Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 241. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ukraínumenn ætla að stofna eigin her Moskvu. Reuter. ÞING Ukraínu, næst auðugasta lýðveldis Sovétríkjanna, samþykkti í gær lög, sem gera Ukraínumönnum kleift að stofna eigin her. Þar með tók það nýtt skref í átt til fulls sjálfstæðis lýðveldisins, en nokkrum klukkustundum áður hafði Míkhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétrikjanna, og leiðtogar annarra sovétlýðvelda sagt að þeir gætu ekki hugsað sér Sovétríkin án Úkraínu. „Framvindu_ sögunnar verður ekki breytt. Úkraínumenn munu stofna eigin her,” sagði Konstantín Morozov, vamarmálaráðherra lýð- veldisins, í ræðu á þinginu. Úkra- ínsk stjórnvöld tilkynntu skömmu eftir að þingið lýsti yfir sjálfstæði lýðveldisins í kjölfar valdaránstil- raunar sovéskra harðlínukommún- ista í ágúst að þau hygðust stofna her. í lögunum, sem samþykkt voru í gær, er gert ráð fyrir 420.000 manna her og 30.000 manna þjóðvarðliði. „Við skulum vera alveg hrein- skilnir. Það er ekki hægt að hugsa sér Sovétríkin án Úkraínu,” sagði Míkhaíl Gorbatsjov. Hann og leið- togar átta sovétlýðvelda hafa skor- að á Úkraínumenn að vera áfram hluti af Sovétsambandinu. Úkraína er stærra en Frakkland, með 52 milljónir íbúa, og þar fer fram fjórðungur sovésku efnahagsstarf- seminnar. Reuter Fagnaðar- fundurmeð fjölskyldunni Jesse Turner, bandaríski gíslinn, sem mannræningjar í Líbanon slepptu í fyrradag, kom í gær til bandarískrar flugstöðvar í Þýska- landi og veifar hér til fólks, sem tók þar á móti honum. Til móts við hann komu kona hans og fjög- urra ára gömul dóttir en hana hefur Turner ekki séð fyrr. Fædd- ist hún nokkru eftir að honum var rænt í Beirut í janúar 1987. Turn- er leit vel út við komuna en vildi litlu svara spurningum um vistina hjá mannræningjunum eða hvort hann hefði hitt aðra gíslá. Turn- er, sem er 44 ára að aldri, er kvæntur líbanskri konu en hann kenndi áður stærðfræði og tölvu- vísindi við Beirútháskóla. Var honum og þremur öðrum starfs- bræðrum hans rænt á háskólalóð- inni en nú hafa þrírþeirra verið látnir lausir. Sá fjórði, Alann Ste- en, er enn í höndum mannræn- ingjanna, Heilags stríðs fyrir frelsun Palestínu. Reuter Kvikmynd um valdaránið í Moskvu Hafnar eru tökur á kvikmynd um fjölskyldu í Moskvu, sem klofnaði í afstöðu tii valda- ránstilraunar sovéskra harð- línukommúnista í ágúst. Þessi mynd var tekin við rússneska þinghúsið af sovéska leikaran- um Alexander Skorohod, sem fer með hlutverk Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í kvikmynd- Viðbrögð við niðurstöðu samningaviðræðna EB og EFTA í Lúxemborg: Ovíst hvort norska þing- ið staðfestir samninginn Svisslendingar telja EES skref í átt til samruna við EB Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbiaðsins. Lúxemborg, Stokkbólmi. „VIÐ erum-nú á fullri ferð inn í EB,” sagði Carl Bildt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, er ljóst var að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var í höfn. Svíþjóð og annað ríki í Fríversl- unarbandalagi Evrópu (EFTA), Austurríki, hafa þegar sótt um aðild að Evrópubandalaginu. Ut- anríkisráðherra Sviss, Rene Felber, sagði í gær að líta mætti á EES-samninginn sem skref í átt til „samruna við bandalagið” og nýjar skoðanakannanir þar í Norskir sjómenn ósáttir við samninginn um EES Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR sjómenn eru óánægðir með samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og þeim finnst sem þeir sérstaklega hafi orðið að gjalda hans dýru verði. Una þeir illa auknum þorskkvóta fiski- skipa frá Evrópubandalaginu í norskri landhelgi en prisa sig þó sæla með, að EB fær ekki að fjárfesta í norskum sjávarútvegi. Samtök sjómanna víða í Noregi sig þannig inn á miðin. hafa mótmælt EES-samningnum og eru þau einkum óánægð með, að EB-ríkin skuli hafa fengið 16.300 tonna þorskkvóta við Nor- eg. Að vísu fá Norðmenn á móti