Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. O’KTÓ'BÉR 1991 33 Kolbeinn Ogmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 6. júlí 1908 } Dáinn 14. október 1991 ) ) > ) ) I ► I iv Við andlátsfregn Kolbeins Ög- mundssonar, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sem jarðsunginn var frá Garðakirkju í gær, hrönnuðust að mér minningar frá æskudögum mín- um á Akureyri þar sem ég átti lengi heima nokkra metra fá vinnustað hans og var dögum oftar gestur — ef ekki blátt áfram „heimilisköttur” — í Helgamagrastræti 48. Það hús reisti hann ásamt föður sínum nokkrum árum eftir að hann settist að á Akureyri, maður í blóma lífs- ins, og átti þar heimili á efri hæð- inni um það bil hálfan fjórða tug ára ásamt konu sinni, Guðfinnu Sigurgeirsdóttur, ættaðri úr Flatey á Skjálfanda, og börnum sínum þremur, Ásdísi, Gísla og Kolbrúnu. Þangað lá leið mín eftir að kynni höfðu tekist með mér og Gísla sem ég sá fyrst, bjartleitan og bláeygan glókoll, þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin á menntabrautinni í Barnaskóla Akureyrar fyrir meira en íjörutíu árum. Engin leið er mér að rifja upp hvenær ég kom til Kolbeins og Guðfinnu í fyrsta sinn; sú stund er hulin móðu gleymskunnar, enda finnst mér nú að ég hafi verið boð- inn velkominn í bæ þeirra eins lengi og ég man eftir mér. En heimilis- köttur varð ég þar þó ekki fyrr en á landsprófsárum mínum í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og síðan á menntaskólaárunum Ijórum fyrir norðan. Fleiri voru þá oft með í leiknum og einn þeirra, Óttar Ein- arsson, nú kennari á Eiðum, veit ég að tekur af heilum hug undir þessi minningarorð. Hann á Kolbeini heitnum, Guðfinnu og heimili þeirra sömu þökk að gjalda og ég og ber til þeirra sama hug. I skjóli þeirra myndaðist á æskuárum slíkt fóst- bræðralag með Gísla syni þeirra og okkur Óttari að þótt við töluðumst ekki við tímunum saman og okkur skilji fljótin sjö og fjöllin átta er eins og við höfum síðast hist eða talast við í gær þegar fundum ber saman eða við heyrum hver í öðrum. Kolbeinn Ögmundsson var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, en föðurætt hans er sunnan úr Höfn- um. Móðurættin var hins vegar þingeysk; móðir hans, Margrét Jó- hannsdóttir, var frá Illugastöðum í Fnjóskadal, en einnig mun hún hafa átt ættir að rekja til Flateyjardals. Ung fór hún suður til dvalar hjá móðurbróður sínum sem búsettur var í Hafnarfirði og kynntist þar lærðum trésmið, Ögmundi Ólafs- syni, sem þangað var þá kominn sunnan úr Höfnum og rak framan af árum trésmíðaverkstæði í Hafn- arfirði og Reykjavík. Ungu hjónin reistu bú í Hafnarfirði og eignuðust fyrst dóttur og síðan íjóra syni, Kolbeiri þeirra elstan. Ögmundur Ólafsson mun hafa verið karlmenni, víllaus maður og hress, en heimili hans var ekki hlíft við áföllum. Dóttur sína missti hann úr berklum og konu sína einnig ekki löngu síðar. Ögmundur stóð þá einn uppi með syni sína, Kolbein átján ára og bræður hans yngri. Feðgarnir fylgdust að eftir því sem unnt var. Líklega hefur þó nokkurt los verið á vistum þeirra um skeið, en afi þeirra á Illugastöðum var þá fluttur að Kjarna við Akureyri og voru bræðurnir a.m.k. öðru hveiju í skjóli þar, einkum á sumrum. Allir urðu þeir smiðir eins og faðir þeirra og lærði Kolbeinn smíðarnar af hon- um. Að því loknu fór hann í Hvann- eyrarskóla og lauk þar búfræðiprófi vorið 1931. Þegar þar var komið sögu var faðir hans kominn norður í Fnjóskadal og farinn að búa á 111-' ugastöðum, fæðingarstað konu sinnar. Kolbeinn hóf þar þá búskap ásamt föður sínum sem mikið var við húsasmíðariúti í Flatey og í Flat- eyjardal og kynntist þar síðari konu sinni, Oddnýju Sigurgeirsdóttur, sem var snöggtum yngri en hann og er enn á lífi. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar eru búsettar á Akureyri. Flateyjartengslin urðu einnig til þess að ástir tókust með Kolbeini og ungri stúlku úr Flatey, Guðfinnu Sigurgeirsdóttur, yngri systur Oddnýjar. Þau Kolbeinn voru gefin saman í Illugastaðakirkju ann- an dag jóla 1937 og höfðu því lifað í hartnær fimmtíu og fjögurra ára hjónabandi þegar Kolbeinn lést 14. þ.m. — daginn eftir fimmtugsaf- mæli sonar síns. Búfræðingurinn ungi bjó ásamt föður sínum á Illugastöðum til 1938. Þá lá leiðin til Akureyrar þar sem hann stundaði smíðar, lengst í Kas- sagerð KEA, sem fljótlega varð al- hliða trésmíðaverkstæði fyrir Akur- eyri og nærsveitir og Kolbeinn veitti forstöðu lengst af starfstíma sínum. Til Hafnarfjarðar fluttist hann ásamt Guðfinnu konu sinni fyrir tíu árum, eftir að hann lét af störfum fyrir norðan, og átti þar heimili eft- ir það. Hjá Kolbeini og Guðfinnu í Helga- magrastræti 48 var griðastaður skólasystkina og vina barna þeirra og bæði voru jafn samhent í að taka á móti þeim hvenær sem var af ástúð og umhyggju góðra foreldra. Margan bitann og sopann þáði ég við borð þeirra og frá mörgu kynnu veggirnir í húsi þeirra fyrir norðan að segja frá þeim æskuljósa morgni þegar „þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman”. Og eftir að Gísli fékk bílpróf ókum við félag- ar hans margan túrinn á A-253, gula Skódanum hans Kolla í Kassa- gerðinni, meðan sá mæti fararskjóti var og hét. Of langt yrði nú að rifja upp allt sem í hugann kemur, en á heimili Kolbeins var talað saman í trúnaði, margt brallað í námi og leik, lesið undir próf og lifað í og á sælum dagdraumum og sumpart í blekkingarheimi bernsku og æsku ' sem aldrei kemur aftur en tekur með árunum á sig sífellt gullnari blæ samkvæmt einhveiju dularfullu lögmáli lífs og tíma. í Kassagerðina var líka gaman að koma meðan Kolbeinn réð þar ríkjum á miðjum starfsdegi sínum. Þar man ég hann, bjartan á svip og hýran á brá, með hárið greitt aftur frá fallegu enni, en fullt af sagi. Samt var hann snyrtimennsk- an uppmáluð þar sem hann stóð í hefiispónahrúgunni miðri í brúnum slopp, með tommustokkinn í vasan- um. Oft var Jóhann bróðir hans líka að vinna þarna í sínum slopp, þús- undþjalasmiður í söng og leik og list á Akureyri áratugum saman, kvæntur konu úr Flatey eins og bróðir hans og faðir, spaugari mik- ill og glaðbeittur við bróðurson sinn og vini hans og ságði okkur sögur af sjó og landi. Óttar hefur sagt mér að viðtökur þeirra bræðra hafi verið samar og jafnar þegar hann kom í Kassagerðina fullorðinn mað- ur í erindum húsbyggjanda á Akur- eyri og leitaði þar liðs og ráða hjá þeim bræðrum sem slökktu um stund á bandsöginni og buðu honum inn í kaffikompuna til skrafs og skemmtunar. Mér hefur alltaf þótt mikið til um það hvernig allt lék í höndunum á þessum bræðrum, þessum þúsund- þjalasmiðum sem ég kynntist í æsku minni. í þeim sameinuðust á ein- hvern hátt ísland þúsund ár; smiður- inn, bóndinn og sjómaðurinn — bændablóðið úr djúpum dal fyrir norðan og selta Suðurnesja. Börn Kolbeins og Guðfinnu hafa erft hinn bjarta svip beggja foreldra sinna og kímnigáfu, en hógværð og glaðværð, hlýtt handtak og hlýtt hjarta áttu foreldrar þeirra báðir. Ég hef grun um að sumir forfeður og frændur Kolbeins hafi verið tölu- verðir „kóngsins lausamenn”; Ög- mundarnafn föður hans var hið sama og Ögmundar Sívertsens sem oft var glaður á góðri stund og kallaði ekki allt ömmu sína á Hafn- arslóð forðum daga. Kóngsins lausamenn eru oft skemmtilegir, en æviskeið þeirra ekki ætíð krókalaus gæfuvegur. Hjá Kolbeini Ögmunds- syni voru hins vegar flestar þær eigindir sem prýða mega góðan dreng og skemmtilegan í jafnvægi, enda varð hann gæfumaður. Hann var hinn prúði