Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 tr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 110 kr. eintakið. U ndir búningiir op- inberra fram- kvæmda Mistökin eru til þess að læra af þeim. Umræður und- anfarnar vikur um umfram- kostnað við byggingu ráðhúss- ins og útsýnishúss Hitaveitunn- ar á Öskjuhlið hafa orðið til þess að beina athygli að undir- búningi opinberra fram- kvæmda af ýmsu tagi. Dragi menn réttar ályktanir af þeim umræðum eiga þær að geta orðið til þess að betur verði staðið að málum í framtíðinni. Morgunblaðið íjallaði í fyrra- dag ítarlega um umframkostn- að, sem orðið hefur við bygg- ingar og breytingar á opinber- um mannvirkjum á síðustu árum. Niðurstaða sérfræðinga, þ.e. verkfræðinga, arkitekta og annarra hönnuða, er í megin- atriðum sú, að æskilegt sé, að hönnun mannvirkis sé lokið að langmestu leyti áður en fram- kvæmdir heijast. í sumum þeirra tilvika a.m.k., sem mest hafa verið um rædd að undan- förnu hefur hönnunarvinna staðið yfir samhliða byggingar- framkvæmdum og raunar hef- ur stundum verið um að ræða verulegar breytingar á bygg- ingum frá upphaflegum hug- myndum. Stefán Hermannsson, að- stoðarborgarverkfræðingur, sagði í Morgunblaðinu í fyrra- dag: „Algengast er að hönnun- arvinnu sé lokið áður en fram- kvæmdir hefjast og þá eru for- sendur til að gera áætlanir mun betri en ella og frávik algeng upp á 10%.” En Stefán Her- mannsson segir jafnframt: „Ég tel mjög vafasamt í stórum mannvirkjum að ætla aðleikna hveija einustu teikningu fyrir- fram, þannig að hægt sé að sjá mannvirkið á borðinu áður en byrjað er á framkvæmdum. Undirbúningsvinna tæki mörg ár og hefði í för með sér mik- inn kostnað.” Pétur Stefánsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Almennu verkfræðistofunnar, segir m.a. um ástæður þess, að áætlanir standist ekki: „Meginorsakirn- ar eru þær, að mannvirki breyt- ast á hönnunartímanum eftir að frumáætlun er gerð og því er fyrstu gráðu kostnaðaráætl- un oft og tíðum í allt annars konar mannvirki en byijað var á upphaflega, sem er eðlileg þróun í hönnuninni.” Jóhann Bergþórsson, for- stjóri .Hagvhckis. hf., segir um sama mál: „Fyrst og fremst fara áætlanir úr böndunum vegna þess, að nægileg gögn liggja ekki fyrir þegar áætlana- gerðin fer fram. I annan stað koma til breytingar á bygging- artímanum, sem eru mjög dýr- ar. Sá hringlandaháttur er hvorki verkkaupa né verktaka í hag.” Athyglisverð eru ummæli Sigurðar Gísla Pálmasonar, stjórnarformanns Hagkaups. Hann segir m.a. um væntanleg- ar byggingarframkvæmdir fyr- irtækisins í Kópavogi: „Því mið- ur var fullnaðarhönnun Kringl- unnar ekki lokið áður en byijað var að byggja og það myndum við aldrei endurtaka. Kostnað- araukinn við slíkt verklag er geysihár og getur hæglega skilið milli lífs og dauða.” Hér tala menn, sem hafa reynslu bæði af hönnun og framkvæmdum, sem hönnuðir, verktakar og verkkaupar. Meg- inniðurstaða þeirra er sú, að nauðsynlegt sé, að hönnunar- vinnu sé lokið áður en fram- kvæmdir hefjast og að breyt- ingar á byggingartíma séu afar kostnaðarsamar, þótt aðstoðar- borgarverkfræðingur hafi nokkurn fyrirvara á varðandi sérstök mannvirki, Með hlið- sjón af fenginni reynslu, bæði með ráðhús, útsýnishús Hita- veitu og nokkrar