Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Sigfús Hallgrímsson fv. kennari - Minning Fæddur 8. september 1904 Dáinn 13. október 1991 Þegar ég nem staðar við andlát góðvinar míns, langtíma samstarfs- manns, trúbróður og fyrirrennara, Sigfúsar Hallgrímssonar, opnast minningaheimurinn. Þar blasir við innri sjónum langur, ljúfur sam- fylgdarferill með manninn sjálfan í brennideplli. Lítandi yfir þetta sjónarsvið kem- ur strax til hugar hinn mikli trúar- sálmur höfuðskáldsins okkar, Ein- ars Benediktssonar. í þeim sálmi *er lífsmynd, lífsskoðun og lífsstefna bróður Sigfúsar innofín... - bæði það, sem hann var og var ekki: Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Þannig orti skáldið, er hann hug- leiddi skil lífs og dauða. Fyrstu tvær hendingamar og sú síðasta eiga vel við bróðurinn, sem borinn er til grafar í dag. Hugur hans var ekki „heimsbundinn”, því hann trúði með vissu á hina himn- esku arfleifð samkvæmt fyrirheit- um Guðs. „Dauðinn” var honum ekki áhyggjuefni. Upprisusigur Frelsarans vék öllum slíkum ugg á bug í veldi trúarinnar. Miðhending- amar þrjár heimfærast ekki upp á hann, því líf hans var ekki „leiðslu- draumóramók”, og ekki voru heldur nokkur „látalæti” í vökumennsku hans, því hann var sívökull í lífi, trú og starfí. Þriðja erindi skáldsins á einnig vel við í þessum minningarhugleið- ^jigum: En ástin er hjört sem bamsins trú hún blikar í ljóssins geimi, og Qarlægð og nálægð fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. . Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Þessi ást er kærleikur Guðs, hreinn, tær, fölskvalaus og hér líkt við hreina og svikalausa trú smá- barnsins - hið sannasta og hrein- asta, sem þekkist með mönnum. Þessi kærleikur er „brúin”, sem brúar bilið milli manna og milli heima, „brúin”, kærleiksbrúin, sem blikar og tindrar í „geimi ljóssins”, svo að öll skilnaðardjúp hverfa, fírrðirnar nemast brot’t, „nálægðin” hrífur „fjarlægðirnar til sín eða fjar- lægðirnar” nálægðina þannig, að allt „streymir saman” í órofa-eind. Kærleikurinn var bróður Sigfúsi djúpstætt, trúarlegt hugðarefni, svo jafnan beindust samræður okkar þangað - að undrum kærleikans, þessum undraaflgjafa, sem læknað gæti öll mein mannkynsins, fengi hann að vinna og verka samkvæmt eigin eiginleikum í lífi mannanna. Þetta var bjargföst sannfæring hans og boðun. I síðasta erindi þessa sálms er sem Einar hefji sjónir í skáldlegri trúarsýn og segir: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en augað sér mót öUum oss faðminn breiðir. Hér er sannarlega brugðið upp trúarviðhorfsmynd bróður Sigfúsar sjálfs. Bjarma „eilífðarljóssins” brá stöðugt á vegferð hans, því hann geymdi þann bjarma í brjósti sér. Gjörljós var honum „stopúlleiki” hins „stutta jarðlífs”, en hann markaði stefnu þess jafnan „á æðri leiðir”, I bjargfastri trú hins Biblíu- fróða manns, en gagnþekkti fyrir- heit Ritningannna um eilífa bústaði himinhæðanna, - þennan „upphim- in, fegri en augað sér, sem breiðir faðm sinn mót oss öllum”. Hér fara' fagurlega saman skáldræn sýn stórskáldsins og trúarsýn hins sterktrúaða manns. Sigfús Hallgrímsson fæddist 8. september 1904 í Ytra-Garðshorni, Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Hallgrímur Kristjánsson og Pálína Pálsdóttir. Þau fluttu seinna að Syðra-Holti í sömu sveit. Sigfús • t Faðir okkar, TYRFINGUR EINARSSON frá Vestri-Tungu, andaðist á Droplaugarstöðum 19. október. Dætur hins látna. