Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Utanríkismálanefnd Alþingis: Viðurkenning á sjálf stæði Króatíu rædd Hugsanlegt að flutt verði þingsálykt- unartillaga um viðurkenningu Kaupmáttur kvenna í fískvinnslu jókst um 7% Dagvinnulaun með bónus í fiskvinnu að meðaltali 78 þúsund kr. á mánuði KAUPMATTUR launa kvenna sem starfa í fiskvinnslu jókst um 7% á einu ári frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til fyrsta ársfjórðungs í ár, að því er fram kemur í greinargerð Gylfa Arinbjarnarsonar, hag- fræðings hjá Kjararannsóknanefnd, sem lögð er fram á þingi Verka- mannasambands íslands, yfir tímakaup og kaupmátt á þjóðarsáttar- timabilinu. Kaupmáttur karla í fiskvinnu jókst einnig en ekki eins mikið og kvennanna, eða um 5,7%. í utanríkismálanefnd Al- þingis hefur komið til umræðu að nefndin flytji tillögu til Lögreglustöð í Grafarvogi LÖGREGLU STÖÐ verður opnuð í Grafarvogshverfi í næsta mán- uði. Lögreglustöðin verður staðsett í húsi Gunnlaugsbúðar við Hverafold. Þar munu starfa þrír lögreglumenn, þar af_ einn rannsóknarlögreglu- maður. Stöðin verður opin að degi til og einnig þegar ástæða þykir til á kvöldin og um helgar. Auk venjulegs eftirlits og um- ferðareftirlits er, að sögn Omars Smára Ármannssonar aðstoðaryfír- lögregluþjóns, ætlunin að vinna í . nánu samstarfi við íbúasamtök, skóla og aðrar stofnanir í hverfinu að forvörnum og úrbótum í þeim málum sem talin eru brýnust í hverfinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn mun annast rannsókn þeirra mála sem koma upp í hverfinu og flýta þannig væntanlega framgangi þeirra en sú skipan hefur nýlega verið tekin upp í lögregiustöðinni í Breiðholti og þótt gefast vel. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur fengju 46,2% atkvæða ef kosið væri nú, samkvæmt skoð- anakönnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Islands hefur gert fyrir Morgunblaðið. I könn- uninni segjast 51,2% svarenda andvígir ríkisstjórninni, 35,5% hlynntir og 13,3% hlutlausir. Samkvæmt könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkur stuðnings 35,1% Málavextir voru þeir að tveir félagar lögðu af stað upp á Kaldadal á sunnudagsmorgun og voru þeir á tveimur jeppum. Þeir lögðu öðrum jeppanum skammt frá veginum en fóru upp í hlíðar Oksins á hinum. Síðan skildu leiðir, þeir höfðu ákveðið að hitt- ast við bílinn um kl. 16. Síðan halda þeir til veiða en fá lítið. Þegar á daginn líður dregur þingsályktunar um að ísland viðurkenni sjálfstæði Króatíu. Málið var á dagskrá utanríkis- málanefndar á fundi í gær, en engin ákvörðun var tekin, enda fór mestur tími nefndarmanna í umræður um EES-samning- ana. „Utanríkisráðherra Króata, sem var hér um daginn, lagði auðvitað áherzlu á að komið yrði á stjórn- málasambandi. En þó taldi hann viðunandi að það væri bara viður- kenning á sjálfstæðinu,” sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég mælti með því á fundi fyrir viku. Þá gerði ég að tillögu minni að við gerðum einhvers konar ályktun og viðurkenndum sjálfstæoi þeirra. Þá voru ekki greidd at- kvæði, menn voru ekki tilbúnir.” Utanríkismálanefnd mun halda fund í dag. Vilji nefndin koma til móts við beiðni Króata um að Is- lendingar viðurkenni sjálfstæði ríkisins, getur hún annað hvort ályktað um málið sérstaklega eða flutt tillögu til þingsályktunar, sem borin yrði undir atkvæði á þingfundi. Aherzla er lögð á að ná samstöðu um málið í nefnd- inni, að sögn Eyjólfs Konráðs. kjósenda en fékk 38,6% í kosningun- um í vor. Alþýðuflokkur fær 11,1% nú en fékk 15,5% í kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta all- ir við sig, Alþýðubandalagið mest. Flokkurinn hlaut 14,4% fylgi í kosn- ingunum en fær nú 19,5%. Kvenna- listi fer úr 8,3% í kosningunum í 11,4% nú. Framsóknarflokkurinn hafði 18,9% fylgi í þingkosningunum ogbætirvið sig3,3%, fær nú 22,2%. Sjá miðopiiu þoku niður í Okið og skyggni verður aðeins fáeinir metrar. Annar mannanna kemur niður á tilsettum tíma en finnur þá hvorki bílinn sinn né félaga sinn. Eftir að hafa leitað að félaganum árangurslaust í nokkra stund heldur