Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 33 Eiríkur Þorsteinsson Glitstöðum - Kveðja Fæddur 22. október 1896 Dáinn 22. júlí 1991 í dag hefði afi minn í sveitinni orðið 95 ára og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Afi, Eiríkur Þorsteinsson, var fæddur að Hamri í Þverárhlíð 22. október 1896. Hann var sonur hjón- anna Þorsteins Sigurðssonar og Þórunnar Eiríksdóttur sem þar bjuggu allan sinn búskap og var næst elstur fimm bama þeirra. Elst- ur var Sigurður fæddur 20. janúar 1895, lengi hafnargjaldkeri í Reykjavík. Hann lést 6. júlí 1977. Kona hans var Kristjana Einarsdótt- ir. Jón Leví var fæddur 22. mars 1900 og tók við búskap að Hamri af föður sínum. Hann lést 14. júní 1966 en kona hans var Guðný Þor- leifsdóttir. Þórhildur, fædd 3. janúar 1903, giftist Þórði Ólafssyni og bjuggu þau að Brekku í Norðurárd- al. Hún lést 14. september 1982. Yngstur var Þorgeir, fæddur 1. des- einber. 1908, lengi innheimtumaður hjá hafnarskrifstofunni í Reykjavík. Hann lést 5. febrúar 1980 en ekkja hans er Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Afí er því síðastur þeirra systkina sem þennan heim kveður. Afi var hár maður vexti og mynd- arlegur og fram í háa elli voru ein- kennandi breiðar og skarpar herðar hans. Á unga aldri veiktist hann af lungnabólgu og var upp frá því allt- af veill í lungum en lét það þó aldr- ei hindra sig til vinnu. Hann hafði mikla eðlisgreind en ekki naut hann neinnar skólagöngu utan barna- fræðslu sinnar tíðar. Afi var hins vegar fróðleiksþyrstur og bætti sér upp stutta skólagöngu með miklum lestri blaða og bóka. Sérstakiega hafði hann gaman af frásögnumog þjóðlegum fróðleik og einnig ævi- minningum. Hann var reiknings- glöggur, hafði fallega rithönd og skrifaði rétt og gott mál. Afi varð snemma áhugasamur um búskapinn og þótti kappsfullur til vinnu. Ömmu minni, Katrínu Jónsdóttur, sem fædd er 2. mars 1899, kvænt- ist afí þann 9. apríl 1927. Fyrsta hjúskaparárið sitt voru afi og amma á Hamri en keyptu árið 1928 jörðina Glitstaði í Norðurárdal. Foreldrar ömmu, Jón Þórarinn Einarsson og Þórunn Björnsdóttir sem lengst bjuggu á Sigmundarstöðum í Þver- árhlíð, fluttust með þeim að Glit- stöðum og önduðust hjá þeim í hárri elli. Þegar afi og amma komu að Glit- stöðum voru húsakynni þar öll mjög léleg. Fyrst þurfti að byggja upp fjós og hlöðu en síðan var byggður bær úr járni og timbri árið 1931. Afi vann að þessu öllu sjálfur; hann var smiður góður og smíðaði flest sem til heimilisins þurfti. Smám saman byggði hann upp öll önnur útihús og sum tvisvar; hesthús, fjár- hús, súrheysgryfju, geymslu og smiðju og aðra hlöðu, „litlu hlöð- una.” Sigurður heitinn Sigurðsson, oftar kallaður Siggi smiður eða Diddi Veiðilækjar, var samtíðar- maður afa og var við smíðar á Glit- stöðum þegar ég var þar í sveit. Hann sagði mér að' uppbyggingin hefði þótt sérlega myndarleg og gerð af miklum dugnaði. Árið 1955 var svo byggt stórt og vandað þrí- lyft íbúðarhús úr steini. Að því verki unnu mikið tengdasynir hans tveir, Ólafur og Sigurður faðir minn. Hafa oft verið rifjaðar upp minningar frá þeim tíma, skemmtilegri og skemmtilegri eftir því sem lengra frá líður, þrátt fyrir að sumarið 1955 muni hafa verið eitthvert mesta rigningarsumar sem sögur fara af. Glitstaðir voru landmikil og góð bújörð þegar afi og amma keyptu hana. Náttúrufegurð er þar einstök og bæði lax- og silungsveiði. Um 1950 keyptu þau svo einnig jörðina Uppsali og sameinuðu Glitstöðum. Samgönguerfiðleikar voru hins veg- ar miklir meðan Norðurá var óbrú-' uð, en það var hún lengst af í þeirra búskapartíð. Afi vann mjög mikið að félags- málum í sveitinni og kom þar að flestöllum málum. Hann var traust- ur maður og heiðarlegur og því voru honum falin ýmis trúnaðarstörf. Hann sat marga áratugi í hrepps- nefnd, sá um sjúkrasamlagið meðan það var starfrækt í sveitinni og var forðagæslumaður. Þá sat hann í skólanefnd meðan skólamál voru innan sveitarinnar og var deildar- stjóri kaupfélagsins í Norðurárdals- deild. Afí var í stjórn Veiðifélags Norðurár frá 1946 til 1976 