Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 7
7 , ■; ••.•u/ðu,m&wmsmnivmi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 Kirkiubing sett í gær: Fleira stuðlar að velferð en það sem talið er í krónum * + - segir biskup Islands herra Olafur Skúlason TUTTUGASTA og annað kirkjuþing var sett í Bústaðakirkju í gær. Eftir guðsþjónustu setti biskup Islands herra Ólafur Skúlason þing- ið og las einnig upp bréf frá kirkjumálaráðherra Þorsteini Páls- syni, þar sem hann bað fyrir kveðju til kirkjuþingmanna. Kirkjuþingið hófst með guðsþjón- ustu í Bústaðakirkju þar sem séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup, ásamt séra Karli Sigurbjömssyni, predikaði og þjónaði fyrir altari. Í setningarræðu sinni, skýrði biskup frá málefnaskrá kirkju- þingsins. Nefndi hann m.a. í því sambandi mikla aukningu sjálfsvíga ungmenna og sagði stuðning við homstein hvers þjóðfélags vera fjöl- skylduna og heimilið og sagði að bent yrði á hvernig stemma mætti stigu við þessum flótta frá lífí. Minntist hann á fjölbreytta þjónustu kirkjunnar, m.a. nýja fjölskyldu- stofnun, þar sem fólk gæti leitað til starfsmanna stofnunarinnar og fengið upplýsingar. Sagði hann að fjallað yrði um velferð mannnsins og hvernig kirkj- an gæti lagt fram hjálparhönd. Fleira stuðlaði að velferð heldur en það sem í krónum væri talið. Reisn og virðingu fyrir manninum hafi vantað í þá neikvæðu krónuumfjöll- un sem átt hafi sér stað. Herra Ólafur Skúlason, biskup Kvótamarkaðurinn: Akveðið að halda • einkauppboð á kvóta HILMAR Hilmarsson, eigandi Kvótamarkaðarins hf., hefur ákveðið að halda einkauppboð á aflakvótum þann 11. nóvember en í því felst að hans sögn að uppboðið verður lokað fyrir öðrum en þeim sem boðið er sérstaklega að taka þátt Hilmar sagði í samtali við Morg- unblaðið að eftir að í Ijós kom að ekki væri heimilt að standa fyrir opinberu kvótauppboði hér á landi hefði lögfræðingur hans kannað málið rækilega. „Við höfum skoðað allskonar möguleika og höfum kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sé löglegt að halda einkauppboð. Mun- urinn er aðeins sá að hugsanlegir í því. bjóðendur verða boðnir sérstaklega á uppboðið og öðrum verður ekki leyft að vera viðstaddir. Fyrsta uppboðið verður haldið mánudaginn 11. nóvember á Hótel Sögu og ætl- um við síðan að halda uppboð á hálfsmánaðarfresti. Ef magnið eykst munum við láta uppboðin fara fram vikulega,” sagði Hilmar. # sagði tregðu ríkisvaldsins að standa við gerða samninga um skil á hlut- deild safnaða og kirkjugarða í sköttum vera sár v.onbrigði. Samn- ingar hefðu gleymst og aðeins hluti þess §ár, sem kirkjunni bæri, skil- aði sér. „Við fögnuðum banda- mönnum í stríðinu harða í fyrra og væntum hins sama í ár. En svo hefur því miður ekki orðið, enda þótt vel vitum við, að það sama sem í fyrra bar auðkennið þjófnaður og var kallaður stuldur, er nákvæm- lega hið sama í ár.” Sagði hann það mikil vonbrigði að sjá þær breytingar sem orðið geti á mönnum þegar þeir sjá mál- in ekki lengur úr þingsölum við Austurvöll heldur frá stjórnarráði. Auk þess sagði biskup það vera sorglegt að framlag ríkisins til kirkjusmíði sé nú skorið niður í eina milljón króna. Jafnframt sagði hann að kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefði sýnt það í verki að hann kynni að meta störf kirkjunn- ar og framlag hennar til farsældar einstaklinga. Biskup bauð síðan nýjan vígslu- biskup, séra Bolla Gústavsson á Hólum, velkominn, bæði til veglegs embættis.og á Kirkjuþing. Að lokum las biskup bréf frá Þorsteiní Pálssyni, kirkjumálaráð- herra, þar sem hann sagðist ekki hafa getað mætt vegna mikilvægra erinda erlendis. Hann sendi þing- gestum kveðjur sínar og vonaðist til að geta tekið þátt í kirkjuþinginu síðar í vikunni. Kirkjuþingið stendur fram til fimmtudags 31. október. Morgunblaðið/Arni Sæberg Biskup Islands herra Olafur Skúlason ávarpar þinggesti við setningu Kirkjuþings. Landhelgisgæslan: Ekkert hefur enn spurst til seglskútunnar Nakka LANDHELGISGÆSLAN hefur óskað eftir því við björgunar- stöðvar víðs vegar við Atlants- haf að þær svipist um eftir skút- unni Nakka við reglubundnar eftirlitsferðir. Enn hefur ekkert frést af ferðum skútunnar. Einn Islendingur er um borð í skútunni, Bergþór Hávarðsson, og nú er talið að hann hafi lagt upp frá Flórída á leið sinni til Islands nokkru síðar en fyrst var talið, eða á bilinu 8.-10. september. Landhelgisgæslan telur ekki enn tímabært að hefja leit, þar sem margir óvissuþættir eru um ferðir Nakka, eins og t.d. hvenær skútan lagði úr höfn í Flórída. Bergþór áætlaði að vera 40 daga á leiðinni og hafði hann vistir til 60 daga. ------------- Borgarráð: Ný slökkvistöð við Tungnháls BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á nýju húsnæði fyrir slökkvistöð við Tunguháls 13. Það er Kjörís hf. sem er eigandi hússins og er kaupverðið 39,5 millj- ónir króna. I Þetta tilbo stendur aðeins i nokkra _ cfagcr sævarhöfda 2 Œc 674848 í húsi Ingvars Helgasonar ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.