Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 13 * Islensk píanótónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Það verður að teljast merkilegt hversu íslensk tónskáld hafa lagt litla rækt við píanóið sem miðil hugmynda sinna og hafa menn velt því fyrir sér, hvort þær miklu bókmenntir, sem til eru fyrir það hljóðfæri, hafi verið eins konar ógnarfæling. Þeir sem leituðu til íslenska þjóðlagsins fundu þar fyrir tónlist sem er hrein söngtón- list, þ.e. lög að öllu leiti rúin ein- kennum hljóðfæranotkunar og þykir mörgum það vera líkleg skýring á því, hversu önug þjóð- lögin hafa verið mörgum tón- skáldum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson átti tvö fyrstu viðfangsefnin á tónleik- um þeim er Örn Magnússon hélt í Gerðubergi sl. sunnudag og þar er leitað á náðir þeirrar söng- menntar sem Sveinbjörn þekkti til. Idylle og Vikivaki eru byggð á alþýðulögum, sem að vísu eru ekki íslensk að uppruna og klæddi þau í búning rómantískra hug- mynda. Þetta er falleg, látlaus og hugþekk tónlist, sem Örn lék af þokka. Páll Isólfsson samdi nokkur píanólög og af sem gefin voru út sem op.5 og af þeim lék Örn þrjú. Þetta eru á margan hátt vel gerð tónlist og „píanis- tísk”, sem að stíl vísar til þess tíma er Páll nam tónlist í Þýska- landi og þá var nýjast í tónsmíð- um. Síðastur frumkvöðlanna var Jón Leifs en eftir hann lék Öm fjögur píanólög op.2. Jón notar íslensk þjóðlög á sama hátt og Svéinbjörn en reynir ekki að klæða þau erlendum flíkum, held- ur fínna þeim búning, sem hann skynjar vera útfærslu á eðli þjóðlaganna. Hann hafnar að mestu hefðbundu kerfí hljóm- og Örn Magnússon raddskipunar og nær að magna upp forneskjuleg blæbrigði, sem enn í dag vekja undrun og vitna um frumleika þess stórbrotna list- amanns. Þrjú fyrstu lögin eru feikilega áhrifamikil en það síð- asta, lagið Hani, krummi, hundur ,svín (og fi. lög), er eins konar uppgjöf gagnvart hefðbundinni hljómskipan og stendur á skakk við fýrri lögin, hvað snertir frum- leika í útfærslu. Örn lék lög Jóns mjög vel og sama má segja um öll viðfangs- efnin, að leikur hans í heild var sérlega vandaður og vel til hans lagt í undirbúningi öllum. Yngri tónskáldin leita ekki í smiðju þjóð- lagsins, heldur í þær hugmyndir, sem eru ráðandi í síminnkandi tónheimi nútímans, þar sem fræðileg skilgreining á tónskipan og fagurfræði leitar samræmis við þá tækniþróun, sem gert hef- ur jörðina minni og minni en fært sýnina út frá henni sífellt nær. Margir merkja fyrringu í þessum ört stækkandi sjóndeild- arhring en aðrir spá, að þar sé að fínna lausn fyrir mannkynið, þó það þurfí að yfírgefa uppsogið hratið af jörðinni. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að kalla nýju tónverkin frumieg, miklu fremur bergmál að utan, eru sum þeirra ágætlega gerð og trú samtíma sínum. Kveðja eftir Mist Þorkelsdóttur er fallegt verk og Hilmar Þórðarson, sem nefnir verk sitt Ó, gula undraveröld, hefur ýmislegt að segja í sér- kennilegum blæbrigðum. Til- brigði eftir Hróðmar Sigurbjörns- son minna nokkuð á Boulez, að því leyti til að tilbrigðin öll eru unnin útfrá miðju hljóðborðsins og með veikum hljómi í upphafí, er stækkar að styrk og tónsviði upp til hæstu og lægstu tóna hljóðfærisins. Hans tilbrigði, en svo kallar Þorkell Sigurbjörnsson tilbrigða- verk sitt, er