum Uttarkashi, um 300 km norðaustur af Nýju-Delhí og skammt frá skjálftamiðjunni. Rúmlega 3.000 byggingar í bænum eyðilögðust eða skemmdust illa. Landskjálftinn mældist 6,1 á Richters-kvarða. Vegir til fjallaþorpa í grenndinni voru lokaðir vegna monsúnregns að undanförnu þannig að nota varð herþyrlur til að kanna tjónið. Erfið- lega gekk að komast til afskekkt- ustu þorpanna. Rúmlega 1.800 manns höfðu verið fluttir á sjúkra- hús í gær og óttast var að fjöldi látinna myndi að lokum skipta þúsundum. Jarðskjálftar verða oft á svæð- inu þegar monsúnregn er þar ríkj- andi. Síðast varð öflugur skjálfti við rætur Himalaja-fjalla árið 1988, er að minnsta kosti 900 manns týndu lífi í austurhluta Nepals og indverska sambandsrík- inu Bihar. Hong Kong: Ætla að taka við nokkrum hundruðum flóttamanna Hong Kong.^Reuter. STJORNVÖLD í Víetnam hafa saniþykkt að taka fljótlega við rúm- lega tvö hundruð flóttamönnum frá Hong Kong. Samtals eru nú 64.000 víetnamskir flóttamenn í Hong Kong. Bretar, yfirvöld í Hong Kong og farið sjálfviljugir heim. Yfii-völd í Hong Kong segja að fólkið hafi komið aftur til Hong Kong til að fá fé sero Flóttamannahjálp Sam- einuðu þjóðanna veitti þeim sem voru reiðubúnir að fara heim. Eigi það því hvað minnst tilkall til þess að fá innflytjendaleyfi annars stað- ar en í Víetnam. Ekki hefur verið ákveðið hvenær flóttamennirnir fara heim og er búist við að það dragist í nokkrar vikur. Víetnamar hafa undanfarið rætt um heimflutning flóttamanna sem skorið hefur verið úr um að flúið hafi Víetnam af efnahagslegum ástæðum fremur en pólitískum. í síðasta mánuði féllust víetnömsk stjórnvöld á að taka við þeim 59.000 sem taldir eru hafa flúið land af pólitískum ástæðum. Ekki hefur hins vegar verið samið 'um framkvæmd þessa samkomulags. Ákveðið hefur verið að senda bráðlega heim 132 flóttamenn og 119 ættingja þeirra. Er þar um að ræða Víetnama sem komu til Hong Kong í annað sinn eftir að hafa Reuter Hér stendur eitt húsanna í skógivaxinni hlíð upp af San Francisco-flóa í ljósum logum, en í gær voru um 300 hús brunnin til kaldra kola. Kalifornía: Tíu farast í skógareldum Oakland. Reuter. ÓTTAST er, að allt að 10 manns hafi farist í miklum skógareldum í Oakland og Berkeley í Kaliforníu en í þeim hafa hundruð íbúðar- húsa brunnið til ösku. Hefur Pete Wilson, ríkisstjóri í Kaliforníu, beðið George Bush Bandaríkjaforseta um fjárhagsaðstoð frá alrík- inu vegna eldanna. Eldurinn kom upp a sunnu- dagsmorgni og breiddist fljótt út enda allur gróður skijáfaþurr, hit- inn í kringum 30 gráður á celsíus og strekkingsvindur. Þetta er fimmta þurrkaárið í röð í Kalifor- níu og yfirvöld óttast, að skógar- eldar eigi eftir að valda enn meira tjóni en í fyrra og á síðustu árum. Nokkrir tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna eldanna nú og rúmlega 3.200 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Geis-. ar eldurinn aðallega í auðmanna- hverfum í hlíðunum upp af San Francisco-flóa og er talið, að um 300 hús hafi orðið honum að bráð. Var reykjarkófið svo mikið um tíma, að ekki sást til sólar í borg- inni. Danmörk: Aðstoð við Keníahætt Kaupmannahöfn. