Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 SAMNINGUR UM EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Jacques Delors: Ríki sem vilja fulla aðild að EB öðlast góða reynslu í EES Lúxemborg. Reuter. JACQUES Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins (EB) sagði í Lúxemborg í gær, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) ætti eftir að verða gagn- legur EFTA-ríkjum sem þegar hefðu sótt um aðild að EB. Af EFTA-þjóðunum hafa Austur- ríkismenn og Svíar sótt um að- ild að EB. „Delors lítur á EES-samkomu- lagið sem mikilvæga reynsluaðild fyrir þau ríki sem æskja aðildar að EB,” sagði talsmaður hans í gær. Auk Austurríkismanna og Svía er almennt búist við því að Finnar sæki um EB-aðild þegar á næsta ári og Rene Felber, utanrík- isráðherra Sviss, sagði í gær að EES-samkomulagið væri skref í átt til fullrar aðildar Svisslendinga að Evrópubandalaginu. Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Delors Andriessen EB, sagði að meðal þeírra fyrstu sem kynnu að njóta góðs af því að EB- og EFTA-ríkin sameina krafta sína væru nýfijáls ríki Austur-Evrópu. Ruud Lubbers, utanríkisráð- herra Hollands, en Hollendingar fara með forystu í EB út árið, sagði í gær að EES-samkomulagið ætti að geta orðið til þess að flýta viðræðum um inngöngu Svía í EB um a.m.k. eitt ár. Gætu þær því hafist þegar á næsta ári. Reuter Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands og formaður EFTA-ráðsins, (t.v.) og Jean-Pasc- al Delamurez viðskiptaráðherra Sviss kampakátir á samningafundum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í Lúxemborg. Finnar taka ákvörðun um EB-aðild á næsta ári * Irland og Spánn: Lítil sem engin viðbrögð ennþá VIÐBROGÐ stjórnmálamanna við EES-samkomulaginu í þeim tveimur löndum, sem helst stóðu í vegi fyrir samkomulagi í sjávar- útvegsmálum, Irlandi og Spáni, voru lítil sem engin í gær. Er einn- ig almennt talið að helstu hagsmunaaðilar, t.d. í sjávarútvegi, muni ekki gefa út neinar yfirlýsingar fyrr en eftir nokkra daga. Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. PERTTI Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands og for- maður EFTA-ráðsins, sagðist í gær ekki vilja tengja afstöðu Finna til EB-aðildar við samkomulagið um myndun Evrópska efnahags- svæðisins (EES). Salolainen og Paavo Vayrynen utanríkisráðlierra, sem sátu báðir samningafundina um EES í Lúxemborg, sögðu að nú stæði yfir gagnaöflun varðandi galla og kosti hugsanlegrar EB- aðildar Finna. Henni yrði lokið í næsta mánuði en ákvörðun um framhaldið yrði ekki tekin fyrr en á næsta ári. Aðalsamningamaður Spánverja kom fram í hádegisfréttum sjón- varps í gær og sagði Spánveija vissulega ekki hafa náð fram þeim kröfum varðandi sjávarútveg sem þeir hefðu sett fram í fyrstu. Við því hefði hins vegar varla verið að búast. Góður árangur hefði hins vegar náðst í t.d. landbúnaðarmál- STÆRSTA EB Belgía Bretland Danmörk Frakkland Grikkland Holland írland ftalía Lúxemborg Portúgal Spánn Þýskaland um og virtist aðalsamninga- maðurinn á heildina litið vera nokkuð ánægður. írskir stjómmálamenn voru einnig hlédrægir í gær og var lítið um yfírlýsingar af þeirra hálfu gagnvart EES. Hins vegar lýstu Utflutningssamtök írlands yfir ánægju sinni með samkomulagið. Vayrynen sagði við heimkomuna frá Lúxemborg í gær, að EES- samningurinn ætti að duga Finnum til frambúðar enda fæli hann í sér næstum fullkominn aðgang þeirra að stærsta markaðssvæði heims. í skjóli samningsins væri hægt að íhuga frekari skref og kanna nauð- syn inngöngu í Evrópubandalagið. Pertti Paasio fyrrum utanríkis- ráðherra og núverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar ítrekaði í gær þá skoðun sína og Jafnaðarmanna- flokksins, að