Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 OLL FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVOLD HVER VERÐUR ÍSLANDSMEISTARI? Nú fara fram í Ölveri í Glæsibæ undanrásir í Islandsmeistarakepp- ninni í KARAOKE, þar sem leitað er að KARAOKEMEISTARANUM 1991. Á hverju kvöldi undankeppninnar verður valinn einn söngvari sem fær viðurkenningarskjal, óvænt verðlaun og kemst í undanúrslit keppninnar sem verða sunnudaginn 5. janúar 1992. Þar verða síðan valdir tíu keppendur sem ásamt Karaokemeisturum Akureyrar og Vestmannaeyja taka þátt í úrslita- keppninni sem haldin verður 10. janúar 1992. Vakin er sérstök athygli á því að keppnin er einungis opin "amatörum". Aldurstakmark 18ára. Skráningargjald 500 kr. Nánari upplýsingar og skráning í Ölveri eftir kl. 18.00 og í síma 686220 á áðurnefndum tíma. Á Bylgjunni fjallar Bjarnl Dagur um keppnina. keppendur, stílinn og stælinn í þætti sínum millikl.9-12 virka daga. Tökum þátt í spennandi landskeppni um Karaoke- meistarann 1991. Mætum öll og njótum kvöldsins. ÖLVER G L Æ S I B Æ ÞAR SEM HVER SYNGUR MEÐ SÍNU NEFI ^AIkoholfrelf7 989 SJALUNN FEMUKRIFSTOFA Breyting á reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfaviðskipti Athygli er vakin á því að breyting hefur verið gerð á reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfaviðskipti. Þeir sem hafa fengið greiðslumatfrá fjármála- stofnunum vegna húsbréfaviðskiptafyrir 9. október 1991, en hafa ekki nýtt sér það til fasteignaviðskipta fyrir þann tíma, þurfa nýtt mat. Að öllu jöfnu breytist greiðslumat þeirra þó ekki sem hafa fengið mat undir 8 milljónum króna. Fjármálastofnanir sem séð hafa um greiðslumat vegna húsbréfaviðskipta hafa ákveðið að gefa viðskiptavinum sínum, sem þess óska, kost á nýju mati þeim að kostnaðarlausu. Hlutaðeigandi er bent á að snúa sér til viðkomandi fjármálastofnunar. Ófa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURUNDSBRAUT 24-108 REYKJAVlK • SlMI 91-696900 Rafvæðing sum- arhúsahverfa eftir Stefán Arngrímsson Fyrir skömmu birtist í blöðum fréttatilkynning frá nokkrum aðil- um sem boða til stofnunar sam- bands sumarbústaðaeigenda. Hvat- inn að stofnun sambandsins er sagður vera að mestu vegna verð- lagningar Rafmagnsveitna ríkisins á rafmagnsheimtaugum í sumar- hús. í fréttatilkynningunni og í fjöl- miðlum hafa heimtaugargjöldin verið talin „óheyrilega há". Vegna þessara fullyrðinga telja Rafmagns- veitumar rétt að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Forsaga Fram til ársins 1988 voru'heim- taugargjöld fyrir sumarbústaði ekki samkvæmt fastri gjaldskrá, heldur var gerð kostnaðáráætlun fyrir hverja heimtaug og innheimt sam- kvæmt því. Þegar um sumarhúsa- hverfi var að ræða, gat kostnaður fyrstu umsækjenda orðið töluvert hærri en þeirra sem á eftir komu. Þetta stafaði af því að stofnkostn- aður vegna t.d. háspennulínu lenti að verulegu leyti á fyrstu umsækj- endum. Við þessu var reynt að sporna með því að hvetja eigendur sumarhúsa í hverju hverfi til að sameinast um stofnframkvæmdir. Núverandi fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var Raf- magnsveitunum heimilað að fjár- magna stofnkerfi sumarhúsahverfa og jafna kostnaðinum niður á vænt- anlega umsækjendur. Fundið var út sanngjarnt fast verð fyrir hverja heimtaug. Það var gert með þeim hætti, að gerð var úttekt á raun- kostnaði fyrir þegar rafvædd sum- arhúsahverfi, og gjaldskrárverð fundið út þannig, að reiknað var með að kostnaður við framkvæmdir fengist endurgreiddur á nokkrum árum, eða þegar meginhluti bústaða og úthlutaðra lóða hefðu greitt heimtaugargjöld. Hvers vegna mismunandi heimtaugargjöld Margir spyrja, hvers vegna heim- taugar í sumarhús séu dýrari en í þorpum eða á sveitabæjum. Svarið er ekki einfalt, en þó má færa efir- farandi rök fyrir mismuni: Kostnað- ur Rafmagnsveitnanna af hverri heimtaug fer eftir aðstæðum hverju sinni. Föst gjaldskrá á sér hinsveg- ar að auki aðrar forsendur en sjálf- an framkvæmdakostnaðinn. Verð- pólitík, þ.e. ákvarðanir stjórnvalda, hafa brenglað gjaldskrár gegnum tíðina, þannig að þær endurspegla ekki að fullu þann kostnað sem ligg- ur að baki. Gjaldskrá raforkiifyrirtækis byggir á því að afla þarf tekna til að mæta útgjöldum vegna fram- kvæmda, dreifingar og orkuöflunar. Það er síðan matsatriði að hve miklu leyti orkugjöldin eiga að skila tekj- um til framkvæmda og hversu stór hluti framkvæmdakostnaðar skal greiddur með stofngjöldum. Lækk- un heimtaugargjalda kallar á hækk- un orkugjalda ef tekjur eiga ekki að skerðast. Mismunandi aðstæður hafa áhrif Þegar lagt er út í framkvæmdir, Orkunotkun sumarhúsa Orkunotkun 20 30 40 50 Hlutfall húsa (%) 60 70 Mynd 1 Stefán Arngrímsson „Niðurstaðan er sú, að í fæstum tilfellum duga heimtaugargjöld fyrir framkvæmdakostnaði, og í mörgum tilfellum vantar mikið upp á. Lit- ið er svo á að mismun- urinn skili sér í orkuvið- skiptum í framtíðinni. Sumarhúsin hafa til þessa ekki verið talin skila orkusökitekjum á sama hátt og notendur með fasta búsetu, þótt þar kunni að verða breytingar á." má gjarnan líta á það, hvaða arð framkvæmdin gefur. Venjuleg heimtaug að sveitabýli er í flestum tilvikum dýrari í framkvæmd heldur en heimtaug í sumarhús, vegna kröfu um afköst (afl). Hins vegar eru útgjöld umsækjanda lægri þar sem Orkusjóður hefur styrkt heim- taugar að lögbýlum. Að auki er orkunotkun að jafnaði um 5 til 10 sinnum meiri á sveitabýli en í sum- arhúsi, og í mörgum tilfellum er munurinn enn meiri. Meira en helm- ingur allra sumarhúsa er með orku- notkun undir 4.000 kWs/á ári SMÍTrl&NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI28300 Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa Fæstihelstu igarvöruvers umlanáallt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.