ágætlega samið en að formi til skyldara hefðbundn- um tilbrigðum en verk Hróðmars. Síðast á tónleikunum voru 5 prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Prelúdíurnar eru sam- bland af „minimalisma” og „agr- essívri áreitislist”, er birtist ýmist í sterkum, áreitnislegum, síendur- teknum tónum eða veikum og flöktandi tónhendingum, sem byggðar eru á mjög einföldu tón- ferli í einni og sömu tóntegund- inni. Ýmislegt í þessum verkum heldur athygli hlustandans, eins og t.d. í annari prelúdíunni, sem er alls ekki auðvelt í leik og var útfærsla Arnar Magnússonar mjög vel unnin og sannfærandi. Tónleikamir í heild gefa nokkuð góða hugmynd um stöðu píanó- tónlistar í dag og auk þess að Örn hefur leikið þessi verk inn á geisladisk, hyggur hann á tón- leikaferð til Japan. Örn hefur bæði vandað val sitt og var leikur hans gæddur sterkri tilfinningu fyrir stíl og innihaldi verkanna. //' /rv^ /s/s ifsési feáfa /auýi á nýýawi <x^ Arið 1830 höfðu uppfinningamenn- imir Gumey, Hancock o. fl. sýnt fram á yfirburði gufubíls- ins yfir gömlu hest- vagnana. Rekstar- kostnaður gufubílsins var lægri en hestvagn- anna. Margt hefur breyst, en þó ekki allt. í dag eru menn að vinna að því að gera bílinn enn betri og spameytnari. Þetta á ekki síst við um framleiðendur Honda bflanna sem bjóða það besta í hönnun og glæsileika á viðráðanlegu verði. 7r?//i ffyffs'jfrs' J?/. . . Zif/sráfr/rrsi Í/srý/nsi/ S. HHjjjjjjjjBHjjH Díselrafstöð á Húsavík: Gjaldskrá- inbýður uppá þetta - segir rekstr- arstjóri Lands- virkjunar DÍSELRAFSTÖÐ Húsvíkinga veldur mönnum hjá Landsvirkj- un ekki miklum áhyggjum. Rekstrarstjórinn segir ekkert við því að gera þó einhver byggðalög noti díselrafstöðvar til fram- leiðslu rafmagns á annatímum og hann á ekki von á að gjald- skránni verði breytt vegna þessa. Guðmundur Helgason rekstrar- stóri hjá Landsvirkjun sagði að þar á bæ hefðu menn ekki miklar áhyggjur af því þó einhverjir ætluðu að nota díselrafstöðvar til að lækka orkuverð. „Ég á ekki von á að þetta verði almennt. Þetta er fyrst og fremst til að keyra niður toppinn, en ekki kílóvattsstundirnar. Þó kíló- vattsstundin sé dýrari yfir vetrar- mánuðina þá er hún talsvert ódýr- ari en olían,” sagði Guðmundur. Hann sagði að við þessu væri ekkert að segja, viðkomandi veitur tækju vissa áhættu með þessu en þeim væri heimilt að nota díselraf- stöðvar. „Gjaldskráin býður uppá þetta og þá er sjálfsagt að menn notfæri sér það, ef þeir telja sig græða eitthvað á því,” sagði Guð- mundur og sagðist ekki eiga von á að gjaldskránni yrði breytt vegna þessa. Víglundur Þorsteinsson veitu- stjóri á Húsavík sagði ógjörning að bera saman verð á milli ára en hann telur Húsvíkinga spara um 6% með því að nota díselrafstðð á annatímum í vetur. ifi gera heimilið glæsilegt . Ert þú að leita að vönduðum innihurðum? Þá bjóðum við hjá TS einar vönduðustu fulninga- -hurðirnar á markaðnum. Innihurðir í miklu úrvali. Massívar grenihurðir frá kr. 17.800,- Spónlagðar hurðir frá kr. 14.300,- TS húsgögn og hurúir, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544. cJícutda Qiuic IrfiXfUStAa Jhyia oesúí 1 .OUO.OOO. w ...... * * ' ■ 'jMtv » • », » • » »v •» • • V ■m >1 ri .................. . .. Jfo+tda Gíuic SfiecicU v&uí j/iá hi. 9SO.OOO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.