Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 31 Amnesty-vika: „Engin undanbrögð” ÁRLEGA efna mannréttindasamtökin Amnesty International til kynn- ingarviku sem að þessu sinni stendur frá 20.-27. október. Tilgangur- inn er tvíþættur: í fyrsta lagi að vekja athygli á fórnarlömbum mann- réttindabrota af ýmsu tagi, allt frá fangelsun vegna skoðana sinna, til pyntinga, dauðadóms og lífláts án dóms og laga. í öðru lagi að hvetja fólk til að ganga til liðs við samtökin sem styrktarfélagar eða virkir félagar. Þegar litið er yfir 30 ára sögu samtakanna kemur í ljós að alþjóð- legur þrýstingur á ríkisstjórnir sem gerast sekar um mannréttindabrot hefur áhrif. Ríkisstjórnir sem áður báru fyrir sig vanþekkingu á ástandi mála á þessu sviði hafa verið sviptar þeirri afsökun vegna aukinnar bar- áttu alþjóðlegra mannréttindahreyf- inga og upplýsinga. Markmið mannréttindahreyfinga eins og Amnesty International á næstu árum er að auka þekkingu og vitund fólks um mannréttindi; að tryggja að engin ríkisstjórn komist upp með ólöglega meðferð þegna sinna á laun; að jafnvel réttindi hinna smæstu þegna séu virt; og að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu al- þjóðlegrar mannréttindahreyfingar sem er fær um að bregðast við mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað - án undanbragða. Dag hvern er sarnvisk'uföngum sleppt og af þeim 30 málum sem íslandsdeild samtakanna hefur beitt sér fyrir á árinu, m.a. með út- breiðslu veggspjalds hafa 5 einstakl- ingar nú þegar verið leystir úr haldi. Meðal þeirra 25 sem enn eru í haldi er Aung Sang Suu Kyi sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Félagar í íslandsdeildinni munu safna undirskriftum og veita upplýs- ingar um þau 25 mál sem enn bíða úrlausnar, m.a. í Kolaportinu nk. sunnudag og á skrifstofu saintak- anna í Hafnarstræti 15 alla virka daga. Einnig hefst á sama tíma árleg sala jólakorta samtakanna en kortin prýðir að þessu sinni mynd eftir Karl Kvaran með góðfúslegu leyfi eigandans; Listasafns Islands. (Fréttatilkynning) Sálarfræði- námskeið fyrir konur Sálfræðistöðin mun um miðjan nóvember halda sérstakt nám- skeið í sálarfræði fyrir konur, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Markmið námskeiðsins er að gefa innsýn i hvernig sálarlíf kvenna er sérstakt og hvernig þær skynja sjálfar sig út frá fyrri reynslu. Sérstaklega fjallar námskeiðið um samstarf og samskipti á milli kvenna á vinnustað. Leiðbcinend- ur verða sálfræðingarnir Álfheið- ur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Á námskeiðinu verða teknir fyrir jákvæðir þættir eins og vinátta á milli kvenna en einnig samkeppni, öfund og afbrýðisemi. Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingar. Að sögn Álfheiðar Steinþórsdóttur leiða hæfileikapróf í ljós mun á milli kynja varðandi ýmsa þætti. „Konur hafa t.d. mikla innlifunarhæfileika og eiga því auðveldara með að setja Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. FÉLAGSÚF HELGAFELL 599110237 VI 2 I.O.O.F. 7 = 17310238V2 =9.ll ★ GLITNIR 59911023 - 1 I.O.O.F. 9 = 17310238V2 = IOGT St. einingin nr. 14 Fundur í Templarahöllinni v/Eiríksgötu í kvöld kl. 20.30. Dagskrá í umsjá Ásgerðar, Hall- dórs og Árna. Félagarfjölmennið. Æ.T. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins Án skilyrða. Mikill söngur, predinkun og fyrir- bænir. ,,,,, SAMBAND ÍSLENZKRA kristmiboðsfélaga Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður: Páll Friðriksson. Þórður Búason syngur. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 23. okt. kl. 20.00. Kvöldganga á fullu tungli í Heiðmörk Fyrsta tunglskinsganga í reit fé- lagsins í Skógarhliðakrika i Heið- mörk. Gengið um rómantíska skógarstíga þar og í nágrenninu. Skemmtiganga fyrir fólk á öllum aldri. Verð kr. 500,- frítt f. börn með foreldrum sínum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Gerist félagar í Ferða- félaginu, skráning í ferðum og á skrifstofunni. Sunnudaginn 27. okt. kl. 13.00verðurvetri heilsað með tveimur ferðum; göngu á Vífilsfell og láglendisgöngu,. Ferðafélag íslands, ÚTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • REYKJAVIK • SÍMI 14606 Fjallaferð um veturnætur Óvissuferð 1,25.