Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 Grunur um íkveikju íNorska húsinu í Heiðmörk Morgunblaðið/Ingvar Slökkviliðið var kallað að hinu svokallaða Norska húsi í Heiðmörk um kl. 17.40 síðdegis í gær. Logaði þá verönd hússins og eldur var laus í stofu. Töluverður eldur var í húsinu en greiðlega gekk að slökkva hann og tókst að bjarga hluta hússins. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú mál þetta til rannsóknar en er slökkviliðið kom á staðinn voru för á húsinu eins og eftir byssukúlur og vitni segjast hafa orðið vör við mannaferðir við húsið skömmu áður en eldsins varð vart. Eldsupptök voru á ver- önd hússins að suðvestanverðu en þaðan breiddist eldurinn út í stof- una. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru skemmdir á hús- inu talsverðar, eldskemmdir á verönd og í stofu en hita og reykskemmd- ir í öðrum herbergjum. Húsið var reist árið 1950 en það er í eigu Normannslaget. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að menn hafí verið yfirheyrðir hjá RLR í gærkvöldi vegna gruns um íkveikjuna en það fékkst ekki staðfest hjá rannsóknarlögreglumönnum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Allur fiskur á markað yki fer skfiskútflutning Heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti en ekki utanríkisráðuneyti ÞORSTEINN PáJsson sjávarútvegsráðherra segir að spurningin um fisksölu á innlendum markaði heyri alfarið undir sjávarúlvegsráðuneyt- ið en ekki utanríkisráðuneytið. Sjávarútvegsráðherra sagði þetta þegar Morgunblaðið spurði hann álits á tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra þess efnis að sú meginregla verði tekin upp að fisk- ur sem veiddur er á íslandsmiðum verði boðinn til kaups innanlands. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en afstaða til hennar hefur ekki verið tekin. Kaupskipadeílan: Hásetar neita viðræðum vegna verk- fallsbrots HÁSETAR á kaupskipum neituðu í gær að ræða við viðsemjendur sina á sáttafundi hjá ríkissátta- semjara vegna meints verkfalls- brots í fyrrinótt en þá var kaup- skipið Haukur, í eigu skipafélags- ins Ness, fært frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Aðalfundur Sjó- mannafélags Reykjavíkur sam- þykkti einróma í gærkvöldi átykt- un þess efnis að væri samningum ekki lokið 15. nóvember yrðu verkfallsaðgerðir hertar að mun. Vinnveitendur neita að um verk- fallsbrot hafi verið að ræða. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni en verkfall háseta stendur til föstudagskvölds og þá iekur við yfirvinnubann. Hásetar hafa aftur boðað verkfall 11.-15 nóvember nk. Birgir Björgvinsson, stjómarmað- ur í SR, sagði að skipið hefði verið fært úr Hafnarfirði tii Reykjavíkur í leyfísleysi. Það væri brot á þeim reglum sem giltu í verkfalli. Vinna hófst síðan við skipið í Reykjavíkur- höfn í gærmorgun en Dagsbrúnar- menn stöðvuðu strax vinnu við það er þeim var gerð grein fyrir hver kyns væri. Sjómenn myndu ekki ræða við kaupskipaútgerðir fyrr en Haukur væri aftur kominn til Hafn- arfjarðar. Jón H. Magnússon hjá Félagi kaupskipaútgerða sagði að þeir litu ekki svo á að um verkfallsbrot væri að ræða. Það hefði enginn háseti úr SR verið um borð í skipinu og það væri alvanalegt að skip væru færð milli hafna án þess að öll áhöfn- in væri um borð. Aðspurður um hvort skipinu yrði siglt aftur til Hafnarfjarðar sagðist hann ekkert geta sagt til um það. VSÍ stjómaði ekki rekstri skipafélaganna, þau gerðu það sjálf. Brids: Guðmundur og Þorlákur spila á Italíu GUÐMUNDUR Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, munu taka þátt í 16 úrvalspara bridsmóti á Ítalíu, dagana 22.-24. nóvember. Mótið fer fram í Campione á Norður-Ítalíu, og hefur verið haldið reglulega síðustu árin. Að jafnaði er boðið til þess tíu erlendum bridspör- um og sex ítölskum. Bridgesamband íslands fékk boð um að senda eitt paranna sem vann heimsmeistaratit- ilinn í Yokohama á mótið og urðu Guðmundur og Þorlákur fyrir valinu. herra: „Aðilum vinnumarkaðarins er mikill vandi á höndum að ná samningum sem styrkja þá stefnu sem aliir eru sammála um. Ríkis- valdið verður nú eins og endranær „Spuming um fisksölu er alfarið mál sjávarútvegsráðuneytisins og kemur utanríkisráðuneytinu ekkert við," sagði sjávarútvegsráðherra, „en þetta er hins