Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 Ronald H. Coase nóbels- verðlaunahafi í hagfræði eftír Hannes Hólm- stein Gissurarson Það kom mér nokkuð á óvart, að sænska hagfræðinganefndin, sem úthlutar árlega nóbelsverð- launum í hagfræði, skyldi nú veita þau Ronald Coase, prófessor í Chicago-háskóla og gömlum læri- sveini Friðriks von Hayeks. Þetta er síður en svo vegna þess, að ég telji Coase illa að verðlaununum kominn: Hann á þau svo sannarlega skilið. Astæðan tii undrunar minnar er sú, að Coase hefur ekki stundað þá hagfræði, sem nú er helst í tísku í vestrænum háskólum, en hún er aðallega fólgin í leik að stærðfræði- jöfnum og hámörkunargröfum á töflur án nokkurra tengsla við líf- rænan veruleika viðskipta og stjórnmála. Slíka leiki kallar Coase innantóma töfluspeki og gagnrýnir harðlega. Sjálfur hefur hann miklu meiri áhuga á því, hvernig lifandi fólk er líklegt til að hegða sér við ólíkar leikreglur. Hann stundar í raun og veru stjórnmálahagfræði (e. political economy) að gömlum sið — eins og þeir Adam Smith, Karl Marx og Friðrik von Hayek. Coase hefur ekki skrifað þykkar bækur eða birt margar tæknilegar greinar. Eftir hann liggja hins veg- ar nokkrar ritgerðir, sem skerpa mjög skilning okkar á eðli og lög- málum mannlegra viðskipta. At- hyglisverðasta grein Coases er lík- lega „Kenningin um utanaðkom- andi kostnað” („The Problem of Sociai Cost”). Þar gagmýnir hann áhrifamikla greiningu enska hag- fræðingsins Artúrs Pigous á utan- aðkomandi kostnaði — það er kostn- aði, sem leggst á menn vegna verka eða viðskipta annarra. Sígilt dæmi um slíkan kostnað er, þegar við- skipti sápuframleiðenda og sápu- kaupenda valda því, að bergvatnsá við hlið sápuverksmiðjunnar meng- ast með þeim afleiðingum, að menn geta ekki lengur veitt þar lax. (Tvö íslensk dæmi um utanaðkomandi kostnað gætu verið, þegar viðskipti loðdýraræktenda og loðkápukaup- enda leiða til þess, að minkar valda sauðfjárbændum búsifjum, og þeg- ar viðskipti framleiðenda og kaup- enda kísilgúrs við Mývatn valda náttúruunnendum hugarangri.) Pigou taldi greiningu sína á utan- aðkomandi kostnaði leiða í ljós, að fijáls markaður fengi ekki ráðið við ýmis verkefni. Þau yrði þess vegna að leysa með ríkisforsjá. Til dæmis kynni að þurfa að leggja mengunar- skatt á mengunarvalda, svo að þeir stilltu mengun sinni í hóf, tækju tillit til þess kostnaðar, sem þeir legðu á annað fólk. Coase var hon- um ósammála. Hann taldi, að sú staðreynd, að markaðsviðskipti leiddu ekki ætíð til bestu hugsan- legu niðurstöðu, fæli ekki sjálfkrafa í sér, að ríkisafskipti leiddu til betri niðurstöðu. Annar kostur væri oft til. Hann væri sá að skilgreina skýr- ar réttindi og skyldur einstaklinga, sérstaklega eignaréttindi, svo að þeir gætu leyst úr málum með við- skiptum sín á milli án opinberrar íhlutunar. Þannig gæti viðskipta- kostnaður lækkað, en hann hefði einmitt oft verið þrándur í götu þess, að menn hefðu leyst úr málum með ftjálsum viðskiptum. Ekki þyrfti skynsamlega stjórn, heidur skynsamlegt skipulag. Viðskiptakostnaður gegnir lykil- hlutverki í kenningu Coases: Því iægri sem hann er, því líklegra er, að menn geti leyst úr málum með frjálsum viðskiptum sín á milli. Til dæmis kunna vandræði vegna mengunar