Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú verður óþolinmóður og við- þolslaus í dag og um tíma virð- ist allt á öðrum endanum hjá þér. I kvöld ættirðu að fara út að skemmta þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Kvöidið skaltu taka frá fyrir þig til afslöppunar eða ein- hvers áhugamáls. • Þér tekst að sigrast á vandamálum í dag en þó ekki öllum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) i» Þú munt eiga erfitt með að koma þinni skoðun að í dag en með kvöldinu verða tjá- skiptin í góðu lagi. Gleymdu ekki vinum þínum og taktu þátt í félagsstarfi. Krabbi ^(21. júní - 22. júlí) HS8 Peningar valda sundurþykkju milli þín og annarra. Tekju- möguleikar þínir aukast á næstunni og aukinn starfs- frami ætti að blasa við. * Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Flýttu þér hægt í vinnu ef þér á ekki að yfírsjást. Kapp er best með forsjá ef góður ár- angur á að nást. Þú færð góð- *-«**ar fréttir með kvöidinu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Fari eitthvað úrskeiðis í dag sk^ltu ekki láta það eyðileggja daginn fyrir þér. Þér hættir til að gera mýflugu að úífalda framan af degi og nærð ekki áttum fyrr en í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Feimni verður allsráðandi hjá þér fram eftir degi en með kvöldinu færðu sjálfstraustið aftur og þá munu töfrar þínir njóta sín. Þú verður hvers manns hugljúfí í samkvæmi. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú getir töfrað menn upp úr skónum muntu eiga erfitt með að sannfæra menn um ágæti einhverra viðskipta í dag. Legðu áherslu á góða framkomu. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) «e Þú kemst í uppnám út af laga- eða peningamálum en finnur lausn á þeim. Varastu svart- sýni og óþolinmæði. Kvöldið verður eftirminnilegt. miteingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu hvorki krítarkortið né lánsfé til stórfjárfestinga til , einkaneyslu. Að hika er ekki endilega sama og tapa í dag. Vertu heima í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Samband þitt við betri hplm- inginn er eitthvað að angra þig fram eftir degi en þér mun líða mun betur eftir að kvölda tekur. Taktu heimboði. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) TLL Eitthvað verður til þess að eyðileggja einbeitingu þína í dag sem kemur sér illa í starfi. Kvöldið verður hins vegar ánægjulegt. .Stj'órnuspána á ad lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS þó?? HAÍ HAÍHA.'HA! HA! n«:HA! HA! HA! HA!HA' GRETTlR,HEfVR ALDRCI HV/IRFMP fiÐ péR., AÐ KG HAFMNNAÐ 8ETIM HPGCRAJNAPKLdRApER? 1 TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND crv/i Á c/Si iæ I CANT DOTHI5 MATH PROBLEM..IT HA5 THREE'5 ANP FOUR'S IN IT... 7C I CAN T 00 PR0BLEM5 JHAT HAVE THREE'5 ANP FOUR'5 IN THEM.. Ég get ekki reiknað þetta reiknis- Ég get ekki leyst dæmi sein hafa 3 Hvað gerirðu þegar þú færð 8 og dæmi.. það eru 3 og 4 í því.. og 4.. 9? Ég verð veik þann dag.. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Gabriel Chagas sagði að slemman stæði og Lynn Deas sýndi fram á það í verki. Norður ♦ D1092 ♦ ÁK1072 ♦ - ♦ KD94 Vestur Austur ♦ 53 ♦ DG864 ♦ ÁKG985 ♦ - ♦ G84 ♦ 953 ♦ D74 ♦ G876 Suður ♦ ÁK76 ♦ - ♦ 10632 ♦ Á10532 Eins og við sáum í þættinum í gær tapaði Bretinn Tony Sowt- er 7 laufum í síðari leiknum við ísland í undankeppni HM. Eini sagnhafinn sem rataði réttu leið- ina í úrspilinu var Lynn Deas í bandaríska kvennaliðinu sem vann Feneyja-bikarinn. Deas fékk út tígulás, sem hún trompaði og lagði niður lauf- kóng. Tók síðan ÁK í hjarta og kastaði tígli og spaða heima. Trompaði síðan hjarta og spilaði spaða þrisvar (hér skilja leiðir hennar og Sowter, sem trompaði tígul í þessari stöðu áður en hann tók þrjá slagi á spaða). Norður ♦ 10 ♦ 107 Vestur ♦ - ♦ D9 Austur ♦ - ♦ - ♦ DG ♦ - ♦ KG9 ♦ D7 ♦ - ♦ G87 Suður ♦ - ♦ - ♦ 105 ♦ Á105 Nú kom hjarta úr blindum. Hendi austur tígli getur suður trompað með fimmunni og víxl- trompað afganginn. Austur verður því að trompa með sjö- unni. Deas yfirtrompaði með tíu og trompaði tígul. Spilaði svo enn hjarta. Aftur varð austur að trompa. Deas trompaði betur með ás og gat nú einfaldlega spilað trompi á drottningu og tekið síðasta slaginn á spaðatíui! Umsjón Margeir Pétursson I deildakeppni Skáksambands Islands um helgina kom þessi staða upp í viðureign þeirra Jó- hanns Þóris Jónssonar (2.000), Taflfélagi Reykjavíkur, norðvest- ursveit, sem hafði hvjtt og átti leik, og Helga Ólafssonar (2.135), Skáksambandi Vest- fjarða. Svartur lék síðast 23. - De6-g4. 24. Bxe5+! - fxe5, 25. Dxe5+ - Bd6, 26. Hf7+ og svartur gafst upp. Jóhann Þórir, ritstjóri og út- gefandi tímaritsins Skák frá árinu 1962, varð fimmtugur í gær, 21. október, og vil ég nota tækifærið og óska honum til hamingju með afmælið og þessa laglegu vinn- ingsskák. Andstæðingur hans, Helgi Ólafsson, Hólmavík, alnafni stórmeistarans, varð íslands- meistari árið 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.