vegar mál sem sjávarút- vegsráðuneytið hefur verið með til skoðunar. Eftir að ég tók þá ákvörð- un að útvíkka verksvið sjávarútvegs- mikilvægur aðili að kjarasamning- um, bæði með beinum og óbeinum hætti. Ég vil að það komi skýrt fram hér við 1. umræðu um fjár- lagafrumvarpið, að ríkisstjómin er reiðubúin til viðræðna við aðila stefnunefndarinnar, þá er það eitt af verkefnum hennar að meta kosti slíkrar tilhögunar og galla.” Þorsteinn sagði að ýmislegt gæti mælt með því að bjóða allan fisk til sölu innanlands. „Á hinn bóginn, verða menn að hafa það í huga, að ef þetta yrði gert, myndu tvær mikil- vinnumarkaðarins um frekari að- gerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum þess í því skyni að stuðla að gerð ábyrgra kjarasamninga.” Einar Oddur sagði að VSÍ hefði haldið því fram aðfyrirhuguð notk- un ríkisins á peningum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi, væri svo mikil, að við það yrði ekki unað. Fyrst og fremst þyrfti að ná samkomu- lagi um að minnka þessa peninga- ' notkun, til þess að vinna gegn við- skiptahalla á næsta ári og stuðla að lækkun raunvaxta. „Um þetta vægar takmarkanir á útflutningi á ferskum fiski, sem við höfum í dag, falla út. í fyrsta lagi starfsemi Afla- miðlunar og í öðru lagi útflutnings- álagið sem skerðir kvóta þeirra sem flytja út ferskan fisk. Það er því vel hugsanlegt að breyting eins og þessi leiddi til þess fið meiri óunninn fískur yrði fluttur úr landi,” sagði Þorsteinn Pálsson. Hann kvaðst því telja mjög varhugavert að ana í að gera svona breytingar, ef líkur væru á því að sú yrði niðurstaðan. „Það er ekki síst við þessar að- stæður í dag, þar sem við höfum svo takmarkað magn af fiski til ráðstöf- unar að við verðum að fara að öllu hafa menn ekki verið sammála og því fagna ég mjög þessum ummæl- um Ijármálaráðherra,” sagði hann. „Ég er viss um að aðilar vinnu- markaðarins taka þessu tilboði fegins hendi og fara til viðræðna við stjómvöld á þessum nótum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur einnig bent á nauðsyn þessa, svo þar erum við sammála,” sagði formaður VSÍ. Sjá fréttir úr fj'árlagaræðu á bls. 4 og miðopnu og frásögn af umræðum á Alþingi á bls. 30. með gát, því við verðum að tryggja fiskvinnslunni sem mest hráefni,” sagði sjávarútvegsráðherra. Utanríkisráðherra: Utlendur banki mættiekki halda þrotabúi JÓN BALDVIN Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði á borgara- fundi um Evrópska efnahagssvæð- ið á Hótel Sögu í gær að ætti er- lendur banki kröfu í þrolabú ís- lenzks sjávarútvegsfyrirtækis, gæti hann að sjálfsögðu gengið eftír þeirri kröfu sinni, eins og málum yrði háttað í EES. Hins vegar væri fyrirvari íslands við erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi afdráttarlaus, og bankinn mætti ekki reka fyrirtækið, heldur yrði umsvifalaust að selja eignina. Á fundinum svöruðu Jón Baldvin og Hannes Hafstein, aðalsamninga- maður íslands í EES-viðræðunum, fyrirspumum fundarmanna. Tveir andstæðingar EES-samningsins, Bjami Einarsson og Hannes Jónsson, gerðu athugasemd við fundarformið, þar sem Þröstur Ólafsson fundar- stjóri meinaði þeim að halda rædur og bað þá halda sig við fyrirspumir. Jón Baldvin skýrði meðal annars frá því að fyrir þau þijú þúsund karfaígildi, sem Evrópubandalags- ríkjum yrði leyft að veiða í íslenzkri landhelgi, kæmi í raun ofgreiðsla af hálfu EB. Á móti þeim ættu í raun aðeins að koma 16.000 tonn af loðnu samkvæmt íslenzkum reiknireglum, en íslendingar fá 30.000 tonna loðnukvóta við Grænland í staðinn fyrir karfaígildin. Formaður VSÍ: Ríkisstj órnin réttir fram sáttahönd í kjaramálum FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga, að ríkissfjórnin væri reiðubúin til við- ræðna við aðila vinnumarkaðarins um frékari aðgerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum þess í því skyni að stuðla að gerð ábyrgra kjarasamninga. Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Vinnuveitendasambands íslands, sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann fagnaði því að ríkisvaldið rétti fram sáttahönd og að aðilar vinnumarkaðarins ættu skilyrðislaust að ganga til samninga á þessum grundvelli. I ræðu sinni sagði íjármálaráð- I I I ■ ( i i i '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.