hann að bílnum sem þeir skildu eftir niður við Kaldadals- veg og kemur síðan beiðni til lögreglu um að hafin verði leit Tímakaup kvenna í fiskvinnu hækkaði um 4,2% og rýrnaði því kaupmáttur þess um 1,6% miðað við hækkun framfærsluvísitölu á sama tímabili, sem var 5,9%. Bón- ushlutfallið jókst hins vegar veru- lega á síðasta ári eða úr 100 krón- um á klukkustund í 137 krónur. Hreint tímakaup með bónus hækk- aði því um 13,3% á þessu tímabili. Miðað við 1. október höfðu konur að meðaltali 78 þúsund krónur í greitt dagvinnukaup á mánuði og að félaga sínum sem hann taldi týndan. Sá „týndi” hafði hins vegar komið niður á undan fé- laga sínum og tekið bílinn og farið að leita að honum. Hann var síðan að leita þar til björgun- arleiðangurinn fann hann á akstri uppi í ijallinu. Var hann stöðvaður og honum tilkynnt að hann væri fundinn og að félagi hans hefði aldrei týnst. Um Kaldadalsveg er ófært fyrir fólksbíla og þæfingsfæri fyrir jeppa. Snjórinn er mestur á veg- inum enda hann niðurgrafinn troðningur víðast hvar. 90 þúsund í heildartekjur á mánuði. Hreint tímakaup karla í fisk- vinnu hækkaði um 7,2% og jókst kaupmáttur þess um 1,2%. Bónus- inn hækkaði úr 89 krónum á vinnu- stund að meðaltali 4 113 krónur og hreint tímakaup með bónus hækkaði því um 12% á þessu tíma- bili og kaupmátturinn um 5,7%. Dagvinnulaun með bónus hjá körl- um í fiskvinnu voru 78 þúsund krónur að meðaltali, þau sömu og hjá konum, og heildartekjurnar um 99 þúsund krónur á mánuði. Hreint tímakaup í hafnarvinnu hefur hækkað um 5,4% fyrrgreint tímabil og kaupmáttur seig því aðeins. Hreint tímakaup með bónus hefur hins vegar lækkað um 1% sama tímabil, en bónusgreiðslur í hafnarvinnu virðast taka miklum sveiflum milli ára og ársfjórðunga að því er fram kemur í greinargerð- inni. Hafnarverkamenn hafa 78 þúsund í greitt dagvinnukaup á mánuði og um 120 þúsund í heild- armánaðartekjur. Hreint tímakaup í byggingar- vinnu hækkaði um 10,8% á tímabil- inu. Hreint tímakaup með bónus hækkaði um 10,3%. Kaupmáttur launa byggingarverkamanna jókst því um 4% á tímabilinu. Greitt dag- vinnukaup var 66 þúsund krónur á mánuði en heildartekjurnar voru um 90 þúsund krónur. Hreint tímakaup fyrir ræstingar með og án bónus hækkaði um 11,4% frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til íyrsta ársfjórðungs 1991. Kaup- máttur jókst því um 5%. Greitt dagvinnukaup var um 61 þúsund krónur og heildarmánaðartekjur um 80 þúsund krónur. Sjá einnig fréttir um Verka- mannasambandsþing bls. 20. Sleg'ist með hnefunum og stólimum FJÖLDASLAGSMÁL brut- ust út á veitingahúsinu Café Jensen í Mjóddinni í Breið- holti Iaust eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Slagsmálin upphófust þeg- ar maður tapaði fyrir öðr- um í sjómanni og brást við með því að kýla sigurvegar- ann kaldan. Þegar lögreglan kom á stað- inn voru slagsmálin yfirstaðin en nok'krir lágu sárir eftir. Alls voru fjórir fluttir til aðhlynn- ingar á slysadeild en þrír menn á þrítugsaldri sem taldir eru upphafsmenn átakanna voru farnir af staðnum. Þeirra á meðal var sá sem tapaði í sjómanninum en hinir höfðu barist við hlið hans. Einn þremenninganna var handtek- inn síðar um nóttina er hann kom á slysadeild til að fá gert að sárum sínum. Að sögn sjónarvotta voru átökin hörð. Meðal annars hafði einn hinna fjögurra, sem fluttir voru á slysadeildina, verið bar- inn með stól í hnakkann. Stóll- inn brotnaði en eftir því sem best er vitað beið maðurinn ekki varanlegan skaða af högg- inu. Talsverðar skemmdir urðu á innanstokksmunum veitinga- staðarins. SkoðanakönnunFélagsvísindastofnunar: Meirihlutinn er í and- stöðu við ríkisstjórnina Tvær rjúpnaskyttur í villum og misskilningi á Oki: Hvor taldi hinn týndan Lögreglan í Borgarnesi og hluti björgnnarsveitarinnar Oks í Borgarfirði voru kölluð út á sunnudagskvöld til að leita að rjúpnaskytt u sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Skytt- an fannst undir miðnætti á akstri uppi í hlíðum Oksins og var þá að leita að félaga sínum sem hann hélt að væri týndur. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.