Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1991 Leikfélag Akureyrar; Æfingar hafnar á nýjum söngleik FYRSTI samlestur á nýjum söngleik, Tjútti og trega, sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Akureyrar um jólin var á mánudag. Valgeir Skagfjörð samdi bæði handrit og tónlist sérstaklega fyrir leikfélagið, en hann mun leikstýra söng- leiknum. Söngleikurinn Tjútt og tregi gerist árið 1955 á landsbyggð- inni og í Reykjavík og er hann fullur af minnum frá þessum tíma Islandssögunnar, þegar fólk úr sveitum landsins þyrptist til Reykjavíkur, atvinnu- og menn- ingarlíf stóð á tímamótum, rokk- ið var á leiðinni og Vetrargarður- inn blómstraði. Fjöldi frumsam- inna sönglaga í anda sjötta ára- tugarins prýða verkið. Leikfélagið fær mikinn liðs- auka til að koma sýningunni á fót. Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir leikúr aðalhlutverkið, stúlkuna Lilju sem flyst úr sveit í borg, Skúli Gautason leikur dægurlagasöngvarann Sonní Carlsson, Felix Bergsson leikur Arngrím mjólkurbílstjóra, von- biðil Lilju, Aðalsteinn Bergdal leikur Áka agent og í öðrum stór- um hlutverkum eru Þórdís Arn- ljótsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson og Þórey Aðal- steinsdóttir, auk 7 hljóðfæraieik- ara, dansara og aukaleikara. Baldvin Björnsson hannar leikmynd og búninga, hljóm- sveitarstjóri er Jón Rafnsson, Jón Hlöðver Áskelsson sá um tónlist- arútsetningar, Henný Her- mannsdóttir semur dansa og stjórnar þeim og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Frumsýning verksins verður á þriðja dag jóla, 27. desember næstkomandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti samlestur á söngleiknum Tjútt og tregi var hjá Leikfélagi Akureyrar í vikunni, en leikurinn veður frumsýndur um jólin. Gjaldþrot Álafoss hf.: Lýstar kröfur nema um Sjúkralið- ar stofna svæðisdeild STOFNFUNDUR svæðisdeildar sjúkraliða í Norðurlandskjör- dæmi eystra var haldinn í hátíðar- sal dvalarheimilisins Hlíðar síð- asta laugardag. Tilgangur fund- arins var að stofna svæðisdeild fyrir kjördæmi og kjósa stjórn. Stefán Sturla Svavarsson var kos- inn formaður og Sigríður Hermóðs- dóttir varaformaður, en Stefán er eini karlsjúkraliðinn af u.þ.b. 230 kvensjúkraliðum í kjördæminu. Á fundinn mættu um þijátíu manns og voru fulltrúar m.a. frá Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík. Á fundinum var samþykkt að kalla stéttarfélgið Deild sjúkraliða á Norð- urlandi eystra, skammstafað DSNE. Samþykkt var að halda aðalfund 9. nóvember næstkomandi og eru sjúkr- aliðar í kjördæminu hvattir til að mæta, en á fundinum verður m.a. rætt um kaup og kjör sjúkraliða. ----t-M---- Bæjarstjórn Akureyrar: Byrjunar- kvóti til loðnuveiða verði gef- innút 2,3 milljörðum króna Ekki tekin afstaða til almennra krafna að upphæð 1,5 milljarðar þar sem ekkert kemur upp í þær LYSTAR kröfur í þrotabú Álafoss hf. nema rúmum 2,3 milljörðum króna, en gjaldþrot fyrirtækisins er talið hið stærsta sem orðið hefur hér á landi. Vegna ákvæða um ríkisábyrgð á launum munu á milli 60 og 80 milljónir króna falla á ríkissjóð vegna gjaldþrots Álafoss. I búið var lýst 156 almennum kröfum, sem bústjórar tóku ekki afstöðu til, þar sem Ijóst var að ekkert kæmi upp í þær, en þar má nefna kröfur frá Landsbanka íslands sem nema tæplega 460 milljónum króna og frá Ríkisábyrgðarsjóði að upphæð um 215 milljónir króna. Kröfur launþega sem innleystar höfðu verið af ríkissjóði við lok kröfulýsingarfrests, sem var 5. október síðastliðinn, nema samtals tæplega 19 milljónum króna. Sam- þykktar forgangskröfur lífeyris- sjóða eru samtals að upphæp tæp- lega 13 milljónir króna. Sam- þykktar forgangskröfur vegna launa og orlofs sem innleystar hafa verið af stéttarfélögum nema rúmum 22 milljónum króna og samþykktar forgangskröfur lýstar af einstökum launþegum nema 4,6 milljónum króna. Þá eru sam- þykktar kröfur vegna slits á ráðningarsamningi að upphæð tæplega hálf milljón. Samþykktar forgangskröfur sem ekki falla undir lög nr. 88 frá 1990 eru um 1,8 milljónir króna. Kröfum vegna slita á ráðningar- samningi að upphæð tæplega 10 milljónir króna er hafnað að svo stöddu og lýstum forgangskröfum að upphæð tæplega 8,2 milljónir króna er hafnað þar sem þær bár- ust eftir að kröfulýsingarfrestur rann út. Vegna