Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 17 Eðvaldsdóttir Áskelf Másson: Brahms: Dvorák: Hljómsveitarstjóri Steingrímur Hermannsson: Snýst ekki gegn samn- ingunum af því ég er í stjórnar- andstöðu STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins telur ávinninginn sem felst í að- gangi sjávarafurða að Evrópu- markaðinum vera meiri en hann hefði þorað að vona. „Við settum okkur það markmið að það yrði fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir okkar, en þessi árangur er samt sem áður meiri en menn höfðu búist við,” sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið um samninga þá sem tókust í Lúxem- borg í fyrrinótt um Evrópskt efnahagssvæði. „Það er hárrétt hjá forsætisráð- herra að allir flokkarnir á Alþingi að Kvennalista undanskildum hafa komið að þessum samningum og undirbúningi þeirra. Ég snýst ekki gegn þessum samningum nú, bara vegna þess að ég er kominn í stjóm- arandstöðu. Það kemur ekki til mála,” sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist ekki telja yfirlýsingar samningamannanna í þá veru að allt hefði fengist fyrir ekkert, traustvekjandi. „Auðvitað er ég jafnglaðúr að þessi samninga- lota er búin og þeir. Hún hefur tek- ið allt of langan tíma. En við meg- um ekki halda að þessi samningur, hversu góður sem hann er, bjargi okkur í þeirri efnahagskreppu sem við nú erum í,” sagði formaður Framsóknarflokksins. Steingrímur segist eiga erfítt með að vera með heildarmat á EES-samningunum og tilgreinir þá sérstaklega landakaup, fólksflutn- inga til landsins. „Ég er óhress með dómstólinn og hefði viljað hafa hann öðru vísi skipaðan. Hvernig verður þessi eftirlitsstofnun skipuð? Hvernig verður þátttaka okkar í öllu þessu batteríi?” spurði Stein- grímur. Steingrímur sagði að sem betur fer hefði verið full samstaða bæði hjá r.úverandi stjórnarflokkum og fyrrverandi stjórnarflokkum um að fjárfesting í sjávarútvegi og frum- vinnslu sjávarafurða kæmi ekki til greina. „Ég er ánægður með að þau lög sem við fengum samþykkt þessa efnis í fyrra, halda í þessum samn- ingi,” sagði Steingrímur. „Svo lengi sem full samstaða er um það að fara ekki að gerast aðil- ar að Evrópubandalaginu, þá vil ég skoða þá samninga sem nú hafa tekist fullkomlega hleypidóma- laust,” sagði Steingrímur Her- mannsson. Ólafur Davíðsson: Aðkallandi að starfskjör atvinnulífsins verði löguð ÓLAFUR Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskrá iðnrekenda, segir að í ljósi samn- ingsins sé aðkallandi að starfs- kjör atvinnulífsins séu löguð. Til að fylgja samningnum eftir þurfi að lækka skatta fyrirtækja og fella niður aðstöðugjöld. „Við tejjum að með aðild að þess- um samningi eigi iðnaðurinn meiri möguleika en ella að mæta vaxandi samkeppni og að hann tryggi betur en ella að ýmis aðföng til iðnaðar muni lækka, hráefni og ýmis þjón- usta, eins og bankaþjónusta og tryggingaþjónusta. Við teljum einn- ig að þetta stuðli að lækkun vaxta þannig að þarna sé heilmikið sem muni skila sér í bættri stöðu iðnað- arins á næstu árum, sérstaklega ef stjórnvöld taka þetta sem tilefni til þess,” sagði Ólafur. Hann sagði að 1% aðstöðugjald af heildartekjum fyrirtækja væri séríslenskur skattur sem atvinnulíf í öðrum löndum þyrfti ekki að bera. „Þó ekki sé kveðið á um það í samn- ingunum að það eigi að samræma skatta þá teljum við að það hljóti að fylgja í kjölfarið að aðstöðugjald- ið verði lagt niður. Að gerðar verði breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og skatthlutfallið lækkað. Við telj- um að skattur á fyrirtæki sé viðast að verða í kringum 30% og um það hefur reyndar verið samið við álfyr- irtækin sem ætla að reisa hér ál- ver. Jafnframt vefði gerðar aðrar breytingar á tekjuskattlagningunni þannig að þetta þýði ekkert endi- lega verulegt tekjutap fyrir ríkið.” Hann sagði að þessar breytingar myndu tryggja að sömu viðskipta- hættir giltu hér og í viðskiptalönd- unum. Það skipti miklu máli þegar erlend fyrirtæki íhuguðu hugsan- lega fjárfestingu hér á landi sem væri okkur nauðsynlegt til að byggja upp atvinnulífið. „Við teljum það skipta mjög miklu máli fyrir iðnaðinn að ekki sé hægt að mismuna íslenskum vörum í viðskiptum. Það er líka mikill ávinningur að framleiðendur hér viti það að ef þeir framleiða vöru sem er gjaldgeng á markaði í einu landi á þessu svæði hafi þeir tryggingu fyrir því að sú vara er gjaldgeng á öllum mörkuðum. Hingað til hefur iðulega þifrft að leita sérstaklega eftir- viðurkenn- ingu á vöru í hveiju landi fyrir sig. Þá er gert ráð fyrir því að sömu samkeppnisreglur gildi á öllu svæð- inu. Við teljum einnig mikilvægt að