Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 12
£»12 MORGUNBfÍAÐIÖ 'FÍMírfuÖAGUR Ú} ÖKTÓBFlR( \k\ Morgunblaðið/Þorkell Styrkþegarnir þrettán, sem í ár útskrifuðust frá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, ásamt aðstandend- um skólans. Heitor Gurgulino de Souza, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, er fyrir miðju í fremri röð, en vinstra megin við hann á myndinni er Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskól- ans, og hægra megin er Jakob Björnsson, orkumálastjóri. Lengst til vinstri í aftari röð er Lúðvík S. Georgsson, starfsmaður Jarðhitaskólans. 13. starfsári Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna lokið: Hefur útskrifað yfir 100 nemendur frá 22 löndum ÞRETTANDA starfsári Jarðhit- askóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík lauk með skólaupp- sögn síðastliðinn mánudag, en þá útskrifuðust þrettán styrk- þegar frá níu löndum eftir sex mánaða sérhæft nám í jarðhita- fræðum hér á landi. Rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Heitor Gurgulino de Souza, var viðstaddur skólaslitin, en þetta er í fyrsta sinn sem rektor há- skólans heimsækir Jarðhitaskól- ann á íslandi. Frá því Jarðhitaskólinn tók til stárfa árið 1979 hafa alls 106 styrk- þegar frá 22 löndum útskrifast frá skólanum eftir sex mánaða nám, en að auki hafa liðlega 30 nemend- ur dyalið hér á vegum skólans í skemmri tíma. Jarðhitaskólinn er rekinn samkvæmt samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og Orkustofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjárframiög koma frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna og íslenska ríkinu, en litið er á fram- lag Islands sem hiuta af þróunarað- stoð íslendinga. Kennarar við Jarð- hitaskólann eru sérfræðingar hjá Orkustofnun, Háskóla íslands og verkfræðistofum í Reykjavík, en forstöðumaður skólans er Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur. Aðalstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru í Tókýó í Japan, en mestöll kennsla og rannsóknir á vegum háskólans fer fram í stofn- unum tengdum honum víðs vegar um heim, en Orkustofmm er eina tengdastofnun háskólans á Islandi. Nemendur Jarðhitaskólans hafa all- ir lokið háskólanámi í jarðvísindum eða verkfræði og unnið við jarðhita- rannsóknir í nokkur ár í heimalönd- um sínum áður en þeir koma til Islands til framhaldsnáms, og eru margir nemendur skólans frá fyrri árum nú leiðandi sérfræðingar í jarðhitarannsóknum í heimalöndum sínum. Styrkþegarnir sem útskrif- uðust að þessu sinni komu frá El Salvador, Filipseyjum, Júgóslavíu, Kenya, Kína, Nicaragua, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Thailandi. De Souza, rektor Háskóla Sam- einuðu þjóðanna, sagði í ræðu sem hann flutti við skólaslitin, að jarð- hiti og nýting hans gæti verið til mikilla hagsbóta fyrir þróunarlönd- in, og í þessu sambandi hefði ísland og Orkustofnun lagt umtalsvert af mörkum til þess að bæta lífsgæði hjá mörgum þessara þjóða. Hann sagði að Háskóli Sameinuðu þjóð- anna hefði sérstaka tilskipun hvað varðar rannsóknir og framhalds- menntun sem nýttist þróunarlönd- unum, og Iitið væri á verkefni Jarð- hitaskólans sem mjög vandaðan og mikilvægan lið í þessari starfsemi háskólans. Hvað varðaði þjálfun nemenda Jarðhitaskólans þá væri um að ræða ímynd þess sem háskól- inn ætti að gera, og skólinn væri mjög stoltur af verkefninu, sem væri mjög fullkomið og nyti alþjóð- legrar viðurkenningar. „Jarðhita- skóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur gert íslandi kleift að leggja af mörkum einstakt framlag til samfélags þjóðanna og til aðstoðar þróunarlöndunum. Ég vil þakka rík- isstjórn íslands og Orkustofnun fyr- ir þeirra framlag við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og viðhalda því," sagði de Souza. Að