Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 Minning: OddurJ. Tómasson málarameistari Fæddur 14. júlí 1897 Dáinn 12. október 1991 Oddur Júlíus var fæddur 14. júlí 1897 og taldi sér það til heiðurs. Hann var sonur hjónanna Vilhelm- ínu Sveinsdóttur og Tómasar Jóns- sonar fiskmatsmanns og skútuskip- stjóra. Þau reistu sér hús að Bræðraborgarstíg 35, Reykjavík. Ólu þar upp börn sín 6 að undan- skildum nokkrum árum er þau bjuggu í Viðey. Vilhelmína var áhugakona um garðrækt og rækt- aði bæði mat og skrautjurtir í garði síiium. Andlegri rækt sinnti hún í trúnaðarstörfum fyrir IOGT. Tómas maður hennar hlaut skipstjórarétt- indi að afloknum munnlegum próf- um undir umsjá skipstjóra herskips- ins Jyllen, frá hans hátign Dana- konungi, sem kom hér til hafnar þeirra erinda að prófa íslensk skip- stjórnarefni. Oddur var næstelstur sex systk- ina, og eru nú eftir tvö á lífi: Þuríð- ur f. 1901 og Jóna Guðbjörg f. 1904. Áður eru látin Louisa f. 1895, dáin 1973, Sveinn f. 1898, dáinn 1960 og yilhelmína Soffía f. 1908, dáin 1987. Öll þessi systkin festu bú í Vesturbænum og uxu og döfn- uðu með honum. Horfðu á túnin minnka, mýrarnar þorna, götumar lengjast og húsin stækka. Vestur- bærinn var eitt lifandi mannhaf margra kynslóða í frásögnum þess- ara systkina sem öll héldu og hafa haldið fullum skýrleika hugans, jafnt fjærminni sem nærminni auk þess sem þeim var öllum frásagnar- listin í blóð borin. Bræðraborgarstígur, Vestur- gata, Bakkastígur, Óldugata, Hofs- vallagata og Sólvallagata voru sá heimur sem ferðast var um á sunnu- dögum jafnt sem öðrum helgidög- um. Kaffi og langar þreytandi um- ræður ráku okkur krakkana út að leika. Með vaxandi þroska óx þó löngunin að sitja inni og hlusta, í dag heyrist örla fyrir söknuði margra að hafa ekki haldið til haga fróðleiksmolum þessara ára. Oddur Júlíus var ættstoltur mað- ur, og hélt minningu foreldra sinna á lofti fram á síðasta dag með fögru umtali. Ungur kynntist hann Rann- veigu Margréti Guðmundsdóttur f. 1902 og eignaðist með henni Hauk f. 1920, dáinn 1968, föður minn. Ekki varð úr sambúð þeirra. Hauk- ur ólst síðan upp hjá afa sínum og ömmu á Bræðraborgarstíg 35. Oddur kvæntist svo Guðbjörgu Eiríksdóttur f. 1900. Þau eignuðust sjö börn en misstu þijú þau yngstu. Hin eru Tómas f. 1925, Eiríkur f. 1926, Jóhannes f. 1928 og Jóhanna f. 1929. > t Eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR HALLGRÍMSSON, Sunnubraut 37, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 18. okóber. Þórhalla Friðriksdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KLARA ÓLSEN ÁRNADÓTTIR, Faxabraut 6, Keflavík, lést 21. október. Útförin auglýst síðar. Sigurður V. Ólafsson, Bára Guðmundsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Róbert Benitez, Margrét Ólsen Árnadóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALGEIR HAUKDAL ÁRSÆLSSON, lést mánudaginn 21. október. Fyrir hönd aðstandenda, Adeline Dagmar Andersen. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, EMILI'A KARLSDÓTTIR, Drápuhlíð 29, lést í Landakotsspítala föstudaginn 18. október. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 25. október kl. 15.00. Sverrir Steingrímsson, Sigríður Steingrimsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Steingrímur Sigurgeirsson, Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Kristrún Emilía Kristjánsdóttir. Sveinborg Símonardóttir, Kristján Hermannsson, Steingrímur Pálsson, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Svanur Kristjánsson, Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐMUNDA JÓNA JÓNSDÓTTIR frá Hofi í Dýrafirði, lést 21. október. Jarðarförin fer fram frá Þingeyrarkirkju 26. októ- ber kl. 14.00. Börn og tengdabörn. Munu afkomendur Odds nú vera 73 talsins. Oddur Júlíus, Oddur Tomm eða Oddur málari, eins og hann var oftast kallaður var mikill félags- hyggjumaður og lífskúnstner. Hann var einn af fyrstu ungu piltunum í KFUM hópnum hans séra Friðriks Friðrikssonar. Hann var einn af ellefu sem komu á Valhúsahæð