Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 Seyðisfjörður: Hætta á að síldaræv- intýrinu ljúki fljótt Seyðisfirði.^Frá Skúla Unnari Sveinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SILDARSOLTUN var í fullum gangi hjá Fiskiðjunni Dvergasteini á Seyðisfirði í gær, en ef ekki takast samningar um sölu á síld gæti svo farið að síldarævintýrinu ljúki fljótlega því lítið er eftir af kvót- anum sem Dvergasteinn fékk. Atvinnuástandið á Seyðisfirði hefur verið bágborið því síðustu vikurnar hefur aðeins verið unnið í fiski 2-3 daga í viku hverri. Dvergasteinn má salta í 940 tunnur af þeim 25 þúsundum sem þegar hefur verið samið um sölu á til Finnlands. Þegar söltun lauk um miðnætti í gærkvöldi hafði verið saltað í 460 tunnur þannig að ef ekki semst fljótlega er síldarævin- týrið úti. „Mér skilst að það sé búið að semja um 10 þúsund tunnur til Póllands og hluti af því sem við söltuðum í „fijálsum kvóta” í síð- ustu viku, 1.300 tunnur, gengur upp í þennan samning. Ef ekki verð- ur samið fljótlega þá erum við í rauninni stopp,” sagði Sveinbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóri Dvergasteins, í samtali við Morgun- blaðið. „Við erum reyndar búnir að semja um sölu á 1.000 tunnum af heilfrystri síld til Japans, 300 gramma eða þyngri, og 80 tonnum af svokölluðum tvíflökum, en þá Leiðrétting í fréttatilkynningu um námskeið sem Joan Nesser leiðbeinir og kenn- ir um kristna íhugun og nærveru guðs féll niður dagsetning á seinni fyrirlestrinum sem er 28.-30. októ- ber og haldinn í Seltjarnarneskirkju og hefst kl. 20.00. þarf hvert flak að vera 130-140 grömm og það er varla gerandi að vinna slíka síld þegar mörkin eru svona knöpp,” sagði Sveinbjörn. Hann sagði að eftir væri að ganga frá samningi við Dani og Svía en hvað það yrði mikið magn vissi enginn enn sem komið væri. „Rússarnir eru alveg óskrifað blað en munurinn á því sem þeir vilja borga og við viljum fá fyrir síldina er mikill og þeir kaupa varla á þessu verði. Það er spurning hvort við verðum ekki að selja þeim á því verði sem þeir vilja greiða, það væri þá hægt að fá eitthvað upp í fastakostnaðinn þó verðið verði ekki hátt, það getur engin söltunarstöð gengið með því að salta bara 2.000 tunnur á ári. Það er ekki nema þriggja sólarhringa vinna,” sagði Sveinbjörn. ÖIl síld sem söltuð hefur verið á Seyðisfirði er úr Keflvíkingi KE, 1.322 tunnur hjá Dvergsteini að viðbættum þeim rúmlega 400 tunn- um sem saltaðar voru í gær, og rúmlega 1.000 tunnur hjá Strandar- síld. Allt er tilbúið fyrir frystingu og bíður fólk á Seyðisfírði nú eftir að síldin verði tilbúin til frystingar, en hún hefur verið full af átu að undanfömu og því ekki verið hægt að frysta hana. En til að hægt verði að frysta þyrftu helst að liggja fyr- ir einhveijir samningar um sölu frosinnar síldar. ÞAKKARÁ VARP Hafnfirðingar, Garðbæingar, Bessastaða- hreppsbúar - þökkum af alúð þeim félaga- samtökum öllum, einstaklingum og fyrirtækj- um sem á einn eða annan hátt sýndu stuðn- ing sinn við óbreyttum rekstri St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði, með því að gera undirskrifta- söfnunina jafn glæsilega og raun varð á. Bandalag kvenna, Hafnarfirði. REDUCING ABSENTEEISM Leiðir til að draga úr fjarvistum Fjarvistir kosta fyrirtæki og stofnanir fé^ í Kanada er árlegur kostnaður vegna fjar- vista áætlaður um 20 milljónir dollara. • Hvernig ætli þessum málum sé háttað hér á landi? Þann 31. október og 1. nóvember mun kanadíski ráðgjaf- inn Paul Loftus leiðbeina íslenskum stjórnendum hvaða leiðir eigi að velja til draga úr fjarvistum. Efni: ★ Stefnumörkun í fjarvistum ★ Aðferðir við að mæla fjarvistir ★ Aðferðir til að safna fjarvista-upplýsingum ★ Reglugerð um aga ★ Umbunarleiðir Námskeiðið er dagana 31. október og 1. nóvember. Frá kl. 9.00 til 17.00 báða dagana. Verð kr. 39.500,- Matur innifalinn. Nánari upplýsingar í síma 621066. Stjómunarfeíag Islands Meira en þú geturímyndaó þér! Morgunblaðið/Garðar Rúnar Tilkynnt um legufæri á reki Varðskipið Ægir sótti í gærmorgun legufæri sem skip tilkynntu um að væri á reki á Héraðsflóa. Ekki er vitað hvaðan legufærið er en ósennilegt talið að það sé héðan af íslandsmiðum. Komið var með það til Seyðisfjarðarhafnar í gærmorgun. Dagur Sam- einuðu þjóð- aiina lialdinn hátíðlegur FÉLAG UNIFEM á íslandi boðar til morgunverðarfundar í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna 24. október nk. á Hótel Holiday Inn. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 8.30 og lýkur um tíuleyt- ið. Forseti Íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður heiðursgestur fundarins. Fluttir verða tveir fyrirlestrar. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- fræðingur, fjallar um fræðslu og fréttir af þróunarmálum í íslenskum fjölmiðlum og Birna J. Ólafsdóttir, fulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar, flytur erindi um kvennasamtökin á Grænhöfðaeyjum. Guðni Franzson, tónjistarmaður, flytur tvö lög. Á fundinum verða til sölu vörur frá Namibíu og Grænhöfðaeyjum í fjáröflunarskyni. Félag UNIFEM styður UNIFEM, þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndunum. Aðalfundur fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands: Krafist svipaðra ákvæða um uppsagnarfrest og aðrir Nýir formenn 1 tveimur af þremur deildum VMSÍ Á AÐALFUNDI fiskvinnsludeild- ar Verkamannasambands ís- lands í gær var samþykkt tillaga þar sem segir að því verði ekki lengur unað að að fiskvinnslufólk búi við önnur ákvæði um upp- sagnarfrest en aðrar atvinnu- greinar. Tímabært sé að fisk- vinnslan verði að nútímaatvinnu- grein sem tryggi starfsmönnum sínum svipuð félagsleg réttindi og atvinnuöryggi og aðra at- vinnugreinar. Tryggja verði að sú sjávarútvegsstefna sem nú sé í mótun taki mið af þessu og eina trygging þess sé að sjávarafla af Islandsmiðum verði landað á innlenda fiskmarkaði. Aöalfundurinn kaus nýja stjórn deildarinnar til næstu tveggja ára. Formaður var kjörinn Sigurður Ing- varsson, varaformaður verkalýðsfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, en Snær Karlsson, fráfarandi formað- ur gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Karítas Pálsdóttir frá Baldri á ísafirði var kjörin varaformaður, Elínbjörg Magnúsdóttir af Akranesi ritari, og meðstjórnendur Matthild- ur Siguijónsdóttir úr Hrísey og Eisa Valgeirsdóttir frá Snót í Vest- mannaeyjum. Varamenn voru kjör- in Benóný Benediktsson úr Grinda- vík, Málhildur Sigurbjörnsdóttir frá Framsókn í Reykjavík og Margrét Valsdóttir frá Siglufirði. Aðalfundir deilda verkamanna við byggingar og mannvirkjagerð og verkamanna hjá ríkis og sveitar- félögum voru einnig haldnir í gær. Formaður stjórnar deildar bygging- armanna var kjörinn Guðmundur Finnsson, frá verkalýðs- og sjó- mannafélagi lýeflavíkur, en Halldór Bjömssoil, fráfarandi formaður, varaformaður Dagsbrúnar gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þórir Snor- rason frá Einingu á Akureyri var kjörinn varaformaður, Gunnar Þor- kelsson, Reykjavík, ritari, og Eyþór Guðmundsson, Egilsstöðum, og Sigurður T. Sigurðsson, Hlíf í Hafn- arfirði, meðstjórnendur. Varmenn voru kjörnir Jóhannes Sigursveins- BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á myndinni „Réttlætinu full- nægt”. Með aöalhlutverk fara Steven Seagal og William Fors- yth. Leikstjóri er John Flynn. Gino Felino, Richie Madano og Bobby Lupo hafa frá æsku átt heima við sömu götu og bundist við það traustum böndum. En svo fer að leiðir skilja og þá leggur Richie kapp á að komast í Mafíuna til þess að afla sér fjár og frama. Vin- ir hans Gino og Bobby fara þveröf- uga leið því þeir ganga í lögregl- una. Gerast þeir liðsmenn fíkniefna- deildar og eru þar með orðnir svarn- ir óvinir allra sem stunda þá iðju að selja fíkniefnin, m.a. síns forna vinar og leikfélaga. Þetta bakar þó son, Reykjavík, Baldur Jónsson, Borgarnesi, og Páll Marteinsson, Borgarnesi. Formennska i deild verkamanna hjá ríki og sveitarfélgöum er áfram í höndum Björns Snæbjörnssonar, varaformanns Einingar á Akureyri. Guðríður Elíasdóttir, Hafnarfirði, er varaformaður, Kristján Gunnars- son, Keflavík, ritari, og meðstjórn- endur Aðalheiður Siguijónsdóttir, Reykjavík og Ingibjörg Sigtryggs- dóttir, Selfossi. Varamenn eru Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi, Kolbeinn Siguijónsson, Hafnarfirði og Dröfn Jónsdóttir, Egilsstöðum. engin sérstök vandamál lengi vel, eða þangað til Richie gengur allt í einu berserksgang og verður nokkr- um mönnum að bana. Fyrsti maður- inn sem verður fyrir æði hans er æskuvinurinn Bobby Lupo. Hann er á gangi heim til sín þegar Ric- hie stígur úr bíl sínum, gengur rak- leiðis að honum og skýtur hann til bana. Gino hefur strax rannsókn málsins en fær ekki botn í það af hveiju Richie drap sinn gamla vin að konu og börnum aðsjáandi. Hann fer víða um hverfið í leit að Richie og m.a, til föður hans og biður hann að biðja son sinn að gefa sig fram við lögregluna annars neyðist hann til að leita hann uppi og geti það ekki endað nema á einn hátt. Eitt atriði úr myndinni Réttlætinu fullnægt. Bíóhöllin sýnir myndina „Réttlætinu fullnægl”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.