Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991 io/j © 1990 Universal Press Syndicate „flctnyi. er sóLginn L kinverskaru ma£." Hann er aldrei þreyGandi í veislum. Ég leiði öll samtöl hans... HOGNI HREKKVISI HUMARSAtE« ...EP /ý1EP öLERSKERA — " Sólfar Það var tilhlökkunarefni. þegar Reykjavíkurborg ákvað að láta smíða listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason og því var fundinn staður við Sæbrautina, þar sem himinn, haf og fjarlæg fjöll virtust eiga að ramma inn þetta magnaða verk. Smíði verksins var auðsjáan- lega góð, en af hverju snýr það í mann skutnum? Átti það ekki að stefna í sólsetursátt? Uppsetning útiiistaverka lýtur sömu lögmálum og uppsetning ann- arra myndverka, umgjörð og um- hverfi verður að henta til þess að þau njóti sín, smekkvísi og næmni ræður hvernig til tekst. Ég keyri aldrei svo hjá að ég kíki ekki á Sólfarið og nokkrar ferð- ir hef ég gert mér á kajann til að njóta þess. Fljótlega læddist að mér sá grunur að verkið stæði of lágt. Reyndar var í upphafi slakki í stein- hleðslunni, sem hélt opinni sýn að verkjnu um sinn, en það stóð ekki lengi, hleðslan hækkaði smátt og smátt, þannig að af götunni sást aðeins efri hluti skipsins. Þetta þýddi að vegfarendum var fyrir- munað að sjá Sólfarið allt. Voru þetta ekki mistök? Ekki þótti nóg að gert, nú var gerð steinsteypt kví innan við skip- ið. Þannig að ekki náðu upp úr nema efri hlutar skuts og stefnis og rétt sást á efstu boga. Þó keyrði um þverbak þegar innan við kvína risu „siglingamerki”, sem báru Sólfarið svo ofurliði að það nærri týndist. Listaverkið heitir ekki „sjósetn- ing” og þetta tildur í kringum það á ekkert skylt við hugmyndir höf- undarins. Verk Jóns Gunnars höfðu alltaf dýpri merkingu en fyrsta sýn gaf til kynna. Þau byggðust á fræð- um, sem hann hafði tileinkað sér og þróað með sér. Þetta þekkja félagar hans mætavel sem og allir þeir er unna verkum hans. Hver gefur mönnum leyfi til að leika sér þannig með listaverk lát- inna höfunda? Hvar eru ráðgjafar borgarinnar? Hvað yrði sagt við því ef einhver tæki mynd Kjarvals „Nökkvi” og teiknaði leiðarmerki inn á málverkið? Mér finnst þetta alveg jafn gróft. Þeir sem hlut eiga að máli í þessu tilfelli útfæra hug- mynd sem þeir eiga ekkert í og misþyrma verki sem listamaðurinn lét frá sér fullmótaða í frummynd- inni. Ég er þess fullviss að Jón Gunn- ar hefði aldrei samþykkt þessa út- færslu. Því legg ég til, áður en í frekara óefni er komið, að „bátakví- in” verði rifin, „siglingamerkin” tekin niður og undirstaðan hækkuð. Listaverkið verði í sjónhæð frá götu svo að þetta fley hugans fái notið sín óhindrað, vegfarendum til yndis. Vegfarandi um Sæbraut -------*-*-*------ Kalt er manns- ins hjarta Ég var að lesa frétt frá Blöndu- ósi um kúna, er lengdi líf sitt um einn sólarhring. Þetta er ljót saga. Mér kemur í hug hvort dýrin, sem við tökum að okkur, eigi ekkert til- kall til mannúðar eða tiliitssemi af okkar hálfu. Fyrir ekki alllöngu, lagði önnur kýr á flótta, hún forðaði sér langa leið á sundi. Hún fékk aðra með- ferð. Þar voru hjartahlýja og mann- úð ekki gleymd hugtök. Þuríður Sörensen t>essir hríngdu . . Þakkir til starfsfólks í Esso-skála Helenu langar að færa þakkir fýrir frábæra þjónustu starfs- fólksins í Esso-söluskálanum á Nesjum við Hornafjörð 7. október sl. Sólmyrkvamyndir Að gefnu tilefni eru þeir sem sáu hlut á lofti, er brá fyrir við sólmyrkvann 1954, beðnir að skrifa í pósthólf 1097, 121 Reykjavík. Anna Þórhallsdóttir söngkona á einkarrétt á þessum frægu myndum sem hún tók