Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 5 að. í þeim kafla dómsins sem fjallar um ákvörðun refsingar segir að með dómi þessum séu Pétur og Armann sakfelldir fyrir afar stór- felld og umfangsmikil auðgunar- brot sem meðal annars hafi bitnað á sparifé margra einstaklinga. Fjár- svik þau sem Pétri var refsað fyrir nema um 15 miiljónum að núvirði en fjársvik Ármanns um 60 milljón- um að núvirði, að mati dómsins. Refsing Péturs Björnssonar var talin hæfileg 2 'h árs óskilorðsbund- ið fangelsi og var þá tekið tillit til I þess að hann leitaðist við að skýra greiðlega frá atvikum málsins í skýrslum. Refsing Ármanns var talin hæfileg 2 ára óskiiorðsbundið fangelsi. Pétri og Ármanni var gert að greiða óskipt 7/12 hluta sakar- kostnaðar en ríkissjóður greiði 5/12 hluta. Þá var Pétri gert að greiða - Skarphéðni Þórissyni veijanda sín- um _550 þúsund í málsvarnarlaun og Ármanni var gert að greiða veij- anda sínum, Hilmari Ingimundar- syni, 550 þúsund. Ríkissjóður gi-eiði Sigurði G. Guðjónssyni veijanda Reynis Ragnarssonar 450 þúsund krónur og Jóni Magnússyni, veij- | anda Hrafns Bachmann, 120 þús- und krónur í málsvarnarlaun. Dóminn kváðu upp Pétur Guð- geirsson sakadómari, dómsformað- ur, og sérfróðir meðdómsmenn hans; löggiltu endurskoðendurnir | Sigurður Pálsson og Sigurður Stef- ánsson. ► ► Borgarafund- * ur um EES Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra hefur boðað til al- menns borgarafundar í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 23. okt- óber kl. 20.30 þar sem hann mun kynna samninginn um evrópskt efnahagssvæði. -----«-H----- Hraðfrystihús Eskifjarðar; Hlutafé boðið s út í fyrsta sinn HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur boðið út 30 milljónir í j nýju hlutafé en hlutabréfin verða ekki seld á almennum markaði. Magnús Bjarnason framkvæmda- | stjóri Hraðrystihússins sagði að með útboðinu væri ætlunin að styrkja eig- infjárstöðuna. Fyrirspumir hafi bor- ist en sala væri nýhafin og því ekki vitað hvernig viðtökur yrðu. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sein hlutabréf í fyrirtækinu væru til sölu. Hlutafé þess er rúm- lega 151 millj. kr. Nýju bréfrn verða seld á genginu 2,5 sem þýðir að selj- ist þau öll fær fyrirtækið 75 milljón- ir. Magnús sagðist búast við að ýms- ir sjóðir hefðu áhuga á bréfunum. ------------------ Nýr vara- slökkvisljóri BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Jón Viðar Matthíasson bygg- ingaverkfræðing í stöðu vara- slökkviliðsstjóra, frá 1. desember. Fjórir sóttu um stöðuna. Jón hefur unnið að sérverkefnum á slökkvistöðinni frá 1. júlí. Hann er sérmenntaður í brunavörnum og hefur starfað í Svíþjóð undanfarin ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verjendurnir Hilmar Ingimundarson, Jón Magnússon og Skarphéðinn Þórisson ganga úr sakadómi eftir að hafa hlýtt á dómsuppkvaðningu. „Norrænt dagsverk” að hefjast; Mikil þátttaka og skortur á störfum - segir Kristinn H. Einarsson hjá Iðnnemasambandi íslands „ÞÁTTTAKA nemenda í þessu átaki er svo mikil að okkur skoi-tir nú fjölda starfa,” segir Kristinn H. Einarsson hjá Iðnnemasamband- inu, en hann er einn af forsvarsmönnum söfnunarátaksins „Nor- rænt dagsverk” sem hefst á morgun, fimmtudag. Átakið er í því fólgið að nemendur í 13 framhalds- og fjölbrautaskólum víða um land vinna almenn störf í einn dag og gefa afrakstur vinnu sinnar til átaksins. „Norrænt dagsverk” er skipu- lagt af framhaldsskólanemendum á öllum Norðurlöndunum og er ætlað að styrkja jafnaldra þeirra í Brasilíu til náms. Kristinn segir að þátttakan nú skipti þúsundum nemenda og liggi yfirleitt á bilinu 50-100% af nemendum þeirra skóla sem þátt taka. Hins vegar séu störfin sem boðist hafa aðeins um 500 enn sem komið-er. „Þetta eru allskonar störf, naglahreinsun, gluggaþvottur, sölumennska og heimilisaðstoð svo dæmi séu tek- in,” segir Kristinn. „Og það má benda fólki á að ef það þarf að láta vinna einhver viðvik á heimil- um sínum, eða bara þvo fjölskyldu- bílinn, er ágætt að það hafi sam- band við okkur.” Jafnframt því að safna fé er annar aðaltilgangur átaksins að auk fræðslu um þróunarmál og er Brasilía þar í brennidepli. Kirkju- hjálparstofnanir taka þátt í átakinu og sjá um að koma fjármununum áleiðis. Kristinn vill hvetja alla þá sem gætu iiýtt sér starfskrafta framhaldsskólanema í einn dag að hafa samband við Iðnnemasam- bandið eða Hjálparstofnun kirkj- unnar. ‘ í‘I IJADDADTÍSKAN > " v HERRAFATNAÐUR ásamt okkar vandaða dömufatnaði Við seljum nú fallegan herrafatnað frá 4 You á góðu verði. Má þar nefna peysur, buxur, skyrtur, jakkaföt og frakka. Seljum einnig hinn vandaða dömufatnað frá MISS BRITT. Verið velkomin 2.980.- kr 4.980.-kr rjABEADTKKAN Bæjarhrauni 20 Hafnarfirði Sími 65 32 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.