aðrar bygg- ingar, sem hafa verið í sviðs- ljósinu á undanförnum árum vegna umframkostnaðar, sýn- ist sá lærdómur, sem draga má af þessum málum vera sá, að undirbúningur þurfi að vera vandaður áður en framkvæmd- ir hefjast. En jafnframt bendir Pétur Stefánsson á, að of lang- ur framkvæmdatími geti líka verið kostnaðarsamur og bend- ir á Þjóðarbókhlöðuna í því sambandi. Það er engin ástæða til að líta á þessi vandamál í sam- bandi við opinberar fram- kvæmdir sem einhver pólitísk feimnismál. Hér er um að ræða almannafé og umsjónarmönn- um þess ber skylda til að fara eins vel með þá fjármuni og kostur er. Fengin reynsla af þeim byggingum, sem um hef- ur verið rætt, sýnir nauðsyn þess, að undirbúa framkvæmd- ir betur áður en þær hefjast. Sjálfsagt er að taka mið af þeirri reynslu í framtíðinni. Fylgisþpóun á árinu Vikmörk 100% 90 80 70 60 50- 40 30 20 15 10 5 0 ■» Febrúar '91 Mars '91 Apríl '91 Kosningar Júní '91 Október '91 AðPir Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Andstæðingar ríkis- stjórnariiinai* 51,2% fylgismenn 35,5% Stj órnarflokkarnir samanlagt með 46,2% fylgi ANDSTAÐA við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur aukizt veru- lega frá því í júní síðastliðnum samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyr- ir Morgunblaðið 11. til 19. október. Er spurt var: „Hvort mund- ir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur?” svöruðu 35,5% því til að þeir væru stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar, 13,3% sögðust hlutlausir og 51,2% lýstu sig andstæðinga stjórnarinnar. í könnun Félagsvísindastofnunar í júní síðastliðnum var ómarktækur munur á stuðningi og and- stöðu við ríkisstjórnina. Andstæðingar hennar voru þá 39,6%, stuðningsmenn 41,3% og hlutlausir 19,1%. hins stjórnarflokksins, Alþýðu- flokks, er hins vegar mun meiri andstaða við stjórnina eða 25,6%. Rúmlega 60% af stuðningsmönn- um Alþýðuflokksins segjast hlynntir stjórninni. í skoðanakönn- unum á . tíma fyrrverandi ríkis- stjórnar var sömuleiðis ævinlega mest andstaða við stjórnina meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks, frá fjórðungi og allt að þriðjungi. í stuðningshópi stjórnarand- stöðuflokkanna er lítinn stuðning við stjórnina að finna. Af stuðn- ingsmönnum Framsóknarflokks eru 87% andvígir stjórninni, 93,4% Alþýðubandalagsfólks og 82,5% þeirra, sem segjast myndu kjósa Kvennalistann. í könnun Félagsvísindastofnun- ar var jafnframt spurt um stuðn- ing við stjórnmálaflokkanna. Þijár spurningar voru lagðar fyrir svar- endur í því skyni að fækka ó- ákveðnum svarendum. Fyrst var spurt: „Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?”. Þeir, sem svöruðu „veit ekki” við þessari spurningu, voru spurðir áfram: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast'sé að þú myndir kjósa?”