er myrkvinn var að hverfa frá sólu 30. júní þetta ár. Listviðburður Jón Bjarnason hringdi og vildi koma á framfæri þökkum fyrir sýningu í Galleríi 1 1 á Skóiavörð- ustíg. Þar er Sigurður Eyþórsson með sýningu og Jón sagði hana frábæra og langt síðan hann hefði séð jafn góð málverk og teikning- arnar hefðu verið mjög athyglisverðar. Víkveiji skrifar Isíðustu viku kynnti Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra á Alþingi niðurstöðu nefndar, er hann skipaði í maí til að huga að kaupum á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, að flugrekstri gæslunnar og sam- vinnu hennar við aðra aðila, svo sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. I frásögnum af áliti nefndarinnar hafa fjölmiðlar lagt áherslu á mis- munandi atriði. Bent hefur verið á að nefndin telur að athuga beri,. hvort íslendingar geti tekið að sér starfrækslu björgunarsveitar varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vak- in hefur verið athygli á því, að í áliti nefndarinnar er sá kostur kynntur að kannaður verði markað- ur fyrir notaðar þyrlur til kaups eða leigu fyrir Landhelgisgæsluna. Loks hefur verið skýrt frá því, að í áliti nefndarinnar segir að endur- skoða beri yfirstjórn björgunarmála í landinu, meðal annars í því skyni að gera starfsemi Landhelgisgæsl- unnar markvissari og nýta þyrlu- kost hennar sem best við björgun- ar- og eftirlitsstörf. XXX Igreinargerð Þorsteins Þorsteins- sonar flugvélaverkfræðings, sem er hluti af skýrslu þyrlunefnd- ar, kemur fram, að engin þyrla virð- ist fáanleg á heimsmarkaði, sem uppfyllir öll skilyrði greinargerðar með tillögu til þingsályktunar, sem samþykkt var á Alþingi skömmu fyrir síðustu kosningar. Þorsteinn Þorsteinsson bendir einnig á, að stofnkostnaður við nýja þyrlu sé væntanlega 470 til 840 milljónir króna, eftir því hvaða kostur er valinn. Þá telur hann að árlegur rekstrarkostnaður viðbótarþyrlu sé 40 til 80 milljónir króna. Sýnist ekki óeðlilegt að stjórn- völd staldri við og hugi vel að öllum kostum í þessu máli, áður en ákvarðanir um svo há útgjöld eru tekin. Bendir þyrlunefnd á, að ein- mitt í vetur verði líklega sjö björg- unarþyrlur hér á landi á vegum varnarliðsins, sem er að taka nýjar og fullkomnar þyrlur í notkun. „Það er því með engu móti unnt að segja, að hættuástand ríki um þessar mundir hér vegna skorts á björg- unarþyrlum,” segir í nefndarálitinu. xxx Björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur sinnt störfum sínum méð glæsibrag um langt árabil. Fyrir hennar til- stilli og vegna mikillar hæfni liðs- manna sveitarinnar hefur mörgu mannslífi verið bjargað. Víkverja finnst því fráleitt að umræður um álit þyrlunefndar snúist um hæfni Bandaríkjamanna til að sinna hér björgunarstörfum. Þeir hafa margs- annað hana. Á baksíðu Þjóðviljans á laugar- dag birtist samtal við Kristján Guð- mundsson, formann Nemendafé- lags Stýrimannaskólans, þar sem hann virðist draga þá ályktun af áliti þyrlunefndar, að hún leggi til að bandarískir þyrluflugmenn taki við af íslenskum. Formaðurinn get- ur ekki hafa lesið skýrslu nefndar- innar, því að þar er lögð áhersla á allt annað en þetta. Virðist Kristján Guðmundsson í orðum sínum ganga að því vísu, að Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, hafi farið með rétt mál, þegar hann túlkaði skýrslu nefndar- innar á Alþingi, án þess að hafa lesið hana. Formaður Nemendafé- lags Stýrimannaskólans er ekki hinn eini sem hefur orðið hált á því að taka mark á formanni Alþýðu- bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.