ákvæða um ríkis- ábyrgð á launum er ljóst að 70-80 milljónir muni falla á ríkissjóð vegna gjaldþrotsins. Lýstar almennar kröfur sem bústjórar hafa ekki tekið afstöðu til, þar sem ljóst er að ekkert fæst upp í þær, nema rúmum 1,5 milljarði króna. Kröfum sem lýst hefur verið utan skuldaraðar, en hafnað sem slíkum, en hafa verið taldar almennar kröfur eru að upphæð tæplega 1,7 milljónir. Þá Elín B. Unnarsdóttir á Dalvík sagðist hafa séð þessar bleiur er hún var búsett í útlöndum. Bleiurn- ar eru framieiddar í Kanada, en sjúkrahús vestanhafs hafa nú lagt einnota bleiur á hilluna og tekið í notkun umhverfisvænar bómullar- bleiur. Tekið getur ailt að 500 árum að eyða bréfbleiu, en með notkun þeirra safnast upp eitt og hálft tonn er tæplega einni milljón króna lýst sem forgangskröfum, en verið hafnað og þær taldar til almennra krafna. Þá er lýst forgangskröfum að upphæð 5,7 milljónir króna, sem bústjórar hafa hafnað alfarið. og kröfum sem nema 714,5 milljónum króna var lýst aðallega utan skuldaraðar, en þar sem ekkert fæst greitt upp í þær er þeim lýst sem almennum kröfum. Landsbanki íslands er stærsti kröfuhafi í búið, en bankinn lýsir tæplega 460 milljóna króna kröf: um í búið, þá lýsir Ríkisábyrgðar- sjóður tæplega 215 milljóna króna af rusli fyrir hvert barn, miðað við bleiunotkun í tvö og hálft ár. Þá bendir Elín líka á, að kostnað- ur í krónum talið sé mun minnij þótt stofnkostnaður virðist mikill. I verðsamanburði á einnota bréfblei- um og margnota bómullarbleium komi fram að útgjöld fjölskyldu sem kaupir bréfbleiur sé rúmar 4.000 krónur á mánuði á móti tæplega kröfu, en af öðrum stórum kröfu- höfum má nefna Iðnlánasjóð með 251 milljón, Stéttarsamband bænda með tæplega 74 milljónir, Iðnþróunarsjóð með 52 milljónir, Byggðastofnun með 44 milljónir króna og Hitaveita Mosfellsbæjar gerir 15,8 milljóna króna kröfu í búið. Bústjórar hafa ekki tekið afstöðu til þessara krafna, en þeim er lýst sem almennum kröfum, þar sem ljóst er að ekkert kemur upp í þær. Bústjórar í þrotabúi Álafoss hf. eru þeir Brynjólfur Kjartansson, Ólafur Birgir Árnason og Skarp- héðinn Þórisson. Fyrsti skipta- fundur í búinu verður haldinn í dómssal bæjarfógetaembættisins á Akureyri 6. nóvember næstkom- andi. 1.500 krónum séu notaðar bómull- arbleiur. Ársútgjöld vegna kaupa á bréfbleium séu tæplega 50 þúsund krónur miðað við að sex bleiur séu notaðar á hverjum degi, en útgjöld- in séu á bilinu 12—18 þúsund á ári við bómullarbleiurnar. Fer það eftir hversu margar bleiur eru í notkun og er tekið tillit til rafmagns og þvottadufts sem til þarf. Margnota bómullarbleiur eru í laginu eins og einnota bréfbleiur, utan um hana eru buxur, en engin gerviefni eru notuð og bómull skað- ar ekki viðkvæma húð barnsins. Bleiurnar eru fáanlegar í þremur stærðum. Margriota umhverfisvænar blei- ur komnar á markað hér á landi SALA á nýjum umhverfisvænum bómullarbleium er hafin bér á landi, en það er umboðsverslunin Margnola bleiur í eigu Elínar B. Unnars- dóttur á Dalvík selur bleiurnar. Bleiurnar eru framleiddar í Kanada, af fyrirtæki sem hlotið liefur verðlaun fyrir störf í þágu umhverfis- verndarmála. Þær eru í laginú eins og einnota bleiur. Utgjöld vegna bleiukaupa eru mun minni noti fólk bómullarbeiur fremur en ein- nota bréfbleiur. BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að beina því til sjávarútvegsráð- herra að gefa nú þegar út byij- unarkvóta til Ioðnuveiða, í ljósi þess að leitarskip hafi fundið mikið magn loðnu úti fyrir Vest- fjörðum og Norðurlandi. Halldór Jónsson bæjarstjóri bar fram erindi þessa efnis og var það samþykkt samhljóða. „Nú er sá tími sem loðnan er verðmætust til vinnslu. Hver dagur sem það dregst að loðnuveiðar hefjist er því þjóðarbúi, loðnuverksmiðjum, veiðiskipum og starfsfólki dýr,” segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Halldór sagði að nokkrir bæir og kaupstaðir á Norðurlandi hefðu með sér ákveðið samstarf og þeir hefðu ákveðið að reyna að þrýsta á um að byijunarkvóti yrði gefinn út hið fyrsta, til að stuðla að því að verksmiðjur á Norðurlandi fengju stærri hlutdeild í væntan- legum afla á þéssu hausti. Morgunblaðið/Rúnar I>ðr Elín B. Unnarsdóttir á Dalvík með margnota umhverfisvæna bómullarbleiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.