. Þeir, sem enn sögðust ekki vita, voru spurð- ir í þriðja sinn: „En hvort heldurðu ..að.sé^líklegra að þú k.jósir...Sjálf- Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 11. til 19. októ- ber. Til viðmiðunar má nefna að umræður um stefnuræðu forsætis- ráðherra á Alþingi voru 10. októ- ber, sama dag og „Hvíta bókin”, stefna og starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar, var lögð fram. Tekið var 1.500 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Viðtöl voru tekin i síma og fengust alls svör frá 1057 manns, sem er 70,5% svarhlutfall. Nettósvörun — þegar dregnir hafa verið frá nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar pg fólk sem dvelur erlendis — er 73,5%. Félagsvís- indastofnun telur fullnægjandi samræmi milli skiptingar úrtaks- ins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu og að því megi ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, 18 til 75 ára, allvel. Fjórðungur krata á móti stjórninni Þegar skoðað er hvernig stuðn- ingi við ríkisstjórnina er háttað meðal stuðningsmanna hvers stjórnmálaflokks um sig kemur í ljós að stjórnin nýtur mests stuðn- ings meðal þeirra, sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef nú yrði gengið til kosninga, eða 89%. Aðeins 3,4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks segjast andvígir stjórninni. MeðaL stuðningsmanna stæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?”. Eftir tvær fyrstu spurnin'garnar voru 13,1% kjós- enda enn óráðnir, en eftir að þeir höfðu verið spurðir þriðju spurn- ingarinnar var hlutfall óráðinna aðeins 2,8% og 7,5% neituðu að svara. Stjórnarflokkarnir í minnihluta Þegar litið er á svör við öllum þremur spurningunum samanlögð og aðeins tekið tillit til þeirra, sem svöruðu, kemur í ljós að 35,1% segjast myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn ef nú yrði gengið til kosn- inga. Flokkurinn fékk hins vegar 38,6% í síðustu kosningum og 37,8% í könnun Félagsvísinda- stofnunar í júní. Fylgistap flokks- ins frá kosningum er 3,5%, sem er meira en nemur skekkjumörk- um. Fylgistap Alþýðuflokksins frá kosningum er sömuleiðis tölfræði- lega marktækt. Flokkurinn fær í könnuninni 11,1% en 15,5% í kosn- ingunum. Útkoma flokksins er svipuð og í síðustu könnun Félags- vísindastofnunar. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir fylgi minnihluta svarenda, eða 46,2%. I kosningun- um fengu þeir samanlagt 54,1%. Alþýðubandalag bætir mestu við sig Framsóknarflokkurinn fær svipaða útkomu og í síðustu könn- un; 22,2% segjast myndu kjósa hann nú. Þetta er aukning um 3,3% frá kosningum, sem er um- fram skekkjumörk. Alþýðubanda- lagið sækir mest í sig veðrið af stjórnarandstöðuflokkunum og fær nú 19,5%, en fékk 14,4% fylgi í kosningunum. Sömuleiðis bætir Kvennalistinn verulega við sig, fær nú 11,4% fylgi, en hafði 8,3% í kosningunum. Fylgi annarra flokka en þeirra fimm, sem eiga menn á þingi, er óverulegt. Kvennalisti með 17,4% í Reykjavík Er litið er á fylgi flokkanna eftir landshlutum má sjá að báðir stjórnárflokkarnir njóta meira fylgis í þéttbýlinu suðvestanlands en á landsbyggðinni. Á lands- byggðinni er Framsóknarflokkur- inn langstærstur, með 37,8% fylgi. Fylgi Alþýðubandalagsins er hins vegar jafnara eftir landshlutum en í mörgum fyrri könnunum. Kvennalistinn nýtur sérstaklega mikils fylgis í Reykavík, 17,4%. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð fylgis flokkanna í könnuninni við útkomu þeirra í Alþingiskosningunum í apríl og í síðustu skoðanakönnunum Félags- vísindastofnunar. Athygli er vakin á að á súlunum, sem sýna nýjustu niðurstöðurnar, eru sýnd skekkju- mörk. Skekkjumörkin eru mismik- il eftir því hversu mikið fylgi flokk- ur hefur. Þannig eru skekkjumörk- in fyrir Sjálfstæðisflokkinn 3,2% til eða frá, sem þýðir að miðað við úrtaksstærð og fjölda svarenda, sem segjast styðja flokkinn (35,1%), má ætla með talsverðri vissu að flokkurinn njóti stuðnings 31,9% til 38,3% kjósenda. Fyrir minni flokka eru vikmörkin minni, t.d. 2,1% fyrir Alþýðuflokkinn. Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Afstaða til ríkisstjórnarinnar og samanburður við könn- un Félagsvísindastofnunar í júní 1991. Fjöldi Hlutfall Hlutfall, þeir sem svara Júní 1991 Stuðningsmaður 356 33,7 35,5 41,3 Hlutlaus 134 12,7 13,3 19,1 Andstæðingur 514 48,6 51,2 39,6 Neitar/veit ekki 53 5,0 - - Afstaða til ríkisstjórnarinnar, greint eftir stuðningi við flokka A B D G V Óráðnir Stuðningsmaður 60,3 5,8 89,0 2,9 6,3 19,3 Hlutlaus 14,1 7,1 7,6 3,6 11,3 27.0 Andstæðingur 25,6 87,0 3,4 93,4 82,5 53,7 Fjöldi 78 154 264 137 80 285 Hlutfall 100% 100% 100% 100% 100% 100% Fylgi stjórnmálaflokka greint eftir landshlutum. Reykjavík Reykjanes Önnur kjördæmi Alþýðuflokkur 13,5 11,9 7,8 Framsóknarflokkur 9,7 17,9 37,8 Sjálfstæðisflokkur 39,7 41,7 25,7 Alþýðubandalag 19,0 20,6 19,2 Kvennalisti 17,4 7,8 7,8 Aðrir flokkar/listar 0,6 0,0 1,6 Samtals 100% 100% 100% Fjöldi 310 218 307 25 ^ _______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBÉR 1991_ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn: Hægfara efnahags- bata spáð á næsta árí Ekki ágreiningnr um hugmyndafræði lengur - Allir vilja nú markaðshyggju ÁRSFUNDIR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og systurstofn- ana hans voru haldnir í Bangkok í síðustu viku. Af Islands hálfu sóttu fundina Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, og Ólafur ísleifsson, forstöðuniaður alþjóðadeildar Seðlabankans. Þeir Jóhannes Nordal og Friðrik Sophusson sögðu í samtölum við Morgunblaðið að þetta hefðu verið markverðir fundir m.a. fyrir þá sök að enginn hug- myndafræðilegur ági’einingur hefði komið þar fram eins og jafnan áður - allir vildu nú markaðshyggju. Svo og vegna þess að Sovétríkin hefðu nú í fyrsta sinn átt fulltrúa á fundunum. „Ég býst við að flestum hafi þótt þessi fundur marka tímamót fyrir þá sök að þetta var í fyrsta skipti sem ríki sem áður voru hluti Sovét- ríkjanna voru þátttakendur. Því má segja að í fyrsta sinn nái þessi sam- tök með einuin eða öðrum hætti til alls heimsins,” sagði dr. Jóhannes Nordal í samtali við Morgunblaðið. Jóhannes sagði að Sovétríkin væru enn ekki orðnir formlegir þátttakend- ur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða Alþjóðabankanum, en komin væri á föst samvinna, þannig að fulltrúar frá þeim hefðu tekið þátt í umræðum að vissu marki. Jóhannes sagði að mikið hefði verið fjallað um það á fundinum hvernig Vesturlöndin geta orðið Sov- étríkjunum að liði í náinni framtíð. „Það kom mjög greinilega fram að menn hafa miklar áhyggjur af efna- hagsástandi Sovétríkjanna. Menn voru sammála um að það þarf að veita Sovétríkjunum mjög mikla tæknilega aðstoð af ýmsu tagi við að byggja upp nýtt hagkerfi, en ágreiningur var kannski meiri um það að hve miklu leyti og hversu mikill fjárhagsstuðningur við Sovét- ríkin sé tímabær núna. En einhvern verulegan ijárhagsstuðning þurfa þeir