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG VIGFÚSDÓTTIR, Freyjugötu 38, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu 23. október kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Steinunn M. Pétursdóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val iegsteina. Ifi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI48.SIMI 78677 ólst upp í foreldrahúsum. Hann var yngstur sex systkina, sem nú eru öll dáin. Tilskilinni bamamenntun síns tíma lauk hann í heimahéraði. Undir tvítugt fór hann til fram- haldsnáms við Héraðsskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan að námi loknu 1921-1923. Þá lagði hann leið til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. A þeim tíma kynnt- ist hann Sjöunda dags aðventistum og gekk í söfnuð þeirra 27. október 1927. Hann var fæddur skólar og lærdómsmaður og sneri sér að kennslu. Segja má að hann hafí verið frumkvöðull í skólamálum aðventista á íslandi. Árið 1928 stofnaði hann barnaskóla aðvent- ista í Vestmannaeyjum og stýrði honum fjögur ár. Þá fór hann í Kennaraskóla íslands 1932 til að afla sér fullgildrar kennaramennt- unar og útskrifaðist þaðan árið 1934. Barnaskóla aðventista í Reykjavík stofnaði hann árið 1942, og síðar var hann skólastjóri Hlíðar- dalsskóla eitt ár í fjarvist þáverandi skójastjóra. Árið 1929 gekk hann að eiga fyrri konu sína, Kristínu Sigurðar- dóttur, dóttur Sigurðar Kjartans- sonar og Önnu Pétursdóttur. Þau eignuðust eina dóttur barna, Önnu. Hún giftist norskum manni, sr. Svein B. Johansen, sem um margra ára skeið starfaði hér á landi við aðventsöfnuðinn sem deildarstjóri, prestur, fyrirlesari og forstöðumað- ur, en stýrir nú umfangsmiklu deild- arstarfí á vegum aðventista í Aust- urlöndum nær. Afabömin em þrjú. Per Birger, læknir í Lundi, Svíþjóð, kvæntur Lisbet, Mark Eric, fulltrúi flugfélagsins SAS í Kaupmanna- höfn, kvæntur Hanne, og Linda María, sérfræðingur í hjartaendur- hæfingu, Kaupmannahöfn. Allt ævistarf sitt helgaði Sigfús aðvent- kirkjunni, fór víða um land og greip á mörgum starfanum sem skóla- stjóri, kennari, prestur, deildar- stjóri, safnaðarformaður, bóksali, fyrirlesari og útbreiðsluprédikari. Þannig var mikil hreyfíng á honum og fjölskyldu hans í starfí og oft flutt búferlum. Fyrri konu sína missti Sigfús árið 1949. Seinni konu sinni Krist- jönu Steinþórsdóttur, kvæntist hann 10. október 1952. Hún fylgdi honum og studdi í starfí hans víða um land, um 39 ára skeið, lifír mann sinn og er nú níræð. Allt frá bamæsku gekk Sigfús aldrei heill til skógar. Aldrei lét ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 hann það þó tefja né hefta störf sín, heldur beitti sjálfan sig vægðar- lausum starfsaga. Athyglisvert var að sjá hann prédika og lesa fyrir blaðalausan, þegar sjónin var dofn- uð og hartnær horfín. Þá var það í sjóndeprunni, að hann hrasaði oft, datt og skaddaðist stundum, en hann kvartaði aldrei né gafst upp. Dagfarslega var Sigfús hæglát- ur, fremur hljóður og alvömgefinn, en bjó yfír ríkri kímni- og glettnis- gáfu og naut sín glaður í góðvina- hópi. Hugsjónamaður var hann þó um fram allt. Árið 1984 fluttu hjónin að Kumb- aravogi, á