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, N.J. Bruun. UFFE Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Dana, hefur stöðvað alla þróunarhjálp við Kenia vegna þess, að meiri- hluti hennar hefur horfið i spillingarhítina þar í landi eða verið notaður til fram- kvæmda, sem ekkert vit er í. Ellemann-Jensen greip til þessa ráðs eftir að danska ríkis- endurskoðunin hafði vakið at- hygli á því, að aðstoðin, nokkuð á þriðja milljarð ÍSK, hefði horf- ið í vasa spilltra stjórnmála- manna eða farið í framkvæmdir, sem engin vitglóra var í. Var farið afar hörðum orðum um DANIDA, þróunarhjálparstofn- un danska utanríkisráðuneytis- ins, og sagt, að hún hefði lengi vitað hvernig ástandið var en haldið því leyndu fyrir fjárhags- nefnd þjóðþingsins. Fulltrúar Palestínumanna á væntanlegri ráðstefnu í Madrid: Palestínumenn frá A-Jerúsalem í ráðgjafahóp sendinefndar? Tel Aviv, Jerúsalem, Kaíró, Washington, Nikosiu, Bagdad. Reuter. VÆNTANLEGUR aðalfulltrúi Palestínumanna á ráðstefnunni um frið í Miðausturlöndum gaf í skyn á sunnudag að palestínskir fulltrúar myndu lýsa hollustu við Frelsissamtök Palestínu (PLO) á ráðstefnunni ef þeim sýndist það nauðsynlegt. Israelar neita að ræða við samtökin, segja að um bandalag hryðjuverkamanna sé að ræða. Að auki vilja þeir að í sendinefnd Palestínumanna verði eingöngu menn frá hern- umdu svæðunum, þó að Austur-Jerúsalem undanskilinni sem þeir segja að verði um aldur og ævi ísraelskt land. Einn af manna gaf í skyn í gær að landar hans frá Austur-Jerúsalem yrðu í ráðgjafahóp sjálfrar sendinefndarinnar í Madrid. Palestínumenn munu eiga helming fulltrúa eða 14 menn í sendinefnd Jórdaníu í viðræðunum og er talið að stjómandi Palestínumannanna verði Faisal al-Husseini en talsmaður hópsins verði Hanan Ashrawi. Heim- ildarmenn úr röðum Palestínumanna sögðu að Bandaríkjamenn, er standa fyrir ráðstefnunni ásamt Sovétmönn- um, hygðust bjóða alls 20 Palestínu- mönnum að fara til Madrid og fengju sex þeirra hlutverk ráðgjafa. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að ekkert hefði verið getið um þetta er hann samþykkti hugmyndir James Bakers, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um ráð- stefnu. Útvarpsstöð í ísrael spurði vænt- anlegan aðalsamningamann Palest- ínumanna, Haider Abdel-Shafi, hvort þeir yrðu fulltrúar PLO. „Sé horft til þess að allir Palestínumenn sýna PLO hollustu eru þeir það,” svaraði Abdel-Shafi. Israelar hafa hótað að ganga út ef palestínsku fulltrúarnir gefi út yfirlýsingu af þessu tagi í Madrid en ísraelskir embættismenn Kosningar á Álandseyjum: Afstaðan til EB þung á metunum Helsinki, Mariehamn. Frá fréttariturum Morgunblaðsins, Lars Lundsten og Erni Guðmundssyni. HELSTU niðurstöður Iandsþingkosninganna á Álandseyjum á sunnudag voru þær, að Miðflokkurinn styrkti stöðu sína og bætti við sig einum þingmanni. Er fylgisaukningin rakin til andstöðu hans eða óvissrar afstöðu til Evrópubandalagsins en manninn, sem flokkurinn vann, misstu græningjar, sem duttu út af þingi. Miðflokkurjnn, sem er einkum málsvari bænda, vill vetja sjálfstjórn Álendinga, bæði hvað varðar hugs- anlega inngöngu Finnlands í EB og einnig gagnvart yfirvöldum í Finn- landi. Hins vegar er talið, að Mið- flokkurinn hafi að þessu sinni hagn- ast á lítilli kjörsókn en hún var ekki nema 60,6% og aðeins heimingur kjósenda í höfuðstaðnum, Marie- iiamn, hafði fyrir því að fara á kjör- stað. Á Álandseyjaþingi sitja 30 menn og fékk Miðflokkurinn 10, fijálslyndir 7, Hægriflokkurinn 6, jafnaðarmenn 4 en þrír eru óflokks- bundnir. í fráfarandi stjórn voru miðflokksmenn, fijálslyndir og hægrimenn en ekki er búist við, að ný stjórn taki við fyrr en í nóvember- lok. Álandseyjar heyra undir Finna