sápuverksmiðju í berg- vatnsá að stafa af því, að enginn skilgreindur eigandi er að ánni, svo að hún getur ekki verið markaðs- vara. Ef eignaréttindi eru þar hins vegar skilgreind, geta menn samið sín á milli um það, hvernig eigi að nota ána, og þá flyst hún í hag- kvæmustu notkun sína í fijálsum viðskiptum, ef svo má segja. Astæð- an til þess, að harðar deilur standa nú um notkun Mývatns, er til dæm- is sú, að enginn skýr eigandi er að vatninu. Ef ákvæði eru skýr um skaðabótaskyldu loðdýraræktenda við sauðfjárbændur, þá leysa þeir líka úr málum sín á milli, hugsan- lega með aðstoð dómstóla, en ríkið þarf þar hvergi að koma nærri. Svo má lengi telja. Ef leikreglur eru skýrar, þá geta menn samið sín á milli um mál inni á leikvellinum og ríkið þarf þá ekki að taka þátt í sjálfum leiknum, eins og Pigou hugsaði sér, heldur aðeins að sinna störfum dómara og línuvarða. Sjálfur hef ég reynt að beita hugmyndum Coases á íslenskan veruleika í tveimur ritum. í Fjölm- iðlum nútímans benti ég á það, að ríkið þarf í rauninni ekki að hafa víðtækari afskipti af ljósvakamiðl- um en prentmiðlum. Það er rétt, sem ríkisafskiptasinnar segja, að Ronald H. Coase „Yiðskiptakostnaður gegnir lykilhlutverki í kenningu Coases: Því lægri sem hann er, því líklegra er, að menn geti leyst úr málum með frjálsum viðskipt- um sín á milli.” rásir ljósvakans eru takmarkaðar. En gera má þær að markaðsvöru, skilgreina eigendur að þeim, og þá geta þær gengið kaupum og sölum á fijálsum markaði. Þá leysir málið sig sjálft, ef svo má segja. Þess má geta, að Coase hefur sjálfur skrifað nokkuð um þetta mál. í bókinni Fiskistofnunum við Island: Þjóðareign eða ríkiseign? benti ég síðan á það, að vanda fiskveiðanna, sem er, að of margir togarar hafa verið að eltast við of fáa þorska, má leysa með því að mynda eigna- réttindi á veiðiheimildum. Þá mun sókn í fiskistofna sjálfkrafa komast niður í hagkvæmasta hámark í fijálsum viðskiptum, þar eð hag- sýnni útgerðarmennirnir kaupa smám saman út hina óhagsýnni. Ég hygg á hinn bóginn, að tillögur nokkurra íslenskra hagfræðinga um auðlindaskatt eða uppboð á veiðileyfum séu í ætt við greiningu Pigous og þá töfluspeki, sem Coase gagnrýnir harðlega. Eftir að Coase birti hina frægu ritgerð sína um utanaðkomandi kostnað, hefur sjónarhorn margra fræðimanna breyst. Nú spyija þeir ekki lengur: Hvernig getur ríkið stuðlað að því, að hagkvæmni náist á tilteknu sviði með tollum, sköttum og öðrum opinberum afskiptum? Þeir spyija þess í stað: Hvernig getur ríkið stuðlað að því með skil- greiningu eignaréttinda og ein- staklingsbundinnar ábyrgðar, að einstaklingar geti sjálfir leyst úr málum með fijálsum viðskiptum? Einn íslenskur fræðimaður, dr. Þrá- inn Eggertsson prófessor, hefur lært margt af Coase, eins og sést af fróðlegri bók hans „Economic Behavior and Institutions”. Þess má að lokum geta, að Ronald Coase er eindreginn fijálshyggjumaður og félagi í Mont Pélerin-samtökunum, sem þeir Friðrik von Hayek, Milton Friedman og George Stigler stofn- uðu árið 1947, en þar hittast fijáls- lyndir fræðimenn og athafnamenn úr öllum heimshornum til skrafs og ráðagerða. Coase er þó umfram allt vísindamaður og hefur alla tíð dvalið inni í fílabeinsturni fræð- anna. Ég hygg, að líkja megi kenn- ingu Coases við stækkunargler. Hún breytir ekki veruleikanum, en hún gerir okkur kleift að sjá hann skýrar, greina aðalatriði frá auka- atriðum. