Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2fl. OKTOBER 1991 Ómetanlegt starf forseta íslands MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing starfs- manna Flugleiða: Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur á embættisferli sínum axlað meiri ábyrgð en e.t.v. er hægt að ætlast til af nokkrum einstaklingi. Hún er ekki einungis þjóðhöfðingi, sem gegnir hlutverki sínu með reisn og sameinar þjóðina betur en nokkur annar foringi henn- ar um þessar mundir. Hún er jafn- framt ötulasti sendimaður íslands á erlendri grund og vinnur þar þjóð- þrifavek, sem aldrei verður metið til fjár. Það er þess vegna skömm að því hvernig reynt hefur verið að gera ferðalög frú Vigdísar erlendis tor- tryggileg í þremur dagblöðum nú nýlega. Við, sem störfum að ferða- þjónustu, þekkjum sennilega betur en margir aðrir hverja þýðingu störf frú Vigdísar hafa haft fyrir þessa atvinnugrein, sem aflar íslending- um rúmlega 11% gjaldeyristekn- anna. Á sex árum hafa þessar tekj- ur þjóðarinnar meira en tvöfaldast að raungildi. Engin einn einstaking- ur á jafn stóran þátt í þessu starfi og frú Vigdís Finnbogadóttir og rétt er að benda á að mesta fjölgun ferðamanna hingað siðustu ár er frá löndum Evrópu, sem hún hefur hemsótt sl. áratug. ísland ef afar lítið á alþjóðlegum ferðamarkaði. Smæð íslands gerir ókleift að veija fé til auglýsinga í svipuðum mæli og öðrum þjóðum er fært. íslenska ferðaþjónustan þarf á öllum kröftum að halda til að koma nafni Islands og ímynd á WpM tiú i'dfa upp nýþf 'Jörun framfæri í erlendum fjölmiðlum. A ferðalögum sínum hefur frú Vigdís lagt okkur ómælt lið af áhuga og ósérhlífni. í öllum málflutningi vill hún veg íslands sem mestan og hefur einstakt lag á að tvinna upp- lýsingar um sögu íslands og afrek á sviði bókmennta og landvinninga saman við frásagnir af stórbrotinni náttúru og sérstæðu nútímasamfé- lagi. Frú Vigdís er glæsilegur full- trúi íslands, hún vekur hvarvetna virðingu á ferðalögum sínum og hefur einstakt lag á að vekja áhuga erlendra manna á landi og þjóð. Það er í raun afrek hve miklu for- seti íslands annar í ferðalögum er- lendis. Þau eru fyrst og fremst far- in í þágu þjóðarinnar og það er þjóðin sem uppsker. Við, sem undir þetta ritum, störf- um á ferðamarkaði beggja vegna Atlantshafs. Hvarvetna þar sem frú Vigdís hefur lagt leið sína og hald- ið nafni íslands á loft í viðtölum við fjölmiðla og einkasamtölum við þjóðarleiðtoga og embættismenn er starf okkar léttara fyrir vikið. Nafn hennar er samofið nafni Islands í Gustavsberg \ crntion mœdemi Laugavj v \ Ath.: \±L Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg i baðherbergið 35 Gustavsberg Fæstihelstu Tilkynning um útgúfu markaðsverðbréfa t#3 3. flokkur 1991 Kr. 3.000.000.000,- Krónur þrír milljaröar 00/100 Úígefandi: Byggingasjóöur ríkisins, húsbréfadeild. Útgáfudagur: 15. október 1991. Vextir: 6%. Lokagjalddagi: 15. október 2016 Einingar bréfa: 10.000,100.000, 500.000,1.000.000 Umsjón meö útgáfu: Landsbréf hf. a LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. huga almennings víða um heim. Hún hefur unnið ómetanlegt starf á erlendum vettvangi og okkur undirrituðum starfsmönnum Flug- leiða, sem vinnum að sölu- og mark- aðsmálum, fannst tími til kominn að segja þessari þjóð frá því. Sigurður Helgason, forstjóri, Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- syóri markaðssviðs, Einar Sig- urðsson, forstöðumaður upplýs- ingadeildar, Sigurður S. Sigurðs- son, forstöðumaður söludeildar á Islandi, Sigfús Erlingsson, for- stöðumaður í Vesturheimi, Sím- on Pálsson, forstöðumaður í Skandinavíu, Steinn Lárusson, forstöðumaður á Bretlandseyj- um, Steinn Logi Björnsson, for- stöðumaður á Mið-Evrópusvæði,. Knut Berg, svæðisstjóri í Sví- þjóð/Finnlandi, Gylfi Sigurlinna- son, svæðisstjóri í Danmörku, Antoine Quitard, svæðisstjóri á Frakklandi/Spáni, Yves Bertino, svæðisstjóri í Hollandi/Belgíu, Einar Aakran, svæðisstjóri Lúx- emborg, Davíð Vilhelmsson, svæðisstjóri Austurríki, Richard Gugerli, svæðisstjóri Sviss/Italíu, Bjargey Elíasdóttir, svæðisstjóri í Færeyjum, Alex