Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 36 * fólk í fréttum MYNDBÖND „Veðmál” um skaðsemi reykinga Fyrir nokkru lauk gerð mynd- bands sem ber nafnið „Veð- málið”, en það er unnið af aðilum hjá Krabbameinsfélaginu og á að leiða unglingum fyrir sjónir skað- semi reykinga. Handritið er eftir fræðslufulltrúana Ernu Haralds- dóttur og Odd Albertsson sem störf- uðu á vegum Krabbameinsfélagsins síðast liðinn vetur, fóru þá í skóla vítt og breitt og fræddu unglinga um vágestinn tóbakið. Það var nið- urstaða fulltrúana eftir veturinn, að ýmsar leiðir væru betri til fræðslu í þessum efnum heldur en að standa upp á endann í skóla- stofu og segja umbúðalaust að það væri lífshættulegt að reykja, því gröfín og dauðin eru ekki beinlínis efst á baugi hjá unglingum, þvert á móti. Gerð myndbands gæti skilað verkinu betur og nú hefur það geng- ið eftir. ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavlk Símar 624631 / 624699 „Að sögn Odds-og Ernu, fjallar „Veðmálið” um „krabbakarl” sem kemur í skólastofu uppfullur af tölum sem hann les yfír krakkana um það hversu hættulegt það sé að reykja og hve margir deyi ár hvert úr iungnakrabba og öðrum pestum tengdum reykingum. Þá rís úr sæti aðaltöffari bekkjarins og lýsir því yfir að þetta sé allt lygi og hann vilji veðja við fræðslufull- trúann að hann geti sannað að töl- urnar séu allt of háar og málflutn- ingur hans sé ekkert annað en hræðsluáróður. Fulltrúinn tekur veðmálinu og fjallar myndbandið síðan um það hvernig krakkarnir komast sjálfir til botns í málinu. Iæikararnir í myndbandinu voru valdir úr 30 manna hópi úr þremur grunnskólum í Reykjavík. Flestir eða allir höfðu fíktað við reykingar. Sumir eiga foreldra sem reykja- pakka á dag. Bandið er alls 18 mínútur að renna sitt skeið og verð- ur trúlega notað við fræðslu í skól- um á þeim vetri sem nú er að halda innreið sína. Handritahöfundurinn Oddur, er einnig leikstjóri. Hann hefur unnið árum saman sem æskulýðsfulltrúi og meðferðarfulltrúi auk þess sem hann hefur menntað sig í kvik- mynda- og leikhúsfræðum. Hann sagði að það hefði reynst auðvelt að vinna með unglingunum, þeir væru oft og iðulega eina fólkið með viti sem yrði á vegi hans. Hinn handritahöfundurinn, Erna, er einn- ig hjúkrunarfræðingur og sagði hún Ritsafnið Rætur íslenskrar mmingar eftir Einar Pálsson Enginn getur tekið þátt í alvarlegum umræð- um um fornmenningu íslendinga sem ekki hefur lesið þetta ritsafn. Það gjörbreytir flestu, sem menn vissu áður um efnið. Ritsafnið er nú til - öll 9 bindin - í vandaðri útgáfu og fallegu bandi. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík. sími 25149. gott að einhver úr heilbrigðisblokk- inni hefði verið með í ráðum. „Krakkarnir læra margt á þessu, margt sem engan þeirra óraði fyrir áður. Og þeir læra það með áþreif- anlegum hætti. Reka sig á stað- reyndir en ekki einhvern óljósan áróður,” sagði Erna. Oddur og myndatökumaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hafa í hyggju að vinna meira saman að unglingamálum í framtíðinni og hafa boðið skólayfirvöldum að kenna unglingum m.a. gerð mynd- banda frá bytjun til enda, þannig að þeir gætu t.d. á eigin spýtur gert stuttmyndir og hreyfimyndir. DAGUR UOSSINS Viðurkenningar fyrir lýsingarkerfi Ljóstæknifélag íslands veitti ný- lega viðurkenningar fyrir at- hyglisverð lýsingarkerfi í fímm byggingum. Byggingarnar eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða Sunnu- hlíð, Nesjavallavirkjun, Tannlækn- amiðstöðin Hofsbót 4 Akureyri og Listasafn íslands. Hér má sjá hús- ráðendur bygginganna með viður- kenningarnar. í miðjunni stendur Egill Skúli Ingibergsson formaður Ljóstæknifélagsins. Viðurkenning- arnar eru veittar í tengslum við kynningarátak Ljóstæknifélagsins og Félags raftækjasala sem nú stendur yfir. Þema átaksins er vinn- ulýsing á heimilum. « Morgunblaðið/Kári Jónsson Hópur þátttakenda á þjálfaranámskeiði FRÍ, Ól-nefndar og IAAF á Laugarvatni 11.-13. október. FRJALSÍÞROTTIR Yelheppnuð þjálfara- námskeið á Laugarvatni Laugarvatni. Dagana 11. til 13. október fór fram á Laugarvatni þjálfara- námskeið fyrir starfandi fijáls- íþróttaþjálfara og íþróttafólk. Nám- skeiðið var haldið af hálfu fræðslu- amhjálparinnar og alþjóðafrjáls- íþróttasámbandsins. Tuttugu og þrír þjálfarar og íþróttamenn sóttu námskeiðið. Leiðbeinendur voru tveir þýskir fjölþrautaþjálfari og Frank Hensel, sprett- og grindahlaupsþjálfari. Alþjóða ólympíusamhjálpin styrkti námskeiðið. Kári.- nefndar FRI með aðstoð Ólympíus- landsliðsþjálfarar þeir Karl Zilcjh, Morgunblaðið/pþ. Hópurinn sem stóð að gerð myndbandsins, í sófanum f.v. Ingibjörg, Símon, Valgerður, Gunnlaug, Tinna og Þór. Á gólfinu f.v. Oddur, Erna og Marteinn. TÍSKA Sýndu haust- og vetrar- tískuna í Keflavík Keflavík. Keflvíkingum og öðrum Suður- nesjamonnum gafst kostur á að kynnast nýjustu haust- og vetr- artískunni frá Creation Mademois- elle frá Þýskalandi á Flughóteli í síðustu viku. Fyrir sýningunni stóð verslunin Persóna í Keflavík og sýndu sýningarstúlkur frá Módel- samtökunum undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur. Fjöldi gesta kom til að horfa á tískusýninguna enda ekki á hveijum degi sem sýning sem þessi er haldin í Keflavík. -BB Morgunblaðið/Björn Blöndal Húsfylli var í Flughótelinu i Keflavík þegar sýningarstúlkur úr Módelsamtökunum sýnu nýj- ustu haust- og vetrartískuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.