-27. okt. Ein af hinum sígildu vinsælu úti- vistarferðum. Upplýsingar og miöar á skrif- stofu, Hallveigarstíg 1. Pantanir óskast sóttar fyrir kl. 18.00 fimmtud. 24. okt. Fararstjóri: Lovisa Christiansen. Brottför frá BSl, bensínsölu kl. 20.00. Sjáumst! Útivist. sig í spor annarra og skynja líðan þeirra. Með því að nýta þessa eigin- leika geta þær fundið út úr alls kon- ar tengslum og leyst vandamál sem upp koma t.d. á vinnustöðútn,” sagði Álfheiður, í samtali við Morgunblað- ið. „Á námskeiðinu verður unnið að því að konurnar fái innsýn inn í hvemig þessir eiginleikar og fleiri virka í þeim sjálfum ti! að þær geti nýtt sér þá,” sagði Álfheiður. Námskeiðið verður haldið að Hótel Loftleiðum og hefst 13. nóvember nk. Leiðbeinendurnir hafa verið sam- starfi við erlenda sérfræðinga sem standa fyrir þeim rannsóknum og fræðilega grunni sem námskeiðið byggir á. Morgunblaðið/Arnór Hluti þátttakenda á bridssambandsþingi sem fram fór um helgina. Brids Arnór Ragnarsson Stjórn bridssambandsins endurkosin Ársþing bridssambandsins var haldið sl. sunnudag og mættu þar fulltrúar víðs vegar að af landinu, en 47 full- trúar áttu rétt til setu á þinginu skv. kjörbréfum. Þingið gekk mjög vel fyrir sig að þessu sinni. Forseti, varaforseti og gjaldkeri voru nieðal þeirra sem áttu skv. reglum að ganga úr stjórn. All- ir stjórnarmenn og endurskoðendur voru endurkosnir án mótframboðs. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, færði bridssambandinu 39 þúsund kr. styrk frá ÍSÍ. Þá brá Ellert sér í gervi rit- stjóra DV og gaf BSÍ sex forsíður af DV sem rammaðar höfðu verið inn og óskaði þess að þær yrðu hengdar upp í húsakynnum bridssambands- ins. Nokkrar umræður urðu um hvort bridssambandið ætti að óska inn- göngu í íþróttasambandið. Lyktir urðu þær að stjórn sambandsins var falið að skoða vandlega allar hliðar þess máls og fékk umboð fundarins til að taka ákvarðanir í framhaldi af því. Nokkrar lagabreytingar voru sam- þykktar á þinginu. Helzt að telja er að nú skal spilaður 4 spila bráðabani í bikarkeppninni ef sveitir eru jafnar eftir tilskilinn spilafjölda. Þá skal í framtíðinni spila með skermum í lok- uðum sal og á töflu í úrslitakeppni íslandsmótsins. Heimsmeistararnir mættu á þingið og sátu fyrir svörum en þeir félagar hafa átt annríkt frá því að þeir komu heim. Skipting sveita í undankeppni ís- landsmóts hefir verið ákveðin. Reykjavík fær 11 sveitir, Reykjanes 3 sveitir, Suðurland 2 sveitir, Aust- firðir 4 sveitir, Norðurland eystra og vestra 4 sveitir hvort svæði, Vestfirð- ir 2 sveitir og Vesturland 2 sveitir. Bridsfélag Akureyrar greiddi hæstu gjöld til Bridssambands ís- lands 1990-1991, samtals 126.975 krónur. Bridsfélag Reykjavíkur var í öðru sæti með tæplega 123 þúsund og Bridsfélag Breiðfirðinga greiddi- liðlega 117 þúsund kr. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi 1991 íslandsmót kvenna og yngri spilara verður haldið í Sigtúni 9 helgina 26.-27. október nk. Þeir seni ætla að vera með og eru ekki búnir að láta skrá sig eru vinsam- lega beðnir um að gera það ekki seinna en strax, í síma Bridssambandsins 91-689360. Spilaður verður Barómet- er og spilað bæði á laugardag og sunnudag. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 24. október. Til yngri spilara teljast þeir sem fæddir eru 1966 eða síðar. Spilað er um Evrópu- stig í þessari keppni og gefa 3 efstu sætin stig, 8, 5 og 3. Einnig er spilað um gullstig eins og venjulega í öllum íslandsmótum. Keppnisgjaid er 4.000 á parið og greiðist við upphaf keppni. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spiluð önnur umferð í sveitahraðkeppni. Staðan: Sv. Ólínu Kjartansdóttur 1214 Sv. Ármanns J. Lárussonar 1168 Sv. HelgaViborg 1157 Sv. A.A. 1123 Hæsta skori náðu: Sv. Ólínu Kjartansdóttur 620 Sv. Helga Viborg 578 Sv. Ármanns J. Lárussonar 569 Næsta fimmtudag lýkur þessari keppni og fimmtudaginn 31. okt. hefst 5 kvölda barómeter. Breskir dagar í Háskólabíói: RAUÐU SKÓRNIR kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Rauðu skórnir - ”The Red Sho- es” Leikstjórar og handritshöfund- ar Michael Powell og Emeric Pressburger. Kvikmyndataka Jack Cardiff. Tónlist Brian Easdale. Listræn hönnun Hein Heckroth, Arthur Lawson. Að- alleikendur: Anton Walbrook, Moira Shearer, Marius Goring, Robert Helpmann, Albert Bass- erman, Leonide Massine, Ludmilla Tacherina. Bretland 1948. í tengslum við kynningu á breskri verslunarvöru býður sú ágæta menningarþjóð okkur uppá örlítið sýnishorn af kvjkmyndaiðn- aði þeirra, af nógu er að taka. Þetta er hinn göróttasti kokkteill; ein mynd úr James Bond röðinni, sem er ein, ef ekki sú vinsælasta í kvikmyndasögunni, önnur úr öllu ábúðarminni en engu síður feyki- vinsælli seríu sem kennd er við „áfram”, þá harla undarlegt val, The Thiity Nine Steps, ekki Hitc- hcock myndin stórkostlega heldur lítilvæg kvikmyndagerð Don Sharps frá '18 með Astralanum Robert Powell sem stenst illa sam- anburð við nafna sinn Donat. En rúsínan í pylsuendanum er vita- skuld hin sígild balletmynd Rauðu skárnir. Hún er byggð á ævintýr- inu fræga eftir H.C. Andersen um dansmærina sem féll fyrir skónum fögru sem dönsuðu eiganda sinn í hel. Kvikmyndin er fimlega spunnin í kringum þennann sögu- þráð; ung ballerína (Shearer), fær starf hjá heimsfrægum ballet- stjóra (Walbrook), sem gerir hana að stórstjörnu, frægðarbrautin hefst einmitt á glæstri frammi- stöðu hennar í balletnum um Rauðu skóna. Walbrook snýr við Shearer. bakinu er hún verður ástfangin af samverkamanni þeirra, tónskáldinu Goring. Hún snýr þó aftur til baka, ástin og dansinn togast á með sorglegum afleiðingum — í ætt við örlög ballerínunnar í ævintýrinu hans Andersens. Hér fáum við tækifæri til að sjá hrífandi mynd sem nýtur sín illa annarstaðar en á stóra tjald- inu. Svið og listræn stjórnun þess- arar hálf-fimmtugu myndar eru sláandi fögur og tæknin með ólík- indum. Með tilliti til aldurs hennar er óhætt að fullyrða að breskir kvikmyndagerðarmenn hafa sjaldan eða aldrei gert betur. Hjarta myndarinnar er balletinn sjálfur, svo glæstur að hann lætur engann ósnortinn. Jafnvel þeir sem hafa ýmugust á þessari list- grein hljóta að hrífast með. Þá er tónlistin — sem fékk Óskars- verðlaunin á sínum tíma ásamt liststjórninni og sviðsmyndinni — unaðsleg og kvikmyndataka Cla- vells er óaðfínnanleg. Þáttur leik- aranna og dansaranna er einnig sígildur. Meistaraleikarinn Walbrook — sem er tíundi ættlið- ur frægra sirkustrúða — hefur þó best sem hinn metnaðarfulli stjórnandi balletsins, fas gerist ekki heimsborgaralegra né fág- aðra. Shearer gefur honum lítið pftir og er hreint út sagt töfrandi á sviðinu, líkt og aðal meðdansar- ar hennar báðir. Goring er einnig athyglisverður sem tónskáldið og stjórnandinn, það stormar af hon- um er hann reiðir tónsprotann á loft. Leikstjórarnir halda öllum endum saman af hreinni snilld, eftirminnileg eru atriðin sem ge- rast baksviðs, áhorfandinn fyllist sömu spennu, afbrýði og eftir- væntingu og sem þeir séu sjálfir að fara að stíga á sviðið. Þeir sem að sýningunni standa eiga miklar þakkir skyldar að kynna okkur þetta ógleymanlega og sérstaka meistaraverk og gefa öðruin tækifæri til að rifja það upp. Ég vil hvetja alla sem tæki- færi hafa til að upplifa ævintýrið, það er ekki ónýtt að eiga það í minningasjóðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.