sögn Ingvars Birgis Friðleifs- sonar, forstöðumanns Jarðhitaskól- ans, hafa þeir umsækjendur sem sótt hafa um nám við skólann og uppfyllt öll sett skilyrði ætíð verið mun fleiri en komist hafa að hverju sinni. Hann sagði að mikill áhugi væri fyrir því að í framtíðinni yrði einhverjum nemenda skólans gert kleift að dveljast hér við nám í eitt ár til viðbótar þeim sex mánuðum sem námið við skólann tekur og ljúka mastersgráðu í jarðhitafræð- um, en það yrði þá gert í samráði við Háskóla íslands þar sem Há- skóli Sameinuðu þjóðanna veitti ekki háskólagráður. Um þetta hefði lengi verið rætt, en staðið hefði á fjárveitingum til að koma þessu í kring. Þakklátur íslending- um fyrir aðstoðina við þróunarlöndin - segir Heitor Gurgulino de Souza, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna „MIG hefur lengi langað til að heimsækja ísland og kynnast af eigin raun starfsemi Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna, en ég er mjög þakklátur íslensku þjóðinni fyrir þann stuðning sem hún hefur veitt Háskóla Samein- uðu þjóðanna með því að aðstoða þróunarlöndin á þessu sviði vís- inda," sagði rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Brasilíu- maðurinn Heitor Gurgulino de Souza, í samtali við Morgunblað- ið, en hánn var viðstaddur þegar Jarðhitaskólanum var slitið í 13. sinn. „Mér er vel kunnugt um gæði þeirrar starfsemi sem fram fer á" sviði jarðhitarannsókna á íslandi, og nemendur sem stundað hafa nám við Jarðhitaskólann hafa tjáð mér persónulega hve mikilvægt það var fyrir þá að fá tækifæri til að koma hingað og dveljast við nám í sex mánuði, og fara síðan að því loknu að takast á við vanda- mál á þessu sviði í heimalöndum sínum. Þess vegna vona ég að ríkis- stjórn íslands, Háskóli íslands og rannsóknastofnanir kanni með hvaða hætti megi auka enn við þetta verkefni og gera það þekkt- ara út um allan heim, en þörfin fyrir þjálfun vísindamanna á sviði jarðhitafræða er víða mjög mikil," sagði de Souza. Háskóli Sameinuðu þjóðanna hóf starfsemi sína fyrir 16 árum, og hefur skólinn í dag útskrifað rúmlega 1.900 nemendur frá 115 löndum. Heitor Gurgulino de Souza hefur verið rektor háskólans und- anfarin fjögur ár, og nýlega var hann skipaður rektor skólans í fjögur ár til viðbótar. Hann sagði 16 ár ekki vera langan tíma í sögu háskóla, en hann teldi þó að á þessu tímabili hefði tekist að sýna fram á að háskólamenn um allan Morgunblaðið/Þorkell Heitor Gurgulino de Souza, rekt- or Háskóla Sameinuðu þjóðanna. heim gætu Iagt sitt af mörkum til þeirra mála sem Sameinuðu þjóð- irnar og stofnanir þeirra fást við. „Það gera þeir með því að leggja fram hugmyndir sínar, rannsóknir og þekkingu til að fást við þau vandamál sem við er að etja í heim- inum. Hvað viðkemur rannsóknun- um sérstakléga, þá erum við með þeim að fást við málefni framtíðar- innar, og vonandi getum við með^ rannsóknum öðlast þekkingu sem þeir sem móta stefnuna hverju sinni geta síðan notfært sér til að vinna að lausnum aðsteðjandi vandamála í heiminum," sagði hann. Lcikstjóri: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikarar: Arni Pétur Guðjónsson, Gunnar Helgason, Guðmundur Olafsson, Guðrún Asmundsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Helgi Björnsson, Jakob Þór Einarsson, Jón Sigurbjörnsson, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir. Ragnheiður Tryggvadóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Þórey Sigþórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. Frumsýning limnitud. 24. október. Uppselt. 2. sýning föstud. 25. október. Grá kort gilda. 3. sýning sunnud. 27. október. Rauð kort gilda. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Súni 680680. í síbb i 4f „iœK#Borgarleikhús uxum eftir Björn Th. Björnsson Leikh^slínan ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.