Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 Buxnalaus á rauðum bíl UNDANFARNA daga hefur maður nokkur að minnsta kosti tvisvar áreitt 13 og 14 ára telpur við Sundlaug Vest- urbæjar með því glenna kyn- færi sín framan í þær. Manninum er lýst svo að hann sé um þrítugt með yfir- skegg og ferðist buxnalaus á rauðum amerískum bíl. Hann hefur setið fyrir stúlkunum þegar þær koma úr sundlaug- inni. Síðan ekur hann nokkurn spöl við hlið þeirra á hægri ferð og strýkur sér. Lögregla leitar mannsins. Davíð Þorsteinn SUS og Vörður: Opinn fund- ur um EES SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna og Lándsmálafélagið Vörður gangast í dag, fimmtu- dag, fyrir opnum fundi um Evr- ópska efnahagssvæðið. Fundur- inn verður haldinn á Hótel Borg og hefst kl. 17.15. Frummælendur á fundinum verða Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra. Fundurinn er öllum opinn. Frummælendur munu svara fyrirspurnum að erindum sínum loknum. Iðnþing sett í dag: „Islenskt atvinnulíf - framfarir eða fátækt?" 44. Iðnþing íslendinga verður sett í Súlnasal Hótel Sögu í dag klukkan 11. Þingið stendur að þessu sinni í tvo daga. Kjörorð þess er: „íslenskt atvinnulíf - framfarir eða fáteekt?" Við setninguna flytja forseti Landssambands iðnaðarmanna, Haraldur Sumarliðason, og Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra ræður. Eftir hádegið verður umfjöllun um kjörorð þingsins. Erindi flytja Þó- rólfur Matthíasson lektor, Jón Sig- urðsson forstjóri, Styrmir Gunnars- son ritstjóri og Kristján Guðmunds- son viðskiptafræðingur. Síðdegis taka framsögumenn og fulltrúar stjórnmálaflokka þátt í panelum- ræðum. Á föstudag verða almenn þing- störf og lokahóf um kvöldið. . Iðnþing er stefnumarkandi ráð- stefna um málefni fyrirtækja og einstaklinga sem reka starfsemi í löggiltum iðngreinum' og er það haldið annað hvert ár. JCB 4CX 4x4x4 BYLTINGARKENNDA FRAMTIÐA|VÉLIN FRÁ JCB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.