Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24,;OKTÓBER 1991 Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu rædd á aðalfundi SSH: Borgarslgóri telur rök fyr- ir sameiningu vandfundin Frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Hafnarfjarðar eru fremst á myndinni en fjær sitja fulltrúar Garðabæjar. LÍTILL áhugi virðist vera með- al sveitarstjórnarmanna á höf- uðborgarsvæðinu á hugmynd- um sem fram hafa komið um sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði ef marka má um- ræður sem fram fóru á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) síð- astliðinn laugardag. A fundin- um var rætt um áfangaskýrslu . nefndar sem félagsmálaráð- herra skipaði í janúar síðast- liðnum til að gera tillögur um æskilegar breytingar á skipt- ingu landsins í sveitarfélög. í nefndina voru skipaðir fulltrú- ar frá öllum stjórnmálaflokkum sem þá áttu sæti á alþingi auk fulltrúa frá Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Höfuðborgarbúar geta ekki verið „stikkfrí” Á fundinum kom fram í máli Sigfúsar Jónssonar, formanns nefndarinnar, að hugmyndir nefndarmanna um höfuðborgar- svæðið væru ekki eins þróaðar og um landsbyggðina. Eigi að síður væri brýnt að líta á sameiningu sveitarfélaga í víðu samhengi og í allri þeirri umræðu sem nú á sér stað um þessi mál gætu íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki verið „stikkfrí.” Ef setja ætti almennar regiur um stærð sveitarfélaga hérlendis yrði vart komist hjá því að sameina ýmis sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og iægi þá beinast við að sameina Moss- fellsbæ, Kjalarneshrepp og Kjós- arhrepp í eitt sveitarfélag. Einnig væri eðlilegt að sameina Garðabæ og Bessastaðahrepp. Millistjórnsýslustig á höfuðborgarsvæðinu? Sigfús minnti á að nú þegar ættu sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu með sér samstarf um margs konar tæknilega þjónustu en þetta samstarf hefði farið of seint af stað og ekki tekist nægi- lega vel. Hefur nefndin sett fram hugmyndir um að á höfuðborgar- svæðinu verði komið á fót milli- stjórnsýslustigi, svokölluðu svæð- isráði, sem fari með stjórn hinnar sameiginlegu þjónustu og að heppilegast sé að þessi sveitarfé- lög reki alla öryggisþjónustu sam- eiginlega, þ.e. löggæslu og al- mannavarnir ásamt sjúkra- og slökkviliði. Varðandi félagslega þjónustu taldi Sigfús að byggðar- lög eins og Garðabær, Hafnar- fjörður og Kópavogur væru heppi- legar einingar fyrir slíka starfsemi en Reykjavík væri jafnvel orðin of stór eining í þessu tilliti. Sigfús lagði áherslu á þátt ríkis- ins við samstarf og sameiningu sveitarfélaga og taldi brýnt að fram færi endurskoðun á skipt- ingu verkefna milli ríkis og sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem þau síðarnefndu hefðu áhuga á að taka að sér fleiri verkefni. Sem dæmi mætti nefna rekstur framhaldsskóla og sjúkra- húsa. Vel heppnað samstarf sveitarfélaga á svæðinu í ræðu sem Markús Örn Ant- onsson borgarstjóri hélt á fundin- um var vikið að hugmyndum um- ræddrar nefndar. Sagði borg- arstjóri að hann tæki þeirri hug- mynd með afar miklum fyrirvara að nefnd með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, undir forystu fé- lagsmálaráðherra, ynni að nánari útfærslu hugmynda um milli- stjórnsýslustig eða fækkun sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Benti borgarstjóri á að í skýrsl- unni kæmi fram að lítill áhugi væri meðal sveitarstjórnarmanna á svæðinu