og var það síðasta embættið sem hann gegndi. Eg dvaldi mikið á Glitstöðum á mínum bernsku- og unglingsárum og kynntist afa, sem var kominn yfir sjötugt og hættur búskap, þá vel. Hann fylgdist alltaf mjög vel með búskapnum og því sem var að gerast og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Ekki var alveg laust við að hann kynni því stundum verr að vera áhorfandi en að vera sjálfur við stjórnvölinn. Honum var annt um búskapinn og jörðina. En afi sat ekki auðum höndum heldur fékkst hann við að gera upp gömul verk- færi og áhöld, flétta reipi, tálga hagldir úr hrútshomum, bregða hnakkgjarðir og gera upp sylgjur fyrir þær o:fl., líkt og gert var og notað áður fyrr. Þetta gaf hann vin- um og vandamönnum. Afi fylgdist ávallt vel með fréttum og var skraf- hreifinn en seinni árin varð maður að tala hátt og skýrt þvl heymin var farin að daprast. Afi var líka gamansamur, gat verið pínulítið stríðinn og fyrir kom að við jöguð- umst enda báðir fremur þráir að eðlisfari. Ég átti t.d. erfít með að fallast á að nefna gafla stóru hlöð- unnar „norðurgafl” og „vesturgafl,” þar sem hlaðan liggur í beinni línu, en svo eru þó gaflarnir nefndir enn þann dag í dag. Árið 1974 fékk afi heilablóðfall og lamaðist á vinstri hluta líkam- ans. Hann náði sér þó allnokkuð, þrátt fyrir háan aldur, en átti erfitt með gang og varð að miklu leyti að hætta handavinnu en stundaði lestur þeim meira. Ég man hve erf- itt hann átti með að sætta sig við að vera ekki lengur fullkomlega sjálfbjarga, stoltið var sært, en svona er lífið og það lærðist. Hann naut mikillar umönnunar Auðar dóttur sinnar og liennar ijölskyldu og amma var alltaf hans stoð og stytta. Árið 1983 fluttust afi og amma svo frá Glitstöðum á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Hættu að heita afi og amma „í sveitinni” og hétu nú afi og amma „í Borgar- nesi.” Það er mikið átak fyrir mann að flytjast á níræðsaldri burt af jörð sem hann hefur yrkt í hartnær hálfa öld en á dvalarheimilinu naut hann sérstaklega alúðlegrar umönnunar alls starfsfólks sem gætti vellíðunar hans eins og frekast var kostur. Og þar naut hann ekki síður en áður tíðra heimsókna ættingja og afkomenda, vina og kunningja, sem styttu honum stundir. Afi og amma eignuðust 5 dætur. Elst er Þórunn fædd 20. janúar 1928, gift Ólafí Jónssyni á K:^aj- stöðum og eiga þau 3 dætur. Mamma mín Guðrún er fædd 31. október 1930, gift Sigurði Kristjáns- syni, búsett í Reykjavík og eiga auk mín systur mína Þórunni. Áslaug er fædd 28. janúar 1933 og er gift Ingólfi Guðmundssyni. Þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga 4 börn. Steinunn Jóney var fædd 26. októ- ber 1923, gift Jóni Blöndal í Lang- holti í Bæjarsveit og eiga þau 4 börn. Yngst er Katrín Auður fædd 16. júní 1938, gift Siguijóni Valdi- marssyni. Þau tóku við búskapá Glitstöðum árið 1966 og eiga 3 bTw. Afí lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þann 22. júlí sl., en amma lifír mann sinn og býr þar enn. Hann var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 27. júlí og jarðsett- ur í Hvammi í Norðurárdal. Ég geymi minninguna um góðan afa með þakklæti fyrir allt það sem hann gaf mér. Birgir Sigurðsson Útvegum barnagæslu ef þess er óskab Losun herbergja eftir kl. 5 ó sunnudegi Mibsvæbis en samt i rólegu umhverfi ■^otláax^ Þar sem börnin eru í fyrirrúmi Sigtúni 38 - Upplýsingar í síma 91 -689000 - fax; 91 -680675 Verö á herbergi fyrir sólarhringinn 5.200,- me arte ð' ()örnin dijtjrir iuo aueri Stór herbergi og stór rúm er só staðall sem Holiday Inn byggir á. ViS á Holiday Inn höfum því ákveðiS að bjóða "Fjölskyldupakka" um helgar í vetur, þar sem hjón geta komiS með börnin og átt notalega helgi þar sem ýmislegt er á boSstólum s.s. frítt í sundlaugarnar í Laugardal, HúsdýragarSinn og skautasvellið. En þessir staSir eru allir í næsta nágrenni við hóteliS. Fjölskyldan getur nýtt sér allan sunnudaginn því það þarf ekki að losa herbergið fyrr en síSdegis á sunnudegi í stað hádegis eins og tíðkast á hótelum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.