Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B tYguiiIifafeife STOFNAÐ 1913 242.tbl.79.árg. FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétlýðveldin; Er vígbúnaðarkapp- hlaup í uppsiglingu? Mpskvu. Reuter. ÓTTAST er, að sú ákvörðun Úkraínumanna að stofna eigin her kunni að hafa keðjuverkun í för með sér; 'önnur lýðvéldi Sovétríkjanna geri hið sama og keppist við að koma upp sem öflugustum her. . ^ Sérfræðingar segja, að ákvörð- unin verði óhjákvæmilega til þess að Rússar taki stofnun eigin hers til alvarlegrar athugunar, svo og önnur lýðveldi eins og Azerbajdz- Evrópuþingið: Ahyggjur af aðflutningi Strasborg. Reuter. « - SAMNINGUR EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsins um Evr- ópska efnahagssvæðið verður líklega afgreiddur á Evrópuþing- inu um miðjan nóvember. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, sagði í gær á Evrópuþinginu, að vonandi . yrði unnt að ganga til atkvæða um EES-samning 19 Evrópuríkja um miðjan næsta mánuð en formlega hefur þingið lokaorðið í málinu. Urðu allmiklar umræður um samn- inginn og þingmenn tóku fram, að þeir vildu fá svör við ýmsum spurn- ingum áður en þeir samþykktu hann. Meðal annars var spurt hvort hætta væri á auknum innflutningi fólks til EB-ríkjanna vegna samn- ingsins og sumir kváðust óttast, að EFTA-ríkin yrðu að slá nokkuð af miklum kröfum sínum í umhverfis- málum vegna þess, að þær væru ekki jafn strangar innan EB. Þá var einnig spurt hvort hætta væri á, að landbúnaðarvörur frá Austur- Evrópu gætu flætt yfir EB-ríkin í gegnum EFTA-hliðið. Sjá EES-frétt á bls. 25. han, Armenía og Georgía. Þá láta láta þeir einnig í ljós áhyggjur af því hvað verði um kjarnorkuvopn, sem eru í Úkraínu. Vladímír Grínjov, varaforseti úkraínska þingsins, sagði í gær að Úkraína yrði ekki kjarnorkuveldi en hins vegar hefur komið fram að Úkra- ínumenn ljá ekki máls á því að Rússar fái kjarnavopnin. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að allur kjarnorku- heraflinn verði undir einni stjórn og gengið út frá því að honum verði stjórnað frá Rússlandi. Þá sagði Vladímir Lobov hershöfðihgi, for- seti sovéska herráðsins, í gær að lýðveldi, serh segðu skilið við Sovét- ríkin, yrðu að afsala sér öllum kjarnavopnum. Þau þyrftu að vera undir stjórn Rússa. Friður í Kambódíu Samningar um frið í Kambódíu eftir 13 ára borgarastyrjöld voru undirritaðir í París í gær. Frémstur á myndinn fer Roland Dumas, utanríkisráðherra Fraklands, en milli hans og Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, er Sihanouk prins og fyrrum ráðamaður í Kambódíu. Ystur til hægri er Kieu_ Samphan, leiðtogi Rauðra khmera. Sjá „Deiluaðilar . . ." á bls. 24. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Stefnt að eðlilegum samskipt- um Bandaríkjanna og Víetnams Ráðgert að taka upp stjórnmála- samband snemma árs 1993 Paris. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN er reiðubúin að taka upp eðlileg samskipti við Víetnam, 16 árum eftir að Víetnamstríðinu lauk. Lýsti James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þessu yfir í París í gær áður en hann fór til fundar við Nguyen Mahn Cam, utanríkisráð- herra Víetnams. Verður unnið að þessu samkvæmt fjórþættri áætl- un, sem Bandaríkjastjórn birti í vor. Baker sagði, að viðræður um samskipti ríkjanna gætu hafist inn- an mánaðar en lagði áherslu á, að niðurstaða þeirra væri háð því, að Víetnamar gerðu allt til grafast fyrir um örlög bandarískra her- manna, sem saknað er síðan í stríð- inu. í því féllu 55.000 bandarískir hermenn en ekki er vitað um afdrif 2.300. Baker sagði, að með þessu væri með nokkrum hætti bundinn endi á Víetnamstríðið og opnað fyrir nýtt tímabil aukinnar samvinnu í Suð- austur-Asíu. í apríl birti Bandaríkjastjórn áætlun í fjórum liðum um endurnýj- un samskiptanna við Víetnam og skyldi hafist handa við hana þegar undirritaðir hefðu verið friðarsamn- James Baker ásamt Nguyen Mahn Cam, utanríkisráðherra Víetnams. ingar í Kambódíu. Það var gert í París í gær og Víetnamar hafa flutt Yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar: KGB var duglaus, spillt og hlægileg við hliðina á CIA Vadím Bakatín Moskvu. Reuter. KGB, sovéska leyniþjónustan, var um langan aldur léleg og spillt og stóðst keppinautum sínum á Vesturlöndum hvergi snúninginn. Kemur þetta fram í blaðaviðtali við Vadím Bak- atín, núverandi yfirmann KGB, sem segir, að eiginleg upplýs-- ingaöflun KGB-manna erlendis hafi verið hlægilega lítil og oft miklu fróðlegra að lesa bara blöðin. Bakatín, sem var skipaður yfir- maður KGB eftir valdaránstil- raunina, segir í viðtali við sovéska dagblaðið Komsomolskaja Pravda, að starfsmönnum KGB verði fækkað um þriðjung en þeir eru nú hálf milljón talsins. KGB naut löngum mikillar virð- ingar á Vesturlöndum en Bakatín segir, að stofnunin hafi verið spillt og ofmönnuð og ekki skilað nein- um verulegum árangri. Upplýs- ingar hennar erlendis frá hafi verið lítilfjörlegar og oft fróðlegra að lesa jafnvel sovésku blöðin. Segir hann, að telja megi á fingr- um annarrar handar þá njósnara vestrænna leyniþjónustna, sem komist hafi upp um í Sovétríkjun- um. „Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann og það er til dæmis ekki nokkur vitglóra í að reyna að keppa við CIA, bandarísku leyniþjónustuna. Starfsmenn hennar eru svo miklu betur búnir enda hlæja þeir að okkur," sagði Bakatín og spáði því, að fleiri KGB-menn myndu leita hælis á Vesturlöndum. „Þeir voru áður í þjónustu kommún- ismans en nú er hann dauður." burt næstum allan heraflann, sem þeir hafa haft í Kambódíu síðan þeir ráku Rauða khmera frá völd- um. Þá ætluðu Bandaríkin einnig að aflétta takmörkunum á viðskipt- um við Kambódíu og Víetnam að hluta og að fullu þegar bráðabirgða- stjórn Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu hefði setið í hálft ár að minnsta kosti. Loksins er stefnt að fullu stjórnmálasambandi við Víet- nama snemma árs 1993 að loknum frjálsum kosningum í Kambódíu. Bandaríkjamenn fóru frá Víet- nam árið 1973 eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Norður-Víetnömum, sem lögðu undir sig allt landið. Síð- an hafa samskipti ríkjanna engin verið og Bandaríkjastjórn setti við- skiptabann á Víetnama, meðal ann- ars vegna íhlutunar þeirra í Kambódíu. Víetnamstjórn hefur hins vegar lengi viljað koma á eðli- legu sambandi við Bandaríkin vegna þess, að hún þarf á fjárfest- ingum þeirra og annarra vestrænna ríkja að halda. Bandaríkjastjórn hefur einnig komið í veg fyrir, að Víetnamar fengju lán hjá alþjóðleg- um fjármálastofnunum en á því verður líklega breyting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.