árið 1911 þegar séra Friðrik stofn- aði Væringjasveit sína. Komst þó ekki í myndatökuna á tröppum safnhússins á Hverfísgötu nokkrum dögum seinna og þótti það miður ala ævi. Síðar varð hann einn af stofnendum skáta er Axel Tuliníus breytti Væringjum í skáta og stóð afi heiðursvörð þegar séra Friðrik vígði skátafánann 1912. Minntist afi þess oft með stolti. Þá var hann einn af stofnendum Loftleiða. Oddur lærði ungur málaraiðn og lauk sveinsprófí 1929. Var hann síðar einn af stofnendum Málara- sveinafélags Reykjavíkur 1928 og átti sæti í stjóm þess 1929 og var varaformaður 1932. Varþað honum mikil gleði er hann var sæmdur gullmerki félagsins á hálfrar aldar afmæli þess. Oddur hlaut meistararéttindi 1937. Vildi hann efla menntun málara við Iðnskólann og gaf til þess fé að þar yrði aukinn kennsla í efnafræði. Hann vann alla tíð að iðn sinni sem sjálfstæður verktaki, með fasta viðskiptavini lengst af, allt fram undir 1970 er hann varð að láta af störfum vegna gigtar og slitsjúkdóma. Hann var eftirsóttur í vinnu, var hamhleypa til verka og oft harður húsbóndi, en þó alltaf réttlátur og ekki fyrir smámuna- semi. Hann gerði sér hinsvegar oft og vel glaðan dag með góðum fríum og fór þá vítt og breitt um land ríðandi eða akandi, jafnan vel birg- ur af föngum, mat sem drykk, og veitti hvar sem hann kom og það af rausn. Hann var þjóðrækinn og vildi bara íslenskan mat. Tók hann sig til og lét smíða sér stór trog og hafði íslenskan sveitamat á borð- um við fermingu barna sinna sem þannig hefur verið vísir að því sem síðar varð vinsælt sem þorrablót. Oddur var höfðingi í eðli sínu, styrkur þeim sem minna máttu sín, og ef einhver dáðist að hlut í hans eigu var viðkvæðið; „eigðu það”. Hann hallaði sér þó helst til þétt að Bakkusi um tíma, sem varð til þess að honum hélst illa á fé og varð því ekki eignastór maður. Bæði gaf og missti. Af þessu orsök- uðust einnig sambúðarslit hans og Guðbjargar og bjó hann seinni hluta ævi sinnar einn að Vesturgötu 14. Stundaði þaðan vinnu og setti svip á bæinn. Var hann vel þekktur og kynntur því orð hann stóðu ávallt og launaði vel greiða. Hann hélt fast í gamia siði. Svaf hann alla tíð í stórri lokrekkju sem hann lét smíða sér. Er hann eltist og átti orðið erfitt um ferðir, varð honum til happs að fá inni á Vistheimilinu Víðinesi, Kjalarnesi, Kjós. Þar réð fyrir góður heimilisandi undir styrkri stjórn ábyrgra manna sem og ósérhlífnu starfsfólki. Átti afi þar gott heimili tvo áratugi og undi sér vel. Naut hann þar einnig virð- ingar fyrir glaðleika, kímni og skýra hugsun. Þökk sé sérstöku atlæti og góðri umönnun hjúkrunar- og starfsfólks á Víðinesi þessi 20 ár. Þar átti afi góða vini. Langvarandi stöður í málningar- stigum með pensil í átökum upp fyrir sig eru ekki vænleg til varð- veislu liða og vöðva, enda gerðist hann fótfúinn hin síðari ár. Tók sig þó alltaf á og reyndi að gera æfing- ar. Hafði hann alla jafnan orð á því að eini ljóðurinn væri að ekki væri unnt að sinna endurhæfingu á svo fjölmennum stað vegna að- stöðuleysis og átti sér þann draum að kröftug endurhæfing kæmist á legg í Víðinesi. Oddur mátti líkt og aðrir beygja sig fyrir Elli kerlingu. Sjónin dapr- aðist og síðustu árin greindi hann aðeins útlínur og sá birtumun. „Hver ert þú?” var fyrsta spuming er einhver ávarpaði hann. Oftast svaraði hann sér sjálfur er hann heyrði röddina. Tvö síðustu árin átti hann mjög erfítt með gang og fór um í hjólastól. Hlustaði þó ætíð á fréttir í útvarpi og sjónvarpi og starfsfólk var iðið að lesa úr blöðum fyrir hann. Fylgdist hann með þjóð- málum og heimsfréttum fram á síð- asta dag. Kvöldið áður en hann dó sat hann á tali við vakthafandi næturhjúkrunarkonu og verið var að lesa fyrir hann úr morgunblöðun- um er hann skildi við. Oddur Júlíus, var alla tíð ákveð- inn og fljótur til svars, fáorður en hnyttinn. Hitt hefur farið lægra að Oddur var hagmæltur og orti mikið bæði að bragði og af yfirvegun. Hirti hann lítt um ljóð sín og því hefur lítið varðveist. Ekki ætla ég að setja á blað þá sífelldu uppörvun og þann styrk sem afi veitti mér með jákvæðum samræðum, vakandi áhuga og sannfæringu um að allt gengi vel er eitthvað blés á móti. Þetta var ekki yfirborðskennt, heldur fylgdi hann áhuga sínum eftir með því að hringja jafnt og þétt og kanna framgang mála. Veit ég að svo var með aðra ættingja hans. Þá sem hann hitti sjaldan spurðist hann fyrir um með orðunum; „hefurðu eitthvað heyrt frá...”, eða „hvað kanntu að segja mér af. . .”