um slíka fækkun og ólíklegt væri að aukin hagkvæmni næðist í opinberri þjónustu þótt af sameiningu yrði. Við slíkar kringumstæður væru rök fyrir sameiningu vandfundin. Samstarf á milli sveitarfélaga á svæðinu væri nú þegar með miklum ágæt- um þrátt fyrir að ekkert lögskipað svæðisráð kæmi nærri og mætti þar meðal annars nefna Sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæðisins. Samskipti ríkis og sveitarfélaga í ógöngum Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi sagði að þróunin í sam- einingarmálum sveitarfélaga á landsbyggðinni skipti sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu miklu máli. Ljóst væri að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga yrði að hátta eft- ir því að hvaða leyti jafnt smæstu sem stærstu sveitarfélögin gætu sinnt þjónustu við borgarana. Því miður væru samskipti ríkis og sveitarfélaga í hinum mestu ógöngum. Ríkið væri með puttana í ótrúlegustu smámálum sveitar- félaga, samrekstur þessara aðila hefði yfirleitt gefíst illa og færu sveitarfélögin þar oftast halloka. Sigurður taldi eðlilegt að stefnt yrði að því að fækka sveitarfélög- um þannig að þau yrðu 60-70 talsins en þá væri hægt að endur- skoða löggjöf um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Að því loknu yrði unnt að fækka sveitar- félögum enn frekar eða taka upp þriðja stjórnsýslustigið. Sigurður sagði að óþarfi væri að sameina sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu á meðan uppbygg- ing þar væri jafn ör og raun ber vitni. Innan nokkurra áratuga væri líklegt að draga myndi úr byggðaröskun og þá væri höfuð- borgarsvæðið orðið samfelld byggð með um 200.000 íbúa. Þá væri kominn tími til að huga að því hvort málefnum svæðisins yrði betur komið innan einnar byggðar. Sameining óþörf Guðbrandur Hannesson oddviti Kjósarhrepps sagði að með um- ræðum um sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu væri ef til vill verið að reyna að leysa vandamál sem ekki væri fyrir hendi. Teldi hann að Kjósarhrepp- ur hefði lítinn ávinning af því að sameinast öðrum stærri sveitarfé- lög. Við slíka sameiningu hlyti þjónusta við íbúana að minnka en kostnaður vegna hennar að auk- ast. Miðstýring væri sem rauður þráður í gegnum skýrslu nefndar- manna en mannlegi þátturinn fyr- ir borð borinn. Að hans áliti mælti ekkert með því að hagræðing í rekstri yrði í kjölfar sameiningar Aðrir stjórnarmenn eru: Erna Nielsen Seltjarnarnesi, Magnús Jón Árnason Hafnarfirði, Helga Bára Karlsdóttir Kjalarneshreppi, Arnór L. Pálsson Kópavogi, Val- gerður Guðmundsdóttir Hafnar- firði, Benedikt Sveinsson og hefði Kjósarhreppur því engan hag af henni. Brýnt að draga úr miðstýringu ríkisins Páll Guðjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar sagði að hann teldi nauðsynlegt að vinna að samein- ingarmálum sveitarfélaga víða um land og það væri forsenda þess að sveitarfélög hefðu áfram getu og burði til að stýra sínum málum á eigin ábyrgð. Jafnframt þyrfti að auka sjálfstæði sveitarfélaga gagnvart ríkinu en það hefði verið skert á undanförnum árum með auknu laga- og reglugerðafarg- ani. Ríkisvaldið hlutaðist æ meir til um rekstur sveitarfélaganna frá degi til dags. Bæri lögbók sveitarfélaga glöggt vitni um það en hún gildnaði ár frá ári. Væri ekkert að gert liði ekki á löngu uns sveitarstjórar yrðu umboðs- menn alþingis og væru þá sveitar- stjórnir í raun orðnar óþarfar. Páll Gíslason borgarfulltrúi í Reykjavík sagði að á undanförnum