höldur, kankvís og hjartahlýr og vildi hvers manns vanda leysa. Hann skildi bresti og bernskubrek engu síður en lunderni þeirra sem ætíð þræða mjóa veginn og hann trúði á gullið í manninum. Þegar gömlu heimiliskettirnir heim- sóttu hann eitt sinn á stúdentsaf- mæli af gömlum vana renndi hann sterku á staup til þess að fagna þeim eins og forðum. Hann fór vel með slíkt og sú stund lifir í minning- unni. Stundum var á það minnst þegar ég var orðinn kunnugur á heimili Kolbeins og Guðfinnu að góð kynni hefðu verið með þeim og föðurfólki mínu í Fnjóskadal. Og oft höfum við Gísli talað um hvað forfeður okkar hafi brallað saman þar frammi í fjallablámanum fyrr á tíð. Meðan Kolbeinn bjó á Illugastöðum urðu. kynni hans og Sörlastaðafólks mest og héldust eftir það, bæði þar eystra og innan heiðar. Faðir minn og Kolbeinn voru jafnaldarar og fór vel á með þeim og í minningu góðs drengs flyt ég Guðfinnu, börnunum og öðrum ástvinum Kolbeins sam- úðarkveðjur og þakkir mínar og míns fólks, þ. á m. Jórunnar föður- systur minnar, fyrir það sem hann var því og mér. Eins og fyrr segir lokaði Kolbeinn hringnum með því að flytjast rosk- inn til Hafnarfjarðar þar sem hann leit fyrst dagsins Ijós. Hann var veikur maður síðustu misserin og ég þykist vita að honum hafi orðið hvíldin góð. Ég mun jafnan hugsa til hans sem eins af verndurum æsku minnar sem gott var að standa hjá og hlýða á með þanglykt og moldareim vorsins í vitum — og ilm- inn af nýhefluðum viði. Hjörtur Pálsson Jón Ingvarsson bif- reiðastjóri - Minning Fæddur 26. febrúar 1925 Dáinn 15. október 1991 Dauðinn kemur alltaf á óvart jaf-n- vel þótt hann hafi gert boð á undan sér. Jón hafði lengi átt við vanheilsu að stríða en gafst aldrei upp. Af méðfæddri hörku og bjartsýni hélt hann áfram þótt á móti blési. Hann var því í vinnu þegar kallið kom. Það er áfall fyrir ættingja og vini en tíminn græðir þau sár. Þegar frá líður ina líta á það sem gæfu að þurfa ekki að þjást eða liggja lang- tímum saman á sjúkrahúsi. Það hefði ekki verið Jóni að skapi. Hann hefði ekki viljað vera upp á aðra kominn. Hann fékk því að fara með reisn. Hann kvaddi sáttur og hafði skilað sínu dagsverki með sóma. Ég kynntist dóttur Jóns fyrir rúm- um fimm árum og að því kom að hún kynnti pilt fyrir foreldrum sín- um. Slíkt er ekki alltaf auðvelt eins og margir þekkja. Ungmennin eru kvíðin og ýmsum brögðum er beitt til þess að sýna kosti mannsefnisins. Undirritaður þóttist vera kominn heldur lengra á náms- og þroska- brautinni en raun var á. Jón var fljót- ur að sjá í gegnum það en tók til- burðunum vel. Hann skildi að ýmis- legt varð á sig að leggja til þess að fá samþykki fyrir einkadótturinni. Jón vildi börnum sínum og fjöl- skyldu allt hið besta. Hann hafði sjálfur þurft að hafa fyrir hlutunum. Hann beindi börnum sínum inn á þær brautir sem hann taldi bestar. Hann var alla tíð fyrirhyggjusamur og nýtinn. íhaldssamur var hann í jákvæðri merkingu og gat verið þijóskur og stóð fast á sínu. Nú þegar hann er fallinn frá áttar mað- ur sig betur á því hversu fast hann lagði að börnum sínum að afla sér menntunar og studdi þau í að eign- ast þak yfir höfuðið. Jón var gjaf- mildur og rausnarlegur. Því var gott til hans að leita. Hann hafði ráð undir hverju rifí. Unguin manni tók hann vel. Hann ræddi málin og hélt fast fram sinni skoðun. En jafnframt virti hann skoðanir annarra. Það var gaman að ræða við Jón um lífið og tilver- una. Hann hafði margt séð á löngum ferli sínum sem leigubílstjóri hjá Hreyfli. Þá var honum tíðrætt um sjómennsku sem hann stundaði á árum áður og sérstaklega siglingar með físk til Englands á stríðsárun- um. Jón ólst upp í Vestmannaeyjum en var í sveit í Landeyjunum á sumr- in. Landeyjarnar voru honum