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þorskurinn og þjóðarbúið Brást ríkisbúskapurinn í þjóðarsáttinni? ATVINNA fólks og afkoma, eignir þess og samfélagsins og sjálft velferðarkerfið, sem mjög er rætt um þessar mundir, er allt sótt í sjávardjúp, í fiskistofna í íslandsálum, a.m.k. að lang stærstum hluta. Þær eru ófáar atvinnugreinarnar, sem ekki skarast við sjávarútveginn með einum eða öðrum hætti. Sjávarvörur hafa og gefið nálægt þrjár krónur af hverjum fjórum í útflutningstekj- um okkar. Og það fer ekkert á milli mála að þorskurinn er þunga- vigtarfyrirbæri í þjóðarbúskap okkar. Þegar sá guli á undir högg að sækja í lífríki sjávar harðnar á dalnum hjá íslendingum. Þá dýpka efnahagslægðirnar. Þorskur dreginn á lani Tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflahár og raunverulegur afli 1984 til 1í Raunverulegur afli 1984 ’85 '86 ’87 '88 ’89 ’90 ’91 '92 '93 ’94 Við höfum löngum tekið mun meir úr þorskstofninum en tillögur Hafrannsóknarstofnunar hafa staðið til. Það, ásamt aðstæðum í lífríki sjávar, hefur rýrt stofninn. Margir slakir þorskárgangar í röð rýra fyrirsjáanlega skiptahlutinn á þjóðarskútunni næstu misserin og árin. Taflan, sem sýnir tillögur Hafrannsóknastofnun- ar og raunverulegan afla 1984-1994, er unnin upp úr heimildum Hafrannsóknarstofnunar. I - Átta til tíu milljarða verðmætatap Það dylst engum, sem læs er á viðblasandi veruleika í þjóðarbú- skapnum, að þrennt veldur öðru fremur hagstjórnarvanda okkar, vandanum í atvinnu- og efnahags- lífí: * 1) erfið rekstrarstaða atvinnu- veganna. * 2) hallinn í ríkisbúskapnum. * 3) hallinn í viðskiptum við út- lönd. Það gerir síðan illt verra að útflutningstekjur verða átta til tíu milljörðum króna minni á nýbyij- uðu kvótaári en því síðasta, vegna beinna og óbeinna áhrifa fyrirséðs aflasamdráttar. Samdrátturinn er metinn svo í fréttabréfí VSÍ, Af vettvangi: „Þetta svarar til um 150.000 króna á hveija fjögurra manna fjölskyldu og segir til um, hversu draga verður saman innkaup er- lendis frá ef ekki á enn að auka skuldsetningu þjóðarbúsins.” I - Samdrátturinn síast út í samfélagið Aflasamdráttur, sem skertar veiðiheimildir standa til, segir að sjálfsögðu fyrst til sín í sjávaút- veginum. Þar var þó ekki á bæt- andi erfíða rekstrarstöðu; flest fyrirtæki illa skuldsett vegna langvarandi taprekstrar. Áhrifín munu og fljótlega síast út í atvinn- ulífíð í heild, enda munar um minna í hinu íslenzka sjávarút- vegssamfélagi en að aflaverðmæti rýrni milli fímmtungs og fjórð- ungs á nýbyijuðu kvótaári miðað við árið 1987. Og enn skal vitnað til frétta- bréfsins Af vettvangi sem sér af- leiðingar aflasamdráttar sem hér segir: „Mörg þeirra [fyrirtæki í sjáv- arútvegi] munu ekki standast afla- og tekjusamdrátt og starfs- menn, lánadrottnar, viðskipta- menn, sveitarfélög og ríki verða fyrir tjóni. Þótt störfum í sjávarút- vegi muni tæpast fækka í réttu hlutfalli við aflasamdráttinn er áætlað, að 1.500 störf tapizt þar á næsta ári. Þessa mun aftur gæta í öðrum greinum atvinnulífs- ins af tvöföldum þunga, svo sam- dráttur atvinnu