Morgunblaðið - 24.10.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.10.1991, Qupperneq 17
17 » I I I » » I I I 5 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24.‘ OKTÓBER 1991 Leyfið Hafnar- fjarðarbæ að hafa sitt sjúkrahús eftír Oddnýju M. Ragnarsdóttur Atburðarás í þjóðfleaginu er hröð þessa dagana, einkum innan heil- brigðisgeirans. Á hveijum degi er eitthvað nýtt og spennandi að lesa í dagblöðunum. í mörgum tilfellum eru það skynsamlegar íhuganir en í öðnzm tilfellum ekki. Öldrunarmálin hafa verið í brenni- depli undanfarið. Ekki hefur veitt af að leysa úr þeim vanda, sem stór hópur aldraðra hefur staðið frammi fyrir alla tíð og gerir enn þrátt fyrir róttæka uppbyggingu og breytt hug- arfar undanfarin ár. Stjómendur rík- isbáknsins hafa að sjálfsögðu sjálfs- ákvörðunarrétt yfir eignum ríkisins. En þegar um sjúkrahús er að ræða, þar sem fárveikt og jafnvel deyjandi fólk er til staðar, hljóta að þurfa að liggja fyrir þaulhugsaðar forsendur og tímatakmörk ákveðnin með tilliti til allra aðstæðna á viðkomandi sjúkrahúsum, áður en til fram- kvæmda er ráðist. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði er eitt þeirra sjúkra- húsa, sem ríkið eignaðist fyrir nokkrum árum, fyrir utan 15% sem Hafnarfjarðarbær á og nú á að breyta vel starfræktu sjúkrahúsi í öldrunarheimili. Það kemur að vísu ekki á óvart, þar sem hugmyndin var ekki ný. Aftur koma á óvart þær aðferðir, sem eru notaðar. Þær sam- ræmast ekki okkar nútíma lýðræðis- þjóðfélagi. í Hafnarfírði eru þegar tvö öld- runarheimili, Hrafnista, þar sem um 200 manns dvelja, og Sólvangur, þar sem um 100 manns dvelja. Auk þess eru blokkaríbúðir pg lítil einbýlishús, sérstaklega byggð fyrir aldraða, þar sem um 100 manns búa. Miðað við fólksfjölda hefur Hafnarfjarðarbær hlúð betur að hópi aldraðra heldur en bæjarfélögin í nágrenninu. Þessi hópur aldraðra þarf stöðugt eftirlit faglærðra sem ófaglærðra. St. Jó- sefsspítali hefur sinht þörfum þessa hóps, jafnt sem öðrum íbúum Hafn- arijarðar og annarra bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur ver- ið ómetanlegt fyrir lækna Hrafnistu og Sólvangs að hafa greiðan aðgang fyrir sjúklinga sína að St. Jósefsspít- ala á erfiðum stundum. Ef St. Jósefsspítala verður breytt í öldrunarheimili, mun þessi þjónusta falla niður og fólk sem þolir enga bið sett á biðlista. Allt það rými sem sagt er autt á spítölum í Reykjavík, held ég að hljóti að vera blekking. Það væru umsetið, ef leyfí yrði gefið til þess að nýta það. Deildum hefur verið lokað öðru hveiju, annað hvort vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um, fé eða hvoru tveggja, að því að sagt er. Hópur hjúkrunarfraeðinga Oddný M. Ragnarsdóttir „Ef St. Jósefsspítala verður breytt í öldrun- arheimili, mun þessi þjónusta falla niður og fólk sem þolir enga bið sett á biðlista.” er stór en allt of margir eru á öðrum starfsvettvangi, þar sem illmögulegt er að lifa af þeim launum, sem hjúkr- unarfræðingum eru ætluð. Þetta bitnar á þeim einstakling- um, sem eru hjálpar þurfi, einstakl- ingum, sem hafa borgað sitt í ríkis- kassann og eiga rétt á þjónustu. Víst er mikið bruðlað. Ef sérhver starfsmaður, hvar sem hann er í keðjunni, hefði spamað í huga, væri vandamálið ef til viU ekki svona mikið. Hvað hið nýja öldrunarheimili snertir, munu skjólstæðingar ann- arra bæjarfélaga verða í meirihluta — þar er þörfin. Það verður öfug rás. Flestir þekkja sögu St. Jósefsspít- ala í Hafnarfírði. Nafnið ber það með sér. Öll þau tæki, sem félaga- samtök hafa gefíð til sjúkrahússins munu verða einskis nýt, ef þau fara í geymslu og bíða síns tíma. Aldraðir kjósa að vera í umhverfí sem þeir þekkja og vera nálægt sínu fólki. Háttvirtu herrar. Leyfíð Hafnfirð- ingum að hafa sitt sjúkrahús. Með virðingu. Höfuadurer hjúkrunarfneðslustjóri & Sólvangi í Hafaarfirði. Háteigur á efstu hæð Allar nánari upplýsingar í síma 689000 Sigtúni 38 - Fax: 680675 dc afmceíi tímann fyrir þér/ og pantaðu sal sem hentar til hátíSahaldanna. Salir okkar eru einkar glæsilegir og viS bjóSum allt frá 40 til 120 manns í sæti. í boði er fjölbreyttur árshátíðarmatseðill, með tveimur, þremur eða fjórum réttum, vínföngum og kaffi. Verðhugmynd fyrir 100 manna árshátíð með þriggja rétta matseðli, hljómsveit, þjónustu og öllum gjöldum 3.900.- krónur á mann. Á Holiday Inn sér fagfólk um alla framreiðslu og aðstoðar þig við undirbúninginn.Kynntu þér hátíðarkost okkar og hringdu í síma 689000. með útsýni yfir borgina > 10STKÍPOKA MELRQSES NATURALLHMON THA 25.50 og 100 STK IPAKKA • 1ENGUSH BKEAKFAST 10STKIPOKA 10STKIPOKA Ó. Johnson & ~ Kaaberhf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.