íslensk fyrirtæki verða ekki beitt þvingunum af hálfu erlendra keppi- nauta sem bijóta í bága við það sem almennt gildir,” sagði Ólafur Dav- íðsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Mörg atriði samnings- ins óljós „ÉG á bágt með að tjá mig um samninginn, því einu upplýs- ingarnar sem ég hef eru úr fjöl- miðlum, þrátt fyrir að ég hafi setið fundi utanríkismálanefndar í dag og í gær. Það eru mörg atriði samningsins óljós, enda varðar hann ekki eingöngu toll- frelsi á sjávarafurðum, þó það sé mikilvægt,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvennalistans, sem sæti á í utan- rikismálanefnd þingsins, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ingibjörg Sólrún sagði að utan- ríkismálanefnd hefði ekki fengið neinar upplýsingar um efni samn- ingsins, umfram það sem væri í fjölmiðlum. Þó væri ljóst að megin- krafa Islendinga, um hindrunar- lausan aðgang að mörkuðum, hefði ekki náð fram að ganga. Hún sagði að auk þess sem skýra þyrfti hvern- ig tollfrelsi á sjávarafurðum í áföng- um yrði tryggt ætti eftir að koma í ljós hvernig ýmsir fyrirvarar ís- lendinga væru tryggðir. „Það eru ótal margir þættir sem þarf að skoða. Samkvæmt fréttum var fyr- irvari Islendinga um fjárfestingar útlendinga; í, isjávarútvegi sam- þykktur. Spánveijar gerðu kröfur um heimildir til slíkra fjárfestinga, en nú er sagt að þeir hafí fallið frá því. Ég veit ekki hvernig það er tryggt. Þá þarf að skýra betur það valdaframsal, sem felst óhjákvæmi- lega í samningnum. Hver verður réttur útlendinga til að fjárfesta i landi hér og hver verður hugsanleg- ur tilflutningur fólks til landsins?” Ingibjörg Sólrún sagði að hún væri óánægð með hversu litlar upp- lýsingar utanríkismálanefnd hefði fengið um efni samningsins. Það væri sífellt hamrað á þeim trúnaði, sem yrði að ríkja um öll plögg, sem nefndinni bærust. Hún hefði ekki enn séð neitt plagg varðandi evr- ópskt efnahagssvæði, sem ástæða væri til að hafa slíka leynd yfir, því fjölmiðlar vissu alltaf betur. Þetta væru forkastanleg vinnubrögð. Hún sagði að sér skildist að nú væru samningamenn á leiðinni til lands- ins með samninginn í farteskinu og ætluðu að kynna hann fyrir ríkis- stjóminni í dag, miðvikudag, en síð- an yrði hann kynntur utanríkis- málanefnd. Vilhjálmur Egilsson: Stóraukin samkeppni og byltingí fiskvinnslu „AÐGANGUR okkar fyrir sjáv- arafurðirnar mun þýða byltingu í íslenskri fiskvinnslu og verður líklega stærsta framjag til byggðastefnu á Islandi i mörg, mörg herrans ár. I öðru lagi hefur samningurinn þá þýðingu að samkeppnin stóreykst sem þýðir að vöruverð mun lækka og hafa í för með sér betri lífskjör af þeim ástæðum,” sagði Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður, framkvæmdasljóri Verslunar- ráðs íslands. Hann sagði að sam- kvæmt útreikningum sem EB hefði látið gera gæti samningur- inn leitt til 4-6% hækkunar á landsframleiðslu. „A sínum tíma voru gerðar skýrslur um ávinninginn af slíkum samningi hjá Evrópubandalaginu og þá var talað um að landsfram- leiðslan ykist um 4-6% á einhveijum tíma,” sagði Vilhjálmur. „Það er í raun ótrúlegt hve mik- ið náðist í gegn varðandi sjávarút- vegsmálin. Ég held að samningur- inn þýði tímamót í íslenskri físk- vinnslu sérstaklega og síðan fyrir allt efnahagslífið þar sem við göngum inn í þessar samskiptis- reglur og efnahagssamstarf Evr- ópuþjóðanna. Ég held að í auknum útflutningstekjum fyrir okkur muni samningurinn þýða milljarða. Þetta þýðir stóraukna samkeppni og auknar kröfur til íslenskra fyrir- tækja en einnig lægra vöruverð.” Kostnaður innlendra framleiðenda kæmi einnig til með að lækka vegna samkeppni í þjónustu og lækkun á aðföngum. Hann kvaðst sjá fyrir sér þróun sem astti sér stað á einhveijum árum. íslendingar yrðu einnig varir við aukna samkeppni á þjónustu- sviðinu, í flugmálum, tryggingum, bankaviðskiptum. Aðspurður um hvort samkeppni í bankaviðskiptum leiddi til lækkunar raunvaxta sagði Vilhjálmur: „Þegar fjármagnsflæð- ið er auðveldað eru líkur til þess að vextir hér verði í samhengi við það sem þeir eru annars staðar. Vaxtamunur milli landa minnkar eftir því sem erlend samkeppni er meiri og þetta er eitt af undirstöðu- atriðunum á samræmingu á efna- hagsstefnu þjóðanna,” sagði Vil- : hjálmur. : • i CRAFT of Sweden Gullfallegur sænskur vetrarfatnaður Heilir og tvískiptir gallar Verð st. 120 - 130 kr. 6.880,- " " 140 - 150 kr. 7.880,- " " 160- 170 kr. 8.880,- Sportfatnaður 100% vind- og vatnsþéttur Heilir og tviskiptir gallar Úlpur Pólarpeysur Gegnt Umferðamiðstöðinni sími 19800 og 13072

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.