Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 Erlendar skuldir hækka um 40 milljónir á dag ERLENDAR skuldir íslensku þjóðarinnar hækka um 40 niillj- ónir á dag, eða sem svarar V/i miiljón á klukkustund. Nú eru erlendar skuldir á hvert manns- barn á íslandi 700 þúsund krón- ur, en fyrir tíu árum var skuldin 350 þúsund krónur á mann að núvirði. Þetta kom fram í ræðu Eriðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, þegar hann mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga á þriðjudag. Friðrik spurði þingheim, hvort menn gerðu sér grein fyrir, að erlendar skuldir hefðu tvöfaldast á tíu árum. Á ein- földu máli þýddi þetta, að árið 1980 skuldaði hver íslendingur 350 þús- und krónur í útlöndum, en á þessu ári hefði skuldin verið komin í 700 Flugfax sækir um fram- lengda greiðslustöðvun FLUGFAX hf sótti um 2 mánaða framlengingu á greðslustöðvun hjá skiptarétti Reykjavíkur í gær en þá rann út þriggja mánaða greiðslustöðvun sem ¦' félaginu hafði verið veitt. Úrskurður hafði ekki verið kveðinn upp í gær, að sögn Kolbrúnar Sævars- dóttur fulltrúa borgarfógeta. VEÐUR Að sögn Bjórgvins Þorseinssonar hrl., sem verið hefur tilsjónarmaður Flugfax á greiðslustöðvunartíman- um, veltur framtíð félagsins algjör- lega á því hver verður niðurstaða samninga við PánAm, helsta lánar- drottinn Flugfax en ekkert hefur miðað í þeim efnum. þúsund krónur. Á sama tíma hefðu þjóðartekjur aðeins aukist um 150 þúsund krónur á mann og af þessu mætti ráða hvað skuldastaðan hefði versnað. Friðrik benti á, að þessar tölur þýddu að á hverjum einasta degi ársins hækkuðu erlendar skuldir þjóðarinnar um 40 milljónir króna, sem jafngilti hækkun um l'/i millj- ón á hverri klukkustund. „Sífellt stærri hluti af tekjum þjóðarinnar fer til þess að greiða vexti og af- borganir af erlendum skuldum," sagði Friðrik. „Þar með verður allt- af minna og minna eftir til annarra nota. Afleiðingin er augljós. Hún kemur fram í vaxandi erfiðleikum einstaklinga og fyrirtækja, stöðnun og gjaldþrotum. Og ríkið hefur ekki farið varhluta af þessari þróun, enda 'er ríkisbúskapurinn sannar- lega í miklum ógöngum. Nú er svo komið að ríkið getur ekki staðið undir velferðarkerfínu lengur með óbreyttum hætti." V ÍDAG kí. 12.00 HeimiW: Veðunstoia ísfands (Byg0 á veðurspá W. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 24. OKTOBER YFIRLÍT: Á sunnanverðu Grænlandshafi er 996 mb vaxandi smá- lægð sem þokast norður en yfir írlandi og hafinu vestur undan er 1.036 mb víðáttumikil hæð, sem þokast austur. SPÁ: Allhvöss suðvestanátt með skúrum suðvestan- og vestan- lands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með skúrum suðvestanr og vestanlands, en hægari og úrkomu- laust í öðrum landshlutum. Híti 2 til 4 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt, lítilsháttar súld eða rign- íng við suðaustur- og suðurströndina en að mestu úrkomulaust norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 4 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Alskýjaö x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaorirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / ? / * / * Slydda / * / * * * * # » * Snjókoma 10 Hitasíig: 10 gráður á Celsíus V Skúnr V El = Þokumóða ' , ' Súid OO Mistur —\. Skafrenningur vZ Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl.tíma hiti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavik_______10 súldá síð. klst. Bergen Helsinki Kaupmannahöm Narssarssuaq Nuuk Ósfó Stokkhólmur Þórshöfn skýjað skýjað léttskýjað slydda snjökoma skýjað skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berli'n Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 18 12 15 9 17 12 8 4 11 10 18 8 10 19 17 4 13 11 20 16 5 11 *2 léttskýjað úrkoma ígrennd skýjað léttskýjað háifskýjað þokumóða alskýjað þoka hálfský/að mistur skýjað skýjað skýjað léttskýjað skýjað skýjað heiðskírt vantar skýjað skýjað léttskýjað skúr þoka alskýjað Tvöföldun erlendra skulda á 10 árum 700.000 © verðlag 1990 350.000 §yl M\L Arið1980 skuldaði hver einstaklingurí landinu 350 þúsund krónur í útíöndum Áþessuári skuldar hver íslendingur um 700 þúsund krónur í útlöndum Á sama tíma hafa þjóðartekjur hækkað um 150 þúsund á mann LJ Á hverjum einasta degi ársins hækka eriendar skuldir þjóðarinnar að meðaltali um 40 milljónir króna. Þetta jafngildir 1,5 milljónum króna á hverri klukkustund. Starfsfólk á Landakoti: Ekkert mundi sparast með sameiningumii STARFSFÓLK á Landakotsspítala mun í dag afhenda Sighvati Bjðrg- vinssyni heilbrigðisráðherra og stjóniendiiin spitalans áskorun, þar sem andmælt er hugmyndum um að fella niður bráðaþjónustu og aðra sérhæfða þjónustu á Landakoti og breyta því.