gæti numið allt að 5.000 störfum.” Þetta er ekki björguleg framtíð- arsýn, ef eftir gengur. Lunginn af umsvifum í samfélaginu tengist veiðum og vinnslu með einhveij- um hætti. Ekki bætir úr skák ef áldraumurinn á Keilisnesi rætizt ver eða síðar en vonir stóðu til. III - Skuldir ríkisins jukust um 264% 1985-89 Þjóðarsáttin var mikilvæg varnaraðgerð, sem þrýsti verð- bólgu niður og skapaði nokkurn stöðugleika í efnahagslífinu, laun- um og verðlagi. „Öll megin- markmið síðustu samninga hafa náðst utan eitt,” segir formaður VSÍ. „Það er stjórn peningamála og ríkisfjármála sem brást gjör- samlega. Notkun hins opinbera á lansfé [vegna hallans í ríkisbú- skapum og þenslunnar í húsbréfa- kerfinu] hefur leitt til hærri raun- vaxta en við höfum nokkurn tíma fyrr kynnst í þessu landi og eru þeir hærri en nokkur þáttur ís- lenzks atvinnulífs getur staðið undir. Þessu verður að breyta og það fljótt.” Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings 1989 segja hreint út að skuldir ríkissjóða hafí hækkað um 140,7 milljarða króna eða um 264% að raunvirði á árunum 1985-89. „Meginskýringin áþess- ari gríðarlegu skuldaaukningu er efalaust uppsafnaður ríkissjóðs- halli að meðtöldum skuldbinding- um sem ekki hafa áður verið færð- ar í ríkisreikning”. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður VMSI, segir nýlega í viðtali við Þjóðviljann: „Ef við náum ríkisútgjöldum ekki niður munu vextir verða háir, ef ekki hækka. Slíkt ástand tætir þá upp heimilin og sprengir upp fyrir- tæki.” „Hið opinbera verður að láta af þeirri iðju sinni að stækka sinn hlut í efnahagslífinu og þrengja stöðugt að framleiðslufyrirtækj- unum í landinu,” segir formaður VSÍ. Hvernig skal við brugðizt? Skiptar skoðanir eru um það, hvern veg við skuli brugðizt. Flestir eru þó sammála um að nauðsynlegt sé að viðurkenna við- blasandi veruleika, minnkandi þjóðartekjur og opinberar skuldir, og skera niður útgjöld til sam- ræmis við hann. í því efni verður ríkið að ganga á undan með góðu eftir- dæmi, enda er samansafn- aður hallinn á ríkisbúskapnum og þenslan í húsnæðislánakerfinu eitt erfíðasta vandamálið. Ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar verða að fylgja fram aðhaldsstefnu. Það er meginmál að tryggja stöðugleika í verðlagi og launum og ná igður opinberum útgjöldum. Hin leiðin, gamla gengislækk- unar- og verðbólguleiðin, það er að semja um fleiri en verulega smærri krónur að kaupmætti, bætir engra hag, en skekkir sam- keppnisstöðu atvinnuveganna og ýtir undir atvinnuleysi. Leiðin út úr efnahagsvandan- um liggur um jöfnuð í ríkisfjár- málum (minni lánsfjáreftir- spurn/lægri vexti). Sem og að búa íslenzkum atvinnuvegum hlið- stæða rekstrar- og sarnkeppnis- stöðu og atvinnuvegum í öðrum V-Evrópuríkjum. Og með því að breyta orkunni í fallvötnum okkar í störf, verðmæti og lífskjör. Þorskurinn verður eftir sem áður kjölfestan í sjávarútveginum og sjávarútvegurinn kjölfestan í þjóðarbúskapnum. Keppikeflið er, að nytjastofnar geti náð þeirri stærð, sem aðstæður í lífríki sjáv- ar leyfa, og gefí þann veg há- marksarð 4 þjóðarbúskapinn. Þar þarf ekki sízt að huga að þorskin- um, sem þyngst vegur í lífskjörum landsmanna og velferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.