Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 1991 ! ! 35 Kveðjuorð: Helga Sigurðar- dóttír; Seyðisfirði Hún Helga á pósthúsinu, vinkona mín, hefði orðið sjötug í gær, 22. október, ef hún hefði lifað. En hún andaðist 2. sept. sl. eftir stranga 3 mánaða baráttu eiginlega upp á líf og dauða hvern dag. .___ ■ Dauðinn kemur alltaf óvænt jafn- vel þótt mann gruni að hveiju fer. Þó er dauðinn jafn sjálfsagður og lífið sjálft. Lífið, þessi ferð frá því við fæðumst þar til við deyjum. Við vinir Helgu hér syðra veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera til að gleðja hana á afmælisdaginn. Við sem eftir lifum getum ekki ver- ið með henni í þeim eilífa fagnaði sem hún tekur nú þátt í. Við getum aðeins sest niður og hugsað til henn- ar með þakklæti og reynt að muna hana eins og hún var. Helga var samofin Seyðisfirði í huga mínum og það verður tómlegt að koma þangað og vita að maður getur ekki bankað upp á hjá Helgu og tekið í höndina hennar traustu og heyrt hressilegu röddina hennar. Það var fastur liður að Helga bauð okkur í mat þegar við dvöldum á Seyðisfirði. Þá var hátíð í gamla húsinu hennar á Austurveginum. Borðið gamla svignaði undan kræs- ingunum og á því var postulín úr búi foreldra hennar og silfurhnífa- pör. Alltaf var sami maturinn á borð- um, steikur lambahryggur með öllu tilheyrandi og þetta er sá besti lambahryggur sem ég hef smakkað. Sjálf lék Helga á als oddi í þessum boðum og'fræddi okkur um menn og málefni sem upp komu í hugann hveiju sinni. Það var stórkostlegt að vera gestur hjá Helgu. Hún var mikill barnavinur þótt ekki ætti hún sjálf börn. Börnin mín sóttu mjög til hennar og alltaf átti hún eitthvað gott í litla munna. Seinustu árin hennar Helgu í gamla húsinu voru erfið. Bæði var heilsa hennar ekki góð og húsið þurfti mikið viðhald sem Helga veigraði sér við að leggja í. Hún fékk sér kött til að fæla burt mýs úr húsinu. Henni þótti mjög vænt um kisa sinn og var hann mjög hændur að henni. Kisi var sérvitur og fastur fyrir líkt og eigandinn. Hann lét sig hverfa um iíkt leyti og Helga flutti úr gamla húsinu. Helga tók þetta ákaflega nærri sér en fannst jafnframt gott að þurfa ekki að láta svæfa kisa þegar hún flytti í nýja húsið. Það voru vinir Helgu og frænka hennar sem aðstoðuðu hana við flutningana. Helgu tókst að yfirfæra stemmninguna úr gamla húsinu í það nýja. Þar ríkti sami eilífðarblærinn og var í því gamla. Gestrisni Helgu var einstök og Helga var sú sama þótt í öðru umhverfi væri. Helga lærði á bíl þegar hún var orðin nærri fimmtug. Það kom í hlut mannsins rníns að kenna hennj á bíl. Hún var honum ævinlega þakk- lát fyrir það verk. Eitt sinn er við vorum bíllaus á Seyðisfirði ók hún með ^okkur upp í Hallormsstað á garnía Volkswagenbílnum sínum. Eg held að hún hafi haft mikla gleði af því að geta ekið á bílnum sínum í stuttar ferðir á sumrin og í vinn- una á vetrum. Helga var ekki komin suður til að deyja þegar hún kom í maí í vor. Hún vissi að hún þurfti að fara í aðgerð en hún sagði alltaf að það væri ekkert alvarlegt að sér og þetta mundi ganga fljótt og vel fyrir sig. Síðan ætlaði hún heim og taka loka- sprettinn á starfsferli sínum á póst- húsinu á Seyðisfirði með vinum sín- um þar. Hún hlakkaði til að geta hvílt sig og ræktað vináttuna það sem eftir lifði ævinnar. Fáa hef ég þekkt sem ræktu betur vini sína^en Helga gerði. Þegar hún var stödd hér syðra hringdi hún í okkur vini sína og sagðist verða í bænum ákveðna daga, síðan voru skipulagð- ar heimsóknir og vinirnir sóttu hana ýmist í kaffi eða mat nema hvort- tveggja væri. En nú hringir hún ekki framar. Lokabaráttan var hörð og okkur tók sárt að horfa upp á Helgu okkar svona mikið veika. Frá þessum síð- ustu ævidögum hennar er mér minn- isstæðust sú ró sem var yfir Helgu og sú fallega vinátta sem var milli hennar og Klöru vinkonu hennar. Vart leið sá dagur að Klara sæti ekki við rúmið hennar Helgu og héldi í hönd hennar. En nú þegar Helga hefur kvatt okkkur mun hönd Guðs taka við og leiða hana. Ég mun ávallt minnast Helgu og vera stolt yfir því að hafa fengið að kynnast henni og verða vinkona hennar. Við vorum báðar haustsins börn, báðar áttum við afmæli í októ- ber. Við töluðum oft um það hvað okkur fannst notalegt á haustin og fátt veit ég fegurra en haustkvöld í logni á Seyðisfirði. Hún Helga lifir ekki fleiri haust- kvöld á Seyðisfirði. En ef ég kem þangað aftur mun ég setjast niður á góðum stað við fjörðinn fagra og minnast Helgu á pósthúsinu. Ég fel hana Guði. Jóhanna Sigr. Sigurðardóttir Kveðjuorð: Sigrún Bjamason Fædd 5. mars 1947 Dáin 8. október 1991 Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? (Einar Benediktsson) 14. október sl. var gerð útför Sigrúnar Bjarnason frá Dómkirkj- unni. Sigrún fæddist 5. mars 1947 