Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1991 21 Dúfnaveislan eftir Svein Einarsson Sum listaverk eldast vel. Þetta verður manni ljóst, þegar maður sér sýningu Borgarleikhússins á Dúfnaveislu Halldórs Laxness, að sá leikur er í hópi þeirra sem tíminn vinnur með. Mér er enn í fersku minni, þeg- ar skáldið las okkur Leikfélags- mönnum fyrsta þátt Dúfnaveisl- unnar eitt haustkvöld árið 1965. Við vorum að falast eftir Prjóna- stofunni Sólinni, sem þá lá óleikin í bókastafla. Halldór sagði okkur þá frá þessu nýja verki, sem væri í smíðum, og spurði okkur, hvort við teldum ástæðu til þess hann héldi áfram með það. Við töldum það. Hinu er ekki að leyna, að þegar leikritið var svo fullbúið, gekk það ekki fyllilega upp fyrir mér og ég var að velta því fyrir mér, hvort á því væri hugsunarlegar og stíleg- ar brotalamir. Núna, 25 árum síð- ar, er mér ánægja að bera vitni um það, að ég hafði rangt fyrir mér, þessi tilfinning stafaði af eig- in takmörkunum. I dag þykir mér leitun að heilsteyptari leik, bæði aðstíl og hugsun. í sýningu Helga Skúlasonar í Iðnó forðum voru tveir pólar leiks- ins pressarinn í túlkun Þorsteins Ö. Stephensens (og pressarakon- an, Anna Guðmundsdóttir, sem fylgdi manni sínum í öllum við- brögðum) og Gvendó, sem Gísla Halldórssyni tókst að gefa hættu- legt óræði. Milli þessara tveggja skapaðist spenna leiksins, og voru pressarahjónin gömul og vís — og frábitin veröldinni í sinni taóiskt upphöfnu manngæsku; Gvendó aftur var fulltrúi þess mannkyns, sem setur upp nýtt og nýtt gervi eftir því hvernig vindar blása og straumar liggja, að eigin frum- kvæði þó. Mér hefur dottið í hug, að í dag gæti önnur túlkunarleið verið for- vitnileg. Ef ekki eru tiltækir roskn- ir leikarar í pressarahjónin, af hverju þá ekki að láta miðaldra leikara í fyllsta fjöri leika hlutverk- in útfrá forsendum síns aldurs og tímans sem við lifum? Skáldleg ólíkindalæti pressarans bjóða al- veg upp á aðra meðferð en hlýja manngæsku uppgjafar — sú mannúðarstefna sem skáldið boð- ar á í vök að verjast árið 1991 fyrir grímulausri ágirnd auðhyggj- unnar undir merkjum frelsisins; ég fæ ekki betur séð en það rúm- ist vel innan ramma leiksins, að fulltrúar þess húmanisma rísi upp og berjist á sinn máta fyrir mann- legum verðmætum. Kímni verks- ins yrði ekki eins hlý með slíkum lesmáta — það skal viðurkennt — en fengi ekki leikurinn meiri slag- kraft? Hinn póllinn yrði þá að sjálf- sögðu dr. Rögnvaldur Reykill, sem einskis svífst fyrir aurana. Hugs- unarleg framvinda verksins endur- speglaðist þá í orðum og gjörðum Gvendós, hann yrði þessi nýjunga- gjarna og heimtufreka þjóð, sem hefur tækifærið til að sjá að sér. Tilfinningaleg framvinda verksins endurspeglaðist þá ekki síður í Öndu se,m er tragísk persóna, rót- ¦ VETRARFAGNAÐUR Ríkis- starfsmanna verður haldinn á Hót- el íslandi föstudaginn 25. október nk. Hótelið tekur á móti gestum kl. 21.00-22.00 með fordrykk auk þess sem boðið verður uppá konfekt frá Cadburys' og „bodylotion"-sýni frá Stendahl. Til skemmtunar verð- ur tískusýning frá Versluninni Lotus, Álftíunýri, sem sýnir það nýjasta í haust- og vetrartískunni. Dansararnir og danshöfundarnir Ástrós og Helena sýna tvo dansa og er annar þeirra sérstaklega sam- inn fyrir þetta kvöld. Hljómsveitin Upplyfting leikur svo fyrir dansi til kl. 3.00 með söngkonunum Berglindi Björk og Sigrúnw Evu. Sveinn Einarsson „Ég hugsa það sé fyllsta ástæða til að leggja að nýju til atlögn við Strompleik og Prjóna- stofuna Sólina með nýj- um formerkjum og kanna hvað við finnum. Mér finnst að minnsta kosti augljóst, að í Dúfnaveislunni höfum við eignast eitthvert best skrifaða leikrit, sem samið hefur verið á íslandi — og að þar er vettvangur fyrir bar- áttuglaða mannúðar- stefnu." laus og landlaus, fórnarlamb í sviptivindum leiksins. Aherslur og hvörf í leiknum yrðu þannig nokkuð önnur en áður var, en allan leikinn ber að skoða í táknlegu ljósi og ekki af raunsæi- legu. Kjallarahola pressarahjón- anna óg Grand Hótel eru fyrst og fremst táknlegar stærðir og allur leikmátinn þyrfti að miðast við þær víddir, sem fáránleikastefnan færði leiklistinni, svo og aðferðir sem t.d. leikstjórar eins og Bob Wilson hafa tamið sér. Ég hugsa það sé fyllsta ástæða til að leggja að nýju til atlögu við Strompleik og Prjónastofuna Só- lina með nýjum formerkjum og kanna hvað við finnum. Mér finnst að minnsta kosti augljóst, að í Dúfnaveislunni höfum við eignast eitthvert best skrifaða leikrit, sem samið hefur verið á íslandi — og að þar er vettvangur fyrir baráttu- glaða mannúðarstefnu. Höíundur er dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu. WUfuoWk SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA ^Stingaekki «Úr fínustu merinóull ®Mjögslitsterk ®Máþvoviö60°C UTIUFi UM 74,5.812922 Einn af Nafn: Bragi Benediktsson Starf: Sóknarprestur Aldur: 55 Heimili: Hellisbraut 4, Reykhólum Bifreið: Daihatsu Applause 1991 Áhugamál: Landbúnaður og félagsmál itt álit: ,$g á Kjarabréf, Markbréfog Skyndibréf. Það erþægilegt fyrir mig sem bý út á landi að geta keypt og selt bréfín með einu símtali. Þannig næ ég hámarksávöxtun án þess að þurfa að mæta á staðinn.' <ú> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVlK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI3,600 AKUREYRI S. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.