kærar. Þangað fór hann reglulega og að- stoðaði ættingja sína. Eftirlifandi kona Jóns er Ásdís Jóhannesdóttir, fædd 19. desember 1924, frá Brekkum í Mýrdal. Börn Jóns og Ásdísar eru Viðar og Ingunn Björk. Viðar er fæddur 4. júní 1950, viðskiptafræðingur hjá Ríkisendur- skoðun. Kona hans er Magnea Sveinsdóttir verslunarmaður. Dóttir þeirra er Ástrós Björk. Ingunn Björk er fædd 25. október 1960. Unnusti hennar er Haraldur Þór Teitsson viðskiptafræðinemi. Sonur þeirra er Bjarki Þór. Ásdís átti áður son, Agnar Kolbeinsson, seín nú býr á Selfossi. Fjölskylda Jóns og Ásdísar er samheldin. Jón var vinafastur og ættrækinn. Honum var umhugað um velferð ættingja sinna og vina. Það var mér gæfa að kynnast honum. Það er okkur Ingunni huggun að hann fékk að kynnast nýfæddum syni okkar. Það var sérstakt blik í augum afans þegar hann hélt á Bjarka Þór, dóttursyni sínum. Þótt hann sé of ungur til þess að muna afa sinn fær hann að kynnast honum í gegnum okkur. Ég þakka þessum heiðursmanni samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Haraldur Þór Teitsson Sigurveig Vigfús- dóttir - Minning Fædd 11. september 1907 Dáin 15. október 1991 Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar með nokkrum orðum, sem í dag, miðvikudaginn 23. októ- ber, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu. Hún amma var sú besta vinkona sem hægt var að hugsa sér að eiga. Þó svo að nokkuð mörg ár væru á milli okkar var alltaf hægt að tala við hana sem jafningja og skildi hún mig manna best. Ég var elsta barnabarnið hennar ömmu og fyrstu sex ár ævi minnar það eina því að mamma var einkabarn ömmu. Þegar ég var yngri þá dvaldi ég oft um helgar hjá henni og áttum við ávallt góðar stundir saman. Hún kenndi mér ýmislegt eins og að pijóna og hekla og aldrei þraut þolinmæði hennar þó svo að ég gerði hveija vitleysuna á fætur annarri. Það ríkti alltaf svo mikill friður og ró hjá henni ömmu og minning- in um þá tíma sem ég bjó hjá henni eins og t.d. þegar ég var í Kvenna- skólanum, er yndisleg. Amma sá alltaf eitthvað gott í öllum og benti mér ávallt á góðu punktana í lífínu og tilverunni. Ömmu þótti mjög vænt um okkur systkinin og passaði ávallt að gera aldrei upp á milli okkar. Einnig þótti henni mjög vænt um hálf- systkinin mín og litlu systurdóttur rnína og var það gagnkvæmt hjá þeim. Ég veit að núna hefur hún amma fengið ósk sína uppfyllta. Hún fékk að fara yfir móðuna miklu án þess að finna nokkuð fyrir því og meðan hún var við góða heilsu, fyrir það þakka ég Guði. Ég sakna hennar ömmu mjög mikið en ég veit að núna er hún hjá afa Pétri og hinum ástvinum sínum sem farið hafa á undan henni. Hún mun alltaf eiga vissan stað í hjarta mínu. Guð varðveiti minninguna um hana elsku ömmu mina og geymi sálu hennar hjá sér í himnaríki. Sigurveig Birgisdóttir Lítil stúlka og eldri kona á rólu- velli. Þær eru frænkur og vinkonur og koma oft í þetta ævintýraland á Freyjugötunni, með heimsins stærstu rennibraut. Konan, hún Veiga, á þennan róluvöll. Hún á svo ótal margt sem heillar litla stúlku. Stóran skáp fullan af gömlum dúkkulísum í húsinu heima og garð svo stóran að auðvelt er að týnast í háu grasinu. Hún á líka mjúkt ból sem gott er að lúra í þreyttur. Stundirnar saman svo ljúfar að þær mega aldrei taka enda. „Við skulum deyja saman, Veiga,” segir litla stúlkan eitt sinn við frænku sína á róluvellinum. Ég gekk Freyjugötuna í morgun og fann ævintýralandið okkar aft- ur, þÖ svo miklu minna og breytt frá því einu sinni. Það er líka allt annað svo breytt, hún Veiga frænka er dáin. En eftir er ég og líf mitt heldur áfram, auðgað af minning- unni um bestu konu í heimi. Megi elsku Veiga mín hvíla í friði. Dilly

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.