Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 Dómur í Avöxtunarmálinu: Eigendur Avöxtunar dæmd- ir í 2 og 2 Vi árs fangelsi Mennirnir sýknaðir af hluta ákæruliða - Lögg. endurskoðandi og framkvæmdastj óri Kjötmiðstöðvar sýknaðir af ákærum ÁRMANN Reynisson og Pétur Björnsson, eigendur og fyrrum fram- kvæmdasljórar Ávöxtunar sf., voru í gær dæmdir í 2 og 2 Vi árs óskil- orðsbundið fangelsi í sakadómi Reykjavíkur fyrir stórfelld auðgunar- brot og fjársvik. Pétur hlaut þyngri dóminn, en í niðurstöðu dómsins kemur fram að þær fjárhæðir scm hann er sakfelldur fyrir að fara ólöglega með jafngildi um 75 milljónum króna að núvirði. Hann var einnig sviptur leyfi til verðbréfamiðlunar ævilangt. Ármann Reynis- son, sem fékk 2 ára fangelsi,_ var dæmdur fyrir brot sem varða um 60 milljónir króna. Pétur og Ármann voru einnig sýknaðir af ýmsum ákæruliðum. Þeim er gert að greiða 7/12 hluta sakarkostnaðar en 5/12 hlutar eru felldir á ríkissjóð. Tveir menn, sem einnig voru ákærðir í málinu, Reynir Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi, og Hrafn Bach- mann, fyrrum framkvæmdastjóri Kjötmiðstöðvarinnar, voru sýknaðir af því sem þeim var gefið að sök. Reynir Ragnarsson var sýknaður af ákærum um brot á lögúm um löggilta endurskoðendur á þeim for- sendum að sök væri fyrnd þar sem rannsóknarlögreglustjóri eða lög- lærður fulltrúi hans hefðu yfirheyrt hann og því ekki rofið fyrningar- frest með lögformlegum hætti. Verjendur og ákæruvald hafa tekið sér frest til að taka afstöðu til áfrýjunar. Hrafn Bachmann var ásamt Pétri og Ármanni sýknaður af því að hafa leynt kaupendur Veitinga- mannsins hf., deildar úr Kjötmið- stöðinni, því að Iausafé sem þeim var selt var háð eignarréttarfyrir- vara samkvæmt kaupleigusamn- ingi. Auglýsingar brutu gegn lögum og ákvörðun saksóknara um að höfða ekki mál var bindandi Meðal þess sem Pétur og Ármann voru sakfelldir fyrir var að hafa gerst brotlegir við lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti með auglýsingum um starfsemi sína sem telja verði að hafi verið failnar til að hvetja fólk til viðskipta við fyrirtækið. í auglýsingunum var gengi svokall- aðra ávöxtunarbréfa meðal annars auglýst með fjórum aukastöfum, auk þess sem notuð voru slagorð eins og: „Örugg ávöxtun á óörugg- um tímum.” í niðurstöðum dómsins er það taiið hafa verið bindandi fyrir ákæruvaldið þegar ríkissaksóknari ákvað að höfða ekki refsimál gegn Ávöxtunarmönnum á grundvelli VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 23. OKTOBER YFIRLIT: Skammt vestur af írlandi er 1.037 mb hæð en milli Jan Mayen og Grænlands er vaxandi 1.005 mb lægð á leið austnorð- austur. Við Hvarf er vaxandi 995 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt. Stinningskaidi eða allhvasst með súld eða rigningú suðvestan- og vestanlands, en hægara og úr- komulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Sunnan- og suðvest- an- átt, víða hvöss sunnan- og vestanlands en mun hægari um austanvert landið. Sunnan- og vestanlands verður rigning eða slydda en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 3 stig. Svarsími Veðurstofu islands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt Lettskyjað Hálfskýjað Skýjað Aiskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J Q Hrtastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —J- Skafrenningur. j""<^ Þrumuveður VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að fsl. tíma Akureyri