Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 11
M/O.ti MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1991 11 Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari: Eg verð alltaf glöð þegar mér er boðið að leika með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld hefst hin svokallaða „rauða tónleikaröð" hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands. I þeirri röð er megináhersla lögð á einleiks- verk og einleikshljóðfæri kvöldsins verður fiðla. Það er Sigrún Eðvaldsdóttir, sem leikur í Fiðlukonsert Jóhannesar Brahms og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00. í gærkvöldi var boðið það nýnæmi hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands, að hafa sérstaka tónleika fyrir Háskóla íslands, þar sem sama efnisskrá var flutt. Voru þetta fyrri Háskólatónleikar vetrar- ins, á vegum hljómsveitarinnar. Fyrsta verkið á^ tónleikunum er Okt.-nóv. eftir Áskel Másson. Áskell er Reykvíkingur, fæddur 1953. Hann nam tónlist við Barnamúsíkskölann í Reykjavík og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hann í London, í tónsmíðum hjá Patrick Savill og slagverksleik hjá James Blades. Um verk sitt Okt.-nóv. segir Áskell: „Nú í seinni tíð hef ég reynt að koma verkum mínum í sem knappast form. Ég hef mik- ið velt fyrir mér symmetrískum formum, þar sem seinni hluti verks er eins konar spegill af fyrri hluta þess. Form þessa verks er engin undantekning frá þessu." Annað verkið sem flutt verður á tónleikunum er Fiðlukonsert Brahms. Johannes Brahms fæddist í Hamborg . 1833. Tónlistarhæfi- leikar hans komu snemma í Ijós og sjö ára byrjaði hann reglubund- ið píanónám. Hann varð snemma handgenginn Bach og Beethoven, en ásamt Schumann hafa þeir átt mestan þátt í að móta viðhorf hans og listrænt svipmót. Brahms var ekki byltingarmaður í list sinni, en hann sameinaði klassísk- an skýrleika, rökfestu, rómantísk- an tilfinningahita og skáldleg til- þrif. Fiðlukonsertinn var saminn sumarið 1878 og tileinkaði Brahms hann vini sínum, fiðlu- snillingnum Joseph Joachim. Brahms taldi sig ekki sterkan í fiðlutækninni, hann hafði lært lít- ið eitt á fiðlu í æsku og ráðfærði sig því við Joseph Joachim vin sinn. Hann fór þó ekki alltaf að ráðum fíðlusnillingsins, stundum fannst honum smekkur hans ráða meiru en hrein tæknileg viðhorf, og þá fór hann sínu fram. Að lok- um gat þó Joachim glatt Brahms með því að hægt væri að spila mestallan konsertinn og margt í honum væri í senn frumlegt og vel samið fýrir fiðluna. Hann ját- aði þó síðar að hann hefði átt við óvenjulega erfiðleika að etja þegar hann var að æfa verkið, enda krafðist það að ýmsu leyti nýrrar tækni í fiðluleik. Sem fyrr segir er það Sigrún Eðvaldsdóttir, sem leikur þennan sama fiðlukonsert á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld. Hún er nýkomin til lands- ins, til að æfa með hljómsveit- inni. „Ég hef nú reyndar unnið mikið á Islandi þetta árið," segir Sigrún, þegar blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hana að máli eftir eina æfinguna. Og það eru orð að sönnu, því bæði hefur hún leik- ið með Sinfóníuhljómsveit íslands, verið konsertmeistari hjá hljóm- sveit íslensku óperunnar og unnið að upptökum með ýmsum lista- mönnum. I apríl vann hún til dæmis að upptöku með Selmu Guðmundsdóttur á plötu sem Steinar hf. hefur nú þegar gefið út. „Þetta eru mörg lög," segir Sigrún, „allt stutt verk af léttara taginu, eins og lítil sígaunalög, smáverk eftir Sarasate, spænsk lög og lög eftir Wieniawsky og Kreisler." Hvað hefurðu haft fyrir stafni frá því þú tókst þátt í Síbelíusar- keppninni í Finnlandi? „I kjölfar keppninnar var mér boðið til Finnlands til að spila Mendelssohn, og þar kom ég fram á tvennum tónléikum, með sitt hvorri hljómsveitinni, í Vasa og Porri. í sumar fór ég á tvær kam- mermúsikhátíðir, sem var yndis- legt, en að öðru leyti hef ég verið að æfa mjög stíft. Það fer nánast allur minn tími í það um þessar mundir, þar sem ýmislegt er á döfinni hjá mér. í byrjun desember tek ég þátt í tónlistarkeppni í New York, sem heitir „Young Concert Artists". Þetta er mjög erfíð keppni og fyrir öll hljóðfæri og fyrir söngv- ara. Þeir sem standa að keppninni ákveða hverju sinni hversu marg- ir fá verðlaun. Það er ekki föst tala frá ári til árs. En þeir sem sigra þurfa ekki að hafa áhyggjur af næsta ári, því aðstandendur keppninnar skipuleggja tónleika- hald í heilt ár á eftir. Síðan fylgja aðrar keppnir á eftir hjá mér. Það Sigrún Eðvaldsdóttir má eiginlega segja að allur vetur- inn sé undirlagður í keppnir. Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þær og mun halda því áfram. Það er ótrúleg vinna. Maður þarf að spila mörg verk í svona keppnum og það þýðir ekkert að æfa sum vel og láta slag standa með hin. Það verður að æfa þau öll jafn vel. Verkin eiga misvel við mann, sum henta manni einfaldlega betur, tækni- lega, en önnur. Það fer svo óend- anlega mikill tími í hvert smáatr- iði og það þýðir ekkert annað en æfa þau undir leiðsögn. Eg fer alltaf öðru hverju til Chicago til að fá leiðsögn hjá þjálfurum þar." Nú hefur þú leikið með sin- fóníuhljómsveitum víða. Hvernig fínnst þér að koma heirn og leika með Sinfóníuhljómsveit íslands? . „Yndislegt," segir Sigrún og brosir. „Mér finnst alveg ofsalega gaman að vinna með Petri Sak- ari. Hann er mjög góður stjórn- andi. Hann hefur gert marga góða hluti fyrir hljómsveitina hér. Sinfóníuhljómsveit íslands er orðin mjög góð, miklu betri en margar hljómsveitir sem ég hef unnið með erlendis. Þær eru oft alveg ótrúlega lélegar, þótt þær séu frægari en sú íslenska. Það er mjög hár „standard" á Sin- fóníuhljómsveit íslands, sem skrifast á hljómsveitarstjórann hér, sem annars staðar. Eg verð alltaf svo glöð þegar mér er boðið að vinna með henni. Þá veit ég að ég þarf engar áhyggjur að hafa, því hljómsveitarmeðlimir vinna mjög vel og hafa mikinn metnað. Þar fyrir utan er svo mikið áf yndislegum manneskjum í hljómsveitinni og mér líður alltaf vel á sviðinu með þeim." Síðasta verkið á dagskrá kvöldsins er Sinfónía nr. 7, eftir Antonín Dvorák. Dvorák fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1841 og er því 150 ára af- mælis hans minnst á þessu ári. Hann telst, ásamt löndum sínum, Smetana og Janácek, helsta tón- skáld þjóðernisstefnunnar í hei- malandi sínu og fremstur þeirra í að nýta sér þjóðleg áhrif í tón- smíðum. Hann ólst upp í smá- þorpi og fékk tónlistarfræðslu hjá skólastjóranum í þorpinu. En sextán ára hélt hann til höfuð- borgar Bæheimi, Prag, lauk það- an tónlistarnámi og starfaði sem lágfiðluleikari í hljómsveit. Dvor- ák náði ekki skjótum frama sem tónskáld. Hann var búinn að. semja fjölda verka áður en hann fékk nokkuð útgefið. Það var ekki fyrr en að Brahms mælti með honum að farið var að gefa út tónlist hans í einhverjum mæli og þar með gafst tækifæri tíl að leika hana í öðrum löndum. í júnímán- uði 1884 valdi Fílharmóníufélagið í Lundúnum Dvorák sem heiðurs- félaga og í tilefni af því var hann beðinn um að s'emja sinfóníu. Hann byrjaði á verkinu í desemb- er sama ár og lauk því í mars á næsta ári. Sinfónía nr. 7 var síðan frumflutt í Lundúnum 22. apríl 1885 og stjórnaði hann sjálfur flutningnum. Dr. Einar Sigurbjörnsson Ný útgáfa af Kirkjanjátar SKÁLHOLTSÚTGÁFAN, útgáfu- félag Þjóðkirkjunnar, hefur gefið út aðra útgáfu bókarinnar Kirkj- an játar eftir Einar Sigurbjörns- son, prófessor í guðfræði við Há- skóla íslands. Kirkjan játar kom út í fyrsta sinni árið 1980 og var það Salt-bókaút- gáfan sem gaf hana út. Hún hafði að geyma játningarit íslensku þjóð- kirkjunnar með inngangi og skýring- um. Bókin er nú tvískipt. í fyrri hlut- anum, sem er nýr, greinir frá upp- runa og mótun kristinnar trúaijátn- ingar. Síðan fylgir yfírlit yfir helstu kirkjudeildir kristninnar. í seinni hluta bókarinnar er að fmna játningarrit íslensku þjóðkirkj- unnar með skýringum. Eru skýring- arnar víða umrritaðar og endurunn- ar frá útgáfunni 1980. Bókin er alls 285 bls. með atriðisorðaskrá. A Wax jakkarnir vinsælu komnir aftur kr. 6.900,- A Wax jakkar, ný gerð, síðari, wattfóðraðir kn 7.900,- A Fullkomlega vatnsheldar úlpur, mittis og Sí'ðar kr. 7.900,- A Stakir jakkar, flannel ullarblanda kr. 14.900,- A Bómullarskyrtur í mörgum litum kr. 3.290,- og margt margt fíeira. ^KARNABÆR ^¦JJjJP Laugavegi 66, sími22950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.