Stokkseyri og dvöldu þar jafnan síðan. Fyrir tæpu ári greindist sjúkdóm- ur, sem hann mun hafa gengið með alllengi. Sá sjúkdómur leiddi til þess, að hann var fluttur á Sjúkra- hús Suðurlands, Selfossi, þar sem hann lést aðfaranótt 13. október sl. Andlát hans var friðsælt og þján- ingalaust í svefni og einkenndist af sama hljóðleikanum, sem fylgdi honum jafnan og einkenndi. Með honum er genginn hinn mætasti íslendingur. Blessuð sé minning hans og hér skulu störf hans þökk- uð. Eftirlifandi ekkja hans dvelur áfram á Kumbarvogi. Kæm, góðu langtíma vinir Anna, Svein, Per, Mark, Linda og Krist- jana. Við Sólveig og bömin okkar vottum ykkur öllum dýpstu samúð með hlýjustu kveðjum. Jón Hjörleifur Jónsson Góður vinur er genginn. Hinn 13. þ.m. andaðist í Sjúkrahúsi Suð- urlands á Selfossi, Sigfús Hall- grímsson, fyrrverandi kennari, í hárri elli. Sigfúsi kynntist ég ekki að ráði fyrr en að hann kvæntist móður- systur minni og nöfnu Kristjönu Steinþórsdóttur fyrir 39 ámm síð- an, en vissi þó að hann var mikils metinn og virtur sem kennari og einn af burðarásum Aðventsafnað- arins á íslandi, en Jana frænka mín var einnig starfandi í þeim söfnuði. Fyrstu ár búskapar þeirra lágu leiðir okkar ekki oft saman, þar sem þau hjón störfuðu víða um land, en þó hittumst við ætíð nokkram sinn- um á ári og eftir því sem tímar liðu fram, kynntumst við betur. Ég og fjölskylda mín höfðum notið kær- leika og umhyggju Jönu frænku minnar í mörg ár og komumst nú að raun um að með Sigfúsi höfðum við eignast vin sem hafði til að bera sömu eiginleika og frænka. Það sýndi sig glöggt, þegar móðir mín veiktist fyrir tólf ámm, af þeim hinum sama sjúkdómi er lagði Sig- fús að velli. Öll vomm við fjölskylda hennar bundin við störf eða nám, og það var sárt að vita af henni aleinni alla daga, bíðandi eftir því sem óhjákvæmilegt var. Þá buðu þau Jana og Sigfús henni að vera hjá sér og hjá þeim dvaldi hún í margar vikur við kær- leiksríka umönnun og alúð, eða allt þar til að hún hlaut að fara á sjúkra- hús. Fórnfysi þeirra og hlýja við þessar kringumstæður var okkur öllum ómetanleg og verður seint launuð sem skyldi. Fjölskylda Kristjönu var ætíð velkomin á heimili þeirra Sigfúsar og náin vinátta myndaðist með Sig: urpáli bróður hennar og Sigfúsi. í nokkur ár áttu þau heima í ná- grenni við Sigurpál og kom hann þá til þeirra á hveijum degi til að spjalla og var oft gaman að heyra þá Sigfús rökræða um þau mál sem efst voru á baugi hveiju sinni, og bera saman bækur sínar um menn og málefni, en báðir voru þeir fróð- ir og stálminnugir. Þegar heilsa Sigurpáls fór að bila, liðsinntu þau LEGSTEINAR 5-. VETRARTILBOÐ -E m- steiaw Graníl %ff I I | HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 OP/Ð 9-18. LAUGARDAGA FRÁ'KL 10-15. honum á margan hátt eftir því sem þau höfðu getu og þrek til. Við hjónin og synir okkar áttum margar góðar stundir með þeim hjónum Jönu frænku og Sigfúsi. Þau bjuggu í nokkur ár í íbúð móð- ur minnar eftir lát hennar og við það urðu þau bönd er tengdu okkur enn sterkari. Þá myndaðist einnig vinátta okkar við Önnu dóttur Sig- fúsar frá fyrra hjónabandi og fjöl- skyldu hennar, en Sigfús dáði dótt- ur sína og Svein mann hennar. Sig- fús var sjálfur leiðbeinandi og prest- ur síns safnaðar og það var honum mikils virði að dóttir hans