en hafa mikia sjálfstjórn í eigin málum. Opinbert tungumál er sænska og þeir, sem ekki hafa „álenskan ríkis- borgararétt”, mega ekki kaupa þar fasteignir. Þann rétt geta menn feng- ið með því að búa á eyjunum í tiltek- inn tíma og einnig verða þeir að hafa næga kunnáttu í sænsku. Eiga þessi ákvæði að koma í veg fyrir fólksstreymi frá meginlandi Finn- lands og einnig að girða fyrir, að ríkir Svíar geti keypt upp eyjarnar. gerðu í fyrstu lítið úr ummælum Abdels-Shafis. Moshe Arens vamar- málaráðherra sagði á sunnudag að PLO yrði án efa „með í ráðum” en hann væri ánægður með að samtök- in hefðu ekkert opinbert hlutverk í viðræðunum. ísraelskir ráðamenn vara við of miklum væntingum og segja að erfitt verði að brúa gjána á milli deiluaðila. Til þess var tekið á sunnudag að væntanlegur aðai- samningamaður þeirra, Yossi Ben- Aharon, lýsti Hafez al-Assad Sýr- landsforseta sem „lymskufullum og illum” manni. Helstu talsmenn Palestínumanna fögnuðu því að stjórn Shamirs skyldi ákveða að taka þátt í viðræðunum en Iétu einnig í ljós efasemdir um heilindi þeirra; Abdel-Shafi segist búast við að ísraelar muni stöðva frekara landnám gyðinga á hern- umdu svæðunum fljótlega eftir að viðræðurnar byiji en það verði þó ekki gert að skiiyrði. Sharon krefst afsagnar Shamirs Er greidd voru atkvæði í stjórn Shamirs um þátttöku í viðræðunum sakaði Ariel Sharon húsnæðismála- ráðherra Shamir um að láta undan öllum meginkröfum araba og krafð- ist afsagnar forsætisráðherrans. Tveir aðrir ráðherrar, Yuval Neeman vísindamálaráðherra og Rehavam Zeewi, ráðherra án ráðuneytis, greiddu einnig atkvæði gegn viðræð- um en einn, Yitzhak Modai fjármála- ráðherra, greiddi ekki atkvæði. Fyrir stjómarfundinn höfðu talsmenn stjórnarandstöðu sagt að þeir myndu styðja Shamir ef þingið tæki málið fyrir. Auk ísraela munu Sýrlendingar, Jórdanir, Líbanir og Palestínumenn eiga fulltrúa í Madrid-viðræðunum en Egyptar, Saudi-Arabar og araba- ríki við Persaflóa senda áheyrnarfull- trúa. Enn er óvíst hvort Bandaríkja- menn og Sovétmenn taka beinan þátt í ráðstefnunni. írakar og Líbýu- menn fordæmdu fyrirhugaða ráð- stefnu og minnti Muammar Gaddafi Lýbýuleiðtogi á að oft hefði „almenn- ingur” í arabalöndunum drepið leið- toga sem svikið hefðu málstað araba. Málgögn stjórnar Saddams Husseins í Bagdad sögðu að um samsæri Bandaríkjamanna og ísraela væri að ræðaog markmiðið að skilja Palest- ínumenn eftir á köldum klaka auk þess sem PLO væri hafnað. ♦ ♦ ♦ ■ PARIS - Enn dregur úr vin- sældum Francois Mitterrands Frakklandsforseta samkvæmt skoðanakönnum sem tímaritið Journal du Dimanche birti um helgina. Sögðust 52% Frakka vera óánægðir með forsetann en ein- ungis 33% ánægðir. Fimmtán pró- sent voru reikandi í afstöðu sinni. í sambærilegri könnun í síðasta mánuði sögðust 34% styðja forset- ann en 49% voru óánægð með hann. Mitterrand getur þó huggað sig við að hann er vinsælli en Edith Cresson forsætisráðherra. Hún nýtur stuðnings 21% Frakka sem er raunar prósentustigi meira en í síðasta mánuði. ■ LONDON - Helmingur breskra kvenna telja sig vera fórn- arlömb kynfcrðislegrar áreitni á vinnustað samkvæmt könnunum sem gerðar voru í kjölfar umræð- unnar um mál Clarence Thomas, hæstaréttardómarans bandaríska. Meirihluti þeirra sem tók þátt í einni könnuninni, sem framkvæmd var af Sunday Times, sagðist telja að herða bæri lög gegn kynferðis- legri áreitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.