næsta skref væri að fara að fordæmi Svía og austurrík- ismanna og sækja um aðild að EB. Timo Relander, framkvæmdastjóri sambands fyrirtækja í þungaiðnaði, tók í sama streng. Undanfarna daga hefur umræða um þjóðarsátt í launa- og kjaramál- um tröllriðið finnskum ijölmiðlum og því lítil sem engin umræða orðið um EES-málin. í gær létu hins vegar um 10.000 bændur til sín heyra er þeir efndu til mótmælafundar við þinghúsið í Helsinki. Mótmæltu þeir harkalega niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar- innar í landbúnaðarmálum og sögðu einróma nei við nánara viðskipta- og efnahagssamstarfi innan Evr- ópu. Stefna stjórnarinnar hefur ver- ið að draga úr ríkisstyrkjum til land- búnaðar. Bændur og samtök þeirra hafa haldið því fram að aðild að samevrópsku efnahagssvæði myndi ganga af finnskum landbúnaði dauðum. VIÐSKIPTABANDALAGIÐ EFTA Austurríki Finnland ísland Liechtenstein Noregur Sviss Svíþjóö £1 EB-lönd I FTA-lönd Svissneskir ráðherrar: EES aðeins skref í átt til EB-aðildar Ztírich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRIKIS- og viðskiptaráðherrar Sviss, Rene Felber og Jean-Pasc- al Delamuraz, sögðu í gær að samningurinn um evrópskt efnahags- svæði (EES) væri ekki fullkominu en bentu á uin leið að hann væri aðeins skref í átt að fullri aðild þjóðarinnar að Evrópubandalaginu (EB). Svissneska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki stefnt að aðild að EB en gerir það nú af orðum ráðherranna að dæma. Samanburöur á EB og EFTA-löndum íbúafjöldi Tekjur á hvern mann* Útflutningur Landsframleiösla 400 n T" 201 20,. 81 1 c 'O EFTA EB Heimild: Opinberar EB og EFTA-lölur .1 II EFTA 'Leiörétt til neyslugetu EB EFTA til EB EB tii EFTA ÍS ■2 ■§ .1 EFTA EB REUTER MJJ.’tiLkkitkitttíi EES-samningurinn mun aðeins taka gildi í Sviss ef þjóðin samþykk- ir samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún verður haldin á næsta ári. Ráðherrar þjóðarínnar sættu sig við hann eftir að deilur um ferð- ir flutningabíla um Alpafjöll voru farsæliega leystar. Þeir fengu kröf- um sínum um fullan þátt í ákvarð- anatökum um efnahagssvæðið hins vegar ekki framgengt og Delam- uraz harmar það en huggar sig við að samningurinn er aðeins millispor á leiðinni inn í EB. Þjóðarflokkurinn (SVP) er sá eini af stjórnarflokkunum fjórum sem hefur tekið afstöðu gegn EES og aðild að EB. Talsmaður flokksins sagði í gær að afstaða flokksins nú væri jafnvel harðari en áður þar sem ráðherrarnir kalla EES skref í átt að aðild að EB. Jafnaðarmannaflokkurinn (SP), er eini stjórnarflokkurinn sem hefur tekið afstöðu með aðild Sviss að EB. Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Ftjálslyndi flokkurinn (FDP), flokk- ur Delamuraz, og Kristilegi þjóðar- :i<'í lh &uV* í$V- flokkurinn (CVP), hafa ekki tekið einarða afstöðu með EES og EB til þessa. Kristilegir hafa þó hallast að EES sem leið til að „nálgast Evrópu” og frjálslyndir hafa sagst vilja bíða eftir að EES-samningur- inn lægi fyrir áður en þeir tækju afstöðu til hans. Uppistaða flokks- ins, svissneski viðskiptaheimurinn, er hlynntur EES og aðild að EB svo talið er víst að stærsti stjórn- málaflokkur landsins muni styðja EES og aðild að EB. Nýjustu skoðanakannanir sýna að meirihluti Svisslendinga er hlynntur EES og aðiid að EB. Stjómmálaflokkar lerigst til hægri og SVP sem börðust gegn EES og EB í kosningabaráttunni undan- farnar vikur komu þó best út úr þingkosningunum á sunnudag. Þeir munu væntaniega taka höndum saman með öðrum íhaldshópum og berjast gegn EES fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna, en hugmyndir um inngöngu Svisslendinga í EB eru undir því komnar að þjóðin sam- þykki EES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.