. Oddur átti sterka trú og fór ekki dult með það. Vissi hvert stefndi og sagðist jafnan tilbúinn að mæta drottni sínum. Sagði þó stundum að úr því hann hefði náð því að verða 90 ára, hefði hann ekkert á móti því að halda veislu 95 ára. Lifði einn dag í einu og fór með bænirnar sínar hvert kveld alla ævi. Þakkaði af heilum hug ef ein- hver kom í heimsókn og kvaddi með orðunum; „Þakka þér fyrir komuna, þetta var góður dagur”. Það ev með hálfum hug að ég verð að viðurkenna að þessum háa aldri og sinni skýi-u hugsun náði afi þrátt fyrir að hann reykti tæp- lega tvo pakka af sígarettum á dag og tæki í nefið. Ætla má að áhugi hans fyrir líkamsrækt á yngri árum sem og sérviska í mataræði sem áður gat eigi þar hlut að máli. Á æskuárum mínum virtust allir þekkja afa. Það eru hinsvegar örlög þeirra sem ná háum aldri, að sífellt hellast fleiri úr lestinni. Fyrst for- eldrar, þá vinir og jafnaldrar, loks börn og jafnvel barnabörn. Eftir situr maður sjálfur gamall og ein- mana og jafnvel ókunnur sínum nánustu niðjum. Afi var þó ekki slíkur að hann væri aleinn og ein- mana. Hann fylgdist vel með og hélt tengslum hvað hann gat. í minningu barna-barna-barna er hann afi gamli sem situr í stóln- um sínum með heyrnartól frá dæg- urmálaútvarpi og danstónlist á eyr- unum, sígarettu í hendi og hlær við þegar hann segir skondnar sögur. Víst hafa skipst á veður í lifi Odds Júlíusar. Hann hefur þó aldrei borið kvíða sinn né sorg á torg, verið stoltur, glaður, hvetjandi og hrókur alls fagnaðar fram á síðasta dag. Slík er sú mynd er ég varðveiti um afa minn og vin minn Odd J. Tómas- son. Arnar og fjölskylda. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gðmlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. •Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svéfninum langa. (Höf. Óm Ámason) í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju afí okkar Oddur J. Tómasson málarameistari sem lést á vistheimilinu Víðinesi þann 12. okt. sl. Afi fæddist í Reykjavík 14. júlí 1897 sonur hjónanna Vilhelmínu Sveinsdóttur og Tómasar Jónssonar skipstjóra og fiskmatsmanns. Hann eignaðist 7 börn, lifa fjögur föður sinn. Afí lærði málaraiðn og vann við það alla tíð og þótti verk- maður góður. Hann vann ásamt öðrum að stofnun Sveinafélags málara og síð- ar að Málarameistarafélaginu. Afi var einn af þeim mönnum sem alltaf var með svar á reiðum höndum. Það tókst fáum að setja ofan í við afa karlinn, án þess að fá það beint til baka. Hann var ekki lengi að skjóta fram hnitmið- uðum svörum eða stuttum vísum sem hann átti nóg af. Einnig afi ógrynni af sögum og þá sérstaklega af málaraferli sínum. Sá tími var honum ferskur í minni. Ásamt sög- um, þá hafði afi yfirleitt ráð undir rifi hveiju, hvort sem það var meint í glensi eða alvöru. Fólk varð bara að túlka það á sinn hátt. En nú er hann lagður af stað yfir móðuna miklu. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, það sama má segja um veg afa okkar. Margt gekk á og rnargt gerð- ist, en klukkan hans hélt áfram að ganga sinn vanagang þó að líkam- inn hafí oft þurft að þola margt, þá var afi aldeilis ekki á þeim bux- unum að gefast upp, heldur gekk áfram hnarrreistur, í gegnum súrt og sætt. Hans leiðarljós í lífínu var mikill lífskraftur, ákveðnar skoðan- ir og gott skap. Við systkinin viljum sérstaklega færa starfsfólki og vistmönnum Víðiness þakkir fyrir alla þá góðu umönnun og aðstoð sem það veitti honum. Við biðjum Guð að blessa og varðveita afa okkar. Grétar, Oddur og Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.