Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 19 Utanríkismálanefnd gefin skýrsla Ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson gerðu utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir samkomulaginu þegar þeir komu til landsins í gær. Verbið svíkur engan, því nú um sinn bjóðum við ASKO þvottavélarnar, bæðí framhiabnar og topphlabnar, á sérstöku kynningarverði: ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding KR. 71.500 (67.920 stgr.) ASKO 11003 framhl. 900/1300 snún. KR. 79.900 (75.900 stgr.) ASKO 12003 framhl. 900/1300 snún. KR. 86.900 (82.550 stgr.) ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. KR. 105.200 (99.940 stgr.) ASKO 16003 topphl. 900/1300 snún. KR. 78.900 (74.950 stgr.) Góbir greiösluskilmálar: 5% staögreiösluafsláttur (sjá ab ofan) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT raðgreiöslur til allt að 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVÉLAR 5 CERÐIR iFOnix HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420 Hvaba kröfur gerir þú til nýrrar þvottavélar ? Helstu atriði samnings um evrópskt efnahagssvæði SAMNINGURINN um evrópskt efnahagssvæði byggir að mestu á reglugerðum og lögum Evrópubandalagsius, og með honum er verið að yfirfæra fjórfrelsið svonefnda, sem er grundvöllur sameiginlegs innri markaðar EB, yfir á sameiginlegt efnahagssvæði EB og EFTA- ríkjanna. í fjórfrelsinu felast frjáls vöruviðskipti, frjálsir fjármagns- flutningar, frjáls þjónustuviðskipti, og óhindraður atvinnu- og búsetu- réttur. Samningurinn á að taka gildi í ársbyrjun 1993. Hér á eftir verður stiklað á nokkrum helstu atriðum samningsins sem varða Islendinga. V ÖRU VIÐSKIPTI Hindrunarlaus viðskipti verða með hefðbundnar iðnaðai’vörur á efnahagssvæðinu. . Opinber útboð verða samræmd, þannig að allir á efnahagssvæðinu geta tekið þátt í þeim hvar sem er á svæðinu. Þá verða reglur um ríkisstyrki sam- ræmdar. Stærstur hluti sjávarafurða fær sömu stöðu og iðnaðarvörur. Þann- ig telur utanríkisráðuneytið, að 96,6% af sjávarafurðum Islendinga á markaði Evrópubandalagsins njóti þar tollfrelsis árið 1997. Island og Evrópubandalagið gera sérstakan samstarfssamn'ing um sjávarútveg. í honum felst m.a. að skipst verður á veiðiheimildum sem jafngilda 3000 tonnum af karfa. Þróunarsjóður verður stofnaður fyrir vanþróuð ríki í Evrópubanda- laginu, sem EFTA-ríkin greiða í 1,5 milljarða ECU næstu fimm ár, eða rúma 100 milljarða króna. Reiknað er að ísland þurfi að greiða að jafn- virði 67 milljóna króna árlega í sjóð- inn næstu fimm ár. íslendingar fallast á að leyfa inn- flutning á fimm tegundum afskor- inna blóma 4 mánuði á ári. Einnig verði innflutningur fijáls á nokkrum öðrum gróðurhúsavörum frá Suður-Evrópu, á meðan uppskeru- tími er ekki hér á landi. Að öðru leyti er ekki samið um tollfijálsarr aðgang með landbúnaðarvörur, og frívörulisti yfir iðnaðai’vörur úr landbúnaðarhráefnum, eins og Létt og Iaggott, Smjörvi og ís ýmiskon- ar, gildir ekki á íslandi eins og út- lit var þó fyrir í sumar. Það verður þó endurskoðað án skuldbindinga 1998. I samningnum er einnig svokall- að þróunarákvæði þar sem samn- ingsaðilar skuldbinda sig til að halda áfram samningaviðræðum um landbúnaðarvörur 'og stefna að fríverslun með þær. Heilbrigðiskröfur EB gilda ekki fyrir íslendinga, sem þýðir að ís- lendingar geta áfram bannað inn- flutning á hráu kjöti af dýrum, eggjum, og ýmsum lífrænum efnum af heilbirgðisástæðum. íslendingar fá áfram að leggja fjáröflunartolla á fjölmargar iðnað- arvörur sem ekki eru í samkeppni við innlenda framleiðslu, svo ríkis- sjóður verði ekki fyrir tekjutapi. Þessir tollar breytast þó í vörugjöld. Hefjist innlend framleiðsla á við- komandi vöru verða Islendingar að fella vörugjaldið niður. Ríki verða að falla frá ríkiseinok- un á ýmsum viðskiptum, ef hún hefur það í för með sér að aðilum sé mismunað. Þannig má nefna að einkaréttur áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi á framleiðslu og innflutn- ingi á áburði fellur niður eftir 5 ár. Hvað varðar einokun á áfengisinn- flutningi og sölu, hafa Norðurlöndin gert fyrirvara um að þar sé þessi einokun af félagslegum ástæðum. ÁTVR getur því áfram einokað sölu áfengis en má ekki mismuna inn- flytjendum eða kaupendum á neinn hátt. r FJÁRMAGNS- OG Þ J ÓNU STU VIÐSKIPTI Fjármagnsflutningar milli landa verða frjálsir og reglur um banka, verðbréfafyrirtæki og tryggingafé- lög verða samræmdar. Þessi fyrir- tæki geta sett upp útibú hvay sem er á efnahagssvæðinu, en ísland fær 2 ára aðlögunartíma vegna banka- og tryggingarstarfsemi. Fyrirtækjum og einstaklingum verður heimilt að fjárfesta eins og þörf krefur vegna atvinnurekstrar. Þó eru undanskyldar fjárfestingar í útgerð og frumfiskvinnslu á ís- landi. Þar er um ótímabundinn fyr- irvara að ræða sem ekki verður tekinn til endurskoðunar. Þá verður öll nýting orkuauðlinda íslands og sala orku áfVarn í höndum íslenska ríkisins og opinberra aðila nema íslensk stjórnvöld ákveði annað. Til stendur að koma í veg fyrir með lögum að útlendingar geti fjár- fest í fasteignum og jörðum hér á landi í ágóðaskyni, en slík lög myndu ekki ekki bijóta í bága við efnahagssvæðiðssamninginn. Þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir, að þau muni beita öryggisákvæði, sem er í samningnum og fella hluta hans úr gildi, verði röskun á fast- eigna- eða jarðeignamarkaði. ATVINNU OG BÚ SETURÉTTINDI Öllum þegnum efnahagssvæðins verður fijálst að leita sér að vinnu hvar sem er á svæðinu, hvort sem þeir eru launþegar eða sjálfs sín herrar, að vísu eru opinberir starfs- menn undanskyldir. Fólk hefur rétt til að fara á milli landa og leita að vinnu í 3 mánuði, og fær sjálfkrafa dvalarleyfi á meðan. Ef vinna fæst er dvalarleyfið sjálfkrafa framlengt um 5 ár, en annars fellur það úr gildi. Háskólapróf og starfsmenntun verða að mestu leýti viðurkennd milli landa, þannig að ekki er hægt að mismuna umsækjendum um at- vinnu eftir því hvaðan þeir hafa próf. Þó er hægt í sumum tilfellum að krefjasttungumálakunnáttu sem ekki er talin mismunun. Með samningnum fylgja sérstak- ar yfirlýsingar um að Islendingar, sem stundað hafi nám í þriðja landi njóti sömu réttinda og aðrir. Samn- ingsaðilar hafa skuldbundið sig til að greiða fyrir námsmönnum hvors annars þannig að þeir hafi sem jafn- astan rétt. Þetta gildir þó ekki um skólagjöld, þannig að íslenskir námsmenn gætu þurft að greiða hærri skólagjöld í öðrum löndum efnahagssvæðisins en heimamenn. Vegna þessa ftjálsa flæðis fólks, verður að breyta íslenskum lögum um eftirlit með útlendingum, og landamæraeftirlit með fólki verður einfaldað á efnahagssvæðinu. Islensk stjórnvöld hafa lýst því yfir, að varnaglaákvæði samnings- ins verði beitt ef horfur eru á rösk- un á atvinnuástandi í einstökum héröðum eða atvinnugreinum vegna aðsóknar erlends vinnuafls. Ekki er þó talin raunveruleg hætta á sklíku, og bent á reynsluna af sam- eiginlegum norrænum vinnumark- aði þar sem íslendingar hafa notað sér þessi réttindi á hinum Norður- löndunum í mun meiri mæli en út- lendingar hér. JAÐARMÁLEFNI í samningnum er samið um ýmis málefni sem ekki falla beint undir fjórfrelsið svonefnda. Þar má nefna menntamál, rannsóknir og þróunar- verkefni, neytendamál, umhverfis- mái, hollustuvernd, félagsmál og fleira. LAGA OG STOFNANAMÁLEFNI Til að stjórna efnahagssvæðinu verður sett upp nokkuð viðamikið stjórnkerfi. Sett verður á stofn EES-ráð þar sem sitja ráðherrar EFTA-ríkja og EB, og sjá um al- menna pólitíska stefnumótun. Einn- ig verður skipuð EES-nefnd þar sem situr framkvæmdastjórn EB og einn fulltrúi frá hvetju EFTA- ríki. Nefndin á að hafa yfirumsjón með rekstri svæðisins og tekur ákvarðanir um nýjar reglur eða breytingar á reglugerðum. Dómstóll fyrir efnahagssvæðið mun dæma í deilumálum sem koma upp milli samningsaðila um fram- kvæmd samningsins. Þar sitja fimm dómarar frá EB og þrír frá EFTA. Urskurðir dómstólsins hafa ekki lágagildi, en væntanlega yrði það túlkað sem samningsrof, fari ríki ekki eftir úrskurðinum. Sett verður á stofn eftirlitstofnun EFTA, sem hefur sambærilegt hlut- verk og framkvæmdastjórn EB, þ.e. að hafa eftirlit með að reglum, svo sem samkeppnisreglum, verði fylgt á efnahagssvæðinu. GSH. r Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Aö hún sé auöveld í notkun, hljóölát og falleg. Síðast en ekki síst, ab hún endist vel án sífelldra bilana, og ab varahluta- og vibgerðaþjónusta seljandans sé gób. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, jjví þab fást ekki vandabarí né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.