í langlegusjúkra- hús. I gær höfðu 433 starfsmenn af 580 skrifað imdir áskorunina, og var þá enn verið að safna undirskriftum. „Við undirritaðir starfsmenn af sjúkrahúsinu. Landakotsspítala erum sannfærðir um að sú þjónusta, sem rætt er um að fella niður hjá okkur, verður ekki veitt á betri eða ódýrari hátt á öðrum sjúkrahúsum. Við teljum að Landakotsspítali sé vel í stakk búinn til að veita þá þjónustu, sem honum er ætlað í dag, en henti illa sem samastaður fyrir aldraða," seg- ir meðal annars í áskoruninni. Steinn Jónsson, læknir á Landa- koti, sagði í samtali við Morgun- blaðið að starfsfólk á Landakoti teldi að með sameiningu Borgar- spítala og Landakotsspítala myndu ekki sparast peninga, eins og rætt hefði verið um. Slíkt myndi þvert á móti kosta talsverða fjármuni vegna dýrra breytinga á húsnæði á báðum stöðum. Steinn sagði að komið hefði verið upp góðum tækjakosti á Land- akoti á undanförnum árum, meðal annars fyrir gjafafé.- Þau tæki myndu ekki nýtast ef þjónustan, sem þau ættu að styðja, yrði flutt Steinn sagði að auk þessara fjár- hagslegu raka mæltu fagleg rök gegn því að gera Landakotsspítala að langlegusjúkrahúsi fyrir aldraða. „Það stenzt enga nútímalega, fag- lega umræðu að setja 200 langlegu- sjúklinga inn á eitt sjúkrahús. Það yrði erfitt að manna það og þar yrðu væntanlega ekki færustu sér- fræðingar. Þar með væri aldrað fólk sett skör lægra," sagði hann. Steinn sagði að erfitt kynni að reyn- ast að manna spítalann vegna þess að langleguþjónusta þætti ekki mjög áhugaverð hjá fagfólki og þetta væri reynslan af langlegu- deildum. „Við lýsum okkur reiðubúin til samstarfs um að leita leiða til að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri spítalans í góðri samvinnu við önnur sjúkrahús á höfuðborgar- svæðinu," segir í ályktun starfs- manna á Landakotsspítala. Iþróttamiðstöð í Grafarvogi: Samþykkt að taka næstlægsta tilboðinu BORGARRÁB hefur samþykkt, að tillögu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, að taka næst lægsta tilboði frá ístaki hf., að upphæð tæplega 87,8 niilljóiiir króna í uppsteypu á íþróttamiðstöð í Grafar- vogi. Tilboðið er 89,7% af kostnaðaráætlun sem er rúmar 97,8 milh'- ónir króna. Þrettán tilboð bárust í verkið. Lægsta boð kom frá Sigurði K. Eggertssyni hf., sem bauð tæplega 87 millj. eða 88,9% af kostnaðar- áætiun. Tvö fyrirtæki, Hagvirki hf. ásamt Hagvirki - Klettur hf. og Reisir hf. buðu tæplega 90 millj. eða tæplega 92% af kostnaðaráætl- un og munaði rúmlega 43 þús. á tilboðunum. Þá bauð Byrgi hf., 92 millj. eða 94,04% af kóstnaðaráætlun, Þor- steinn Sveinsson bauð 92,8 millj. eða 94,86% af kostnaðaráætlun, Byggðaverk hf., bauð rúmar 93,8 millj. eða 95,95% af kostnaðaráætl- un, Sveinbjörn Sigurðsson hf., bauð 94 millj. eða 96,18% af kostnaðar- áætlun og Álftárós hf., bauð rúmar 97,3 millj, eða 99,49% af kostnaðar- áætlun. Ágúst og Magnús hf., bauð rúm- ar 101,3 millj. eða 103% af kostn- aðaráætlun, SH Verktakar hf., bauð rúmar 102,2 millj, eða 104% af kostnaðaráætlun, Armannsfell hf., bauð 107,9 millj. eða 110^34% af kostnaðaráætlun og Örn Ulfar Andrésson bauð rúmlega 120,4 millj. eða 123,08% af kostnaðar- áætlun. í greinargerð byggingadeildar borgarverkfræðings, sem lögð var fram í borgarráði er lagt til að næst lægsta boði verði tekið þar sem verkinu eigi að vera lokið 15. mars 1992. „íþróttahúsið skal vera tilbúið fyrir skólahald árið 1992/1993. Efast er um getu lægstbjóðanda að vinna á svo stutt- um tíma. Um er að ræða 3000 fer- metra í mótum á mánuði sem vinna á við vetraraðstæður. Þessi stutti byggin&at"™ °g m'Wa mótamagn krefst verktaka er hefur yfir kröft- ugri mótatækni að ráða." Á fundi í stjórn Innkaupastofn- unar greiddi Alfreð Þorsteinsson atkvæði á móti tillögunni um að tilboði ístaks hf. yrði tekið. Lagði hann fram bókun, þar sem fram kemur að hann geti ekki sætt sig við að gengið sé framhjá lægstbjóð- anda enda hafi ekkert komið fram sem b'endi til þess að hann geti ekki staðið við tilboð sitt. „Til að tryggja það að samkeppni ríki á byggingarmarkaðinum er nauðsyn- legt að smærri verktakar hafi sömu möguleika og stærri verktakar g^gnvart Innkaupastofnun og það sjónarmið verði jafnframt látið ráða, að tilboði lægstbjóðanda sé tekið." _________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.