örugglega að fá mjög fljótlega,” sagði Jóhannes. Jóhannes var spurður hvort þessi nýja staða gerði það að verkum að þróunarlönd þriðja heimsins ættu þá í harðari samkeppni um lánsfé stofn- ananna hér eftir: „Það er enginn vafi á því að þessi geysilega áhersla sem komin er á Austur-Evrópu og Sovétríkin hefur valdið því að sumir óttast að vandamál þriðja heimsins falli í skuggann. En þá hefur það nú komið til að með friðsamlegri horfum í heiminum, þá væri nauð- synlegt og sjálfsagt að draga veru- lega úr hernaðarútgjöldum, sem væru óhóflega mikil. Þessar stofnan- ir hafa náttúrlega á undanförnum árum forðast að blanda sér í þau viðkvæmu mái sem öryggismál þjóða eru, en það er ljóst að mönnum finnst nú hafa orðið svo gagnger breyting, að það sé alveg ótvírætt tilefni til þess að leita leiða til að lækka út- gjöld til hermála. Þar væri hægt að losa mjög mikla fjármuni til þess að halda uppi þróunarútgjöidum, bæði innan hvers ríkis fyrir sig og milli ianda.” Jóhannes sagði að mikið hefði verið rætt um horfur í efnahagsmál- um og efnahagsstjórn. „Varðandi efnahagsstjórnina þá er skemmst frá því að segja að nú eru allir markaðs- hyggjumenn, hvert sem litið er. Þær umræður sem oft áttu sér stað um mismunandi hagkerfi og mismunandi grundvallarleiðir til þess að leysa vandann eru meira og minna horfnar af dagskránni. Ágreiningur um hug- myndafræðina hefur ekki lengur þann sess sem hann hafði áður,” sagði Jóhannes. Hvað varðar horfurnar í efnahags- málum sagði Jóhannes að spár flestra opinberra stofnana gengju út á það að á næsta ári yrði dálítil upp- sveifla, eftir þann samdrátt sem hefði verið víða um heim á þessu ári. „Hins vegar eru mjög skiptar skoðanir um það hversu ör batinn muni verða. Nýjar tölur sem menn hafa verið að sjá hafa verið mjög óljósar um hvaða þróun eða stefnu þær sýndu. Tii dæmis er uppsveiflan í Bandaríkjun- um varia hafin, svo nokkru nemi, og sömu sögu er að segja frá Bret- landi. Víða annars staðar er svipaða sögu að segja. Við vitum um mikia erfiðleika á Norðurlöndum og í Japan er heldur að draga úr hagvexti. Þannig að þótt grundvaliarskoðunin sé sú að á næsta ári verði þó nokkuð meiri hagvöxtur en í ár, þá er ekki víst að hann verði eins mikill og menn hafa verið að vona. Um leið hefur verðbólga í heiminum farið minnkandi og það telja menn aftur gefa góð merki um að bati muni sigla í kjölfarið. En á þessu stigi málsins er mjög erfitt að ákveða tímasetn- ingu í þeim efnum. Því er ekki hægt að segja að við sjáum að batnandi ytra ástand sé mjög líklegt til þess % að verða íslensku efnahagslífi til mikillar hjálpar á næstunni,” sagði Jóhannes. Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra sagðist í samtali við Morgun- blaðið telja að hvað markverðast hefði verið á þessum fundum á hvaða hátt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn ætla sér að niarka framtíðarstefnu stofnananna, miðað við það umrót sem átt hefur sér stað á vettvangi alþjóðastjómmála að undanförnu. „í stað þess að litið sé á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Al- þjóðabankann sem tæki hins kapítal- ♦ íska heims, má gera ráð fyrir því að hann á næstunni hijóti algjöra viður- kenningu á alþjóðavettvangi og þró- unarstarf hans sem slíkt verði því