og tengd- asonur fetuðu sömu slóð. Að vísu á breiðari gmndvelli, því að hann vann sitt starf hér heima, en þau hafa farið vítt um heim og starfað með ýmsum þjóðum. Það var gaman þegar Sigfús hringdi óðamála og skýrði mér frá því að hann hefði verið að fá spólu frá Önnu og Svein. Hann fylgdist með starfí þeirra og" lífí, afabörnin vom honum mjög kær og hann var hreykinn af þeim. Þó svo að Anna og Svein dveldu langt frá ættjörðinni komu þau eins oft og við var komið hingað heim til að fylgjast með gömlu hjónunum. Ekki síst hin síðari ár, þegar heilsu þeirra fór að hnigna. Og þegar þau áttu stórafmæli hvort þeirra fyrir sig, komu þau heim og gerðu þeim glaðan dag. Fyrir -sjö áram flutu þau Krist- jana og Sigfús að dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og þar hafa þau búið síðan við góða að- hlynningu starfsfólks undir stjórn Kristjáns forstjóra og Hönnu konu hans. Margar ferðimar hefí ég átt að Kumbaravogi þessi ár og alltaf hefur verið janf gott að leita til þeirra og starfsfólksins ef á hefur þurft að halda. Sigfús og Jana mátu þau hjón mjög og virtu mikils fyrir það mikla starf er þau hafa unnið af alúð og kostgæfni þrátt fyrir oft erfíðar aðstæður. Það var lærdómsríkt að fylgjast með þeim Sigfúsi og Jönu frænku, þegar árin færðust yfír. Sjón hans versnaði með ári hveiju og heyrn hennar dofnaði. En þau héldu bæði andlegu atgerfí og minni Sigfúsar og tölvísi var með ólíkindum. Hann nam símanúmer með því að heyra það einu sinni og oft rak hann mig á gat í hugareikningi. Hann las fyrir heilu ræðurnar, en hún vélritaði eftir honum. Hún las fyrir hann bækur og blöð, en seinni árin þegar sjón hennar dofnaði einnig, fékk hann spólur frá Blindrafélaginu og naut þeirrar þjónustu mjög. Sigfús og Jana frænka hafa ver- ið stór þáttur í lífi fjölskyldu minnar. Snorri maðurinn minn var góður vinur þeirra beggja og vildi allt gott fyrir þau gera. Þegar að hann féll frá fyrir rúmum tveimur ámm sótti ég styrk til þeirra. Það var ómetanlegt að fínna kærleika þeirra og hlýju og vita af bænum þeirra fyrir mér og mínum á erfíðri stundu. Þau veittu okkur styrk og kjark þegar á móti blés. Seinustu mánuðir voru Sigfúsi og Jönu minni erfiðir. Það er mikið áfall að fínna líkamann gefa sig, en sál Sigfúsar var alltaf jafn sterk, jafnvel síðast dag lífs hans var hugsunin heil og óskemmd. Síðustu vikuna sem að hann lifði dvaldi hann á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og naut þar góðrar að- hlynningar. En þessi dagar munu ætíð verða mér ógleymanlegir. Hann gat ekki lerigur talað í síma við konuna sína en hún var veik niður á Kumbaravogi. Ég bar henni kveðju hans og skilaboð og flutti honum um hæl svör hennar og kærleiksorð. Anna dóttir Sigfúsar og maður hennar vora stödd í Ástr- alíu og þegar Sigfús kvaddi þennan heim og flýttu þau för sinni hingað sem þau gátu, en komu of seint. En þó að kona hans og dóttir gætu hvomgar setið við dánarbeð hans, þá var hann ekki einn og hann vissi að þær voru hjá honum í anda og hann sofnaði vært þegar stundin var komin. Ég og synir mínir þökkum Sig- fúsi Hallgrímssyni langa og góða samfylgd. Megi góður Guð veita Jönu frænku, Önnu, Sveini og fjöl- skyldu þeirra styrk og huggun á þessari erfíðu stundu. Kristjana H. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.