Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.10.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYGGING Jk RISC SYSTEM/6000 8EM BRÚAR SJÓVÁ'JOALMENNAR KEYRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: IBM AIX MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. -j Dómur í Ávöxtunarmáli: Eigendur fyrirtæk- isins dæmdir í 2 og 2 Vi árs fangelsi EIGENDUR Ávöxtunar sf, Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, voru í gær dæmdir í sakadómi Reykjavíkur í 2 og 2 Vi árs óskilorðs- bundið fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Fjársvik Péturs, sem fékk þyngri dóminn, eru talin hafa numið um 75 milljónum króna á núvirði en fjársvik Ármanns um 60 nnlljónum. Mennirnir voru sýknaðir fyrir nokkurn hluta ákæruliða og gert að greiða 7/12 hluta sakarkostnað- ar en 5/12 hlutar greiðast úr ríkis- sjóði. Reynir Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi, og Hrafn Bach- mann, fyrrum framkvæmdastjóri Kjötmiðstöðvarinnar, voru sýknaðir af þeim ákærum sem fram voru bornar gegn þeim. Meðal þess sem Pétur Björnsson og Ármann Reynisson voru sak- felldir fyrir voru brot á lögum um Veðrið: Hlýrra á Is- landi en í Mið-Evrópu HITI verður hærri á'íslandi en í Mið-Evrópu næstu daga. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Jónssyni, veður- fræðingi, þarf að leita allt til Suður-Evrópu til að finna hærri meðalhita en er hér á landi um þessar mundir. Magnús segir að næstu daga megi búast við afar mildu veðri á Islandi. í dag verði hiti um 8-10 stig á höfðuborgarsvæð- inu en gæti farið upp í 16 stig norðanlands, á morgun megi búast við 4-8 stiga hita, á föstu- dag verði hiti svipaður en á laugardag gæti hlýnað á -ný. Hann segir að áfram verði fremur kalt í Skandinavíu og Mið-Evrópu, um frostmark á nóttunni en hitinn upp í 10 stig á daginn. Leita þurfi suður fyr- ir Mið-Evrópu eftir þokkalegum hita, um 15 stigum yfirdaginn. Aðspurður sagðist Magnús hafa á tilfinningunni að hitastig hefði verið í meðallagi það sem af væri hausti en vissulega hefði hlýindakaflinn síðustu daga haft sín áhrif. Látinn eftir meðvitundar- leysií 16 ár LÁTINN er Björgvin Magnússon, 20 ára gamall piltur úr Hafnar- firði, sem verið hafði meðvitund- arlaus allt frá því hann slasaðist í árekstri á mótum Hringbrautar og Sóleyjargötu í Reykjavík 18 febrúar 1976, þá 4 Vi árs gamall. Björgvin var ásamt foreldrum sínum og félaga föður síns í bíl er þau lentu í árekstri við strætisvagn. Við áreksturinn hlaut Björgvin al- varlegan heila- og mænuskaða og vaknaði hann aldrei til fullrar með- vitundar í þau rúm 16 ár sem hann lifði eftir slysið. verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti með aug- lýsingum um starfsemi fyrirtækis- ins. Þá var ákvörðun ríkissaksókn- ara árið 1986 um að höfða ekki mál gegn Ávöxtunarmönnum eftir rannsókn á málum fyrirtækisins, talin bindandi fyrir ákæruvaldið um einn kafla ákærunnar og var honum því vísað frá. Reynir Ragnarsson var meðal annars sýknaður á grundvelli fyrn- ingar af ákærum um að hafa brotið lög með áritun sinni á reiknings- skil Ávöxtunar sf. og Verðbréfa- sjóðs Ávöxtunar hf. fyrir árið 1987 Fundið var að mörgum atriðum hvað reikninsskilin varðar í dómin- um en sagt að þar sem þessi brot varði aðeins sektum fyrnist þau á tveimur árum. Fyrningarfrestur hafi aldrei verið rofinn með lög- formlegum hætti af rannsóknarlög- reglustjóra eða löglærðum fulltrúa hans. Veijendur Ármanns og Péturs og sækjandi hafa tekið sér frest til að ákveða hvort þeir skjóti málinu til Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Pétur Guð- geirsson sakadómari, sem var dómsformaður, og sérfróðir með- dómsmenn hans; löggiltu endur- skoðendurnir Sigurður Stefánsson og Sigurður Pálsson. Sjá einnig bls. 4. Lögreglan í Hafnarfirði handtekur byssumanninn Hafnarfj örður: Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ölvaður byssumaður tekinn skammt frá Reykjanesbraut Víkingasveit lögreglunnar kölluð út ÖLVAÐUR maður vopnaður tvíhleyptri haglabyssu var handtek- inn af lögreglunni í Hafnarfirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var þá staddur fyrir utan íshús Reykdals í gamla bæn- um, í aðeins 100 metra fjarlægð frá Reykjanesbraut. Talið er að hann hafi náð að hleypa af einu skoti. Þegar lögreglan fékk tilkynn- sveitina. Loka þurfti af svæðinu ingu um manninn um kl. 21 var við íshúsið en þarna skammt frá strax ákveðið að kalla eftir aðstoð er Reykjanesbraut, fjölfamasta og haft var samband við Víkinga- umferðaræð Suðurnesja. Áður en Víkingasveitin kom á vettvang hafði Hafnarfjarðarlögreglunni tekist að yfirbuga manninn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Hafnarfirði eru skúrar við íshúsið þar sem maðurinn hafðist við en þeir eru notaðir undir bílaverkstæði. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af manni þessum sökum óreglu. Talsmenn atvinnuiífs almennt ánægðir með EES-samninginn: Flest atriði þessa samnings jákvæð fyrir sjávarútveginn - segir Magnús Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi TALSMENN atvinnulífsins á íslandi hafa flestir lýst ánægju með niðurstöðu samnings um evrópskt efnahagssvæði sem náðist í Lúxem- borg aðfaranótt þriðjudags. Forsætisráðherra segir að með samn- ingnum væri að opnast ný veröld fyrir Islendinga og utanríkisráð- herra segir, að hann sé vegabréf Islendinga inn í 21. öldina. Fulltrú- ar stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hins vegar tekið samningnum af mikilli varúð og bent á að mörg atriði hans séu enn óupplýst. „Ég held að flest atriði þessa samnings séu mjög jákvæð fyrir sjávarútveginn, svo fremi sem niður- stöður hans eru á þá leið sem upplýs- ingar okkar gefa til kynna,” sagði Magnús Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, við Morgunblaðið. Og Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegs- manna, sagði að útvegsmenn væru ánægðir með samninginn. Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, sagði það vera ánægjulegt fyrir ís- lenskan saltsíldariðnað, ef tékist hefði að ná fram tollfrelsi á markaði Evrópubandalagsins fyrir allar teg- undir saltsíldarflaka frá íslandi. Áður leit út fyrir að 10% tollur yrði áfram á þessari afurð. Olafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekénda, sagði að með aðild að þessum samn- ingi ætti iðnaðurinn meiri möguleika en ella að mæta vaxandi sam- keppni. Aðföng muni lækka, hráefni og þjónusta. Vilhjálmur Égilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði að aðgangur íslendinga fyrir sjávarafurðir muni þýða byltingu í íslenskri fiskvinnslu og verði líklega stærsta framlag til byggðastefnu á Islandi. Þá muni vöruverð lækka í kjölfar samningsins vegna aukinnar samkeppni. Bæði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASI, og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, töldu að samningurinn myndi efla fiskiðn- að á íslandi og opna fyrir ný sóknar- færi í sjávarútvegi. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ávinningurinn, sem fælist í tollfrjálsum aðgangi fyrir stærstan hluta sjávarafurða Islendinga væri ótvíræður. Og með samningnum hefði opnast ný veröld fyrir Islend- inga. „Þetta er stærsti markaður og öflugasta markaðsheild sem menn búa við í veröldinni. Við liggjum vel að honum og erum að fá þar að- gang,” sagði Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði að samningurinn veitti íslendingum réttinn til að nýta þau tækifæri sem þjóðfélagið þurfti á að halda. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði að árangurinn í sjávarútvegsmálum væri meiri en menn hefðu búist við. Hins vegar væri erfitt að meta samn- inginn í heild og ekki mætti halda að samningurinn bjargaði þjóðinni úr þeirri efnahagskreppu sem hún væri í. Olafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að þótt nokkur árangur hefði náðst í sjávarútvegi væri ljóst að með samn- ingnum hefði 350 milljóna manna samfélag fengið aðgang að íslensku efnahagslífi, sem hlyti að hafa veru- leg áhrif. Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans og formaður Sam- /töðu, samtaka um óháð ísland, sagðist ekki geta betur séð en samn- ingurinn gæti haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir ísland og með honum afsali íslendingar cér verulegum hluta sjálfsákvörðunarréttar þjóðar- innar. „Ég á erfitt með að trúa því að óreyndu að meirihluti sé fyrir þessu á Alþingi,” sagði Kristín. Sjá nánar á bls. 16-23 og I verinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.