hafið yfir stjórnmálalega hugmynda- fræði,” sagði Friðrik. Fjármálaráðherra sagðí að ákall Sovétríkjanna til hins vestræna heims hefði sett sinn svip á ársfund- ina og hin gífurlega fjárþörf Sovét- ríkjanna hafí verið miídð rædd. Við- brögð Vesturlanda á fundunum hafi verið á þann veg, að það væri mjög lítils virði að dæla peningum inn 1 efnahagskerfi sem væri ónýtt. For- senda aðstoðar væri sú að bætur á sjálfu kerfinu færu fram. „Þá fannst mér koma fram meiri 1* skilningur nú en áður á því að hægt sé að nýta sér það að nú horfir frið- vænlegar í heiminum en oft áður, og Alþjóðagjaldeyrsisjóðurinn mun gera meiri kröfur til þess í þriðja heiminum að ríkisstjórnir fái ekki lánafyrirgreiðslu, nema dregið sé verulega úr hernaðarútgjöldum við- komandi landa. Auk þess má nú gera ráð fyrir því að vaxandi áhersla verði lögð á umhverfisþáttinn, þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn ákveða lánafyrirg;re- ^ iðslur, varðandi stofnframkvæmdir,” sagði Friðrik Sophusson. Sigrún Davíðsdóttir ur það eitt væri að syngja þar. Þetta tek ég fram hér, því ég nenni ekki að láta klína á mig því sem þú kall- ar „öfundsnaggi”. Og að lokum ... Nei, þú þarft ekki á íslenskum fréttamönnum að halda, ferli þínum til framdráttar og það er rétt hjá þér að varðandi hann skiptir öldung- is engu máli hvað íandar þínir segja. Þú getur lokað á allt heiia klabbið án þess að áhrifanna gæti í ítölskum óperuhúsum. En hafðu í huga að fjölmargir íslendingar fylgjast með ferli þínum af innilegum áhuga og gleðjast af hug og hjaria yfir vel- gengni þinni, af því þú ert landi þeirra og þeim finnst að þú komir þeim við. Sem lesandi Morgunblaðs- ins hef ég ekki komist hjá að taka eftir hve dyggilega blaðið hefur sinnt fréttum af þér, vísast af því að á þeim bæ finna þeir áhugann og kannski líka til að gleðja þig með að þín eigin þjóð fylgist með þér, því eins og þú segir sjálfur ertu alls ** staðar útiendingur. En þó blaðið kjósi að segja bæði frá því sem fer vel og miður, þá ræðst frammistaða þín ekki af skrifum þess og sveitó blaðakvenna. Þú kemst áfram á hæfileikunum, liggur eins og þú býrð sjálfur um þig, ert þinnar eigin gæfu smiður, hana nú ... og gangi þér allt í haginn! *' Kaupmannahöfn 20.10 1990 • • „Ofundsnagg” og sveitó blaðakonur Opið bréf til Kristjáns Jóhannssonar í tilefni af viðtali 18. okt. sl. frá Sigrúnu Davíðsdóttur Ég hafði ekki búist við að það yrði á þennan hátt, sem ég þakkaði þér fyrir fundina í Verónu í sumar, en ég get ekki á mér setið að hnýta nokkrum athugasemdum aftan við orð þín í Morgunblaðinu 18. okt. sl. Þú nefnir mig reyndar ekki á nafn, en lesendum til upplýsingar þá er undirrituð blaðakonan, sem kom til Verónu síðastliðið sumar og skrifaði þaðan greinar, sem þú á heimsborg- aravísu kallar „próvinsíal”, en við sem göngum í andlegum vaðmáls- brókum myndum kalla að væru sveitó. í fyrsta lagi... Aðdragandi greinanna var að ég hafði imþrað á því við Morgunblaðs- menn að ég færi einhvern tímann á vegum blaðsins og skrifaði um óperusyningu, sem þú tækir þátt í. Margir landar þínir hafa áhuga á því, sem þú tekur þér fyrir hendur og hugmynd mín var að gefa innsýn í starf söngvara með því að skrifa um aðdragandann að óperusýningu og það sem áhorfendum er