Morgunblaðið - 24.10.1991, Page 15

Morgunblaðið - 24.10.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 15 Formrænn samruni Myndlist Bragi Ásgeirsson í öllum samanlögðum sölum Nýlistasafnsins hefur ung lista- kona, Inga Ragnarsdóttir að nafni, komið fyrir skúlptúrverkum sem byggjast öðru fremur á sam- runa listar og iðnhönnuðar. Inga nam upprunalega í MHÍ en seinna við listaháskólann í Miinchen og var fyrst nemandi í leirlistadeild (keramik) hjá próf- essor Scultze en seinna í mynd- mótunardeild hjá hinum nafn- kennda Eduardo Luigi Paolozzi, sem fleiri Islendingar hafa stund- að nám hjá. Það er líka merkjan- legur viss innbyrðis skyldleiki milli verka íslendinganna og án vafa má rekja það til áhrifa frá lærimeistaranum. Er því ærið til- efni að kynna örlítið þennan lista- mann og áhrifavald. Margur álítur vafalítið vegna nafnsins að Paolozzi sé ítalskur en svo er ekki því að hann telst enskur myndhöggvari, málari og grafíklistamaður, og einn af frum- kvöðlum popptónlistar á Eng- landi. Myndverk hans höfðu vakið óskipta athygli á alþjóðlegum sýn- ingum um árabil er hann var loks ráðinn prófessor við höggmynda- deild listaháskólans í Munchen árið 1981. Veigurinn í listrænum athöfn- um Paolozzis er maðurinn and- spænis hátækni nútímans og eru t.d. sáldþrykk hans byggð upp á mjög nákvæman og vélrænan hátt. Þá notfærir hann sér í mót- unarverkum sínum hluti frá tækniheimi nútímans, allt frá ódýrum hlutum sem á vegi hans verða eða hann finnur í ruslhaug- um, t.d. bíla- og brotajáms, til verðmætari málma svo sem gæða- stáls og bronz. Þetta tengir hann saman þannig að úr verða nokk- urs konar kyrralífsmyndir ólíkra efna, t.d. gólf- og veggverk. Þessa höfum við einmitt séð stað í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna er numið hafa við skólann og þessa sér einmitt ríkulega merki í myndverkum Ingu Ragnarsdóttur. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að það er mjög algengt að nemendur við listahá- skóla nútímans feti fyrst í stað í fótspor lærimeistara sinna eftir að námi lýkur og getur það tekið mörg ár að losa sig undan áhrifun- um. Áhrifín geta verið fírna sterk enda vinna nemendur oftar en ekki innan skólans líkt og þeir væru aðstoðarmenn lærimeistar- ans eða í verkstæðum meistara fyrri alda og er beinlínis ætlast til þess af þeim. Þá kemur jafnvel fyrir að þeir aðstoði lærimeistar- ann við útfærslu stærri verkefna, en í því er að sjálfsögðu heilmik- ill formrænn sem verklegur lær- dómur að vinna í fundnum hlutum sem neysluþjóðfélagið skilur eftir sig og menn nefna „Moyens Pauvres” og einnig „Object tro- uvé” í Frans, og til verðmætari og ekta efna, er ekki alveg nýtt í íslenzkri myndlist og var gert þegar á sjöunda áratugnum. En merkilegt er til þess að hugsa, að ekki sé fastar að orði komist, að þegar slík nýviðhorf koma fram, þurfa þau helst að koma beint og milliíiðalaust frá útland- inu eða útlendingum til að öðlast viðurkenningu hér á útskerinu! Myndhugsun og viðhorf Ingu Ragnarsdóttur er hún kemur fram með sína fyrstu einkasýningu hér á landi eru í kjama sínum ákaf- lega svipuð og meistarans, en hún leitast auðvitað við að bæta eigin heimspeki og þróaðri formkennd við útfærslu verka sinna. Á sýningunni eru margs konar gólfverk, sem hafa formræna upp- istöðu sína í hlutum úr gömlum bílhræjum, sem Inga hefur sankað að sér úr bflakirkjugörðum. Hlut- ina klippir hún niður og býr til ný form með aðstoð jám- og stál- platna, sem hún tengir við þá með logsuðutækninni. Að nefna þetta eins konar kyrr- alífsmyndir, eða kannski frekar samstillingar, eins og menn orða það stundum, er alveg rökrétt, og lausnirnar geta á köflum verið í senn spennandi sem mettaðar formrænni fegurð og yndisþokka. Inga hefur þegar öðlast mikils- verða viðurkenningu fyrir verk sín ytra, hlotið bæði verðlaun og við- urkenningar og því hefur fylgt að útfæra opinber verkefni svo sem fram hefur komið í fréttum. Líta má á þessa sýningu sem fullgilda og athyglisverða fram- raun og engu síðri en annarra íslendinga sem numið hafa í mót- unardeild listaháskólans í Munc- hen og hjá hinum sterka áhrifa- valdi. SIEMENS Öflug rvksugai VS91153 • StillanlcgursogkTaftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í úlblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla J tryggir endingu og gæði. |' • Verð kr. 17.400,- SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þeita tilbo stendur aðeins I nokkra ^daqa^ SÆVARHÖFÐA 2 ® 674848 i húsi Ingvars Helgasonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.