í New York. Var hún eldri dóttir Helgu Kristínar Claessen og manns hennar, Leifs Bjarnasonar, hag- fræðings. Leifur dó af slysförum 1954 og flutti Helga heim alkomin með dætur sínar 1957. Sigrún flutti svo aftur til Banda- ríkjanna um tvítugsaldur. Vann fyrst í New York en átti síðan heima í Flórída eftir það. Gerðist verslun- areigandi og seldi heilsuvörur. Var hún þar að sinna miklu áhugamáli sínu í sambandi við alls konar bæti- efni úr náttúrunni og hollt matar- æði. Sigrún var mikill umhverfissinni og dýravinur. Hún var ákveðin í skoðunum og mjög fús að miðla öðrum af þekkingu sinni á hollustu- vörum og venjum. Ilún var sérstak- lega jákvæð og glaðlynd og einstak- Iega skemmtileg. Sigrún kom alltaf heim til fjölskyldu sinnar um jólin og þegar hún kom heim um síðustu jól geislaði hún af hamingju enda var með henni unnusti hennar, Lee Horning frá Bandaríkjunum. Svo ótrúlega grimm voru örlögin að einmitt á þessum tíma greindist Sigrún með alvarlegan sjúkdóm. Sigrún tók þeim tíðindum eins og sönn hetja og sýndi ótrúlegan sálar- styrk og kjark í baráttu sinni fyrir lífinu. Að baki hennar stóðu móðir hennar, Helga, systir hennar, og Leifur, systursonurinn, og studdu hana með öllum ráðum. Helga sýndi mikla fórnfýsi og systurkærleik enda voru þær systur miklar vin- konur og studdu hvor aðra alla tíð síðan þær voru litlar. Unnusti Sig- rúnar gaf henni styrk daglega með því að hringja til hennar og er sorg hans mikil nú. En kallið nálgaðist og er það kom var Sigrún ekki hrædd við dauðann þó hún elskaði lífið. Sigrún kynntist Braga Skúlasyni, sjýkrahúspresti á Landspítalanum, og hafði orð á að þar fengi hún mikinn styrk. Einnig veitti Bragi fjölskyldunni mikla hjálp og stuðning í þessari sorg. Söknuðurinn við fráfall Sigrúnar er mjög sár og sorgin mikil. En minningin er björt og fullvissan um annað líf eftir dauðann veitir hugg- un. Ég vona að hún gefi mágkonu minni og fjölskyldu hennar styrk á þessum döpru dögum. Guð blessi minningu Sigrúnar. Sigurlaug Claessen + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ELÍNAR GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Austurhlíð, Biskupstungum. Guðrún Guðmundsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir. Í Innilegar þakkir við andlát og útför KATRÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Stigahlíð 18. Sérstakar þakkar til starfsfólk lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Dóra Gróa Jónsdóttir, Katrín Einarsdóttir. Guðjón Pálsson, Dóra Gróa Katrínardóttir. Kristínn Finnboga son - Kveðjuorð Auk landsfrægrar atorku og framkvæmdasemi þekkti ég Kristin Finnbogason að greiðvikni. Það var stundum sem hann leitaði uppi þá sem máttu sín miður til að rétta þeim hjálparhönd. Og ungu fólki sem vildi sanna sig var hann ávallt reiðubúinn að gefa tækifæri. Fundum okkar bar fyrst saman um vor árið 1986, þegar hann réð mig til sín sem blaðmann við Tím- ann. Ég varð einn af fjölmörgum nýgræðingum á ritstjórn blaðsins, sem átti að endurreisa á rústum NT og gömlu orðspori. Kristinn tók fúslega áhættur, en ferill margra sem þarna hófu störf í blaða- mennsku, ber skynbragði hans glöggt vitni. Kristin kveð ég með þakklæti í huga, og votta Guðbjörgu konu hans og aðstandendum einlæga samúð. Þór Jónsson + Faðir okkar, GÍSLI RÚNAR MARÍSSON, Presthúsabraut 25, Akranesi, sem lést þann 17. október verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Guðbjörg Gísladóttir, Andrea Jenný Gísladóttir, Marís Rúnar Gíslason. Svava Kristín Gísladóttir. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ELÍASSON, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. 'október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Hanna Ragnarsdóttir, Árni S. Jónsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMARS KRISTINS GUÐNASONAR, Hrafnistu, Laugarási. Bestu þakkir færum við samstarfs- mönnum Ölgerðarinnar hf. og starfs- fólki Hrafnistu. Guðbjörg Offringa, Gréta F. Kristinsdóttir, Lilja Kr. Þorsteinsdóttir, Jón R. Offringa, Kathryn Lilja, Helgi Jökulsson, Guðrún Helgadóttir, David Kr. Offringa, Melissa og Danielle. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA GESTSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Vigdís Pálsdóttir, Sveinn Guðnason, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Elín Guðnadóttir, Ellert Skúlason, Ingunn Guðnadóttir, Bjarni Jónsson, Gestur Guðnason, Oddrún Guðsveinsdóttir, Pálína Guðnadóttir, Eirikur Ragnarsson, Kristín Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendun við öllum sem sýndu hlýhug og virðingu við andlát og jarðarför SÓLVEIGAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimií- inu Grund. Guðrún Soffia Gfsladóttir, Sigurgeir Páll Gíslason og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.