Reykjavik hftí 11 7 veöur skýjað skýjað Bergen 8 Helsinki 4 Kaupmannahöfn 10 Narssarssuaq 6 Nuuk 0 Ósló 6 Stokkhólmur 7 Þórshöfn 9 skýjað skúr skýjað rigning snjókoma léttskýjað skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Giasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 19 13 14 9 14 11 8 8 10 11 19 10 11 18 15 9 11 21 22 14 6 8 4 léttskýjað skýjað léttskýjað iéttskýjað alskýjað hálfskýjað hálfskýjað mistur skýjað skýjað alskýjað skýjað heiðskírt hálfskýjað iéttskýjað skýjað léttskýjað mistur vantar skýjað skýjað hálfskýjað heiðskfrt skýjað rannsóknar sem fram fór á starf- semi Ávöxtunar árið 1986. Vegna bréfs sem ríkissaksóknari skrifaði til að gera grein fyrir þeirri ákvörð- un var lið ákærunnar sem fjallaði um brot gegn iögum um sparisjóði á árunum 1983-1986 vísað frá. Meðal annarra ákæruliða sem Pétur og Ármann voru sýknaðir fyrir voru skilasvik og fjárdráttur gagnvart Hughönnun hf. og ákæra um bókhaldsóreiðu í rekstri Ávöxt- unar. í öðrum kafla ákærunnar segir að ársreikningur Ávöxtunar fyrir árið 1987 hafí gefíð mjög ranga mynd af stöðu sameignarfélagsins enda hafí skuldir umfram eignir í reynd verið að minnsta kosti 40 milljónir króna en ekki fjórar millj- ónir króna, eins og fram kom í reikningnum. Hins vegar er talið ósannað að þeir Pétur og Ármann ásamt Reyni hafí af ásetningi og í blekkingarskyni rangfært ársreikn- inginn og því eru þeir sýknaðir af ákæru fyrir brot á hegningarlögum. Einnig voru þeir sýknaðir í þessum kafla ákæru um brot gegn lögum um bókhald með sjálfri gerð árs- reikningsins. Sök fyrnd þar sem löglærðir starfsmenn RLR önnuðust ekkirannsókn í þeim kafla ákærunnar þar sem Pétri, Ármanni og Reyni var gefíð að sök að hafa gerst brotlegir í tengslum við reikningsskil Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar hf. árið 1987 er ekki talið sannað gegn neitun hinna ákærðu að þeir hafí beinlínis vísvitandi gert ársreikning Verð- bréfasjóðsins villandi og eru þeir -sýknaðir af ákæru um brot á 151. grein laga um hlutafélög, þar sem gert er ráð fyrir hertum ásetningi. Um áritun Reynis á þennan árs- reikning eins og á þann í 2. kafla er gerðar fjölmargar athugasemdir um hvernig að verki var staðið en vegna þess að brot vörðuðu aðeins sektum og fyrntust því á tveimur árum og fyrningarfrestur hafði ekki rofnað þar sem rannsóknarlögregl- ustjóri eða löglærður fulltrúi hans höfðu ekki rannsókn málsins með höndum, segir að sýkna beri Reyni af þessum ákærum. Þeir Pétur og Ármann voru svo sakfelldir fyrir flest þeirra ákæru- atriða sem fjölluðu um fyrirgreiðslu úr sjóðum Ávöxtunar í þágu fyrir- tækja sem þeir sjálfir áttu að hluta eða öllu leyti og í ýmsum þeirra ákæruliða voru þéir taldir hafa gengið í berhögg við fyrirmæli og óskir stjómarformanns sjóðsins. Ólíkindalegar skýringar Þá var Ármann Reynisson talinn hafa gerst sekur um skilasvik með því að láta fjarlægja málverk af heimili sínu á þeim tíma þegar hon- um, að mati dómsins, gat ekki dul- ist að gjaldþrot vofði yfír honum. Skýringar þær sem Ármann hafði gefíð á því að hann lét fjarlægja málverkin segir dómurinn hafa ver- ið með ólíkindablæ og er þeim hafn- Eg gerði það eina sem hægt var að gera -segir önnur rjúpnaskyttan á Oki ANNAR mannanna, sem sagt var frá í frétt Morgunblaðsins í gær um Húpnaskyttur í villum, segir að rangt hafi verið farið með staðreyndir málsins í fréttinni. Að sögn mannsins voru hann og félagi hans í sumarbústöðum í Hvít- ársíðu