hulið, en ekki með eintómu viðtali og alls- heijar „þú-um-þig-frá-þér-til-þín” romsu. Þessi hugmynd hlaut sam- þykki blaðsins. Þegar ég hringdi i þig snemma í vor til að fregna hvað til stæði á næstunni og þú nefndir Verónu, var ég ekki í vafa um að þar væri rétta tækifærið komið. Sýningarnar þar eru víðfrægar, draga að sér ferða- menn víða að, svo tilefnið var ærið. Ég fékk svo tilskilin leyfi hjá stjórn óperunnar í Verónu til að fram- kvæma ætlunarverkið og þar lágu leiðir okkar saman. Ur þessu urðu „Sem lesandi Morgun- blaðsins hef ég ekki komist hjá að taka eftir hve dyggilega blaðið hefur sinnt fréttum af þér... þijár greinar, sem birtust 28. júlí, grein um einn æfingadag, viðtal við Lorenzo Ferrero listrænan fram- kvæmdastjóra óperunnar um starfs- lag óperunnar og stutt viðtal við þig um það sem að þér sneri og um nokkur næstu verkefni. Meðal ann- ars var hvergi dregið úr þeirri viður- kenningu er felst í því að þú tekur nú þátt í vígslu nýuppgerðs óperu- húss í Genova. Það duldist vart hvert tilefni greinanna var, með stórri mynd af þér úr Turandot, svo ég skil ekki hvernig þér gat virst að ég færi í kringum þátttöku þína eins og köttur í kringum heitan graut. Hún var tilefni greinanna, en efni þeirra var meira en bara þín þátt- taka. Um það hvernig til tókst með greinaskrifin er annað mál. Fóstur- forfeður þínir Rómveijar höfðu að orðtaki að ekki þýddi að deila um smekk . . . L öðru lagi... Síðan fór ég á frumsýninguna 14. júlí. Daginn eftir hringdi ég til Morg- unblaðsins með frétt um viðtökur á sýningunni, sem birtist 16. júlí und- ir fyrirsögninni „Söng Kristjáns afar vel tekið”, þar sem sagði frá klappi og bravóhrópum. Næstu daga fylgd- ist ég með dómum um sýninguna, hringdi til blaðsins 17. eða 18. júlí, til að segja frá þeim, sem ég hafði fundið, en fékk þá að vita að blaðið hefði þegar fengið símsend ljósrit af nokkrum dómum og birt úrdrætti þeirra. Það var því ekki ég, sem þýddi og sendi inn úrdrættina undir fyrirsögninni „Skiptar skoðanir um frammistöðu Kristjáns í Veróna.” Af viðtalinu við þig 18. okt. má hins vegar skilja að ég hafi þýtt þessa úrdrætti af ærinni fákunnáttu í ít- ölsku, eftir að hafa valið þá af lágum hvötum. Það er sumsé ekki rétt. í þriðj’a lagi... Þó ég hafi ekki skrifað umrædda grein, get ég samt ekki á mér setið að ræða hana. Þú segir að verstu dómarnir hafi verið valdir úr „tugum greina, sem voru allar mjög jákvæð- ar.” Eftir að hafa lesið aftur yfir Morgunblaðsgreinina með dómunum sé ég að það er rangt að eingöngu hafi verið fjallað um einn neikvæðan dóm, því þar er líka sagt frá góðum dómum. Dómarnir, sem ég sá eftir sýninguna voru úr stærstu blöðun- um, þeir voru misjafnir og það hafði ekkert að gera með ítölskukunnáttu. í því sem ég var of sein með, rakti ég að blaðaumsagnir væru upp og ofan en í iokin minnti ég á frammi- stöðu þína í San Carlo óperunni í Napólí í des. sl. Dóma um þá sýn- ingu þýddi ég fyrir blaðið á sínum tíma og sú grein birtist skilvíslega í janúar. Þar lét ég ekki nægja að þýða umsagnirnar, heldur skrifaði inngang um hversu merkt hús San Carlo væri, til að setja góða frammi- stöðu þína þar í rétt samhengi og undirstrika hversu glæsilegur árang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.