áratugum hefði honum runnið til riija að hve miklu leyti ríkið hefði aukið völd sín á kostnað sveítarfélaga. Því miður hefðu sveitarstjórnarmenn við sjálfa sig að sakast að nokkru leyti því að þeir hefðu í auknum mæli leitað á náðir ríkisins til að ijármagna ýmis verkefni. Slík þróun hefði oftar en ekki endað með því að ríkið tæki viðkomandi málaflokk að sér og væri hægt að nefna mennta- heilbrigðis- og löggæslu- mál því til sönnunar. Þegar hugað væri að framtíðarskipan sveitar- stjórnarmála væri nauðsynlegt að leita leiða til að snúa þessari þróun við. Birna Friðriksdóttir forseti bæj- arstjórnar Kópavogs sagði að sameining sveitarfélaga á lands- byggðinni gæti orðið til þess að veikja fámennar sveitabyggðir enn frekar. Ef fámennir hreppar yrðu sameinaðir næsta kaupstað myndi það leiða af sjálfu sér að kaupstaðarbúar fengju mikið vald í málefnum hins fámenna hrepps á kostnað hreppsbúa. Slík breyt- ing gæti haft í för með sér aukið fjármagnsstreymi og um leið fólksflótta úr sveitum í þéttbýli. Um leið og stjórnvöld mótuðu framtíðarstefnu í sameiningar- málum sveitarfélaga, þyrfti að taka afstöðu til þess hvort að slík þróun væri æskileg eður ei. Garðabæ, Birgir Guðmundsson Bessastaðahreppi, Kristján Finns- son Kjósarhreppi, Magnús Sig- steinsson Mosfellsbæ, Sigríður Einarsdóttir Kópavogi og Sigrún Magnúsdóttir Reykjavík. Sveinn Andri endurkjörinn SVEINN Andri Sveinsson borgarfulltrúi í Reykjavík var endurkjör- inn formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á aðal- fundi þeirra sem haldinn var síðastliðinn laugardag. KÆ U- OG : RF 181/80 - Verð kr. 41.900,- stgr. !! ATLAS YSTISl *G££> ÍSKALT HAUSTTILBOÐ *ŒD ÍSSKÁPAR Rúmmál lítrar Hæð cm Verð Y staðgreitt Á1R 284 með innbyggðu frystihólfl 280/27 145 36.900 MR 243 með innbyggðu frystihólfl 240/27 122 31.900 VR 156 með innbyggðu frystihólfl 150/15 85 26.900 KÆLISKÁPAR RR29I án frystihólfs 280 143 34.900 RR 247 án frystihólfs 240 120 29.900 RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900 KÆLI- / FRYSTISKÁPAR RF 365 tviskiptur, frystir að ofan 300/60 160 44.900 MRF 289 tviskiptur, frystir að ofan 280/45 145 39.900 RF 181 /80 tviskiptur, frystir að neðan 280/80 144 41.900 FRYSTISKÁPAR #C££> VF-223 flmm hillur 220 145 39.900 VF 123 fjórar hillur 120 85 29.900 Nýkomin sending af Atlas kælitækjum á einstöku verði! RÖNNING SUNDABORG 15 C91 -685868 ...koma í veg fyrir tæringu á ofnakerfum,frostskemmd á snjóbræóslukerfum og tryggja gott neysluvatn. Hjá okkur færóu viðurkennt efni til pfpulagna. . ioi ISLEIFUR JONSSON -med Þér í veitun vatns- • • l■• IT I 4 Slai 4I•3 4• Þú svalar lestrarþörf dagsins Aðalfundur SSS um helgina . Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum verður haldinn í Samkomuhúsinu Garði dagana 25.-26. október. Fundurinn hefst með skráningu fulltrúa og afhendingu gagna kl. 13.15 nk.föstudag. Þá tekur við fundarsetning, umíjöllun um skýrslu stjórnar og ársreikninga, afgreiðsla tillagna og ályktana, og umræða um skipulag og stjórnun samstarfsverkefna sveitarfélag- anna á Suðurnesjum. Fundinum lýkur þennan dag með nefndarstarfi. Aðalfundur Héraðsnefnda verður haldinn milli kl. 9 og 9.30 daginn eftir. Þá verður aðalfundinum fram- haldið með umfjöllun um fræðslu- mál á Suðurnesjum og atvinnumál. Fundarslit eru kl. 17.30 laugardag- inn 26. október. Kvöldverður fyrir fundarmenn og maka verður í boði .....................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.