aukinn kvóta í efnahagslögsögu EB en það virðist skipta minna máli. „Við eigum engan fisk af- lögu fyrir EB,” segja norsku sjó- mennirnir en lýsa um leið ánægju með, að EB-ríkin fá ekki að fjár- festa í sjávarútveginum og kaupa „Við höfum fengið allt of lítið fyrir það, sem við létum af hendi,” segir Einar Hepsö, formaður Norges Fiskarlag, hagsmunasam- taka sjávarútvegsins, og hann var einkum ósáttur við, að ekki skyldi nást tollalækkun á síld, laxi, rækju, makríl, mjöli og lýsi. „Það var gengið til þessara samninga með það fyrir augum að ná fullu tollfrelsi fyrir norskar sjávaraf- urðir en mér sýnist sem sumir tollanna hafi jafnvel hækkað,” sagði Hepsö og gaf í skyn, að samtökin beittu sér fyrir nýjum mótmælum gegn samningnum. Oddrunn Pettersen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, er ánægð með EES-samninginn og hún leggur áherslu á, að ekki sé um kvótaafsal að ræða, heldur kvóta- samstarf við EB. Þegar hún skýrði frá samningnum á fundi með frammámönnum í fiskiðnaði hóf hún mál sitt með þessum orðum: „Þetta er stór dagur fyrir norskan sjávarútveg. EES-samningurinn boðar bjartsýni og uppgang í hin- um dreifðu byggðum.” landi sýna meirihlutastuðning við aðild að EB. Gro Harlém Brundtland, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna auka bjartsýni um framtíð norskra atvinnuvega en óljóst er hvort nauðsynlegur meirihluti næst um samninginn á Stórþinginu. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, sem hefur forystu EB á hendi fram til áramóta, sagði á mánudag að viðræður gætu hafist á næsta ári við Austurríkismenn og Svía, ári fyrr en ætlað var, og er nú talið koma til greina að þessi ríki geti gengið í Evrópubandalagið þegar árið 1995. Umræður um EB-aðild hafa einnig verið ofarlega á baugi í Finn- landi og Noregi að undanförnu. „Við vonum að niðurstaðan geri Finnum og Norðmönnum auðveld- ara að taka af skarið,” sagði Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra Dana, sem eru eina Norður- landaþjóðin í EB. Formaður stjórn- arandstöðuflokks finnskra jafnað- armanna, Pertti Pasio, sagði að Finnar ættu að sækja um aðild að EB sem allra fyrst. Esko Aho for- sætisráðherra sagði nýlega að Finn- land gæti ef til vill tekið afstöðu til málsins snemma á næsta ári. Ráðamenn í mörgum EFTA- löndum töldu að samningurinn myndi hleypa nýjum krafti í efna- hagslíf- landanna. „EES-samning- urinn ... veldur því að ástæða er nú til bjartsýni í norskum fram- leiðslufyrirtækjum og búast má við auknum fjárfestingum í landinu,” sagði Gro Harlem Brundtland. „Tekið er tillit til norskra hagsmuna í samningnum.” Brundtland býr sig undir harða baráttu á Stórþinginu þar sem hún ætlar að leggja allt að veði fyrir því, að hinn sögulegi samningur um EES verði samþykktur. Það eru þingmenn Kristilega þjóðarflokks- ins, sem allt veltur á, en segi 12 þeirra nei er samningurinn fallinn og stjórnarkreppa skollin á. Vonbrigði norsku samninga- mannanna í júní snerust í gær upp í fögnuð en vegna þess að brennt barn forðast eldinn létu þeir kampa- vínið kyrrt liggja. Það var hins veg- ar tekið á móti Eldrid Nordbö við- skiptaráðherra og Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra með blóm- um við komuna til Oslóar og tals- menn iðnaðarins og flestra greina atvinnulífsins segjast bjartsýnir á framvinduna. Aftur á móti er mikil óánægja meðal bænda og sjó- manna. Hægriflokkurinn lýsti í gær yfir fullum stuðningi við EES-samning- inn en framfaraflokksmenn ætla að skoða hann aðeins nánar. Eins og við var búist eru Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn andvígir samningnum en mestur áhugi er á afstöðu Kristilega þjóðar- flokksins. 1 gær voru frammámenn hans þöglir sem gröfin en Káre Gjönnes, þingflokksformaður kristi- legra, hefur sagt, að það muni valda þingmönnum flokksins erfiðleikum sé þessi samningur lakari þeim, sem rætt var um í júní. Sjá fréttir á bls. 16-23, 5 B og 7 B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.