í Borgarfírði og ákváðu að fara saman upp í Ok til þess að skjóta rjúpu. Fóru þeir á sitt hvorum jeppanum, en þar sem jeppi manns- ins var ekki eins vel búinn og jeppi félaga hans skildi hann farartæki sitt eftlr við Kaldadalsveginn og fóru þeir því upp í Okið á jeppa félagans. „Leiðin upp var erfíð yfírferðar og því vorum við ekki komnir fyrr en um kl. 11.30. Við ákváðum að ganga í sitt hvoru lagi upp á hæð- ina og ætluðum svo að hittast þar. Þegar ég kom upp sá ég ekki til hans og eftir að hafa beðið um stund sá ég að þetta væri ekki skyn- samlegt því að þama var þokuslæð- ingur og hálfgerð slydda. Ég heyrði skot og fór þá að svipast um eftir félagá mínum en fann hann ekki, svo að ég gekk aftur að bílnum hans, sem við höfðum komið á upp í fjallið. Ég var kominn þangað um klukkan þijú.” Maðurinn segist hafa beðið við bílinn þar til um kl. 17, er hann fór að svipast um eftir félaga sínum. Eftir að hafa heyrt fleiri skot ákvað hann að setja bílinn í gang og kveikti öll ljós. „Ég fór svo að skjóta í von um að hann heyrði það, en allt kom fyrir ekki. Eftir að hafa beðið þama frá klukkan þrjú til átta var ég viss um að eitthvað hefði gerst og lagði af stað til að sækja hjálp.” Maðurinn segir ferðina niður hafa gengið illa m.a. vegna myrk- urs, og það tók hann á þriðju klukkustund að komast að Kalda> dalsvegi. Á leið sinni að bílnum, sem skilinn var eftir við veginn, mætti hann lögreglu sem tilkynnti honum að félagi hans væri kominn að bfln- um. Hann hafði þá villst og gengið alla leið niður að veginum og haft samband við ættingja í sumarbú- stöðunum, sem svo höfðu samband við lögreglu. „Það er af og frá að ég hafí far- ið á bílnum til að leita félaga míns. Ég kveikti ljósin, enda sáu björjgun- arsveitarmennirnir ljósin. Maður fer ekki frá félaga sínum fyrr en allt þrýtur. Ég gerði það eina sem hægt var að gera. Svona frásögn eins og var í blaðinu í gær er niðurlægandi fyrir allar ijúpnaskyttur,” sagði maðurinn að lokum. Alþjóðleg sjónvarps- verðlaun afhent hér Sjónvarpsverðlaunin Prix Europa verða afhent í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleik- húsinu 5. nóvember næstkomandi. Evrópuverðlaunin, sem fyrst voru afhent 1987, veita Framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins, Evrópu- ráðið, Evrópuþingið, Menningarmál- astofnun Evrópu og sjónvarpsstöðin Sender Freies í Berlín, en Reykjavík- urborg og Ríkisútvarpið eru gestgjaf- ar verðlaunahátíðarinnar í ár. Tvær dómnefndir skipaðar fulltrú- um 10 sjónvarpsstöðva, velja úr 84 sjónvarpsmyndum frá 60 sjónvarps- stöðum í 25 Evrópulöndum. Dóm- nefndirnar koma til Reykjavíkur 26. október til að velja Yerðlaunaniynd- irnar. Sjónvarpsefnið skiptist í rúm- lega 50 heimildarmyndir og um 30 leiknar sjónvarpsmyndir. Framlag Sjónvarpsins að þessu sinni er nor- ræna sjónvarpsóperan Vikivaki sem er byggð á sögu Gunnars Gunnars- sonar við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Sjónvarpað verður beint frá verð- launaafhendingunni í Borgarleikhús- inu 5. nóvember nk. og listamennim- ir sem þar koma fram eru allir ís-' lenskir. Fulltrúar Framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, Evróp- uráðsins, Evrópuþingsins, Menning- armálastofnunar Evrópu og Sender Freies í Berlín verða viðstaddir verð- launaafhendinguna, auk fulltrúa borgarstjórnar Berlínar og héraðs- stjórnar Katalóníu á Spáni sem sá um verðlaunahátíðina 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.