Kowata, svæð- isstjóri í Japan, Ridhard Zi, svæð- isstjóri á Taiwan. Hættu þessu eftir Sigrúnu Ásgeirsdóttur Barnið þitt er nýkomið heim úr skólanum og er þreytt og spennt. Kækirnir eru óvenjumiklir. Höfuðið kastast til nánast stöðugt, það blikkar augunum ótt og títt. Barnið er ofvirkt — lýkur ekki því sem það bytjar á. Það truflast auðveldlega, hvatvísi og fikt fylgir í kjölfarið. Meðfylgjandi geta verið skriftar- og skynúrvinnsluörðugleikar og les- blinda. Ásamt höfuðkækjunum og augnablikkinu geta einnig verið hljóðkækir s.s. upphrópanir (oft ruddalegar sbr. „fífl” eða „andskot- ans”), nefsog og ræskingar. Hvað er að? Að öllum líkindum er barnið með ' T.S. eða Tourette Syndrome, sem er lítt þekktur sjúkdómur. Oft er sjúkdómsgreining röng og foreldr- um er sagt að um ávana sé að ræða eða um sé að kenna slæmum heimilisaðstæðum og slöku úppeldi. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram að ofangreind lýsing á ekki við um alla T.S.-sjúklinga. Einkenni eru mjög margbreytileg og er ofvirkni og einbeitingarskort- ur ekki alltaf með í spilinu. Tour- ette er líkamlegur sjúkdómur; taugafræðileg truflun sem lýsir sér með kækjum, snöggum hreyfing- um, ósjálfráðum hljóðum o.s.frv. T.S.-sjúklingar hafa flestir vissa stjóm á þessum kækjum, t.d. í skóla, en hætt er þó við að einkenn- in verði þeim mun öflugari þegar heim er komið. Fjölbreytni ein- kenna, þ.e. kækja sem T.S.-sjúkl- ingar hafa, er mjög mikil og oft er erfitt að útskýra fyrir öðrum að óhljóðin, kippirnir og talsmátinn séu ósjálfráð. Oft þurfa börn með T.S. á sérkennslu og stuðningi að halda í skóla, sérstaklega ef þau eiga við sértæka námsörðugleika að stríða — eru ofvirk og þjást af einbeiting- arskorti. Nauðsynlegt er að fræða almenn- ing um þennan sjúkdóm þar sem hann veldur oft félagslegri einangr- un og misskilningi. Nýlega hefur verið stofnað félag T.S.-sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig var sýnd fræðslumynd um þennan sjúk- dóm í Ríkissjónvarpinu 16. sept. sl. . Aðalmarkmiðið með þessum greinarstubb er að koma á fram- færi við þig, lesandi góður, að barn- ið í greininni er til. T.S. er sjúkdóm- ur sem skapar oft alvarleg félagsleg vandamál, s.s. einelti og þunglyndi, sem erfttt er að leysa vegna van- þekkingar og skilningsleysis. Oft á tíðum einangrast ekki einungis barnið heldur og öll fjölskyldan. Sjúklingur með Tourette Syndrome er fyrst og fremst manneskja. T.S. getur fylgt fólki alla ævi þannig að það eru ekki bara börn sem hafa þessi einkenni heldur einnig fullorðið fólk. Einkennin geta verið mjög væg en einnig mjög mikil. Ef þú hefur áhuga á að fræð- ast betur um T.S.-sjúkdóminn eða telur þig þjást af honum, getur þú skrifað til: Tourette-samtakanna, Pósthólf 3128, 123 Reykjavík. Höfundur er húsmóðir. ■ Á GAUKI A STÖNG í kvöld, fimmtudaginn 24. okt. mun Rokk- hljómsveit íslands skemmta gest- um. Helgina 25. og 26. okt. leikur ný hljómsveit skipuð ungum og óreyndum og gömlum og gamal- reyndum hljóðfæraleikurum og er hún það ný af nálinni að ekki hefur verið fundið nafn á hana enn, en eitt er víst að piltarnir eiga eftir að koma skemmtilega á óvart. Sunnudaginn 27. okt., mánud. 28. og þriðjud. 29. okt. verða síðan hin- ir eldijörugu og stórgóðu meðlimir Rokkabillybands Reylgavikur sem sjá fyrir ótrúlegri stemmningu. (Úr fréttatilkynningu) Excel á Maciníosh & PC Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel. Námskeið sem gefur þér meira fyrir minna. Höfum kennt á Excel frá árinu 1986. Tölvu- og verkfræðiþjónustan ^ Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar tír Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (£) ...síöasta HRAÐLESTRARNÁMSKEIDID! * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraöa og bættri námstækni? * Vilt þú ná betri árangri á prófum með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á síðasta námskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 30. október. Skráning í síma 641091. NÁMSKEIÐ MEÐ ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI! HRAÐLESTRARSKOUNN rsn io ára —í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.